Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 6
wammmmmmmmmsm 6 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 1*>V átlönd stuttar fréttir Útlendingar kosta sitt Útlendingar kosta hiö opinbera í Danmörku rétt rúma eitt hund- rað milljarða íslenskra króna á ári og sú tala á eftir að hækka um hálfan annan milljarð á ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu danska innanríkisráðuneytisins um útgjöld vegna útlendinga og flóttamanna sem ekki hafa danskan borgararétt. Jospin ræðir Korsíku Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, hefur boöað þingmenn frá Korsíku, þar á meðal þjóðem- issinna, til fundar við sig 13. desember. Þar á að ræða þær ógöngur sem stjórn- málalíf á eyjunni er komið í vegna herskárra sjálfstæðis- sinna sem hafa lengi staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum. Þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðem- issinnar hafa verið boðaðir til fundar í forsætisráðuneytinu. Sex fundnir látnir Sex hafa fundist látnir í rúst- um fjölbýlishússins í WOhelms- burg í Austurríki sem hrundi til grunna i gassprengingu í fyrra- kvöld. Þriggja er enn saknað og hafa björgunarmenn gefið upp alla von um að finna þá á lífi undir rústunum. Frakkar flokka sorp Sífellt fleiri frönsk heimili flokka nú sorpið sem til fellur. Samkvæmt nýrri könnun sögð- ust 64 prósent heimila hafa sett gier tii hliðar i fyrra, 36 prósent gömul blöð og 24 prósent notaðar rafhlöður. Biðja guð um rigningu Sýrlendingar flykktust í bæna- hús landsins í gær til að biðja æðri máttarvöld um rigningu. Sýrlendingar hafa orðið fyrir þungum búsifjum á árinu vegna gríðarlegra þurrka. Úsbekar kjósa Þingkosningar verða í Ús- bekistan á morgun. Stjómmála- skýrendur segja að þær muni tæplega verða til þess að efla tengsl þessa fjölmennasta fyrrum Sovétlýðveldis í Mið-Asíu viö umheiminn. Heimsendamenn teknir Gríska lögreglan handtók í gær sextán félaga í heimsenda- sértrúarsöfnuði sem gmnaður er um að ætla að fremja ofbeldis- verk um áramótin til aö flýta fyr- ir endurkomu Krists. Færri þorskar úr sjó Þorskveiðikvótar í Norðursjó á næsta ári verða mun minni en þeir vom á árinu sem er að líða, eða 81 þúsund tonn á móti rúm- lega 130 þúsund tonnum. Alþjóða- hafrannsóknarráðið lagði til að kvótinn yrði minnkaður. Schröder skammar Gerhard Schröder Þýska- landskanslari gagnrýndi bresk stjómvöld í gær fyrir að skaða Evrópusamband- ið með óbilgimi sinni í samn- ingaviðræðum um skattamál. Kanslarinn not- aði tækifærið og ítrekaði í ræðu í þýska þinginu hversu gott sambandið við Frakka væri. Nálgast Grozní Rússneskar hersveitir komust skrefinu nær því að umkringja Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær þegar þær lögðu undir sig nágrannaborgina Argún. And- spyma uppreisnarmanna múslíma í lýðveldinu gegn sókn Rússa hefur farið vaxandi að undanfomu. Fjórtán mánaöa vopnahléi baskneskra skæruliða lokið: Þúsundir gegn of- beldisverkum ETA Spánverjar flykktust í þúsunda- tali út á götur borga og bæja í gær til að lýsa yfir andúð sinni á því að basknesku skæruliðasamtökin ETA skyldu hafa bundið enda á fjórtán mánaða vopnahlé sitt. Mótmælendur um aUan Spán virtu fimm mínútna þögn til að mót- mæla áformum ETA um að hefja á ný vopnaða baráttu fyrir sjálfstæði Baskalands. Lögreglan var alls staðar með mikinn viðbúnað og Spánverjar höfðu þungar áhyggjur af því hvar skæruliðar myndi láta til skarar skríða fyrst. Ríkisstjóm mið- og hægriflokk- anna hvatti landsmenn tU að sýna stiUingu. Stjórnvöld sögðu lögregl- una tUbúna tU að svara ETA-liðum í sömu mynt ef þeir létu verða af því að gera árásir. Mariano Rajoy menntamálaráð- herra sakaði ETA um vopnaða fjár- búar San Sebastian f Baskalandi Spánar fjölmenntu á mótmælafundi gegn ofbeldisverkum skæruliða. kúgun. „Spánverjar munu aldrei sætta sig við það sem ETA er að reyna að þvinga upp á þá,“ sagði ráðherrann í viðtali við spænska ríkisútvarpið. Skæruliðar ETA kenna stjórn- völdum um að hvorki hefur gengið né rekið í friðarumleitunum. „Vopnahléinu er lokið. Enn einu sinni búum við við ógnir hryðju- verkamanna," var tilkynnt í spænska sjónvarpinu á miðnætti í fyrrinótt. MikU spenna var í Baskalandi í gær þótt þar væri aUt með kyrrum kjönim. Margir Baskar urðu við áskorunum um að safnast saman við ráðhús borga héraðsins og bæja og á helstu torgum tU að krefjast þess að ETA lýsti aftur yfir vopna- hléi. Stuðningsmenn ETA létu einnig í sér heyra og sögðu að frið- ur næðist aðeins með sjálfsákvörð- unarrétti Baska. Rúmlega fimmtíu þúsund manns komu saman á Venceslas-torgi í Prag í gær til aö krefjast afsagnar forsætisráöherra Tékklands, jafnaöarmannsins Milosar Zemans, og Vaclavs Klaus, leiötoga stjórnarandstööunnar. Skipuleggjendur mótmælanna, sex fyrrum námsmenn sem leiddu mótmælaaögeröirnar gegn kommúnistastjórninni 1989, krefjast þess aö nýir leiötogar taki viö stjórnartaumunum til aö búa Tékkland undir aöild aö Evrópusambandinu. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur: Vissi ekki að pabbi var félagi í nasistaflokknum Faðir Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, gekk í nasistaflokkinn á stríðsánmum. Poul Nyrup greindi frá þessu i morgunþætti sjónvarpsstöðvarinn- ar TV2 í gær. Sjálfur frétti Nyrup ekki af þessu fyrr en fyrir þremur vikum þegar Frank Aaen úr Eining- arlistanum skýrði honum frá því. Frank Aaen sagði forsætisráð- herranum frá þessu eftir að hann rakst á nafn föður hans í gömlum skjölum um félaga í danska nasista- flokkinum. Poul Nyrup kaus sjáifur að gera upplýsingar þessar opinber- ar. „Mér fannst ég ekki geta setið á þessum upplýsingum. Og þetta kom af stað miklum keðjuverkunum í minum eigin hluta,“ sagði forsætis- ráðherrann í viðtalinu við TV2. „Ég vissi ekki aö faðir minn var félagi í nasistaflokknum. Ég vissi að hann hafði unnið í Þýskalandi. í þá daga var það jú þannig að vildi maður tryggja afkomu sína varð maður að gera það sem manni var sagt.“ Poul Nyrup sagði að hann ætti erfitt með að trúa þessu upp á föður sinn. „Það eina sem ég veit er að í þess- um skjölum er nafn föður míns. Og ég verð að segja að það er ekki faö- ir minn sem stendur þar. Þetta pass- ar alls ekki við skoðanir mínar. Og ég held ekki að þetta muni breyta skoðunum mínum á föður mínum sem mér þykir mjög vænt um. En það er ljóst að ég er tilneyddur að leita svara við spumingunni hvers vegna,“ sagði danski forsætisráð- herrann í viðtalinu. Poul Nyrup Rasmussen þarf nú aö leita svara í fortíöinni um aöild föö- ur síns aö danska nasistaflokkinum. Samkomulag í burðarliðnum á fundi WTO Búist var við að Bill Clinton Bandaríkjaforseti myndi skerast persónulega í leikinn til að ná samkomulagi á ráðherrafundi Heimsviðskipta- stofiiunarinnar (WTO) sem átti að ljúka í Seattle í nótt. Síðdegis í gær benti margt til að viðskipta- ráðherrar aðild- arlanda WTO myndu koma sér saman um nýja : lotu samningaviðræðna um auk- i ið frelsi í heimsviðskiptum. ; Stjómarerindrekar óttuðust þó : margir aö ekki næöist jafnmikill árangur og að heföi verið stefnt. Samningamenn sátu á fundum 'f alla aðfaranótt föstudagsins til að i setja niður dagskrá nýju við- t ræðulotunnar sem búist er við að I, standi í þrjú ár. Mjög dró úr mótmælaaðgerð- unum sem settu dagskrá funda- | haldanna í Seattle mjög úr skorð- i um fyrri hluta vikunnar. Grænlenskir launþegar eign- ast lífeyrissjóð Grænlendingar hafa nú eign- ast fyrsta lífeyrissjóð sinn. Þar með hefur langþráður draumur grænlenska alþýðusambandsins ræst, að því er danska fréttastof- an Ritzau segir. Danska fiármálaeftirlitið hefur ; úrskurðað að Lífeyrissjóður ;; launþega, eins og hann heitir, uppfylli öll skilyrði sem honum ' em sett. Þar með fá ellefu þúsund græn- í lenskir launamenn tækifæri til að leggja i lífeyrissjóð og drýgja ’ þar með eftirlaunin sem þeir fá frá hinu opinbera. ISæskjaldbakan fær kolkrabba Sæhrakna og langt aö komna sæskjaldbakan sem rak á land á vesturströnd Jótlands fyrr í vik- ; unni er í gjörgæslu í sædýrasafn- inu í Charlottenlund. Þar er hún í sérstöku keri með 25 gráða heitu vatni. Dýrið er 30 sentí- metra langt og vegur þijú kíló. Gæslumennimir gera vel við skjaldbökuna og gefa henni með- al annars að eta sykurlegna kol- krabba. Að sögn Lars Olsens, I starfsmanns sædýrasafnsins, er * allt útlit fyrir að skjaldbakan spjari sig, að því er segir í skeyti frá dönsku fréttastofunni Ritzau. Dýralæknir frá dýragarðinum J í Kaupmannahöfn skoðaði skjald- ( bökuna á fimmtudag og komst að raun um að hún væri með lungnabólgu. Læknirinn gaf 3 henni sýklalyf og vítamín- f sprautu. Óvíst er hvort dýrið lifi f hremmingamar af. Saksóknari spá- j ir I Helmut Kohl Saksóknari í Bonn, fyrrum ■ höfuðborg Þýskaiands, sagðist í | gær vera að íhuga hvort hefja ætti rann- | sókn á þætti Helmuts Kohls, E; fyrrum kansl- ara, i fjármála- | hneyksli sem | lýtur að fjár- : mögnun flokks j kristilegra demókrata á sextán í; ára valdaferli Kohls. í tilkynningu frá skrifstofu f saksóknarans kom fram aö kann- að yrði hvort Kohl hefði brotið | lög með umráöum sínum yfir ' fjölda leynireikninga sem pen- ingagjafir til flokksins vom lagð- ar inn á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.