Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 25
DV LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 25 &ðtal Belgíu, Hollandi, Tyrklandi, Grikk- landi, Sviss, Austurriki, Ítalíu, Bandaríkjunum, jafnvel í Afríku, Arabísku furstadæmunum og í Kína. „Við megum ekkert loka fyrir því augunum að þróunin erlendis geti komið hingað," segir Guðrún og bætir því við að endalok stúlkna sem lenda í klónum á glæpahringj- unum séu of skelfileg til þess að við látum málið okkur ekki varða. „Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Evrópuráðinu verða þessar stúlkur meiri og meiri úrhrök með timanum og þegar þær eru útbrunn- ar enda þær í lokuðum húsum fyrir hermenn, þar sem eingöngu er ver- ið að þjóna kynlífsfíkn. Og hvar er þá þetta val? Og hvar er þá draumur þessara stúlkna um betra líf á vestræna vísu vegna ónógra tækifæra í eigin landi.“ Drengjavændi hefur lengi viðgengist „Þess vegna finnst mér mjög mik- ilvægt að setja sig ekki í dómara- sæti yfir þessum stúlkum, heldur þora að skoða allt sem í kringum þetta er - og þá sem stýra starfsem- inni. Við skulum ekki gleyma því að þetta á ekki bara við um kvenfólk á aldrinum fimmtán ára upp í fimm- tugt, þvi drengjavændi hefur við- gengist lengi alls staðar í heiminum og það er spurning hvort við eigum að þora að draga þá gardínu frá hér. Það er mjög mikilvægt að þora að skoða hvernig ástandið er hér og hætta að vera svona óljós. Við verð- um að fá staðfestingu á ástandinu og ákveða hvað skuli gera.“ Hefur ástandið ekkert verið kann- að? „Síðustu rannsókn sem ég veit til að hafi verið gerð gerði Hansína B. Einars árið 1985 og ég held að það sé þarft að dusta rykið af henni, skoða hana aftur og athuga hvort ekki eigi að fara fram önnur rannsókn til þess að við fáum samanburð, bæði í því sem hefur verið að gerast á síð- ustu misserum og hvernig þróunin hefur verið á þessum fimmtán árum.“ í ræðu þinni sagðir þú „klám og vændi er að sjálfsögðu angi af fikni- efnaheiminum". Er hægt að taka á þessum málum án þess að hreinlega uppræta fíkniefnaneyslu? „Ég benti líka á að það sé þekkt í Evrópulöndunum að stúlkum sé hreinlega rænt og þær dópaðar upp til þess að láta þær starfa við vændi og ég minni á fréttir í blöðum ný- verið þar sem kom í ljós í Svíþjóð að stúlkum frá fyrrum austantjalds- löndum var haldið nauðugum til þess að þjóna kynlífsfíkn." Við þekkjum líka héðan alla um- ræðuna um litlu dópistakrakkana sem eru að selja sig fyrir dóp. Það er veröld sem við vitum að er til. Eigum við að skoða hana eða eigum við að láta eins og ekkert sé?“ Ekki spurning um nóg heldur meira Sumir eiga bakgrunn sem leiðir óhjákvæmilega til þess að þeir leiti í þennan heim, til dæmis bakgrunn sjálfseyðingar, niðurlægingar og lé- legs sjálfsmats. Getum við komið í veg fyrir það á einhvem hátt að þessir krakkar rati út í vímuefna- neyslu og vændi? Er það ekki á ábyrgð foreldra þeirra? „Við berum öll vissa ábyrgð og við getum flúið hana. Við viljum bera ábyrgð á vímuefnavanda og gera allt til þess að finna úrræði þar. Það á alveg eins við um klám og vændi. Öllu frelsi fylgir ábyrgð. Það á ekki síst við þegar við lítum á aldur þeirra telpna sem era að vinna í þessum bransa." Þú talar um að í Evrópu fari dæt- ur efnameiri foreldra síður í vændi en aðrar. Við búum við gott efna- hagslegt ástand hér á landi, svo varla eru íslenskar stúlkur í mikilli hættu. „Það er rétt að við búum við gott efnahagslegt ástand miðað við fyrr- um austantjaldslöndin, en því má ekki gleyma að hinn vestræni heim- ur er heimur græðgi. Hjá okkur er þetta spuming um að við viljum alltaf „meira“. Það eru margar stelpur sem ekki myndu hugsa sig um tvisvar ef þær ættu kost á þvi að taka eina nótt hjá arabískum sjeik og greiðsla fyrir það myndi sam- svara mánaðarframfærslu hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Ég tek þetta sem dæmi, vegna þess að það era nokkuð margar íslenskar stúlk- ur sem hafa fengið slík tilboð á námsárum sínum erlendis. Gæti þetta ekki snúist um að þær væru alltaf að sofa ókeypis hjá einhverj- um öðru hverju, hvort sem er? Hvers vegna ekki að taka fyrir það? Hvar liggur hin hárflna lína á milli þess að sofa hjá ókeypis hjá sætum gæja og þess að taka fyrir greiða? Ef klámiðnaðurinn hvolfist yfir okkur án nokkurs ramma eða reglna, hvernig eigum við þá að ala dætur okkar upp í því að þær eigi ekki að selja líkama sinn fyrir stundargræðgi, vegna þess að oft snýst þetta ekki um að eiga nóg, heldur að vilja meira.“ Viðskiptavinirnir geta verið nættulegir Svo kemur að þeim pimkti í lífi þessara telpna að þetta verður að munstri og þær þurfa eitthvað til að deyfa sig með, því hvemig eiga þær að lifa þetta af til lengri tíma. Þar með erum við í rauninni komin með þessa þróun sem við erum að horfa á. Þetta kann a byrja vel, dug- ar í ákveðinn tíma og endar illa. Það eru ekki allir eins heppnir og stelpan í Pretty Woman, sem var með sín siðferðismál á hreinu, kyssti til dæmis aldrei. Sú mynd gaf mjög rangar hugmyndir um líf og starf vændiskvenna og viðhorfin til þeirra. Það var látið eins og þetta væri „glamour“ líf. Staðreyndin er sú að þetta er mjög hættuleg starfsgrein. Þeir karlar sem kaupa þjónustuna eru ekki alltaf flottustu gæjarnir sem konur slást um, heldur menn sem bæði hafa ýmsar ónáttúrlegar til- hneigingar og geta verið hættulegir. Finnst okkur það til dæmis bara allt í lagi að sextíu ára karlar séu að sofa hjá fjórtán ára telpum? Það er rétt að við búum við gott efnahagslegt ástand miðað við fyrrum austantjaldslöndin, en því má ekki gleyma að -sús hinn vestræni heimur er heimur græðgi. Hjá okkur er þetta spurning um að við viijum alltaf „rneira". Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness / Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.