Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 DV Margur er knár þótt hann sé smár - konan á bak við Stafakarlana og Talnapúkann Bergljót Arnalds er nafn sem flestir ættu aö vera famir að kannast við þar sem hún hefur gefið út barnabækur sem kenna börnum að lesa og telja. Nú nýlega var hún að gefa út sinn annan margmiðlunardisk og á sama tima er hún að hefja störf sem dag- skrárgerðarmaður hjá Skjá einum við þáttinn 2001 nótt sem er fræðandi skemmtiþáttur fyrir börn. Hún er ekki há að aldri né heldur í loftinu en hefur greinilega þekkingu á því hvernig þróa eigi barnaefni þannig að gaman verði fyrir börn að læra og fyrir uppalendur og leiðbein- endur að kenna. En hver er hún og hvaðan komu þessar hugmyndir? Innblástur á leikvelli „Stafakarlamir urðu til þegar ég var úti á leikvelli með son minn sem þá var 3 ára, ég sat þama meðan hann lék sér og hugsaði að nú kæmi að því að kynna fyrir honum stafina og und- irstöðu lesturs. En mér fannst vanta efni sem væri bæði skemmtilegt fyrir hann og mig að fara í gegnum. Böm læra best ef þau geta haft gaman af og ef þau fá tækifæri til að tengja náms- efnið við eitthvað sem þau þekkja þeg- ar og það er það sem ég reyndi að gera með bókinni." Og hvað leið langur tími þar til bókin kom út? „Það tók nokkur ár. Ég fór til Skotlands í nám og hafði nóg annað að gera. Enda var sagan ekki skrifuð upphaflega með því hugarfari að gefa hana út. Ég gerði prufueintak, sem var ómyndskreytt, fyrir tíu árum og notuðumst við sonur minn við það. Sonur minn er reyndar í dag farinn að reka á eftir mér að skrifa eitthvað fyrir unglinga en eftirspumin fyrir fræðandi barnaefni er afltaf mikil og ég á enn eftir að vinna úr hugmynd- um sem tengjast því. Svo er þetta líka mjög gaman.“ Láleg afgreiðsla Hvemig gekk svo að koma hug- myndinni á framfæri? „Ja, ég held að mér hafl nú bara gengið vel. Það er samt svolítið skondið þegar maður fer að spá í það hvernig þetta var áður en nokk- ur þekkti mann. Ég er lítil, nett og ljóshærð í ofanálag og ég fór að sjá mynstur í því að ef ég mætti í bux- um og röddin varð aðeins dýpri var hlustað betur á mig. Svo tók ég einu sinni eftir því þegar hárið á mér hafði verið litað dökkt fyrir leiksýn- ingu að það var hlustað betur á mig en aftur á móti fékk ég verri þjón- ustu í byggingarvöruverslunum fyr- ir vikið. Fólk virðist vera mjög fast 1 þessum steríótýpum." Bókin kom svo út og sló í gegn svo til á einu kvöldi. Dyraat Bergljót er lærð leikkona og lék m.a. Dolly í uppfærslu Leikfélags Ak- ureyrar á Djöflaeyjunni. J Jíálamat&eðill ‘faiTéttiv 'ffreindýmpatá með &alaii opp cumherland&á&iT Qrafinm ogs reyikiur laeo d salati meó giraflax&á&w cAðalréttir c/indarhringas og/ (Sgkurbirúnaðar kartáflur í ISigarde&á&u kr. 4250 idegktur lamkaÁrgggur, kartöflur, rauðkál ogs kaunir, með fíwiri &áeu kr. 3850 Ifadkúnahringu með &ætwu keutöftmu ogs rauðidn&&á&u kr. 3.950 TvLeS aðah'éttinumfylqir fan'ésttur að eigúv mii ag, efúrrétúr ú filaðhm'ði r KLAUSTRIÐ Klapparstígur 26 - sími 552 6022 Bergljót segist vera mikið barn í sér. „Ætli ég sé ekki með þetta Pétur Pan syndrome sem alltaf er verið að tala um.“ Hvenær fékkstu leiklistarbakterí- una? „Ég var á fornmálabraut í MH og hafði á þeim tíma engan áhuga á leik- list. En mér fannst leiklist snúast bara um það þykjast vera einhver sem maður er ekki og það fannst mér heimskulegt. Svo fannst mér á síðasta árinu mínu þar að ég gæti ekki út- skrifast úr menntaskóla án þess að hafa verið í leiklist þar sem margir vinir og vandamenn mínir eru leikar- ar. Þá gerðist ég stofnfélagi að leikfé- lagi við öldungadeild skólans þó svo að ég væri ekki í öldungadeildinni sjálf heldur utanskóla." „Við settum upp leikrit sem flallaði um hóp kvenna sem ætlaði að eyða öllum karlmönnum á jörðu. Ég átti að vera í litlu hlutverki og á fnnnsýning- arkvöldi hófst leikrifið þar sem dyra- bjalla hringdi og ég fór til dyra. Þar var enginn. Ég stóð þarna og hugsaði að nú þyrfti að redda málum.“ Stutt í spunann „Ég spann á staðnum eintal þar sem ég lét persónu mína segja raunir sínar varðandi karlmenn sem hófst á því að við hefðum verið allt of lengi að fara til dyra því manneskjan væri bara farin og endaði á því að segja „Ég get kannski náð þeim sem var að koma ef ég hleyp af stað?“ „Ég hljóp inn á kaffistofu baksviðs og náði í stelpuna sem átti að vera við dymar, þar sat hún í hrókasamræð- um, henni dauðbrá þar sem hún hafði óvart gleymt sér og hafði ekki hug- mynd um að sýning væri hafin. Þetta er eðlilegur hluti af áhugamannaleik- húsi, allt getur gerst." „í gagnrýni fyrir leikritið var svo sagt að við hefðum verið tvær i aðal- hlutverkum, ég og sú sem í raun var í aðalhlutverkinu, það var meira að segja tekið fram að ég væri með góða framsögn sem er mjög gott miðað við óæfðan, spunninn texta." Ábending frá æskuvini Hún segir að eftir þetta hafi hún verið hvött til að sækja námskeið í leiklist. Hún lét tilleiðast og þá fann hún sig i leiklist. „Ég lék Salome prinsessu og það gerð- ist eitthvað, ég varð Salome. Þetta voru algjörir töfrar og uppfrá því varð ég óstöðvandi því áhuginn hafði kviknað." „Ég hef þekkt Felix Bergs siðan ég man eftir mér og það var hann sem benti mér á skólann í Skotlandi. Hann var að klára þar og líkaði vel svo ég kannaði málið nánar. Ég var þá búin að skoða skóla, m.a. í London, en gat ekki hugsað mér að flytja þangað með son minn sem var þá fimm ára.“ Hún segir Edinborg vera með fal- legri og hreinni stórborgum. Þar er kastalinn í miðborginni og menning- arlíf i miklum blóma. Flestir kannast við Edinborgarhátíðina sem haldin er á hverju ári þar sem mikið framboð er af listviðburðum. „Ég hef verið á hátíðinni og það er mjög skemmtileg reynsla. Ég lék aðal- hlutverkið í leikritinu Queen Margar- et. En verkið fjallar um litla prinsessu sem verður drottning yfir Skotlandi aðeins sjö ára gömul. Seinna var verk- ið gefið út á geisladiski þar í landi.“ 2001 nótt og tölvuheimurinn Bergljót starfar nú hjá Skjá einum við dagskrárgerð. Nýjasta bókin henn- ar, Talnapúkinn, er komin út á marg- miðlunardiski og kemur púkinn mik- ið við sögu í þættinum. „Hann heitir 2001 nótt og er ég hálf- gerð Lísa í Undralandi þar sem ég er leidd í gegnum þennan töfraheim. Með mér í þættinum er hundurinn minn, Draco Silfurskuggi." „Talnapúkinn kennir svo bömum tölurnar en hann er alltaf að flakka um heiminn og kemst því ekki í þátt- inn til okkar en heimsækir okkur Draco í gegnum spjallrás á Netinu. Þessi hugmynd kom upphaflega frá kærastanum mínum en okkur fannst þetta sniðug hugmynd þar sem börnin kynnast Netinu ásamt þeim möguleik- um sem það býður upp á í samskipt- um heimshornanna á milli. Þá sendir Talnapúkinn til mín persónur frá ýmsum löndum með hluti sem kynna viðkomandi þjóð. Þannig er Talnapúk- inn alþjóöleg persóna. Hann býr í helli i miðju jarðar, ferðast um allan heiminn og birtist svo í tölvunni. -KT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.