Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Siguröur með Selmer-saxófóninn sem er 51 módel. Hann segir tilfinningar tónlistarmanna sterkar gagnvart hljóöfærum sínum. „Þetta er bara eins og útlimur." DV-mynd GVA mál — og smánart þar á milli vissu leyti og sjálfa sig með því að breyta henni eftir á, það er andstætt við eðli hennar.“ Oftast er notast við trommur í jasstónlist og einnig eru hljómsveitir yfirleitt skipaðar fleiri en þremur tónlistarmönnum en á þessum disk eru þeir þrír og engar' trommur. „Eftir því sem hljómsveitir eru minni verða einstaklingarnir mikilvægari og samspil nánara eftir því. Eyþór og Lennart voru mínir óskaspilarar fyrir þennan disk. Markmiðið með honum er m.a. að ná til nýrra hlustenda og því samanstendur hann af gömlun standördum, sem margir ættu að kannast við, og er rómantískur og þægilegur áhlustunar." Karlatónlist? Jass varð upphaflega til við þrælaflutningana til Bandaríkjana. Þá mættust tónlistarhefðir Evrópu og Afriku og útkoman varð jass. Samruninn tók langan tíma og er jasstónlist alltaf að þróast. Kannski má segja að jassunnendur séu frekar fámennur hópur og þá sérstaklega hér á landi en Sigurður segir að alltaf séu að bætast nýir í hópinn. „Við stofnuðum klúbb utan um jassáhuga fyrir nokkrum árum sem heldur vikulega tónleika á Sóloni Islandusi. Klúbburinn heitir Múlinn og er sérsniðinn fyrir jassunnendur. Það hefur verið góð aðsókn á tónleika, stundum margir og stundum fáir, en ég hugsa að ef meðaltal yrði tekið þá þyki hún góð.“ — Eru margir jasstónlistarmenn á íslandi? „Það eru a.m.k. nokkrir tugir hér. En alltaf fáar konur, einhverra hluta vegna sækja þær ekki eins í þetta. Það hafa aldrei verið margar konur í jassi nema þá helst við söng.“ Hátíðir laða að Hann segir jasstónlist alltaf hafa verið fáanlega í verslunum . hér á landi og að alltaf hafi einhverjir verið að spila hana í gegnum tíðina. Jasshátíð í Reykjavík var því mikið fagnaðarefni fyrir þessa aðila þar sem loksins var hægt að kynna jass almennilega hér á landi. Sigurður var í stjórn skipulagsnefndar jasshátiðar en hefur ekki setið í henni sl. tvö ár. „Hingað til lands hafa komið margir góðir tónlistarmenn vegna hátíðarinnar og leikið af fingrum fram fyrir gesti og hefur það m.a. rutt brautina fyrir áhuga^- almennings á jasstónlist." En þó að hlustendahópurinn á íslandi sé alltaf að stækka segir Sigurður að ekki sé hægt að lifa eingöngu á því að spila jass. Hann spilar aðrar tegundir tónlistar og kennir hana einnig. „Við munum sigra landið." -KT, Armstrong og vann mig upp í nútímann." — Ferðu enn á jasshátiöir? „Nei, ekki nema ég sé að spila á þeim.“ Spunatónlist Sigurður segir upptökur fyrir jassdiska hafi ákveðna sérstöðu í tónlistargeiranum. Þar eru lög ekki tekin upp nema tvisvar til þrisvar sinnum og svo valið það besta úr. Allir : tónlistarmenn spila líka samtímis í hljóðveri og er það nauðsynlegt þar sem mikill spuni kemur fram í tónlistinni. „Þetta eru eins konar samræður milli hljóðfæra og hljóðfæraleikara og þ.a.l. urðum við að geta náð vel saman til þess að samræðurnar gætu leitt hlustendur eitthvað. Persónuleg tengsl eru þó ekki nauðsynleg en þau geta vitaskuld hjálpað til. Á diskinum reyndum við að skapa nálægð og kyrrð fyrir hlustendur og til þess að það tækist urðum við að skapa þannig stemningu í hljóðveri. Það tók tvo daga að vinna upptökur fyrir þennan disk og einn dag í frágang, þrír dagar í heildina er ekta jass. Ef tónlist er ekki spiluð live af öllum í einu í stúdíói er hægt að breyta og laga nánast hvað sem er en með því að vera háður hráum upptökum lifnar tónlistin við. Ég tel að menn svíki jasstónlist að Nú í byrjun nóvember kom út diskur hjá Máli og menningu sem inniheldur rómantíska jasstónlist. Bak við hann stendur einn fremsti jasstónlistarmaður landsins, Sigurður Flosason altsaxófón- leikari, ásamt þeim Lennart Ginmann, dönskum kontra- bassaleikara, og Eyþóri Gunnars- syni píanóleikara. Diskurinn heitir Himnastiginn og inniheldur gamla góða jassstandarda. Sigurður hefur verið mjög áberandi meðal jassáhugafólks undanfarin ár og hefur m.a. gefið út tvo geisladiska áður, setið i stjóm Jasshátíðar i Reykjavík og verið virkur þátttakandi í jassklúbbi. Jasshátíð fram yfir Þjóðhátíð Sigurður kláraði tónlistarskóla hér heima og fór svo í Indianaháskólann í Bandaríkjunum og nam tónlistarfræði í flmm ár. Þaðan lá leiðin til New York í einkatíma. Hann hefur verið jassunnandi frá því hann var 12 ára og byrjaði að spila á saxófón en áður spilaði hann á þverflautu. „Það má segja að ég hefði frekar valið að fara á jasshátíð sem unglingur en að fara á Þjóðhátíð. Ég veit ekki nákvæmlega hvaðan jassáhuginn kom en ég vildi spila á saxófón og það umhverfi kallaði á jasstónlist. Svo hef ég þróað jasssmekk minn í gegnum árin með því að hlusta á allan skalann frá upphafi. Ég byrjaði á þessum gömlu góðu eins og Sigurður Flosason saxófónleikari:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.