Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 35
34 bókarkafli LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JDV Umsátursástand í Reykjavík: Bretarnir koma - Þór Whitehead bætir enn í söguna um hernámið Margir segja að nútíminn hafi haldið innreið sína til íslands 10. maí 1940, þegar bresk herskip ösl- uðu inn á Reykjavíkurhöfn og allt breyttist í einni svipan. Þór Whitehead sagnfræðingur hefur gef- ið út fjórðu bók sína um ísland í síð- ari heimsstyrjöld, Bretarnir koma, og hún fjallar einmitt um landgöngu breska hersins og hættu- og breyt- ingaskeiðið mikla sumarið 1940, þegar Hitler virtist vera að leggja undir sig alla Evrópu beint og óbeint. Nótt sem aldrei gleym- ist Eitt af því sem Þór lýsir skýrt i bókinni er nóttin örlagaríka 10. maí, en í dagrenningu birtist bresk ílotadeild flestum að óvörum á ytri höfninni og hemámslið Breta tók Reykjavík á sitt vald. „Mér fannst mikilvægast að reyna að setja mig í spor þeirra sem lifðu þessa tima. Almenningi stóð mikill stuggur af striðsvél Þjóð- verja. Þeir höfðu lagt undir sig Dan- mörku og Noreg og þegar grá her- skip birtust hér skyndilega á höfn- inni vissu fæstir - þar á meðal nokkrir helstu ráðamenn þjóðarinn- ar - hvort Þjóðverjar eða Bretar væru hingað komnir. Þetta var makalaus lífsreynsla, nótt sem Þór Whitehead sagnfræðingur hefur ritað bók um hernám Breta á íslandi. aldrei gleymdist." Þór barst reyndar seint á vinnslu- tíma bókarinnar staðfesting á því að um nóttina hefðu að minnsta kosti nokkrir bæjarbúar vitað hvað var í aðsigi og má rekja það til „leka“ frá bresku ræðismannsskrif- stofunni. „Ég velti því fyrir mér hvort Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hafi frétt eitthvað af þessu. Sonur hans, Steingrímur, hefur tii dæmis staðfest að Hermann fékk skyndilega einhver boð austur að Laugarvatni að kvöldi 9. maí og þau leiddu til þess að þeir feðgar hröð- uðu sér til Reykjavíkur og komu þangað stuttu áður en herskipin sigldu inn á Reykjavíkurhöfn. Lykilmenn undir gríðar- legu álagi í bók Þórs er lýst viðbrögðum ým- issa lykilmanna við óvæntri komu herskipanna. Þar kemur m.a. fram að Valtýr Stefánsson, þáverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, settist í morgunsárið á náttfötunum með brennivínsflösku til að róa taugam- ar. Hann hringdi í Ólaf Thors, einkavin sinn og formann Sjálfstæð- istlokksins. Ólafur á að hafa svarað í hálfkæringi og sagt að ef þetta væru Rússar sem væm á leiðinni myndi haus hans fjúka, ef þetta væru Þjóðverjar þá myndu þeir deila klefa í fangabúðunum og ef þetta væru Bretar þá væri allt í lagi. Stefán Jóhann Stefánsson utan- ríkisráðherra vaknaði við flugvéla- dyn og varð ekki svefnsamt eftir það því kvíði og geigur um örlög sin og þjóðarinnar sóttu á hann. „Það er augljóst að þessir menn voru undir miklu meira álagi en flestir hafa gert sér grein fyrir. Ég tel lítinn vafa leika á því að þessi ör- laganótt markaði djúp spor í sálarlíf þeirra og haft áhrif á afstöðu þeirra til varnarmála allt upp frá þvi,“ seg- ir Þór. Það er hins vegar þjóðareinkenni á íslendingum að gera lítið úr hætt- um. Þetta er alþekkt úr sjómennsku og á sennilega skylt við einhvers konar hetjuímynd. En álagið á taug- ar ráðamanna var gífurlegt á meðan allt var í óvissu um hvaða her væri hingað kominn: þetta var bókstaf- lega spurning upp á líf og dauða. í bókinni er lýsing Mörtu Thors, dóttur Ólafs, á andrúmsloftinu þar sem íjölskyldan stóð öll úti á þaki 1 Garðastræti og horfði yfir höfnina. „Hverjir eru þetta?“ spurðum við öU. Ég skalf af hjartslætti og kulda þegar ég leit á pabba því hann var þögidl og þungbúinn. Það litla sem hann fékkst til að segja var að hann vissi ekki til að nein tUkynning hefði komið um þessi skip. Honum þætti þetta nokkuð ískyggilegt því Bretar hefðu væntan- lega látið ríkisstjórnina vita ef þeir ætluðu að setja hér her á land.“ Guði sé lof að þetta eru Bretar Þór lýsir því í bókinni hvernig fréttin um að það væru Bretar sem tekið hefðu land flaug eins og eldur í sinu um aUan bæ og flestum létti mjög, fólk fagnaði því hjartanlega að þetta voru Bretar og þungu fargi var af því létt. Þetta átti auðvitað ekki við lítinn minnihluta sem fyUt- ist reiði og hneykslan en þetta mun einkum hafa átt við sanntrúaða kommúnista og fylgismenn nasista. Eins og Þór lýsir herbúnaði Breta í bókinni og nefnir múldýrafaUbyss- ur, lítið af raunverulegum vopnum, Ula þjálfað lið og vanbúið á flesta grein má ljóst vera að fljótlega hafi margir íslendingar áttað sig á því að þetta herlið gæti ekki varið land- ið fyrir þýskri innrás. „Þeir settu síðar upp tréfallbyss- ur sem var reyndar þekkt bragð úr stríðsrekstri til að bæta sér upp skort á stórskotavopnum.“ En hitt varð mörgum ljóst að þetta voru ný- liðar og viðvaningar. Það er því ekki nokkur vafi á því að margir bæjarbúa báru mikinn ugg í brjósti vegna yfírvofandi innrásar Þjóð- verja og loftárása þegar frá leið her- námsdeginum. Þótt margt hafi verið skrifað um kæruleysi íslendinga gagnvart loftárásum og'sagt að þeir myndu sennUega deyja úr forvitni þegar tU árása kæmi var mikiU ótti í mörgum. Eitt af því sem staðfestir þetta er að þúsundir bama voru sendar frá Reykjavík og öðrum kaupstöðum til dvalar á sveitaheim- Uum. Segðu nú Heil Hitler Eitt af því fyrsta sem innrásarlið- ið gerði var að fara um bæinn og handtaka Þjóðverja hér og þar og hneppa í varðhald. Þar var einkum um að ræða ræðismanninn og SS- foringjann Gerlach og starfsmenn hans en einnig skipbrotsmenn af þýsku skipi, Bahia Blanca, sem lengi höfðu dvalist í Reykjavík og það orð lá á að ættu að vera til aö- stoðar þegar þýsk innrás skyUi á. í bókinni er rakin saga af hand- tökunum sem fóru m.a. fram á Hót- el Heklu þar sem skipbrotsmennim- ir bjuggu margir hverjir. Meðal áhorfenda var ungur hótelþjónn, Guðmundur Angantýsson, sem margir þekktu síðar undir heitinu Lási kokkur og var rómaður fyrir snaggaraleg tUsvör. „Honum hafði líkað bærUega við þá flesta (skipbrotsmennina) og fundist þeir ósköp líkir íslenskum sjómönnum sem fengu sér tíðum í staupinu á Hótel Heklu. En um fimm manna hópur skar sig úr og var honum lítt að skapi. Þeir voru Meö tveimur litium fallbyssum ætluöu Bretar aö verja mynni Hvalfjaröar fyrir þýskum herskipum og innrásarliöi. íslensk börn hópast aö hermönnum á götum Reykjavíkur og þiggja súkkulaöi. „fínir með sig“, agaðir, strangir og hrokafuUir. Leiðastur þeirra allra þótti starfsfólki Heklu „foringi" þýsku sjómannanna, Bernhard Ehrhardt, annar stýrimaður, rumur mikill, hermannlegur og argvítugur nasisti sem átti geðuga kærustu í Reykjavík, eins og ýmsir félagar hans. Nú sáu áhorfendur hvar her- menn ráku fanga sína út úr gisti- húsinu í einni halarófu með Ehrhardt fremstan í flokki, heldur uppburðarlítinn. Þá glaðnaði yfir Lása kokki og hann mælti þessu fleygu orð til stýrimannsins: „Segðu nú Heil Hitler, helvítið þitt.“ Að sögn sjónarvotta skildi Þjóð- verjinn sneiðina og brast í grát en hermennirnir skildu aðeins Heil Hitler og handtóku Lása umsvifa- laust líka en sá misskilningur leyst- ist! L>V LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Foringjar í setuliði Breta sem hóf aö leysa landgönguliöiö af hólmi 17. maí, viku eftir hernámiö. í miðið stendur hers- höfðinginn og setuliösstjórinn George Lammie en til hægri er Robert G. Sturges, yfirmaöur landgönguliösins, og til vinstri er T. Scott úr setuliðsstjórninni. Hættan á innrás Þjóð- verja raunveruleg En var hættan á innrás Þjóðverja að mati Þórs raunverulega fyrir hendi? Hann telur svo vera. „Ég er sannfærður um að ef þýskir herforingar hefðu ekki talið Hitler trú um að engir nothæfir flugvellir væru á íslandi og mjög erfitt væri að leggja þar flugvelli þá hefðu Þjóðverjar gert innrás hér eins og i Noreg. Það kem- ur fram í bókinni að Hitler varö ævar- eiður þegar hann komst á snoðir um það 1941 að bandamenn hefðu lagt hér flugvelli og fullyrðingar herforingja hans væru ekki alveg á rökum reist- ar. Hitt er svo annað mál að Þjóðvcrjar hefðu trúlega átt erfitt með að halda uppi birgðaflutningum til íslands, nota landið sem flug- og flotabækistöð og halda því til lengdar. En ljóst er að ríkisstjórn Hermanns Jónassonar dró stórlega úr hættu á hernámi Þjóðverja þegar stjórnin neitaði því með stuðningi Alþingis að veita þýska ríkisflugfélaginu Luft- hansa aðstöðu á íslandi skömmu fyrir stríð. Flugvallaleysið bjargaði okkur líklega frá innrás Hitlers 1940 og 1941 var það orðið um seinan fyrir hann að ráðast á landið.“ Grunsamleg skip í júní 1940, tæpum mánuði eftir hernámið, dró heldur til tíðinda þegar fréttir bárust af tveimur grun- samlegum skipum norður af Fær- eyjum sem stefndu á 20 hnúta hraða í vesturátt að suðausturströnd ís- lands. Engin bresk herskip voru á haf- svæðinu milli skipanna tveggja og austurstrandar íslands. Þetta gátu verið Þjóðverjar á leið til að hertaka ísland. Hvað var nú til ráða? Loft var lævi blandið og um allt land flugu hviksögur um yfirvofandi inn- rás Þjóðverja og blönduðust saman við frásagnir Reykvíkinga um van- búið herlið Breta. Þetta var ná- kvæmlega sú staða sem Bretar ótt- uðust: Að Þjóðverjar brunuðu hrað- skreiðum skipum sínum inn á óvar- inn eða lítt varinn flörð á Austur- landi og settu þar í einni svipan á land herlið sem nægði til að taka bókarkafíi «> landið. Breski flotinn sendi öflug- ustu herskip sín vestur í haf, þar á meðal tvo af stærstu bryndrekum sínum, Renown og Repulse, tvö beitiskip og fimm tundurspilla. Þetta var flotavemdin sem átti að bægja hrammi nasismans frá ís- landi og elta ókunnu skipin uppi ef þau væru á leið til árása út á sigl- ingaleiðir. Setuliðið á íslandi var sett í við- bragðsstöðu og á Austfiörðum var vakt á öllum símstöðvum og mönn- um skipað að sýna fyllstu árvekni og skyggnast eftir skipum og flug- vélum sérstaklega. Eru Þjóðverjar komnir? í Reykjavík gekk sá orðrómur að þýskur her væri kominn á land á Austflörðum. Víkur nú sögunni austur á Seyð- isflörð þar sem bóndadóttir úr Loð- mundarfirði í kaupstaðarferð brá sér inn á símstöð, hringdi heim í sveitina sína og spurði vinkonu frétta. Góðkunnur borgari á Seyðis- firði heyrði á tal stúlknanna á sím- stöðinni, skildi það svo að Þjóðverj- ar væru komnir í Loðmundarfiörð og tilkynnti breska setuliðinu það. Þetta leiddi til þess að flotadeild- in breska ásamt flugbátum setti allt á fulla ferð til Loðmundarfiarðar og hviksögurnar efldust enn. Ekki bætti úr skák að þoka lá yfir mest- öllu hafsvæðinu og því engin leið að flnna skipin tvö úr lofti. Kostaði 1500 mannslíf Innrásaróttinn dró líklega þann dilk á eftir sér að við Noregs- strendur sigldi flugvélaskipið breska Glorious, 18.600 tonn, úr höfn með aðeins tvo tundurspilla sér til vamar. Þeir máttu sín einskis gegn þýsku orrustubeiti- skipunum Scharnhorst og Gneisenau sem sökktu þeim báð- um og Glorious í ójafnri orrustu undan Noregsströndum. Þar fór- ust 1515 menn úr liði Breta en aö- eins lítils háttar skemmdir urðu á einu þýsku skipi. Vera kann að út- koman hefði orðið önnur ef ótti Breta við innrás í ísland hefði ekki teppt öflugustu herskip þeirra hér vestur i hafinu. Eitt af því sem birt er í bókinni eru nýjar upplýsingar um starf- semi nasista á íslandi, þar á með- al nafnlaust leynifélag sem fund- aði á laun nær öll stríðsárin og vildi þannig halda lífinu í starf- seminni. í þessu leynifélagi voru þessir menn: Adolf Karlsson versl- unarmaður, Birgir Kjaran, hag- fræðingur og alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, Davíð Ólafsson hagfræðingur, síðar seðlabanka- stjóri, Guttormur Erlendsson lög- fræðingur, bræöurnir Gísli og Haraldur Guðmundssynir skipa- smiðir og Teitur Finnbogason skrifstofúmaður. Félagið fól spjaldskrá þjóðernis- sinna og helstu dýrgripi í fórum bróður Guttorms á bóndabæ hans á Álftanesi þegar landið var hernumið. Það vfldi síðan svo óheppilega til að breskir hermenn slógu tjaldbúðum þar í túnfætin- um sem gerði bónda nokkuð taugaóstyrkan. Þegar eitt barna hans stal hakakrossboröa úr góss- inu og spígsporaði með hann á erminni í grennd við hermennina missti bóndi móðinn og brenndi allar eigur íslenskra nasista og spjaldskrá til ösku. Skyldu hafa tapast þar ómetanleg gögn? „Það held ég ekki,“ segir Þór. „Flest er vitað sem máli skiptir um starf þjóðemissinna á íslandi. Tveir úr leynifélaginu lifa enn og þeir veittu mér upplýsingar af fullri hreinskilni og einurð." Svarti listinn 1 bókinni birtir Þór í fyrsta sinn svokallaðan Z-lista sem bandamenn gerðu yfir þá menn sem taldir voru hliðhollir Þjóðverjum á íslandi og handtaka skyldi ef til innrásar Þjóð- verja kæmi. Reiknað var með að nýta byggingar Háskólans í fyrstu sem fangabúðir en síðar var komið upp búðum í braggahverfi við Geit- háls. Á svörtum lista bandamanna var nöfnum skipt í þrjá flokka eftir því hve menn töldust fylgispakir nasistum og hve líklegir þeir væru til að aðstoða innrásarher. Þór var- ar stranglega við því að líta á list- ann sem heimild um raunverulega afstöðu manna till Þjóðverja en lít- um hér loks til fróðleiks á þá menn sem héldust í fyrsta flokki listans og bandamenn töldu hættulegustu and- stæðinga sína: Adolf Karisson verslunarmaður Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður Garðar Þorsteinsson hæstariögm. Gísli Sigurbjömsson, forstjóri á Grund Guttormur Eriendsson lögfræðingur Flaraldur Guðmundsson skipasmiður Ingvar Kjaran skipstjóri Jens Borge Madsen verkamaður Jens Pétur Friðriksson verslunarmaður Jóhann Þ. Jósefsson útgerðarmaður Jóhann Ólafsson kaupmaður Jón Þ.J. Aðils sölumaður Jón Þórir Ámason verslunarmaður Knútur Arngrimsson kennari Óskar Flalldórsson útgerðarmaður Sturlaugur Jónsson kaupmaður Eirikur Kristjánsson kaupm., Akureyri Svafar Guðmundsson bankast., Akureyri Jóhann Eyfirðingur kaupm., ísafirði Flelmut Stolzenwald, Hvolsvelli Karl Svenson verslunarm., Patreksfirði Friðþjófur Jóhannesson Patreksfirði Ásgeir Bjamason Siglufirði Baldur Eiriksson Siglufirði Guðmundur Ólafsson, Vestmannaeyjum Haukur Johnsen, Vestmannaeyjum Sigurður Scheving, Vestmannaeyjum Ólafur Óskar Lárusson, Vestmannaeyjum Alls eru á Z-listanum tæplega 700 nöfn og er hann birtur í bók Þórs í heild. Stórskotasveit óþjálfaðra sjóliða hefur dregiö rykfallnar múldýrafallbyssur sínar frá skipshlið aö bækistööinni í Miöbæjarskólanum. Uppskipun her- gagna 10. maí 1940 var aö mestu háö mannaflinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.