Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
11
Sigríður Panamaskurður
þingeysku Astrónómíu. Al-
mannagjá er í sjötta sæti þeirra
kvenmannsnafna sem trauðla
teljast sexí en á toppnum er eng-
in önnur en Sigríður Panama-
skurður. Sú góða kona mun hafa
fæðst á skipsfjöl á skurðinum
sem hún er kennd við.
Þess er getið i kaflanum um
sérkennileg karlmannsnöfn að at-
hyglisvert sé að nær allir mánuð-
ir eigi sér nafna í mannheimum.
Ekki sé þó til þess vitað að nokk-
ur hafi heitið September Október
Nóvembersson. I fyrsta sæti yfir
skondnustu tvinefnin er piltur-
inn Hreinn Sveinn og fast á hæla
honum kemur félagi hans, Ljótur
Drengur. í fimmta sæti er stúlk-
an Eina Ósk og í því níunda, og
sá eini með ættarnafn, Jón Barði
Hafstein.
Halim Al og Seinfeld
Það ornar eflaust Davíð Odds-
syni að ná toppnum yfir merk-
ustu stjórnmálamenn aldarinnar
en Bjami Benediktsson er hins
vegar talinn sá valdamesti. Mesti
töffarinn er tvímælalaust Rúni
Júl., enda er hann enn á bítlastig-
inu, og umtalaðasta parið er, svo
sem vænta mátti, Ólafur Ragnar
og Dorrit. Því hefur verið haldið
fram, þótt það komi ekki fram í
títtnefndri bók, að vegna fréttar
DV á dögunum um sundferð pars-
ins verði hér eftir allar sundlaug-
ar landsins byggðar í S og er þá
miðað við sundstíl Dorritar.
Þá kemur heldur engum á
óvart, svo aftur sé vikið að Bók
aldarinnar, að óvinur þjóðarinn-
ar sé sá armi þrjótur Halim Al.
Jerry Seinfeld nær þar níunda
sæti eftir að hann hrakyrti land
og þjóð í heimsókn hingað og
breyttist þannig í einu vetfangi
úr íslandsvini í þjóðníðing.
Jólin nálgast okkur sem óð
fluga og um leið alda- og árþús-
undamótin. Skiptir þar engu þótt
stærðfræðilega sinnaðir eilífðar-
stúdentar haldi því fram að enn
megum við bíða þeirra merku
tímamóta í ár. Það er árið 2000
sem öllu breytir, ekki árið 2001.
Tölubreytingin í ártalinu snertir
ekki aðeins einn staf eða tvo
heldur alla. Gegn þeirri sjónrænu
breytingu þýöir ekki að tefla
stærðfræðirökum um það að við
verðum að fylla tug, öld eða ár-
þúsund.
Allur þorri manna hefur enda
beðið þessara áramóta en síður
þeirra sem fylgja í kjölfarið þótt
sjálfsagt sé að sletta úr klaufun-
um þegar þar að kemur. Það er
ekkert að því að halda upp á alda-
og árþúsundamót í tvö ár og
raunar mistök að hafa ekki notað
árið í ár sem upphitunarár fyrir
herlegheitin öll.
Við hver áramót staldra menn
við, rifja upp atburði ársins og
horfa fram til hins óráðna á nýju
ári. Við aldamót er enn ríkari
ástæða til að doka við, gera upp
öldina og horfa fram á nýja. Þeg-
ar svo tilefni gefst til að líta heil
þúsund ár aftur á bak og önnur
slík fram á veg má ljóst vera að
tímamótin eru einstök. Þetta hafa
menn og miðlar dundað sér við
að undanförnu og valið ýmist
menn eða atburði aldarinnar og
árþúsundsins.
sagt frá áhrifamestu mönnunum,
algengustu manna- og hunda-
nöfnum, fallegustu konunum,
mestu töffurunum, stærstu frétt-
unum, ríkasta fólkinu, mestu
hneykslumnn og er þá fátt eitt
nefnt.
Höfundar þessarar gagnmerku
bókar eru tveir ungir fréttamenn,
Gísli Marteinn Baldursson og
Ólafur Teitur Guðnason. Bók
eins og þessa skrifa nefnilega
ekki nema ungir og kjarkaðir
menn. Þeir leyfa sér að raða öllu
mögulegu og ómögulegu á topp-
tíu lista, alvarlegum málum og
sorglegum jafnt sem fáránlegum
og spaugilegum. Með bókinni
gleðja þeir marga en tekst án efa
að móðga litlu færri.
Sigurlag í sextánda
sæti
ráðherra væri „skítlegt eðli“.
Menningarvitar eiga eflaust
eftir að takast á um það mat höf-
unda að Fjalla-Eyvindur sé betra
leikrit en Hart I bak eftir Jökul,
Dúfnaveislan eftir Laxness og
Gullna hliðið eftir Davíö. Þá geta
þeir og þrætt um hvert sé mesta
stórvirkið í íslenskri bókaútgáfu
eða merkasta sagnfræðiritið.
Staða Laxness er sú að vart verð-
ur gerð athugasemd við það að
hann eigi fjórar af sex bestu
skáldsögunum en þeir gætu hins
vegar tekist á um það í
júdóglímu, Einar Már og Thor,
hvor ætti að standa ofar en
Englar alheimsins lenda í átt-
unda sæti en Grámosinn glóir í
því níunda.
Þá er jafngott að þeir hafa
svarist í fóstbræðralag kvik-
myndaleikstjórarnir Friðrik Þór
og Hrafn. Því eru minni líkur á
að þeir gangi hvor frá öðrum þar
sem Bók aldarinnar segir að
Hrafninn flýgur sé besta myndin
en óskarstilnefning Friðriks
Þórs, Böm náttúrunnar, er í öðru
sæti.
Bók aldarinnar
Smekkur ræður því hvað mest
er og best hverju sinni. Mér vafð-
ist hins vegar tunga um tönn í
gær þegar ég var spurður að því
hver væri bók aldarinnar. Slíku
svara menn ekki í sviphending
og að óathuguðu máli. Þá var
mér góðfúslega bent á að óþarfi
væri að brjóta heilann eða nota
hann um of því bók aldarinnar
væri ósköp einfaldlega komin út.
Um leið rétti viðmælandi minn
mér bókarkorn og mikið rétt, á
kápu hennar stóð einfaldlega Bók
aldarinnar eins og ekkert væri
sjálfsagðara.
Sumum þykir þaö eflaust of-
læti að leyfa sér slíkan titil á bók
en ef rétt er munað leyfði skáldið
góða, Guðbergur Bergsson, sér
þann munað að nefna skáldverk
sitt Tómas Jónsson - metsölubók.
Eftir það gat enginn borið á móti
þvi að bókin sú væri met-
sölubók. Hið sama gildir
um Bók aldarinnar.
Eftir nánari skoð-
un getur eng-
inn mælt
gegn því að
hún sé
bók ald-
arinnar.
í henni
er hrein-
lega að
finna allt
það
helsta
sem
hent
hefur
á ís-
landi
í 100
ár.
Þar
er
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
aðstoðamtstjórí
Þeir félagar tilgreina i röð
stærstu fréttir aldarinnar. Látum
það vera. Þeir hafa valið sér þann
starfsvettvang og njóta auk þess
ráðgjafar margra. Umdeildari
kann að vera niðurröðun mestu
sigra íslenskra stjórnmálamanna
eða mestu ósigra þeirra. Varla
gleðjast þeir sem ná inn á topp-
tíu lista mestu hneykslismála
aldarinnar og sama gildir um þá
sem taldir eru aðilar að mestu
stjórnmálahneykslunum.
Mestu menningarslysin eru og
á sínum stað. Ólíklegt er til dæm-
is að Hrafn Gunnlaugsson kvik-
myndaleikstjóri, sem nýlega
frumsýndi þá ágætu mynd
Myrkrahöfðingjann, gleðjist yfir
því að komast i sjöunda sæti þess
lista með Hvíta víkinginn, hræði-
lega mynd þar sem jafnvel leik-
stjórinn sjálfur neitaði að mæta á
frumsýninguna.
Þegar kemur að þekktustu út-
varpsleikritunum rifjast upp ým-
islegt fyrir þeim sem muna þá tíð
er ekkert sjónvarp
var til. Þar er,
svo dæmi sé
tekið, i
sjötta sæti
leikritið
Hulin
son leikstýrði árið 1961. Það
leiddi til þess að fjöldi óharðn-
aðra unglinga varð myrkfælinn.
Þvílík voru áhrifin. Sjónvarpið,
sá mikli áhrifavaldur síðari hluta
aldarinnar, á einnig sína lista í
bókinni. Hver man ekki eftir
spenningnum með Gleðibankann
í Evróvision? Sigurinn var í höfn
alveg þar til kom að talningunni.
Landinn hefur varla jafnað sig á
því enn að sigurlagið hafnaði í
sextánda sæti.
Fól í útvarpsstjóranum
Fleygustu ummæli aldarinnar
telja höfundar vera upphrópun
Jóhönnu Sigurðardóttur eftir að
hún tapaði í formannskjöri Al-
þýðuflokksins fyrir Jóni Baldvin:
„Minn tími mun koma!“ Kannski
kemur hann. Heimir Steinsson
útvarpsstjóri nær í áttunda sæti
á sama lista þegar hann sagði i
bréfi til Hrafns Gunrdaugssonar:
„I mér bærist fól“. Þá er það
geymt en ekki gleymt, enda
nær það í tíunda sæti listans,
þegar Ólafur Ragnar, núver-
andi forseti, sagði að inni í
Davíð Odds-
syni for-
sætis-
augu
sem
Flosi
Ólafs
Ljótur Drengur
Við getum verið sammála um
það að tölva og þota séu góð ný-
yrði, sem og þyrla, útvarp og
tækni. Að sama skapi er júgurð
lítt geðsleg sem mjólkurafurð og
sjálfrennireið algerlega mis-
heppnað orð fyrir bifreið eða bil
öllu heldur sem þjálast er. Þannig
benda höfundar á að orðið
„sjálfrennireiðapartasala" segi
meira en mörg orð um þau ósköp.
Skemmtilegheitin ná sér á flug
þegar kemur að topp-tíu listanum
yfir sérkennilegustu kven-
mannsnöfnin. Þar getur að líta
Cosy, Leidí
og frúna
Eðal-
rem
auk
þess
sem
um