Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Side 42
LAUGARDAGUR 23. OKTOBER 1999
Hvers konar skóla viljum við?
Jafnrétti til náms
- eða meðalmennskudekur
Fyrir hinu háa Alþingi liggur nú
fyrir lagafrumvarp um breytingar á
grunnskólalögunum frá 1995. Þar er
kveðið á um að við lok grunnskóla
skuli gefa nemendum kost á að
þreyta samræmd lokapróf í allt að
sex námsgreinum, sem mennta-
málaráðherra ákveður, auk bráða-
birgðaákvæðis um að menntamála-
ráðherra sé heimilt að veita sveitar-
félögum sem þess óska frest til 1.
september 2004 til að framkvæma
ákvæði um einsetinn grunnskóla.
I athugasemd við fyrri greinina
segir að með auknu valfrelsi nem-
enda í 9. og 10. hekk grunnskóla sé,
í samræmi við aðalnámskrá grunn-
-jýskóla, stuðlað að því að nemendur
taki meiri ábyrgð á námi sínu. Auk-
ið valfrelsi þýði að nemendur geti
lokið grunnskóla með mismunandi
áherslum og á skemmri tíma en tiu
árum.
Frumvarp þetta hefur hlotið
nokkra umræðu á þingi og hafa þær
gagnrýnisraddir þá helst heyrst að
frumvarpið hvetji til óeðlilegrar
samkeppni.
Það hlýtur hvert einasta foreldri
að staldra við þessar umræður og
velta því fyrir sér hvers konar
íSkólakerfi við búum við, ef sam-
keppni er talin óeðlileg, einkum
vegna þess að við viljum vera sam-
keppnishæf i öllu á alþjóðamarkaði.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvenær við ætlum að kenna böm-
unum okkar að vera samkeppnis-
hæf. Er það þegar þau eru búin með
grunnskóla?
Hæfileikar og geta
Einn helsti vandi grunnskóla-
kerfisins er^ margþvældur útúr-
snúningur á hugtakinu „jafnrétti
til náms“. Hugtaki sem ætti að
þýða að hver einstaklingur fái að
njóta hæfileika sinna og getu. Það
. skólakerfi sem við búum við er
>’hins vegar nokkuð þétt einstefna i
bóknámsátt og lítið sinnt um hæfi-
leika og getu þeirra sem ekki eru
upp á bókina. Þeir njóta ekki jafn-
réttis til náms. Annar vandi
grunnskólakerfisins er hin ein-
kennilega stefna að blanda í bekki
og leyfa ekki nemendum sem skara
fram úr að vinna hraðar. Þeim er
Nú. þegar fyrir liggur
frumvarp til breytinga á
grunnskólalögunum, er
Jtm til að skoða hvort við
erum ánægð með þá þró-
un sem hefur orðið á
grunnskólanum á síðustu
tuttugu árum, hvort ekki
sé kominn tími á breyt-
ingar, hvort ábyrgð og
mskyldur skólamanna og
foreldra hafi þróast á rátt-
an hátt og spyrja hvort
við búum við raunverulegt
jafnrátti til náms.
í umræðunni um jafnrétti til náms hefur ekki bara verið litið fram hjá mismunandi hæfileikum einstaklinganna, heldur er einnig litið fram hjá mismunandi fé-
lagslegum aðstæðum nemenda
skyldu sem stuðningskerfi skóla á
að sjá um.
Síðastliðinn vetur lýsti einn
skólastjóri í Reykjavík því yfir að
skólinn hans nyti þess vafasama
heiðurs að eiga flest pláss á Stuðl-
um. Það er ekki frítt við að í þessum
orðum felist töluverð hugsana-
skekkja. Það var eins og skólastjór-
inn væri búinn að gangast inn á það
að skólinn bæri meginábyrgð á
börnunum, fremur en foreldramir
og hefði þá verið eðlilegra að segja
„fjölskyldurnar í hverfinu njóta
þess vafasama heiðurs að eiga flest
pláss á Stuöium", því skólinn á ekk-
ert í bömunum okkar. Hans hlut-
verk er að leggja grunn að náms-
möguleikum þeirra í framtíðinni -
hver sem geta þeirra og hæfni er.
Hlutverk foreldra er hins vegar að
kenna börnunum að verða sjálf-
stæðir, heiðarlegir, ábyrgir og heil-
steyptir einstaklingar og i þeirri
kennslu felst meðal annars eitt af
markmiðum umrædds frumvarps,
„að nemendur taki meiri ábyrgð á
námi sínu“, en til þess þurfa foreldr-
ar að axla ábyrgð á sínu hlutverki.
Það er eins og bæði skólafólk og
foreldrar eigi orðið í erfiðleikum
með að greina hvar ábyrgð, skyldur
og vald liggja. Eins og skólakerfið
lítur út i dag, bera kennarar og
skólastjórar ábyrgð á börnunum en
foreldrar hafa völdin. Þetta kom
berlega í ijós síðastliðinn vetur þeg-
ar nemendur tóku upp á því að
sprengja flugelda innan veggja
Hagaskóla. Þar var skyldu- og
ábyrgðarruglingurinn mjög augljós
og það grunnskólakerfi sem við
búum við studdi þann rugling.
Þegar grípa átti til ráðstafana
gagnvart þeim nemendum sem hlut
áttu að máli kærðu foreldrar þeirra
ákvörðun skólastjóra til fræðslu-
ráðs, sem gerði ráðstafanir hans að
engu. Skólastjórinn var gerður
valdalaus. Það voru öll vopn slegin
úr höndum hans til að verja sinn
skóla og halda uppi nauðsynlegum
aga.
Ef halda á uppi virku grunnskóla-
starfl er nauðsynlegt að rammi skól-
ans sé smíðaður úr ábyrgð og aga.
Það þýðir ekki að eingöngu hið op-
inbera eða kennarar og skólastjórar
beri ábyrgð á námi, líðan og fram-
tíðarmöguleikum barnanna. Til
þess þarf líka foreldra.
haldið niðri. Hæfileikar þeirra og
geta eru ekki að njóta sín. Þeir
njóta ekki jafnréttis til náms. Það
er ekki að sjá annað en að það
frumvarp sem liggur frammi núna
ráðist einmitt að þessum vanda.
Það þyrfti að ganga enn lengra og
gefa góðum nemendum möguleika
á að standa sig enn betur frá upp-
hafl skólagöngu og styðja við non-
bóknámsnemendur með því að
bjóða upp á fleiri greinar í verk-
námi. En koma tímar, koma ráð.
Það koma ekki allir dagar í einu.
Jafnrétti tU náms hefur þróast
út í það að halda meðalmennsku-
kúrfunni í lagi. Það hefur gengið
svo langt að dæmi eru þess að
nemendur sem skara fram úr hafa
verið settir í bekki með börnum
sem eiga í erfiðleikum í námi til
þess að hífa upp „meðal“einkunn-
ina í viðkomandi bekk. Aíleiðing-
amar geta allt eins orðið tU þess að
nemandinn sem skarar fram úr
missir móðinn, fer niður í meðal-
mennskuna, vegna þess að náms-
hraðinn virðir ekki hæfni hans og
getu. En þar með er kannski til-
ganginum náð; hann hefur verið
dreginn niður á meðal-
mennskuplanið.
Óskýr skilgreining
á ábyrgð
í umræðunni um jafnrétti til
náms hefur ekki bara verið litið
fram hjá mismunandi hæfUeikum
einstaklinganna, heldur er einnig
litið fram hjá mismunandi félágsleg-
um aðstæðum nemenda, sem hvorki
lagasetningar né starfsmenn grunn-
skóla geta borið ábyrgð á en hefur á
einhvern hátt snúist í höndunum á
kerfinu í stöðugri ,jafnréttis“við-
leitni, þannig að kennarar eru í
auknum mæli að sinna uppeldis-
' skyldu foreldra og þeirri sálfræði-
Hlutverk foreldra er hins vegar að kenna börnunum að verða sjálfstæðir, heiðarlegir, ábyrgir og heilsteyptir einstak-
llngár.