Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Side 26
26 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 %/aðan ertu? ... í prófíl framleiðandi Bragi Þór, leikstjóri og Bragi Þór er maöurinn á bak við margar af þeim auglýsing- um sem við sjáum í sjónvarp- inu. Hann er 25 ára, leikstýrir og framleiðir auglýsingar og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Hreyfimyndasmiðjuna, fyrir 2 árum og gengur bara vel. Slgurður Bragi Guðmundsson, forstjóri Plastprents, átti hamingjusama æsku. Eilíf gleði - steinasöfnun, fiekasmíði og fjöruleikir Sigurður Bragi Guömunds- son, framkvœmdastióri Plast- prents og Sigurplasts, átti nokkuð sérstæða œsku sem einkenndist af tíðum flutn- ingum bæði milli landshorna og milli gatna í Reykjavík en paradís æsku hans var Nes- kaupstaður. „Ég fæddist á ísafirði 3. febrúar 1958, uppi á lofti í símstöðinni, en afi minn, Sigurður Dahlmann, var símstöðvarstjóri á ísafirði. Ég dvaldist skamman tíma í þessu merka plássi en fluttist fljótlega til Reykjavíkur þar sem við bjuggum á nokkrum stöðum í nokkur ár en síð- an fékk faðir minn kennarastöðu í Neskaupstað. Hann fór fyrst einn austur en þegar honum skömmu síðar var boöin staða bæjarbókara þá sendi hann eftir fjölskyldunni og við fluttum austur þegar ég var átta ára gamall." Síldarbörnin á planinu Sigurður Bragi kom til Neskaup- staðar áður en nútíminn, eins og við þekkjum hann, hélt innreið sína. Neskaupstaður var þá álíka stór og hann er í dag en lífsmátinn var allur annar. Það var síldin sem átti hugi og hjörtu manna í Nes- kaupstað og það var saltað á öllum plönum allan sólarhringinn meðan silfur hafsins bafst að landi og lítt eða ekkert hirt um hvíldartíma og vökulög. „Ég man vel eftir siðustu síldar- árunum. Ég og Lúnni, vinur minn, Anton Lundberg Jónsson, stunduð- um það að fá saman stæöi á síld- arplönunum, eins og það var kallað. Svo hausaði hann síldina en ég sá um söltun í tunnur. Þetta var þræla- vinna og yrði örugglega engum börnum leyft slíkt framferði í dag. Svo fékk maður merki í stígvélið þegar hver tunna var að baki og var svona heldur en ekki maður með mönnum. Ég man ekki lengur hvort ég fékk einhverjar sérstakar auka- tekjur af þessu. Ætli maður hafi ekki fengið bara minni vasapening sem því nam.“ Það var enn þá sveitasími í Nes- kaupstað þegar Siguröur flutti þang- að og þá eins og nú kostaði sitt að tala í símann. „Amma hans Lúnna kunni að lesa í bolla og einu sinni tók hún að sér að spá fyrir okkur pollunum. Hún sá í boll- anum að við töluðum alltof mikið í sím- ann og ráð- lagði okkur að hætta því þar sem það væri svo dýrt. Við þorðum ekki öðru því fyrst hún sá þetta í bollanum hlutu allir að vita það. Löngu seinna komumst við að því að við vorum fórnarlömb samsær- is.“ Sjónvarpið var ekki komið þegar Sigurður var að slíta barnsskónum fyrir austan og því urðu böm og unglingar að sjá sér sjálf fyrir af- þreyingu. Flekinn stóri sem hvarf í endurminningunni var þetta ei- líf gleði þrátt fyrir það sem Sverrir Stormsker frændi minn orti svo skemmtilega: „Vonin um eilífa gleði er eilíf en það er gleðin ekki.“ Við krakkarnir upplifðum mikið frelsi ég og Lúnni og Gunnar bróðir unn- um mjög metnaðarfullt starf við Seyölsfjoröur Eskifjoröur Reyöarfjoröur DV alltaf eftir að spyrja um leyfi. Hann var vissulega stór en jafnframt svo þungur að það var vonlaust að róa honum svo hann var nú mest notað- ur til leikja þar sem hann lá fyrir festum við ból. Svo einn daginn þeg- ar við komum á fætur var flekinn góði horfinn út í hafsauga nema stefnishlutinn sem enn lá við bólið.“ En það var einnig nokkurs konar unglingastarf á Norðfirði sem Sig- urður tók snemma virkan þátt i. „Ég var að sjálfsögðu í Steina- klúbbnum. Þetta var félagsskapur sem Karl Hjelm, leiötogi okkar krakkanna, leiddi. Við fórum í margar gönguferðir um fjöllin í ná- grenninu og söfnuðum steinum sem við síðan greindum eftir vísindaleg- um aðferðum. Við lágum stundum úti í tjöldum í þessum ferðum og Karl skemmti okkur eða réttara DV-mynd E.ÓI. sagt hræddi úr okkur líftóruna með mögnuðum draugasögum sem væru áreiðanlega bannaðar börnum í dag. Hann stóð líka fyrir nokkurs kon- ar félagsmiðstöð sem var starfrækt í nokkur ár áður en sjónvarpið kom.“ Litla Moskva flekasmíði en hún naut mikilla vin- sælda. Við vildum skara fram úr og smíðuðum risastóran fleka með húsi, kamínu og fleiri þægindum. Fleyið var smíðað í pörtum í garðin- um heima og flutt í þrem- ur áfongum niður í fjöru þar sem hann var settur sam- an. Hann var smíðaður úr spýtnabraki og fylltur með ein- angrunarplasti sem við tókum úr nýbyggingum og mundum ekki Neskaupstaður var þá eins og nú með svolítið öðrum pólitískum lit en afgangurinn af landinu. Þar réð meirihluti vinstrimanna lögum og lofum og nafngiftin Litla Moskva segir meira en margt annað um ímynd bæjarins á þessum árum. Hvemig var að alast upp í sósíal- ísku velferðarríki? „Þetta hafði það hlutverk í mínu uppeldi að foreldr- ar mínir voru yfir- lýst hægrifólk og þess vegna til- heyrðum við eðli- lega örsmáum minnihluta. Ég slóst aldrei út af pólitík en fékk minn skammt af ónotum og ég tel að það hafi haft þrosk- andi áhrif á mig.“ 13 ára skellinöðrutöffari Þegar Sigurður lítur til baka, hvernig setti það þá mark sitt á hann að flytjast búferlum svo oft og édast upp í sjávarplássi? „Ég sé í dag að þessir tíðu flutningar áttu ríkan þátt í að efla samstöðu okkar bræðranna þriggja og gera okkur jafnnána og við emm í dag en þetta þroskaði mann fyrst og fremst. Ég var baldinn unglingur sem allt plássið tók sinn þátt í að ala upp og veita aðhald. Ég eignað- ist skellinöðm 13 ára gegn loforði um að láta ferma mig með bróður mínum árið eftir. Ég stalst oft í skjóli nætur út á henni þótt ég mætti það ekki. Einu sinni kom lög- regluþjónninn í bænum til mín og spurði hvort ég væri nokkuð að keyra skellinöðmna. Ég sagði þvert nei en viðurkenndi að hafa sett hana í gang í kjallaranum. Lögregl- an benti mér þá góðfúslega á að búið væri að keyra skellinöðruna 400 kílómetra þótt hún væri ný og þá varð nú fátt um svör. Lögreglan hankaði mig seinna á leiðinni inn í sveit og sagði mér að snáfa heim. Svo varð það ekkert meira." Fullt nafn: Bragi Þór Hin- riksson. Fæðingardagur og ár: 8. júní 1974. Maki: Jóhanna Guðlaug Frí- mann. Börn: 2 böm, Bergþór og ísa- bellá. Skemmtilegast: Ég er bíófik- ill (ég vona að konan lesi þetta ekki). Leiðinlegast: Að lenda á kant við Jó- hönnu. Uppá- haldsmat- ur: Tortell- ini í piparostarjómasósu. Uppáhaldsdrykkur: Grænn frostpinni með Gylfa. Fallegasta manneskja fyrir utan maka: Mamma. Fallegasta röddin: Röddin hans Magga Ragnars. Uppáhaldslíkamshluti: Skinnið á milli litlu táar og þeirrar næstu. Hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni: Hlynntur henni. Með hvaða teiknimynda- persónu myndirðu vilja eyða nótt? Jessicu Rabbit, ekki spurning. Uppáhaldsleikari: Ég er mjög hrifinn af Robert DeNiro. Uppáhaldstónlistarmaður: Peter Gabriel og Ennio Morriconne. Sætasti stjómmálamaður: Jón Baldvin er flottur. Uppáhalds- sjón- varpsþátt- ur: Muppet Show. Leiðinlegasta auglýsingin: Má ekki svara þessari spurn-; ingu. Leiðinlegasta kvikmyndin: j Óeðli. Sætasti sj ón var psmaður- j inn: Þessi litla, mjóa og sæb í 19>20. U ppáhaldsskemmtistaður: Kaffibarinn. Besta „pikk-öpp" línan: Heyrðu, vinan, leiöinlegt að svekkja þig en ég er giftur. Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú ert orðinn stór? Gera betur og betur og betur o'g bet- ur. Eitthvað að lokum: Ég er rétt að byrja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.