Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1999, Síða 62
7i i&yndbönd — LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 yndbanda Arlington Road Ofsóknaræði Hipi Svona sálfræöilegir tryllar, sem sækja spennuna í ofsöknaræði sem reynist síðan á rökum reist, geta oft verið ansi skemmtilegir, en hin afhjúpuðu samsæri eru oftar en ekki ansi langsótt, og þessi mynd er engin undantekning. Michael Faraday er háskólakennari með mikinn og nánast óheilbrigðan áhuga á hryðjuverkastarfsemi í Bandaríkjunum. Hann vingast við nágranna sinn en fljótlega fara að vakna hjá honum grunsemdir um að nágranni hans sé annar en hann segist vera. Smám saman sannfærist hann um að nágrann- inn hafl eitthvað illt í hyggju en unnusta hans telur að hann sé að láta ofsókn- arbijálæði hlaupa með sig í gönur. Jeff Bridges túlkar ráðvillta taugaveiklun kennarans sterkt og Tim Robb- ins blandar fimlega saman vinalegum heimilisföður og ógnvekjandi hryðju- verkamanni í hlutverki nágrannans dularfulla. Þeir halda myndinni á floti þar sem hin klassíska söguflétta klikkar, en þótt hún sé skemmtilega hugsuð þá heldur hún engan veginn vatni. í lokin fer raunveruleikinn langt fram úr grunsemdum söguhetjunnar og fléttan verður fúllkomnlega ótrúverðug. Þrátt fyrir mikla gaila er myndin nokkuð skemmtilega lengst af, ekki síst vegna góðra leikara. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mark Pellington. Aðalhlutverk: Jeff Bridges og Tim Robbins. Bandarísk, 1999. Lengd: 119 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Bad Boys Bamungir glæpamenn ★★★ Mick OíBrien (Sean Penn) er fjarri því að vera iila innrættur en lífið á götunni hefúr gert úr honum óþokka snemma á unglingsárunum. Eftir afdrifarika ránstilraun endar hann á bak við lás og slá í unglinga- fangelsi. Og mætti kannski segja að stór hluti myndarinnar sé unglingaútgáfa hinnar dæmigerðu fangelsismyndar. Ólíkar klíkur beijast um völdin, sígarettur ganga kaupum og sölum, slagsmál, nauðganir, og morð eru skipulögð. En mynd- in er einnig uppbyggileg því sumir fangaverðimir leggja sig fram um að gera ung- lingunum kleyft að takast á við lífið handan rimlanna á mannsæmandi máta. Bad Boys var frumsýnd sama ár og Rumble Fish og Outsiders, en allar eiga þær sameiginlegt að skoða slælega stöðu ákveðins hóps unglinga út frá samfélagslegu sjónarhomi. Áhersla sem er sjaldséð i meginstraumsmyndum samtimans, og því áhugavert að Myndform skuli gefa myndina út á myndbandi nú. Útgefandinn fet- ur nú í fótspor Bergvíkur og Háskólabíós með útgáfa eldri mynda og ber að fagna því. Þótt Bad Boys teljist kannski ekki til sígildra mynda er hún miklu betri og áhugaverðari en C-myndimar sem jafnan hafa verið notaðar til að fylla upp í út- gáfúdagskrána. Vonandi verður framhald á. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Rick Rosenthal. Aðalhlutverk: Sean Penn, Reni Santoni, Jim Moody og Elai Morales. Bandarísk, 1983. Lengd: 105 mín. Bónnuð innan 16. -bæn Highlander Ódauðlegir bardagakappar ★★★á Oft er það svo að maður á góðar minning- ar um einhveijar frábærar myndir sem maður sá á æsku- eða unglingsárunum. Svo fær maður nostalg- íukast og horfir á þær aftur og kemst að því að þær em hálfgert drasl. Kvikmyndasmekkurinn breytist og þroskast og margar myndir eldast illa. Ég er orðinn vanur þessu og það kom mér því þægilega á óvart að Highlander, sem ég sá fyrst 15 ára gamall, er ennþá þrælskemmtileg. Gallar í söguþræði þessarar fantasíu um ódauðlega bardagamenn eru mér ljósari en fyrir 13 árum, en það skiptir litlu máli, því myndin brillerar í æsi- legri persónusköpun og skemmtilega skrifúðum tilsvörum, góðum leikurum og sjónrænni fágun sem heldur sínu gagnvart tölvubrellum nútímans með því að nota hugvitssamlega kvikmyndatöku og klippingar. Aðaltromp myndarinnar er svo illmennið yndislega The Kurgan, leikinn af illyrmislegri glettni af Clancy Brown. Hann er brynjuklæddur villimaður i for- tíðarskotunum, en leðurklæddur töffari í nútímanum, og meðferð hans á sak- lausum samborgurum sínum skapar eftirminnilegustu augnablik myndarinn- ar. Christopher Lambert er hér í einu besta hlutverki brokkgengs ferils síns og Sean Connery gefur myndinni ákveðinn klassa, en Clancy Brown er sá sem situr eftir í minningunni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Russel Mulcahy. Aðalhlutverk: Christopher Lamb- ert, Clancy Brown og Sean Connery. Bandarísk, 1986. Lengd: 127 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Thursday Blóðugur fimmtudagur iri. Casey Wells (Thomas Jane) er búinn að koma sér vel fyrir í bandarísku úthverfi ásamt unnustu sinni. Hjónakomin sem era á framabraut hafa í hyggju að ættleiða bam og lifið virðist hreinlega brosa við Casey. Á fimmtudegi nokkrum hrynur skýja- borgin til grunna. Gamall kunningi hans, Nick (Aaron Eckhart), hringir í hann snemma morguns og boðar skyndilega heimsókn sína. Það væri nú kannski ekki slæmt að fá gamlan vin í heimsókn ef maður hefði ekki verið með honum á kafi í blóðidrifmni eiturlyfjasölu áður fyrr. Það væri þó kannski heldur ekki alslæmt ef hann drægi ekki með sér inn á heimili manns geðsjúka glæpamenn, spilltar löggur og ferðatösku fulla af eiturlyfjum. En það er auðvitað einmitt það sem gerist. Þetta er frumraun leikstjórans Skip Woods sem er undir augljósum áhrif- um frá Quentin Tarantino. (Hver er það ekki?) Þótt hann búi augljóslega ekki yfir sömu hæfileikum er myndin fiarri því að vera alslæm. Aaron Eckhart er geysi skemmtilegur leikari sem hér er í ágætu formi og Thomas Jane stendur sig sæmilega í aðalhlutverkinu. Þá fer gamla brýnið Mickey Rourke með lítið hlutverk og ánægjulegt að sjá hann þótt hann sé heldur betur farinn að láta á sjá. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjórj: Skip Woods. Aðalhlutverk: Thomas Jane, Aaron Eckhart, Paulina Porizkova og James LeGros. Bandarísk, 1998. Lengd: 83 mín. Bönn- uð innan 16. -bæn A ystu nöf mann- legra tilfinninga Sean Penn fæddist í Kalifomíu 17. ágúst árið 1960. Faðir hans, Leo Penn, var leikstjóri en móðirin, Eileen Ryan, var leikkona. Til að fullkomna áhrif starfa ]?eirra á soninn var Martin Sheen nágranni þeirra í Santa Monica. Lék Penn ásamt bróður sínum Christopher (Reservoir Dogs, Short Cuts) oft við syni hans Em- ilio Estevez og Charlie Sheen. Þótt félagamir léku sér annað slagið að kvik- myndagerð stóð hugur Sean til lögfræði. Áhugi hans á störfum foreldra sinna jókst aftur á móti mikið á táningsárunum og gaf hann menntaskólann upp á bátinn í von um frama á hvíta tjaldinu. Upphafsár Það má segja að ferill hans hefiist árið 1979 með gestahlutverki I sjónvarps- þáttunum Bamaby Jones. Það var síðan í myndinni Taps (1981) sem hann sást fyrst á hvíta fialdinu og það í ansi hreint stóra hlut- verki. Ásamt Timothy Hutton sfiómar hann upp- reisn í herskóla George C. Scotts heitins, en segja má Leikstjóm og stórmyndir í upphafi tíunda áratugarins gafst Sean Penn tækifæri tft að setjast í stól foður sins. Frumraunin var The Indi- an Runner (1991) en likt og seinna leik- sfiómarverkefni hans, The Crossing Guard (1995), vakti hún blendnar mót- tökur. Hvað varðar leiktúlkun gegnir Penn að minu mati lykilhlutverki á 10. áratugnum. Frammistaða hans er næsta óaðfmnanleg i myndum sem Carlito¥s Way (1993), Dead Man Walking (1995, óskarstiln.), U-Tum (1997) og The Thin Red Line (1998). Magnaðar myndir sem allar hlutu Thin Red Line. Sean Penn í hlut- verki eins hermannanna sem taka þátt í mikilli herför. verðskuldaða athygli og því kannski rétt að enda á einni vanmetnustu mynd áratugarins, She¥s So Lovely (1997), en í henni fer Penn á kostum ásamt núverandi eiginkonu sinni Robin Wright. Henni virðist hafa tek- ist að róa „bijálæðinginn“ niður og er hann nú orðinn virðulegur faðir tveggja bama. Á hvíta fialdinu er hann þó sem fyrr á ystu nöf mannlegra til- finninga. -Bjöm Æ. Norðfiörð U-Turn. Jennifer Lopez og Sean Penn. að myndin sé í skemmtilegri samræðu við hlutverk hans í Patton (1970). Penn vakti athygli fyrir þroskaðan leik þótt sakir aldurs væra næstu myndir hans „unglingamyndir". Myndimar Fast Times at Ridgemont High (1982) og Bad Boys (1983) ber þó ekki að afskrifa sem saklaust léttmeti, einkum kannski þá síðamefndu sem rýnir í samfélags- stöðu afbrotaunglinga. Eftir The Falcon and the Snowman (1984) þótti mönnum ljóst að fram væri kominn magnaður leikari. í þessum njósnaþriller John Schlesingers lék hann aftur við hlið Huttons, en saman sviku þeir leyndarmál í hendur Sovét- manna. Ári síðar giftist hann söng- og leikkonunni Madonnu, og verður per- sónulegt líf hans þá reyfarakenndara en margar myndir hans. Pressan lét hjónakomin ekki í friði og Penn lét hana svo sannarlega finna fyrir sér. Árið 1987 þurfti hann að sifia nokkra mánuði í fangelsi fyrir enn eina lík- amsárásina á útsendara hennar. Stormasamt hjónabandið endaði með skilnaði 1989, en hin mislukkaða Shanghai Surprise (1986) kemur í veg fyrir að það falli í gleymskunnar dá. Penn lék þó í ágætum myndum á tíma- bilinu sem fiölskylduglæþadramanu At Close Range (1986), á móti Robert Duvall í löggudrama Dennis Hoppers Colors (1988) og á móti Michael J. Fox í stríðsdrama Brian De Palma Casu- alities of War (1989). Myndbandalisti vikunnar SÍTI FVRRI VIKA VIKUR Á IISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 1 2 8nun Skrfan Spemu 2 NV 1 Austin Powers: TlRtfyatotkaaodBy Myndform Gaman 3 2 5 1 Payback i WamerMyndir Spenna 4 4 4 She's all that Skifan Gaman 5 3 3 Shakespesre in love CIC Myndbönd Gaman 6 5 6 Patch Adams CIC Myndbönd Gaman 7 1 6 2 1 Varísty blues j CIC Myndbönd j Drama 8 13 2 Waking Ned Skdan Gaman 9 7 3 Cupe Stjömubíó Spenna 10 ;i NV 1 200 cigarettes Háskólabtó Gaman 11 1 8 5 1 Festen Háskélabóó j Drama 12 NV 1 Pöddulrf SAM Myndbönd Gaman 13 ' 10 7 Comipter 1 Myndform Spenna 14 1 N? 1 j Onetroething j CIC Myndbönd j Drama 15 ! 15 e ! Faculty Skífan Spenna 16 11 9 Basketball CICMyndbönd Gaman 17 1 9 4 Lofta 1 SAM Myndböod 1 Drama 18 ) 14 3 Cefebríty j i Myndform i Gaman 19! 12 10 | Night At Tbe Roxbury CIC Myndbönd Ganun 20 \ 18 3 1 Ravenous Skifan Speona

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.