Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 33
JDV LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 Mikill meirihluti landsmanna er því fylgjandi að Dorrit Moussaieff verði forsetafrú á íslandi. í skoðanakönnun sem DV hefúr gert segjast 78% þeirra sem afstöðu tóku vera þessarar skoðunar en 22% eru andvíg ráða- hagnum. Enn fleiri eru sáttir við núverandi samband Ólafs Ragnars Grimssonar, forseta íslands, við ungfrú Moussaieff. Þegar lands- menn voru spurðir hvort þeir væru fylgjandi sambandinu sögð- ust níu af hverjum tíu af þeim sem tóku afstöðu vera það en aðeins einn af hverjum tiu var aridvígur sambandi forsetans við demanta- drottninguna Dorrit. Örfáir andvígir Könnunin var gerð miðviku- dagskvöldið 20. október og var leit- að til 600 manna, 300 karla og 300 kvenna, eftir áliti þeirra á málinu. Nokkur munur var á svörum eft- ir kyni svarenda og voru karlar af- dráttarlausari en konur í stuðningi sínum við samdrátt Ólafs Ragnars og Dorrit. Þetta á sérstaklega við um þá hugmynd að hefðarkonan erlenda verði næsta húsfreyja að Bessastöðum en af þeim sem tók afstöðu sögðust 26% kvennanna vera andvíg þvi en aðeins 17,5% karlanna höfðu athugasemdir við það fyrirkomulag. nærmynd Samband Olafs og Dorrit - niðurstöður könnunar Komdu fagnandi, Dorrit Svör allra - niöurstöður Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Neita að svara Samtals 54,0% 6,2% 29,2% 10,6% 100% 89,8% Fylgjandi Fylgjandi Andvígir Dorrit sem forsetafrú - niðurstöður könnunar Heildartölur . Andvígir 21,8% Svör allra - niðurstöður Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Neita að svara Samtals 50,8%* 14,2% 24,8% 10,1% 100% Fylgjandi Andvígir Átta af hverjum tíu vilja að Dorrit Moussaieff verði forsetafrú: styðja Ólaf og Dorrit Af þerin 600 sem voru 1 úrtakinu svöruðu 390 spumingunni mn Dor- rit sem forsetaffú og 361 spuming- unni um samband forsetaparsins. 62 neituðu að svara fyrri spuming- unni og 142 vom óákveðnir en 305 sögðu já en 85 nei. Seinni spuming- unni neituðu 64 að svara og 175 vom ákveðnir eri 324 svöraðu ját- andi og 37 neitandi. Sé því litið til allra sem þátt tóku í könnuninni em þaö aöeins 6,2% landsmanna sem beinlínis segjast andvig sam- bandi forsetans og Dorrit. Dorrit er þekkt í samkvæmislífinu í London og tekur mjög virkan þátt í því. Hér sést hún f samkvæmiskjól eins og hana ber sennilega oftast fyrir augu Ijósmyndara sem starfa í samkvæmislífinu þar. Vilja hafa hana íslenska Þrátt fyrir að fjölmargir hafi lýst sig fylgjandi sambandi og hugsan- legu hjónabandi Ólafs og Dorrit vom þeir þó margir sem létu sér fátt um finnast. „Hvað kemur mér það við hvað Ólafur Ragnar Gríms- son er að gera í sínum prívatmál- um?“ sagði karl í Reykjavík. „Þetta er einfaldlega þeima mál,“ var al- gengt viðkvæöi þátttakenda í könn- uninni. Sumir höfðu hins vegar meiri áhuga á málinu. „Mér fmnst Dorrit falleg og að það sé bara hið besta mál ef Ólafur finnur hamingjuna með henni,“ sagði til dæmis karl- maður í Reykjavík og tóku reyndar margir undir það. Eins og áður segir voru það frek- ar konur en karlar sem settu fyrir- vara við dýpkun á sambandi Dorrit og forseta íslands. „Dorrit er greini- lega vænsta stúlka og ég hef ekkert á móti sambandi hennar við forset- ann. En ef hann ætlar að kvænast aftur vildi ég heldur að konan væri íslensk," sagði kona á Suðurlandi og samsinnti þar með nokkrum kynsystrum sínum. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.