Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 47
JjV LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 *bókarkafli Kári hefur tekiö virkan þátt í samfélaginu meö ýmsum hætti og áhugi hans á iistum er t.a.m. þekktur. Hér eru taliö frá vinstri: Hannes Smárason, aöstoöarforstjóri ÍE, Kári, Magnús Kjartansson myndlistarmaöur og Kristján Davíösson listmálari. hrokann í Sigurbirni. Árangurs- laust var reynt að róa Kára og fá hann til að halda áfram að ræða sættir í málinu en hann haggaðist hvergi. „Það verða engir Munchenar- samningar gerðir,“ er haft eftir ein- um fundarmanna og er þar vísað til undanhalds Breta og Frakka árið 1938 þegar þeir féllust á að hluti Tékkóslóvakíu yrði innlimaður í Þriðja ríkið. Þarna er líklega átt við að íslensk heilbrigðisyfirvöld séu í hlutverki þess sem lætur undan. Stríðssaga Hér hefur verið reynt að draga upp svipmynd af manninum Kára Stefáns- syni og allt sem hér er sagt byggir á áminnstri bók, Kári i jötunmóð eftir Guðna Jóhannesson. Bókin er í rauninni stríðssaga. Hér hefur verið drepið á nokkrar baráttur Kára en ekkert minnst á slagsmál hans við Tölvunefnd, Læknafélagið, Heilbrigðisráðuneytið, SÁÁ og fleiri aðila sem eru ítarlega rakin í bókinni. Ekkert hefur verið minnst á gagna- grunninn margumtalaða en í bókinni er leitt likum að þvi að frumvarpið um grunninn hafi verið samið á lög- mannsstofu Baldurs Guðlaugssonar áður en það sást í heilbrigðisráðu- neytinu. Þar kemur einnig fram að ef verður af boðaðri skráningu íslenskrar erfða- greiningar á ameríska verðbréfa- markaðnum þá verður Kári ekki að- eins krónprins í íslensku atvinnulífi heldur ríkasti maður á Islandi. Hann getur líka orðið stærsti pappírstígur íslandssögunnar ef allt fer á versta veg. -PÁÁr Skrattinn og amma hans au „Þegar Kinsella mætti Kára Stefánssyni stóð hann þó ekki andspænis neinu peði. Skratttinn hitti ömmu sína. Við- skipti þessara stóru manna end- uðu illa og líklega andar enn köldu milli þeirra." KinseUa kom hingað til lands 1995 eftir miklar bréfaskriftir við Kára og fundaði mjög með honum og ýmsum læknum og embættis- mönnum. Hugmyndirnar um gagnagrunn og einkaleyfi, frí lyf til handa íslendingum og margt fleira sem átti eftir að koma fram heimsstyrjöld- inni og í bókinni er skemmti- leg saga af fundi í heilbrigðisráðu- neytinu sem var í október síðast- liðnum. Þar sat Kári Stefánsson og honum nýkjörinn formaður Lækna- félags íslands, Sigurbjörn Sveins- son. Þar var rætt um að breyta þyrfti gagnagrunnslögunum og kom umræðan Kára í slíkt uppnám að hann stóð upp og strunsaði út með þeim orðum að hann þyldi ekki Guöni Jóhannesson sagnfræðingur hefur fengist viö Stephen King og Kára Stefánsson. - segir Guðni Jóhannesson sagnfræðingur, höfundur Kára í jötunmóð sem draumur Kára um heimkomu væri að rætast en hann breyttist fljótt í martröð kerfistregðu og skilningsleysis Frónbúa. Kári gegndi starflnu í nokkrar vikur, lét sig svo hverfa vestur um haf og bað ráðherra svo lausnar með símbréfi í október 1993. Kinsella og Kári Það er Ijóst af bókinni að hug- myndin um gagnagrunn á heilbrigð- issviði sem byggðist á sjúkraskrám sem flestra Islendinga og hvíldi á sérstöðu þjóðarinnar sem felst í aldalangri einangrun, nánum skyld- leika, ítarlegum ættfræðiupplýsing- um og slíku, fæddist einhvem tím- ann upp úr 1994. Þessi draumur byggist á því að aðstæður líkar þeim sem eru á íslandi auöveldi mönnum leit að ýmsum þeim gen- um sem valda sjúkdómum og stytti leiðina að lækningu meina sem hingað til hafa verið ólæknandi. Fyrsta tilraunin af þessu tagi var gerð 1993 í samvinnu kanadískra yf- irvalda og erfðarannsóknafyrirtæk- is sem hét Sequana Therapeutics og fól í sér rannsóknir á 300 íbúum eld- fjallaeyjunnar Tristan da Cunha í miðju Átlantshafi. Þar eru aðeins 8 ættamöfn, allir meira og minna skyldir enda allir komnir út af sex hræðum sem settust að á klettinum 1816. Forstjóra og frumkvöðul Sequ- ana, Kevin Kinsella, fýsti mjög að leika sama leikinn með íslendinga. Hann vildi fá blóðsýni úr öllum eyjaskeggjum, finna meingen, fá einkaleyfi og afla tekna. Hann sá í íslandi aðra Tristan da Cunha, bara miklu stærri. Kinsella setti sig í samband við Kára Stefánsson sem hafði getið sér gott orð í heimi vísindanna fyrir rannsóknir sínar á MS- sjúkdómnum. Kinsella þessi er þekkt- ur áhættufjárfestir í heimi erfðavisinda og af mörgum talinn skrípa- leikari og trúður enda foreldrar hans leikari og fyrirsæta. Hann er rómaður fyrir metnað og sjálfstraust og hef- ur notið mikillar vel- gengni. Hann er mjög hávaxinn og yfir- gnæfir fólk gjarnan í samræðum og hef- ur sitt fram hvað sem það kostar. I bókinni segir: í samningi Hoffman-LaRoche við ÍE bergmálaði þar um fundarsali. Þegar Kinsella hugöist láta kné fylgja kviði komst hann að þvi að Kári ætlaði sjálfum sér, að mati Kinsella, of stóran hlut í væntan- legu fyrirtæki. Það rofnuðu öll samskipti þeirra og Kári svaraði ekki frekar skeytasendingum. Kinsella telur að hann hafi verið notaður til að auka orðstír Kára á íslandi. Smásögur og nasismi I moldviðrinu kringum hinn mið- læga gagnagrunn er jafnan grunnt á tilvísunum í Þriðja ríkið og Adolf Hitler en foringinn hafði mikinn áhuga á mannrækt og hugmyndir um miðlægar sjúkraskrár og mark- vissa mannrækt munu hafa átt •greiða leið að hjarta hans. Þetta var fljótlega rifjað upp eftir að Kári kom fram með hugmyndina um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Kári stillti ekki alltaf skap sitt í kappræðum og rökræðum við andstæðinga grunns- ins en hann brást aldrei reiðari við en þegar minnst var á þetta. Baráttan tók oft á sig skoplegar myndir og ein þeirra fyndnari var þegar séra Öm Bárður Jónsson sem fram til þess hafði ekki verið talinn meðal skálda kompóneraði smásögu um íslenska fjallasölu ehf. og fékk birta í Lesbók Mbl. I þeirri styijöld sem háð hefur verið um gagnagrunninn er hart barist og nýjustu fréttir af meiri- hlutaeign ÍE í Gagnalind ehf. sýnast stefna málinu í heild sinni í upp- nám enn einu sinni. I orustunni hef- ur jafnan verið grunnt á lík- ingum úr fyrri verður maður að öllu leyti. Síð- astliðin ár hefur varla verið fjallað jafnmikið um eitt ein- stakt mál og ÍE, Kára og gagna- grunninn. Þessi bók er bara lít- il viðbót við það allt saman. Svo vildi ég lika reyna að skrifa um aðdraganda fyrir- tækisins, hvað gerir ísland svona gott til erfðarannsókna, og hvað þær snúast um, í gróf- um dráttum. En ég hefði aldrei trúað því að bókin ætti eftir að vekja svona mikið umtal.“ Kára leist illa á hugmyndina Stóð einhvern tímann til að vinna bókina í samvinnu við Kára Stefánsson og hvernig var samskiptum ykkar háttað? „Ég hafði samband við Kára. Hon- um leist illa á hugmyndina og hugsanlega aðstoð við ritun bókarinnar. Við því var ekkert að segja. Eflaust eiga einhverjir eftir að segja þessa sögu í samvinnu við hann og þá verður yfir- bragðið annað. Hvort sú saga verður trúverðugri verða menn að dæma um þegar þar að kem- ur.“ 10 tilvísanir af 600 nafnlausar Voru heimildarmenn sam- vinnuþýðir og fúsir til að segja alla söguna af samskiptum sín- um við Kára? „Þeir voru vissu- lega til sem vildu ekki tala við mig vegna þess hvers eðlis bók- in er, og ég vil einmitt taka fram að ég sagði öllum sem ég setti mig í samband við að þetta væri ekki unnið að undir- lagi Kára eða íslenskrar erfða- greiningar. Það er fullkomlega eðlilegt að ýmsir ráðamenn og embættismenn vilji ekki íjalla um þetta hitamál núna, alveg eins og það er eðlilegt að sumir vilji ekki segja skoðanir sínar undir nafni. Sá frasi, „sam- kvæmt heimildum fréttastof- unnar, eða blaðsins" heyrist hvern einasta dag á íslandi. Reyndar er það nú svo að af yfir 600 tilvísunum í bókinni eru innan við tíu í ónafn- greinda heimildarmenn." Meiri menn en ég hafa farið illa út úr þvi að rífast við Kára Kári Stefánsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann telur rangt farið með ýmsar staðreyndir og dregur trúverðugleika bókarinnar í efa. Hvað viltu segja um það? „Út af yfirlýsingu Kára um bókina held ég að það sé rétt að segja það eitt að menn líta á þetta hver frá sínum sjónar- hóli. Svona fyrirtæki eins og ís- lensk erfðagreining vilja auð- vitað reyna að stjórna umfjöll- un um sig, en ég held að það sé gott í nútímasamfélagi að aðrar raddir heyrist líka, og þá ekki bara frá hatrömmum andstæð- ingum fyrirtækisins. Þeir sem hafa talað við mig segja að bók- in sé góð en það verður því miður aldrei alveg umflúið að einhvers staðar gæti misskiln- ings, eða rangt sé farið með eitthvað. I yfirlýsingunni talaði Kári til dæmis um Nýja bóka- forlagið þegar hann átti örugg- lega við Nýja bókafélagið sem gefur verkið út. Annars vil ég ekki reyna að rífast við hann í íjölmiðlum; það hafa meiri menn en ég farið illa út úr því.“ -PÁÁ DV sló á þráðinn til höfund- ar þar sem hann situr við skriftir úti í London. Hvern- ig bar það til að þú hófst að skrifa bókina Kári í jötunmóð? „Nýja bókafélagið spurði mig hvort ég vildi ráðast í þetta og eftir nokkra umhugsun sló ég til. Ég þekki að góðu einu þá sem standa að forlaginu og þeir sögðust treysta mér til að vinna þetta,“ sagði Guðni. „Ég hef ekki skrifað heila bók áður, en hef birt greinar um sagn- fræði og skrifað ritgerð til MA-prófs við háskól- ann um stuðning íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna.Svo hef ég lengi verið viðloö- andi fréttamennsku og ver- ið að kenna, og þýða Steph- en King. Þannig að maður er sískrifandi.“ Það á að skrifa svona bækur Hver eru helstu rökin fyrir því að vinna bókina með þess- um hætti, þ.e. í óþökk viðfangs- efnisins? „Mér finnst að það eigi að skrifa bækur um mál- efni líðandi stundar, ekki láta umfjöllun í íjölmiðlum nægja. Stofnun íslenskrar erfðagrein- ingar er með því merkasta sem hefur gerst í íslensku vísinda- og viðskiptalífi, og Kári Stef- ánsson var potturinn og pann- an í því. Hann er þar að auki ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós, og mjög eftirtektar- Bjóst aldrei við slíkri athygli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.