Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Page 35
JLLAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 ktt&rmynd * Þessi mynd Gunnars V. Andréssonar af Dorrit Moussaieff er tekin austur á Leirubakka þegar sögulegt óhapp varð í útreiðartúr hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. ástarhug til Dorritar litlu og á rík- an þátt í því að losa foður hennar úr skuldafangelsinu sem hann hef- ur svo lengi setið í. Við það vænkast hagur feðginanna tals- vert en Arthur sekkur sjálfur í djúpt skuldafen og finnst hann þess vegna ekki geta beðið um hönd Dorritar þar sem vonlitið er að hann geti séð henni farborða. Þegar öll sund virðast lokuð játar frú Clennam að hafa leynt digrrnn sjóðum fyrir Arthur sem reynist ekki vera raunverulegur sonur hennar, og einnig fyrir foður Dor- ritar. Hún fær makleg málagjöld. elskendurnir komast bæði í veru- legar álnir og giftast, eins og hug- ur þeirra beggja stendur til. Hvað segja erlendir fjölmiðlar? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir fjallað ítarlega um þetta mál og nægir að nefna stórblöð á borð við Sunday Times í London og Der Spiegel en umfjöllun um málið hefur birst í blöðum viðar í Evrópu, s.s. á ítaliu. Það vakti mikla athygli á dögun- um þegar blaðamenn Sunday Times í London fullyrtu að Ólafur Ragnar væri bóndi og var ekki laust við að íslendingum sárnaði fyrir hönd forseta vors. Fyrrver- andi eiginmaður Dorritar, Neil Zarach, verslunareigandi í London, hnykkti á þessu starfs- heiti Ólafs í samtali við Sunday Times og sagði að Dorrit væri rík- ari en allt ísland og hann sæi hana ekki fyrir sér bak við plóg. Maurice Chittenden, blaðamað- ur á Sunday Times, sagði í samtali við DV að sér væri fullkunnugt um að forseti íslands væri ekki bóndi heldur fræðimaður og há- skólaborgari. Hins vegar hefði til- svar fyrrum eiginmanns Dorritar verið svo skemmtilegt að það hefði hljómað betur að tala um forset- ann sem bónda í þessu samhengi enda byggi hann á sveitasetri. Hvað segir fyrrum eig- inmaður Dorritar? DV náði tali af Neil Zarach, fyrr- um eiginmanni Dorritar i verslun hans í London. Zarach kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær hann og Dorrit voru gift en mundi þó að hjónabandið stóð í sjö ár að borði og sæng en á pappírunum í ellefu ár. „Hún var aðeins sextán ára þeg- ar við giftumst en orðstír minn var í talsvert háu gengi á þeim tíma og má segja að ég hafi verið í tísku,“ sagði Zarach í samtali við DV. Á þeim Dorrit er nokkur aldursmun- ur en Dorrit var númer tvö í röð flmm eiginkvenna sem Zarach hef- ur verið kvæntur. „Ég fór slyppur og snauður út úr þessu hjónabandi og var satt að segja feginn að losna. Ég hef ekki haft mikil samskipti við Dorrit síð- an. Hvað varðar þetta samband hennar við forsetann ykkar þá skil ég satt að segja ekki hvað hún er að fara með því. Sú Dorrit sem ég þekkti meðan við vorum gift myndi ekki giftast forseta íslands og setjast að þar. En ég get ekkert sagt um það hve mikið hún hefur breyst á síðustu tuttugu árum.“ Zarach sagðist aldrei hafa hitt Ólaf Ragnar Grímsson, forseta ís- lands, en sér virtist að miðað við þá mynd sem hann fengi gegnum fjölmiðla að þar færi mjög vandað- ur og heiðarlegur maður. Hann kvaðst álíta að sá lífsstíll sem Dor- rit temdi sér félli ekki vel að þeim lífsháttum sem íslendingar væru vanir. Lífstíll hinna „frægu og ríku“ fælist í því að flögra milli heimshorna af skíðum í Sviss á sólarstrendur á Barbados, á snekkjurnar í gríska Eyjahaflnu og til kvöldverðarboðanna í New York og London. í þessum heimi er mjög mikilvægt að vera á „réttum stað“ og hitta þar „rétta“ fólkið. „Þetta er sá lífsstíll sem sú Dor- rit sem ég var giftur og þekkti fyr- ir tuttugum árum hreifst mjög af og tók mjög virkan þátt í. Ég hefí að miklu leyti dregið mig út úr þessari hringiðu. Dorrit er enn mjög virk í samkvæmislíflnu og er að auki vellauðug. Ég sé hana þess vegna ekki fyrir mér sem forseta- frú á íslandi. En ég kann að hafa rangt fyrir mér.“ -PÁ SPSÍIi lilSgffi ■ m ascil ÍÍÍiiiSSÍÍ! ss»si::s2S;»i SigsiSS! ! Cál SlíESSJSUsdj jf ’B" luuiinntti p niuujnuuS tiimimiiii »| iiiiiuiimuM imiiisísiiuiS itnmuniiitl lUiiniiiiuiiL tiiiimmm ul Skrifstofubyggingin Canada Tower við Canary Wharf í London. Nýlega seldi Dorrit hlut sinn í húsinu sem hún keypti fyrir fjórum árum. Heildarverðmæti hlutarins var 45 milljónir punda en hagnaður hennar af sölunni er talinn hafa ver- ið um 25 milljónir punda sem lætur nærri að vera þrír milljarðar íslenskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.