Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 74
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JLí"V >82 myndbönd > Myndbanda GAGNRÝNI Perdita Durango Sannkölluð ofbeldisdýrkun irkirk Þessi mynd er orðin alræmd fyrir að vera alveg sérstaklega hrottafengin. Að vísu er otbeldið í henni mun minna en i meðal- hasar frá Hollywood en það er miklu beinskeyttara. Göldrum, kynlífi og alls konar óeðli er tvinnað saman við ofbeldið þannig að úr verður sannkölluð of- beldisdýrkun, svo svakaleg að maður verður nánast höggdofa. Rífast má um siðferðislegan tUvistarrétt slíkrar myndar en því er ekki að neita að hún er mjög áhrifamikU. Myndin eltist svolítið við sjáifsmeðvitund með því að visa nokkrum sinnum í afþreyingarmenningu nútímans, sérstaklega í skondnu lokaatriði. Rosie Pérez er sennUega í besta hlutverki ferUs síns sem hörkukvendið Perdita Durango. Javier Bardem í hlutverki ástmagar hennar, voodooprests- ms og glæpamannsins Romeo Delorosa, skyggir þó á hana og aUa aðra með magnaðri frammistöðu, og man ég ekki eftir svo ofsafengnum leik í langan tíma. Hann slær auðveldlega út Woody Harrelson í NBK og jafnvel Robert Carlyle í Trainspotting. Myndin fer ansi langt á góðum leikurum, skrautlegri persónusköpun og tryUtu hasarofbeldi. StórskemmtUeg tónlist ber myndina síðan upp í hágæðaflokk þar sem hámarkinu er náð með meistara Screamin’ Jay Hawkins sem einnig leUcur eftirminnUegt aukahlutverk. Perdita Durango er sem sagt feikiöflug, áhrifamikU og vel gerð mynd en efniviðurinn er slík- ur að hún er aðeins fyrir vönustu ofbeldisáhorfendur. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Alex De La Iglesia. Aðalhlutverk: Rosie Pérez og Javier Bardem. Bandarísk/mexíkönsk/spænsk, 1997. Lengd: 126 mín. Bönnuð inn- an 16 ára. -PJ EDtv /mm Rómantík í beinni iddf Ed Pekumy (Matthew McConaughey) lifir við fyrstu sýn ekkert sérlega áhugaverðu lífi. Hann er orðinn þrítugur en vinnur á vídeóleigu á daginn og spUar bUjarð og drekkur bjór á kvöldin ásamt bróður sínum Ray (Woody Harrelson). Þegar sjónvarpsstöðin TrueTV tekur þá ákvörðun að sjónvarpa beint frá lífi hans daginn út og inn verður líf Eds skyndUega einkar spennandi. Sjónvarpsáhorfendur fylgjast dolfallnir með hverju skrefi hans en ekki líður á löngu þar tU Ed fær sig fúilsaddan af sjón- varpsvélunum. Það fer vart á milli mála að EDtv sækir i kjölfar vinsælda The Truman Show (lUct og nafn sjónvarpsstöðvarinnar gefúr tU kynna). Ásamt Pleasant- vUle (sem er þeim betri) mynda þær háifgerða undirgrein sem skoðar mark- visst stöðu sjónvarpsins í samfélaginu á áhugaverðan máta. Þess ber þó að geta að EDtv er öUu grunnhyggnari en hinar tvær og jaðrar við að vera dæmi- gerð rómantísk kómedia. Því verður þó ekki neitað að hún er óvenju skemmti- leg sem slík og sjónvarpspælingamar gefa henni þrátt fyrir aUt aukið vægi. Svo er bara að vona að framhald, BEDtv, skUi sér á skjáhm. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Ron Howard. Aðalhlutverk: Matthew McCon- aughey, Jenna Elfman, Woody Harrelson, Elizabeth Hurley, Rob Reiner, Dennis Hopper og Martin Landau. Bandarísk, 1999. Lengd: 118 mín. Öllum leyfð. -bæn Cruel Intentions Ríkar rottur m ififif Þessi mynd byggist lauslega á franska bók- menntaverkinu Les Liaisons Dangereuses, eins og fræg HoUywood-mynd með Glenn Close, John Mal- kovich og MicheUe Pfeiffer í aðalhlutverkum. Sú nefnd- ist Dangerous Liaisons og fylgdi bókinni í meginatrið- um,en Crael Intentions staðfærir söguna í bandaríska nútíð. Sebastian og Kathryn era ríkar rottur, gjörspUlt stjúpsystkin sem leika sér að öðra f'ólki. Þau veðja um hvort Sebastian takist að forfæra dóttur skóla- stjórans en hún er gáfúð, faUeg og heUbrigð ung stúlka með yfirlýst áform um að vera hrein mey á brúðkaupsdaginn. Sebastian leggur undir bifreið sína og Kathryn likama sinn. Myndin blandar saman ýmsum ólíkum kvikmyndastefn- um - dramatik, ástarsögu, gríni, samfélagsádeUu, harmsögu og jafnvel sál- fræðitryUi, að ógleymdum hinum hefðbundnu unglingamyndum. Hún fer ansi vel af stað með gráglettinn siðspUIingarhúmor og er bara ansi töff í sínum perra- og óþverraskap. Henni gengur siðan misjafnlega að ljá ólikindalegum persónum sínum mannlegar tilfmningar og tapar svolítið leUígleðinni og sann- færingarkraftinum í lokin. Það breytir því ekki að myndin er að mestum hluta ansi skemmtUeg og vel leikin af ungum og upprennandi leikurum. Reese Witherspoon er frábær að vanda, Sarah MicheUe GeUer kemur á óvart með glettilega góðum leUc og Ryan PhiUippe tekst vel að halda sínu. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Roger Kumble. Aðalhlutverk: Ryan Phillippe, Sarah Michelle Geller og Reese Witherspoon. Bandarísk, 1999. Lengd: 94 mín. Bönnuð inn- an 12 ára.-PJ The Deer Hunter Áveiðum ifififif Þótt The Deer Hunter sé um margt byltingar- kennd kvikmynd er frásagnarbygging hennar sígUd í aUa staði. Henni er skipt i þrjá nokkuð vel að- greinda hluta: byrjun, miðju og endi! Fyrst kynnumst við félögunum Michael (Robert De Niro), Nick (Christopher Walken) og Steven (John Savage) og vinum þefrra í iðn- aðarbæ í Pennsylvaníu. Þótt ýmislegt gangi á í lífí þeirra er það uppfuUt af sakleysi og gleði sem brotin er á bak aftur í öðram hlutanum. Félagamir halda tU Víetnam þar sem ógn styijaldarinnar skUur eftir djúp ör bæði á lík- ama og sál. Síðasti hlutinn gerir að lokum grein fyrfr heimkomunni og erfið- leikunum sem fylgja því að takast aftur á við samfélagið. Þótt þessi uppbygg- ing sé dæmigerð er rétt að nefna að aUir hlutamir era álíka langir meðan í nýlegum stfíðsmyndum sem Saving Private Ryan og jafnvel Thin Red Line er nær eingöngu einblínt á miðhlutann - hina eiginlegu styrjöld. í meðfórum The Deer Hunter er stríð miklu meira en átök stríðandi aðUa. Það er samfélagsá- stand sem nær langt út fyrir átakasvæðin og er tU staðar löngu eftir að bar- dögum lýkur. Frábær leikarahópur gerir áhrffum þessa ástands mögnuð skU. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Michael Cimino. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Christopher Walken, John Savage og Maryl Streep. Bandarísk, 1978. Lengd: 178 mín. Bönnuð innan 16 ára. -bæn Reese Witherspoon: Stefnir á toppinn Reese Witherspoon er aðeins 23 ára gömul en hefur þó verið að leika í kvikmyndum í tæpan áratug og má þegar greina þrjú mismunandi skeið á leikferli hennar. Fyrst lék hún saklausa stelpukrakka i hug- ljúfum myndum, tók siðan U-beygju og hlóð sakleysið kynferðislegum undirtónum í myrkum og ofbeldis- ftUlum myndum áður en hún braust inn í Hollywood-senuna. Undanfar- in ár hefur hún leikið í mark- aðsvænni myndum sem hafa gengið vel án þess að nein þeirra hafi sleg- ið eftirminnilega í gegn. Hún telst því vart stórstjama þótt samband hennar og annars ungs og upprenn- andi leikara, Ryans Phillippe, hljóti reglulega umfjöllun í slúðurdálkun- um. Hún hefur þó óneitanlega bæði útlitið og hæfileikana með sér svo að þess verður væntanlega ekki langt að bíða að hún leggi heiminn að fótum sér. Saklaust barn Reese Witherspoon hefur verið í bransanum frá barnsaldri. Hún stundaði fyrirsætustörf og lék í sjónvarpsauglýsingum frá sjö ára aldri. Hún lék í kapalsjónvarps- myndinni Wildflower árið 1991 og þreytti frumraun sína i kvikmynd- um seinna sama ár í The Man in the Moon. Hún var aðeins 14 ára gömul en vakti strax athygli gagnrýnenda fyrir góðan leik i hlutverki sveita- stelpu sem uppgötvar ástina í fyrsta skipti. Næstu tvö árin lék hún í nokkrum sjónvarpsmyndum og kvikmyndum, þ. á m. hlutverk 12 ára gamallar hippastelpu í Jack the Bear, og aðalhlutverk í Disney- brúaði fyrir hana bilið milli jaðar- mynda og sölumynda. Myndin var frumleg og tilraunakennd en gekk samt mjög vel í áhorfendur og Witherspoon hlaut enn og aftur lof fyrir túlkun sína á vergjörnu syst- urinni. Síðastliðið ár hefur henni svo loks tekist að komast í fremstu röð ungra leikkvenna með hlutverk- um í Cruel Intentions og skólakosn- ingamyndinni Election. Sérstaklega hefur Cruel Intentions náð miklum vinsældum en þar lék hún á móti kærasta sínum til tveggja ára, Ryan Phillippe. Hún giftist honum í júní í sumar og átti með honum dótt- ur, Ava Elizabeth Phillippe, í septem- ber. Reese Wither- spoon og Ryan Phillippe eru eitt af umtöl- uðustu pönm- um í Hollywood og varla dregur öll sú at- hygli úr vinsældum hennar. Ryan Phillippe virðist vænsti drengur en hið sama er varla hægt að segja um ýmsa þá karlmenn sem persónur í myndunum hennar hafa verið i tygjum við, sbr. myndir eins og S.F.W., Freeway, Fear og jafnvel Cruel Intentions. Ekki batnar ástandið í næstu mynd hennar, American Psycho, þar sem hún leik- ur kærustu raðmorð- ingja en myndin er væntanleg á næsta ári. -PJ Plesantville. Reese Witherspoon ásamt Tobey Maguire. myndinni A Far off Place þar sem hún lék stelpu sem þarf að ferðast yfir Kalahari-eyðimörkina í fylgd búskmanns eftir að faðir hennar er drepinn af veiðiþjófum. Kynþokkafullur táningur En nú var Reese Witherspoon að stálpast og vildi ekki festast i sak- lausu Disney-ímyndinni. Árið 1994 lék hún í SFW, svartri ádeilu á stjömudýrkun, fullri af oíbeldi og klúru orðbragði. Hún lék skóla- stelpu sem er tekin i gíslingu ásamt kjaftforum strák (Stephen Dorff) sem er gerður að stjörnu í kjölfarið. 1996 lék hún síðan í tveimur mynd- um af dekkri sortinni. Önnur þeirra var Freeway, nútímaútfærsla af Rauðhettuævintýrinu, full af ofbeldi og kynferðislegum tilvísunum. Hin var Fear þar sem hún lék kærustu afbrýðisams stráks (Mark Wa- hlberg) sem reynist illa truflaður á geði. Freeway hlaut góða dóma hjá gagnrýnendum, Fear síðri en náði nokkrum vinsældum . hjá ungling- um. Reese Witherspoon þótti sýna afar góðan leik og haföi nú hlaðið kynþokka og beittari persónuleika undir unglegt og sakleysislegt útlit og fas. Ungstjarna Það hlaut þó að koma að því að hún fengi tækifæri i dýrari og vin- sælli myndum. Pleasantville (1998) Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKUR A LISTA TITILL j ÚTGEF. TEG. 1 ' 1 2 Tnie crime j Wamer Myndir Spenna 2 Nf 1 Cruel intentions Skifan Spenna 3 3 2 Resurrection i Myndform Spenna 4 2 3 Forces of nature j CIC Myndbönd Gaman 5 4 3 Ljfe is beautiful Skffan Garnan ( 5 6 Arlinton raod Háskóiabió Spenna 7 NÝ 1 Wing commander ] SAMMyndbönd Spenna 8 6 5 CMI artion CIC Myndbönd Spenna 9 9 2 Plunkett&MacLeane Háskólabíó Spenna 10 7 4 Whoaml J Skifan Spenna 11 12 2 Happlness j Skffan j Ðrama 12 Nf ; 1 [ Perdita Durango Háskólabíó Spenna 13 8 8 8mm i Skffan Spenna 14 14 1 6 i At first sight j Wamer Myndir ] Drama 15 10 I 1 Austin Powers II i m j Myndform Caman 16 15 4 Jack Frost 1 Wamer Myndb Gaman 17 16 6 The deep end of the ocean J Skífan Drama 18 13 5 Message In a bottle j Wamer Myndir Drama 19 11 11 Payback Wamer Myndir Spernu 20 Nf 1 HuriyBuriy Hátktlafrfff Drama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.