Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Page 36
n.« -i&Sðbi,
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 UV
Nokkur heilræði
Það liggur eiginlega í hlutarins
eðli að lengi vel hlýtur maðurinn
(homo sapiens) að hafa stundað
kynlíf úti í guðsgrænni náttúr-
unni. Frummaðurinn hlýtur að
hafa stokkið á vænlegan félaga
hvort sem leiðir þeirra skárust
uppi í trjánum eða niðri á slétt-
unni á tveimur jafnfljótum. Ef
marka má ríkjandi söguskoðun
hafðist maðurinn lengi við í trjám
og hellum áður en hann fór að
* byggja sér hús. Húsbyggingar
verða ekki til fyrr en akuryrkja
kemst í móð og maðurinn leggur
af hirðingjalíf. Þannig má halda
því fram með nokkrum rökum að
maðurinn sé nýlega farinn að
stunda kynlíf innanhúss.
í nýopnaðri og glæsilegri úti-
vistarverslun í Kringlunni, sem
heitir Nanoq, rakst ég á sérstakt
uppsláttarrit um málið sem heitir
Sex in the Outdoors eftir Robert
Rose og Buck Tilton sem varpar
nýju ljósi á þessa fomu íþrótt.
Af hverju úti?
Þeir sem eru hallir undir kynlíf
úti í guðsgrænni náttúrunni telja
á því marga kosti. í fyrsta lagi er
það skemmtilegt og gott. í öðru
lagi ná iðkendur alveg sérstöku og
nánu sambandi við náttúruöflin
sem er á jaðri hins guðdómlega og
verður ekki lýst með orðum held-
ur gjörðmn. Við iðkun kynlífs úti
í náttúrunni finnur maðurinn dýr-
ið í sjálfum sér og kemst í sam-
band við sitt innsta eðli. í þriðja
lagi er þetta einstök aðferð til þess
að nálgast ferðafélaga sína og
kynnast þeim betur en í upphafi
ferðar og styrkir og stuðlar að
“ nánum tengslum þeirra á milli
sem eru svo nauðsynleg, t.d. vegna
öryggis á ferðalögum. í þriðja lagi
heldur kynlíf hita á þátttakendum
sem einhverra hluta vegna geta
þurft að biða við erfiðar aðstæður
og eru ef til vill ekki nægilega vel
klæddir.
Kynlíf úti í náttúrunni gefur
færi á einstökum ferðaminning-
um. Það er hægt að velja sér sér-
staka staði, óvenjulegar aðstæður,
fara oft á sama staðinn og svo
framvegis. Vel heppnaður ásta-
leikur á Esjunni gefur ferðamanni
færi á að horfa með sérstöku
augnaráði til fjallsins þegar vitnað
er í borgarskáldið Tómas Guð-
f mundsson: „Sjáið tindinn, þarna
fór ég...“
Hvað er náttúrlegra en
kynlíf undir berum
himni? Sannur áhuga-
maður/kona lætur ekki
, erfiðar aðstæður hindra
sig í að ná hæsta tindi.
DV flettir fræðibókum
um málið, veitir ráðgjöf
, og upplýsingar.
Við kynlíf utandyra eru ýmsar
siðareglur og varúðarráðstafanir
sem rétt er að hafa í huga. Það
fyrsta er næði. Séu aðeins tveir á
ferð er það auðvitað ekkert vanda-
mál sé vilji beggja fyrir hendi. Ef
áhugamenn á þessu sviði eru með
fleirum i hóp þarf að liggja fyrir frá
upphafi hvort ástæða sé til að hafa
áhorfendur eða ekki en hér er geng-
ið út á frá því að það vilji fáir. Séu
menn staddir á sléttlendi getur
þurft að finna skjól nema sé logn og
þá erum við örugglega ekki stödd á
íslandi. Sé undirlagið algerlega slétt
er það ekki vandamál en í brekkum
geta aðilar þurft að ihuga hvemig
þeir ætla að snúa og gera ráð fyrir
að færast undan brekkunni nema
fundin sé góð viðspyma eða eitt-
hvað sem annar eða báðir geta hald-
ið í. Trjágreinar og steinar geta
þama komið að góðu gagni en ávallt
er miðað við að kynlíf utandyra
valdi ekki skemmdum á viðkvæmu
lífríki og því gætu menn viljað nýta
hjálpartæki s.s. tjaldhæla eða ísaxir
í þessu skyni.
Sandurinn er verstur
Eitt versta undirlag sem til er fyr-
ir ástarleik úti i náttúrunni er sand-
ur. Hann er að vísu mjúkur og lag-
ar sig að líkamanum en sandkomin
geta auðveldlega ratað á ýmsa staði
þar sem fæstir kæra sig um að hafa
sand og getur tekið nokkra daga fyr-
ir líkamann að losa sig við hann.
Við þessu eru tvö ráð. Annað er að
leggjast ekki i sandinn án þess að
breiða eitthvað undir sig. Hitt er að
athafna sig aðeins á harða sand-
svæðinu sem alltaf er neðst í flæðar-
málinu þegar fellur út. Það hefur
hins vegar þá ókosti að lítið er um
næði og skjól og auk þess geta menn
litið skakkt í flóðtöfluna svo fallið
getur að á óheppilegum tíma.
Gras eða mosi er trúlega hentug-
asta undirlagið en gæta þarf að smá-
steinum sem leynast í grassverði.
Hér verða menn að spila af flngram
fram og trúlega kjósa flestir yfir-
höfn, bakpoka eða eitthvað slíkt
sem ábreiðu.
Þeir sem klífa fjöll með hjálpar-
tækjum eins og línum, klifurbelt-
um, fleygum og tryggingum geta
spreytt sig á því að athafna sig
hangandi í línunum eða klúkandi á
tæpri syllu. Sé parið í lausu lofti
getur aðgengi verið vandamál því
yfirleitt þarf að klæða sig úr klifur-
belti til þess að komast úr t.d. bux-
um. Þetta þarf að leysa en flestir
sem hafa reynt fullyrða að mikil
hæð gefi aukna spennu í ástaleikinn
og vegi upp á móti öðrum tæknileg-
um erfiðleikum.
Við erfiðar og skjóllitlar aðstæð-
ur, s.s. á fjallstindum, er sjaldnast
gróður og þá getur þurft að grípa til
riddaramennsku og leyfa öðram að-
ilanum að vera ofan á hinum en sá
sem er neðar getur lagt t.d. bakpoka
undir til hlífðar sjálfum sér. Á tind-
um næðir oft köldum vindum og
getur verið gott að vera í úlpum eða
skjólgóðum fatnaöi að ofan.
Hvaða hljóð er þetta?
Úti í náttúrunni geta elskendur
haft eins hátt og þeir vilja og einn
af kostum íslands hlýtm- að vera
sá að engin hætta er á að slík óp
og skrækir laði að forvitin dýr. Sú
hætta er hins vegar fyrir hendi
víða erlendis og í Norður-Ameríku
og Kanada hafa menn upplifað að
birnir renni á hljóðið og komi á
vettvang við slíkar aðstæður og í
Skandinavíu hafa slík hljóð einnig
laðað elgi að. Bæði þessi dýr era
hættuleg, hvort á sinn hátt.
Eina dýralífið sem elskendur á
íslandi þurfa að óttast er mývarg-
ur sem getur verið skæður nálægt
vötnum og ám. Venjulegar flugur
geta i besta falli truflað fólk en mý-
vargur bítur og án efa vont að fá
slík bit annars staðar en á hendur
og andlit sem er algengast. Við
þessu eru fá eða engin ráð þar sem
sérstakar vargskýlur eða flugna-
net hlífa yfirleitt aðeins höfðinu og
þótt áburður sem á að fæla burtu
mývarg sé til þá virkar hann oft
illa og mikil vinna er að bera hann
á allan likamann.
Tjaldkynlíf
Kynlíf í tjaldi er auðvitað ekki
undir berrnn himni en það er þó í
býsna mikilli nálægð við náttúr-
una og hennar magísku öfl og
sennilega það næsta sem margir
íslendingar komast því að elskast
eins og frummaðurinn. Við fjald-
kynlíf era nokkur atriði sem vert
er að hafa í huga. Svefnpokar sem
hægt er að reima saman svo þeir
myndi einn stóran eru frábærir og
leysa flest vandamál sem kunna að
koma upp við þessar aðstæður.
Séu fleiri í tjaldinu en þeir sem
fysir að veita hvötum sínum laus-
an tauminn getur þurft að grípa til
hljóðlátara og kyrrlátara kynlífs
en almennt er stundað. Par sem
liggur í samanreimuðum svefn-
poka með hrjótandi ferðafélaga
sitt til hvorrar handar á erfitt
verkefni fyrir höndum. Hér gildir
sem endranær að láta ekki aðstæð-
ur buga sig eða hræða frá settu
marki.
Mörg göngutjöld era það lítil að
erfitt getur verið að athafna sig
við kynlíf í þeim nema í stelling-
inn þar sem báðir aðilar liggja
endilangir. Þætti það mörgum
ekki mikil afneitun. Það sama á
við um snjóhús. Þau eru oftast
grafin það þröngt að erfitt er að
sitja uppréttur ofan á einhverjum
öðram. Snjóhús eru afar hljóðþétt
og þar er hægt að orga lyst sína án
þess að nokkur heyri.
Oft er það svo að tjöld standa
mörg og þétt saman á tjaldstæðum
og tjöld eru afar illa hljóðeinangr-
uð. Þetta er rétt að hafa i huga þeg-
ar tjaldkynlíf er stundað en getur
auðveldlega gleymst í hita leiks-
ins. Sá sem þetta ritar hlýddi eitt
sinn á gríðarlega fjörlegar og há-
værar samfarir á þéttskipuðu
tjaldstæði á Homströndum. Tjöld-
in tilheyrðu öll sama hópnum og
þótt hljóðin hafi áreiðanlega verið
einhverjum til eftirbreytni þá
voru allir jafnforvitnir og ferðafé-
lagar horfðu afskaplega rannsak-
andi hverjir á aðra daginn eftir.
Æskilegur fatnaður
Fatnaður eða ekki fatnaður við
þessa iðju er auðvitað eitthvað
sem veðrið ræður. íslenskt veður-
far býður sjaldan upp á algera
nekt úti í náttúrunni og reyndar
verður fötum yfirleitt ekki fækkað
umfram það sem nauðsynlegt er
til að ná settu marki. Mörgum
finnst mikill skjólfatnaður ef til
vill fráhrindandi en ef mjúkur
skafl er undir og stjörnubjartur
himinn yfir dregur góð úlpa ekki
úr töfrum stundarinnar. Eiginlega
eru vettlingar eini fatnaðurinn
sem er á bannlista við ástaleiki úti
í guðsgrænni náttúrunni. Þeir
ganga eiginlega ekki.
íslensk náttúra nýtur vaxandi vinsælda til hvers konar tómstundaiðkana. Kynlíf getur ekki verið þar undanskilið.