Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Qupperneq 49
J>V LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
trimm 57 -
Fram undan...
Desember:
4. Álafosshlaup n
Hefst við Álafosskvosina,
Mosfellsbæ. Skráning á staðn-
um og búningsaðstaða við
sundlaug Varmár frá kl. 10.30.
Vegalengdir: 3 km án tímatöku
hefst kl. 13, 6 km hefst kl. 12:45
og 9 km hefst kl. 12.30 með
tímatöku. Allir sem ljúka
keppni fá verðlaunapening. Út-
dráttarverðlaun. Upplýsingar:
Hlynur Guðmundsson í síma
566 8463.
31. Gamlárshlaup ÍR n
Hefst kl. 13 og skráning frá
kl. 11. Vegalengd: 10 km með
tímatöku. Flokkaskipting, bæði
kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára,
40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára,
55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp-
lýsingar: Kjartan Árnason í
síma 587 2361 og Gunnar Páll
Jóakimsson í síma 565 6228.
31. Gamlárshlaup UFA n
Hefst kl. 12 við Kompaníið
(Dynheima) og skráning frá kl.
11-11:45. Vegalengdir: 4 km og
10 km með tímatöku. Flokka-
skipting, bæði kyn: 12 ára og
yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39
ára (10 km), 40-49 ára, 50-59
ára, 60 ára og eldri. Upplýsing-
ar:UFA pósthólf 385, 602 Akur-
eyri.
31. Gamlárshlaup KKK n
Hefst kl. 13 við Akratorg,
Akranesi. Vegalengdir: 2 km, 5
km og 7 km. Upplýsingar: Krist-
inn Reimarsson í síma 431 2643.
Hlaup til grenningar
Skokkarar sem eru 10 kg yfir kjörþyngd eiga jafnerfitt með hlaupin og maður í kjörþyngd sem hleypur með 10 kg
þungan bakpoka.
Ein ástæðan fyrir því að fólk byrj-
ar að hlaupa er að það hefur áhuga
á því að grenna sig. Þrátt fyrir að
oft náist þar góður árangur er það
þó ekki óbrigðul aðferð. Staðreynd-
in er sú að yfirleitt þarf að tengja
saman mataræðið og æfingarnar til
þess að ná kjörþyngd. Nauðsynlegt
er að hafa stjórn á þeim hitaeining-
um sem innbyrtar eru til samræmis
við þær sem brennt er á hlaupun-
.um.
Um þetta orsakasamband gilda
tiltölulega einfaldar reglur. Venju-
legur skokkari sem vegur 75 kg
brennir yfirleitt um 63 hitaeining-
um fyrir hvern hlaupinn kílómetra.
Ef skokkarinn er þyngri en 75 kg
brennir hann fleiri hitaeiningum á
hvern hlaupinn km og á sama hátt
brennir léttur skokkari færri hita-
einingum. Til þess að léttast um eitt
kíló er nauðsynlegt að brenna um
7.200 hitaeiningum sem hægt er að
gera með því að hlaupa um það bil
116 km.
Fáir byrjendur geta hlaupið svo
langa vegalengd á fyrstu vikum
þjálfunar, þannig að fæstir þeirra
ná góðum árangri við þyngdartap á
fyrstu vikunum. Nauðsynlegt er því
að sýna þolinmæði. Eftir því sem
vikurnar og mánuðirnir líða fer að
nást meiri árangur.
Þegar kjörþyngd hefur verið náð
komast skokkarar yfirleitt að þvi að
hlaupin reynast þeim frekar auð-
veld. Skokkarar sem eru 10 kg yfir
kjörþyngd eiga jafnerfitt með hlaup-
in og maður í kjörþyngd sem hleyp-
ur með 10 kg þungan bakpoka.
Úraunhæf markmið
Því miður er það allt of algengt að
fólk setji sér óraunhæf grenningar-
markmið (meðal annars þeir sem
skokka til að grenna sig). Það er til
dæmis alveg mögulegt að of mörg
kíló fari. Það er auðvitað persónu-
bundið hve miklum árangri fólk
nær, en ef líkamsfitan hrapar veru-
lega, niður fyrir 8% hjá körlum eða
12% hjá konum, tapar líkaminn
nauðsynlegri orku og það kemur
niður á árangrinum. Jafnvel þótt
markmiðið sé að léttast er nauðsyn-
legt að huga vel að hollri fæðu til að
viðhalda heilsunni og góðum styrk.
Þýtt og staðfært úr Runners
World. -ÍS
Nokkrar smáfréttir
SSorístofúsett,
stanÆ/uÉiGirs^att/foJ
6uffcts£ápar,
,/-rif/ion).
só/ar orj sófciíorit.
Niöurstööur könnunarinnar benda til þess aö æfingarnar sem gerðar eru í
nútímanum skipti miklu meira máli fyrir heilsufar viðkomandi en þær æfing-
ar sem menn slepptu á sínum yngri árum.
Ahorf eykst
Þegar heimsmeistaramótið í
frjálsum íþróttum fór fram var
gerð könnun á því hve margir
fylgdust með atburðum keppninn-
ar í sjónvarpi. í ljós kom að um
418 milljónir manna fylgdust með
hverri útsendingu að jafnaði.
Sams konar könnun var gerð í
heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum árið 1997, en þá var með-
altalsáhorfið 308 milljónir manna.
Áhorf hefur því aukist um 35% á
aðeins tveimur árum. Þessi aukn-
ing er talin endurspegla aukinn
áhuga almennings á frjálsum
íþróttum. Sérstaklega var eftir því
tekið að áhorf á keppni í maraþon-
hlaupi jókst verulega.
Þurrka út fortíðina
Niðurstöður nýlegra kannana á
líkamsástandi miðaldra fólks eru
jákvæðar fyrir þá sem geröu lítið
af þvi að hreyfa sig á sínum yngri
árum. Þeir sem eyddu unglingsár-
um sínum í hreyfingarleysi eiga
velflestir nokkuð auðvelt með að
ná sér á strik með því að hefja
íþróttaiðkun síðar, jafnvel þó að
menn séu orðnir miðaldra. Niður-
stöður könnunarinnar, sem gerö
var í Bandaríkjunum, benda til
þess að æfingarnar sem gerðar eru
í nútímanum skipti miklu meira
máli fyrir heilsufar viðkomandi en
þær æfingar sem menn slepptu á
sínum yngri árum. Gerð var itar-
leg skoðun á heilsufari 5209 ein-
staklinga á 16 ára tímabili. í lok
könnunarinnar var dánartíðni
lægst í þeim hópi fólks sem stund-
aði líkamsrækt á þeim tíma. Fyrri
líkamsrækt skipti þar litlu máli.
Þeir sem stundað höfðu íþróttir á
árum áður voru ekkert í minni
hættu á að deyja en þeir sem
aldrei höfðu stundað neina líkams-
rækt. Niðurstöður þessarar könn-
unar voru birtar í timaritinu „The
American Heart Journal - nóvem-
ber 1999. Þeim sem stundað hafa
líkamsrækt árum saman er því
ráðlagt að halda því áfram ef þeir
vfija bæta lífslíkur sínar.
Hlaup gegn þunglyndi
Fjölmargar kannanir hafa sýnt
fram á að regluleg líkamsrækt hefur
mjög góð áhrif á baráttuna gegn
þunglyndi. Nýjar kannanir benda
jafnframt á að líkamsrækt hefur
sömuleiðis mjög góð áhrif á ónæm-
iskerfi líkamans. Fólk sem þjáist af
þunglyndi er oft með skert ónæmis-
kerfi og álitið var að orsökin fælist
mestmegnis í ójafnvægi í hormóna-
starfsemi líkamans. Nýverið var
gerð könnun á tveimur hópum
kvenna (32 konur í hvorum hópi).!
öðrum hópnum voru eingöngu kon-
ur sem þjáðust af þunglyndi, en í
hinum var ekkert slíkt til staðar. í
ljós kom að ekkert misræmi var á
hormónastarfsemi þessara hópa.
Hins vegar fór ónæmiskerfið greini-
lega batnandi hjá þeim sem stund-
uðu líkamsrækt. Niðurstöður þess-
arar könnunar voru birtar I nóvem-
ber/desemberhefti tímaritsins
Psychosomatic Medicine.
-ÍS
ANTIK GALLERY
Vegmúla 2, sími 588 8600
GLORIA
Slökkvitæki
.lólatilhoð
5.995 kr.
• Duftslökkvitæki
• 6kg.
• Veggfesting
• Þrýstingsmælir
með prufustút
• Auðvelt í notkun
7^22.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
<