Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 lt iV Mttir Sérstakt skólamál þar sem nemendur klöguðu kennara - skólameistari nú dæmdur: MK greiði áminntum kennara 400 þúsund Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Menntaskólann í Kópavogi til að greiða einum kennara skólans 400 þús- und krónur í málskostnað og hefur jafnframt fellt úr gildi áminningu sem skólastjórinn veitti honum vegna ým- issa kvartana 15 nemenda skólans á síðasta ári. Ávirðingamar sem nemendumir og reyndar einnig kennarar og fleiri bám á kennarann vom þungar. Engu að síður taldi dómurinn að málsmeðferð skólameistarans gagnvart kennaran- um hefði farið í bága viö góða stjórn- sýsluhætti. Hann hefði t.a.m. ekki lát- ið kennarann njóta lögvarins and- mælaréttar. Kjami málsins var þvi raunar sá að kennarinn - sem stefndi skólanum fyrir dóm til ógildingar áminningunni - fékk ekki á sínum tima að kynna sér skjöl og önnur gögn sem vörðuðu málið áður en skólameistarinn tók ákvörðun um hvort veita skyldi honum skriflega áminningu. En hvers vegna var kennaranum veitt áminning? „Allan Rettedal er af erlendum upp- runa en talar góða íslensku miðað við mann sem ekki hefur íslensku að móð- urmáli," segir í dóminum. Hann hefur verið tungumálakennari við MK frá því árið 1982. Hann er íslenskur ríkis- borgari og farstráðinn kennari. Þann 30. október 1998 tóku 15 af 18 nemendum þýskuáfanga 302 sig saman og undirrituðu kvörtunarbréf til skóla- meistara vegna Allans: aðir upp, auk þess sem mestöll kennsla fer fram í muldri upp við töflu sem fólk sem situr aftast heyrir ekki, sem aftur á móti leiðir til þess að þeir geta ekki fylgst með því sem er í gangi. Sömu sögu er að segja ef maðurinn er beðinn kurteislega um að hækka röddina að- eins svo að heyrist i honum. Svarið við því er: „hlusta og þegja þó svo að þögn- in sé svo mikil að hægt er að heyra manninn á fremsta borði skrifa." Engin fundargerð Skólameistari, aðstoðarskólameist- ari og trúnaðarmaður Hins íslenska kennarafélags héldu fund um kvörtun- arbréfið án þess þó að útbúa fundar- gerð. Allani var síðan gefinn kostur á að tjá sig um kvörtunarbréfið þegar það hafði verið lesið upp. Hann taldi kvartanirnar ekki sanngjamar og sagði m.a. að nemendur kvörtuðu al- mennt mikið og að öðrusvisi væri tek- ið á kvörtunum vegna hans en ann- arra kennara. Skólameistarinn útskýrði síðan fyr- ir kennaranum að efni bréfsins væri mjög alvarlegt og minnti á að stjóm- endur skólans hefðu í gegnum árin átt marga fundi með honum um sams konar mál og því myndi þetta væntan- lega leiða til skriflegrar áminningar. Kennarinn og trúnaðarmaður lögðu þá fram bréf þar sem óskað var m.a. eftir að ýmsir þættir er lytu að nem- endum yrðu skoðaðir. Skömmu síðar var áminningin hins vegar veitt. Skaut þá kennarinn áminningunni til hér- aðsdóms þar sem slíku var ekki hægt að skjóta til æðra stjómvalds. Fyrir dómi kom m.a. fram að kennarinn taldi skólameistarann ekki hafa til- greint sérstakar ástæður fyrir áminn- ingunni í skilningi starfsmannalaga. Á þetta féllst Jónas Jóhannsson héraðs- dómari og komst m.a. einnig að því að skólameistarinn hefði ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjómsýslulögum að því er varðaði óskir kennarans og trúnaðarmannsins um atriðin sem vörðuðu nemenduma. Áminningin var því felld úr gildi og skölinn dæmdur tU að greiða AUani 400 þúsund krónur í málskostnað. -Ótt Þar segir m.a.: „Hann segir okkur að spyrja ef það sé eitthvað sem við ekki skUjum en þegar við spyrjum er svarið ávaUt: „þið eigið að kunna þetta“, „þetta stendur í bókinni" eða lít ég út fyrir að vera orðabók?" Yfirleitt fylgir svarinu svipur sem gefur tU kynna að hans raunverulega meining sé „hvað ert þú að spyija mig að svona fáránlegum hlutum þar sem þú ert nú bara hálfviti sem ert að eyða mínum dýrmæta tima...“. „Frímínútur em eftir hans höfði en ekki eftir bjöUu skólans sem hefur leitt tU þess að nemendur hafa fengið seint fyrir það eitt að fara eftir henni. Ástandið er orðið það slæmt að nem- endur era famir að taka tímann á skeiðklukkum tU þess að mæta alveg öragglega ekki of seint... „NafnakaU fer fram á meðan fóUc er enn þá að setjast niður og því ekki nokkur leið fyrir þá sem eru fremstir í stafrófinu að heyra þegar þeir era kaU- Brotnu tröppurnar aö Kleppsvegi 66. Verktakar brutu tröppur og fóru svo heim: Erum að verða vitlaus „Við erum að verða vitlaus; við komumst varla inn eða út. Verktak- arnir komu hingað fyrir tíu dögum og brutu upp útitröppumar, fóru svo heim og hafa ekki sést síðan,“ sagði Ingunn Guðmundsdóttir, íbúi að Kleppsvegi 66. „Þetta er stórhættulegt börnum og gamalmennum og jafnvel fullfrísku fólki. Sjálf er ég með sex börn og eitt bamabam og starfa sem dagmóðir að auki þannig aö umferðin - segja íbúar viö Kleppsveg er mikil hjá mér. Það er mesta mildi að einhver er ekki búinn að drepa sig í tröppunum," sagði Ingunn. Fjölbýlishúsið Kleppsvegur 66 er í eigu Félagsbústaða Reykjavíkur og bera þeir ábyrgð á þessum fram- kvæmdum við tröppurnar: „Verktakinn segir okkur að hann sé að bíða eftir þíðu. Það sé ekki til neins að reyna að steypa tröppurnar þegar frost i jöröu er komið niður í 20-30 sentímetra. Við höfum ítrekað reynt að flýta þessu verki en frostið og svo skortur á iðnaðarmönnum hef- ur sett strik í reikninginn,“ sagði Þór- arinn Magnússon hjá Félagsbústöð- um Reykjavíkur. „Við erum með langan verkefnalista sem lítið gengur á vegna skorts á iðnaðarmönnum sem verið hefur viðverandi í höfuð- borginni síðustu rnánuði." -EIR Flugstööin á Egilsstöðum yfirfull: Fólkið var orðiö örþreytt DV, Egilsstöðum: „Við skiljum vel nafhið á landinu núna,“ sögðu hjónin Paul og Paula Scribner á Egilsstaðaflugvelli snemma í gærmorgun og brostu við. Þau vora þar stödd óvænt í hópi 209 farþega sem lenda áttu um kl. 6 á Keflavíkurflug- velli - en lögðu lykkju á leið sína og lentu klukkan 7.10 austur á Egilsstöö- um þegar vetrarveður gerðu lendingu á suðvesturhominu ómögulega. Á Eg- ilsstöðum var ijómablíða. Aðkoman í flugstöðinni á Egilsstöð- um í gærmorgun var nokkuð óvenju- leg. I fyrsta lagi var hún orðin að læstu alþjóðlegu svæði vegna þessa óvænta utanlandsflugs og í öðra lagi var ör- tröðin inni meiri en gerist að öllu jöfnu. Talsvert á þriðja hundrað manns vora i stöðinni. Margir reyndu eftir megni að sofa en aðrir drukku frítt kaffi á kostnað Flugleiða. Frétta- menn fengu fyrir náð og miskunn að fara inn í salinn og ræða við fólkið sem margt var sofandi og margir orðn- ir framlágir og þreyttir. Scribner-hjónin era frá Boston og Tvær stórar farþegaþotur Flugleiöa á Egilsstaöaflugvelli snemma í gær- morgun. DV-myndir Skúli Magnússon. verða í Reykjavík næstu dagana. Þau viðurkenndu aö þau væra orð- in þreytt eftir langt ferðalag með þessum út- úrdúr sem þau vonuðu að tæki senn enda. Hjón- in brostu þegar þau fengu að heyra að þetta væri í fyrsta sinn sem tvær far- þegaþoturlentu á sama tíma á Eg- ilsstöðum. Þegar veður skánaði á Suð- vesturlandi tóku þotumar sig á loft á tíunda tim- anum og flugu til Keflavíkur. -SM Paula og Paul Scribner voru oröin þreytt og biöu þess aö Ijúka ferðalaginu á notalegu hóteli í Reykjavík. Fátækrahjálp Þeir era ófáir sem gefa út hljóm- plötur nú fyrir jólin. Að venju eru jmargir útgefendur að leggja undir jhúsin sín í von um að plötumar selj- jist. Stór kostnaðarliður eru auglýs- ingar og allt sem þeim fylgir. Stöð 2 er full náungakærleika í jólamánuðinum og byrjar auðvitað á þvi að létta undir með Jóni Ólafs- syni í Skifunni. Á miðvikudag var klukkutíma lang- ur þáttur um Bubba Morthens og plötu hans og |á fostudag klukkutímaþáttur um plötu Björgvins HaUdórssonar en báöir gefa þeir út hjá Skífunni. Miðað við gangverð auglýsinga hjá Stöð 2 út- leggst þessi fátækrahjálp á kr. 15 milljónir... Hófsemd Margir muna eftir því þegar Ólaf- ur Jóhann Ólafsson, rithöfundur með meira, varð heimsfrægur í Siðu- múlanum. Útgefandinn, Vaka-Helga- fell, hossaði honum sem verðandi nóbelsverðlaunahafa og 'fór mikinn í öllum auglýsingum. Þeir sem fundu ritverk- um Ólafs fiest til for- áttu bruddu grjót og hinir misstu sumir lystina á að lesa hann. Nú er hins vegar eftir því tek- ið hve hófsamur útgefandinn er orðinn í auglýsingum sínum. Bók Ólafs er auglýst með öðr- um bókum forleggjarans og auglýs- ingarnar era lausar við oflof og skjall. Þá þykir nóg að vitna í meðmæli eins þungavigtargagnrýnanda, Kolbrúnar Bergþórsdóttur, þeirrar er áður braddi grjót... Slysi afstýrt Menn fara misjafnar leiðir til að hefna sín. Á síðasta aðalfundi Granda sagði Kristján Loftsson, oft kenndur , við Hval, sig úr stjórn fyrirtækisins. Er sagt að hann hafi gert það vegna þess að honum sámaði hvernig Brynjólfur Bjarnason þótti leika tveimur skjöldum i hallarbyltingu SH. Kristján er samt áfram stór hluthafi i Granda. Á téðum aðalfundi gekk Kristján um og vfldi fá menn tfl liðs við sig í þvi að kjósa Má Ásgeirsson í sinn stað. Flestir tóku þessu vel og ■töldu að þama væri einhver skjól- stæðingur Kristjáns sem hann vildi fela ný verkefni. Kristinn Bjömsson, fbrstjóri Skeljungs, áttaði sig hins veg- ar á því aö umræddur Már er þekktur öskukall i Reykjavík sem á hlutabréf í íjölmörgum fyrirtækjum en er hreint enginn aufúsugestur á aðalfundum og hluthafafundum. Þóttust Grandamenn góðir að hafa afstýrt slysi... Hrökkbrauð Nú er afráðið að séra Guni Björnsson messar ekki yfir sókn börnum í Holtssókn um hátíðam Biskup hefur flutt hann úr emba og fengið honum sérverkefni. Ófrii hefur áður verið um séra Gunnar en margir muna eftir Fríkirkjudeflunni fyrir um áratug. í kjölfar þeirrar deilu sendi séra ' Gunnar frá sér bók sem hét Svarti sauðurinn ^ |- Gunnar og munnsöfnuðurinn. 1 Munnsöfnuðurinn þykir einmitt hai | orðið tfl þess að Gunnar hefur hrökk ast úr embætti og því þykir gáruni I um í Önundarfirði við hæfi að kaO Holtssókn hrökkbrauð... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.