Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 %éttir* Sumir smáhlutir í umhverfi okkar eru þeirrar náttúru að við viljum alls ekki vera án þeirra en helst aldrei þurfa að nota þá. Slökkvitæki er ágætt dæmi um slíka hluti og ælupokar sem flestir hafa séð í vösunum aftan á flugvélasætunum er annað dæmi. Slíka poka er einnig að fmna í ferjum, lestum og langferðabílum í sumum löndum. Okkur fmnst gott af vita af pokanum þarna og getum drepið tímann í 20 sekúndur með því að lesa leiðbeiningar um notkun hans en flestir eru mjög sáttir við þurfa aldrei á þvi að halda að fara eftir þessum sömu leiðbeiningum. Senniiega vita færri að ælupokar eru eftirsóttir af ýmsum söfnurum sem sérhæfa sig í að safna pokum frá sem flestum ólíkum löndum og flugfélögum. Þeir leggja sig einnig eftir því að eignast nýja poka þegar eitthvert flugfélag skiptir um hönnun og tekur nýja sekki í notkun. Nokkur orð sem geta komið sér vel þegar ferðast er fjarri heimalandinu: að æla (enska) vomit, barf, throw up, hurl, spout, spew. (danska) at snakke með Ulrik, at kaste en kage. (sænska) krakas, köra hem, ringa hem. (norska) á rope pá elgen, á vœre kvalm. (finnska) antaa ylen, laatata, puklata. (franska) mal-de-mer. (kóreska) tohada. misik.misik hada. (kínverska) tu. Samkvæmt best heimildum voru ælupokar fyrst teknir í notkun skömmu eftir 1920 en þáttaskil urðu í hönnun þeirra á sjötta áratugnum þegar ný tækni gerði kleift að framleiða sterkari bréfpoka en áður með traustari samskeytum. Sem dæmi um vinsældir þessara smáu poka má nefna að þýska flugfélagið Lufthansa notar 2.6 milljónir poka á hverju ári. SwissAir þarf 1.2 milljónir poka en Air France veitir ekkert af 3.4 milljónum poka fyrir sína farþega. Pokarnir eru auðvitað eins ólíkir og flugfélögin sem nota þá eru mörg. Hjá Aeroflot, rússneska flugfélaginu var sagt að þeir væru úr þerripappír sem gerði að verkum að þeir eiginlega leystust upp eftir notkun. Sum flugfélög hafa leiki og ýmsar upplýsingar utan á pokunum og SwissAir er Margir verða veikir í flugvélum og öðrum farartækjum sem hreyfast og þá er gott að traustur ælupoki sé innan seilingar eigi ekki að fara illa. PbVDtY w SANITARY TOWEL DISPOSAL BAG Radisson S4S HOTE L S W O R L D W I D E Nýlegur poki frá danska flugfélaginu SAS. Þessi er reyndar ekki hannaður til að taka við uppköstum, heldur notuðum dömubindum. með tvær gerðir af pokum. Aðra fyrir fyrsta farrými og hina fyrir óbreytta farþega. Sérstaklega þykir ógeðfellt flugfélagið í Evrópu sem býður upp á gegnsæja poka i þessu skyni. Eins og algengt er með sérstök áhugamál hafa þeir sem safna ælupokum aukið samskipti sín stórlega eftir tilkomu Netsins. Þar er að finna a.m.k. 20 heimasíður og vefi sem tengjast þessu óvenjulega áhugamáli. Nefna mætti: www. airsicknessbag.com en einnig er www.fly.to/sickbag, áhugaverður vefur og sömuleiðis er auðvelt að finna: Mike’s World of Barfbags. Margir þeirra sem segjast safna ælupokum hafa gert það árum saman og þeir iðnustu eiga meira en 800 poka frá ýmsum flugfélögum af ólíkum gerðum. Þeir skiptast á pokum við aðra safnara, fylgjast með því þegar flugfélög setja nýjar gerðir af pokum í umferð og haga sér i stuttu máli nákvæmlega eins og aðrir safnarar nema þeirra viðfang er svolítið óhefðbundið. Margrét Hauksdóttir í kynningardeild Flugleiða kannaðist vel við þá sem safna ælupokum þegar DV innti hana eftir tíðindum af þessum vettvangi. Hún sagðist hafa fengið bréf frá fólki í öllum heimshornum sem safnaði flestu sem tengdist flugi þar á meðal ælupokum. „Við reynum að verða við slíkum óskum og sendum fólki bæði glös, ælupoka, serviettur og fleira en ég minnist þess ekki að hafa fengið slíka beiðni frá íslendingi. DV er kunnugt um ein íslensk hjón sem voru byrjuð að safna ælupokum og sóttist söfnunin ágætlega. Þau gáfust fljótlega upp á því og notuðu safnið til þess að senda vinum og kunningjum smákökur í fyrir jólin. Það féll af einhverjum ástæðum í fremur grýttan jarðveg. Þessi hjón vildu ekki láta nafns síns getið í tengslum við þessa grein. Það er því óhætt að ráðleggja þeim sem ferðast með einhverjum flarlægum flugfélögum að stinga ælupokanum í vasann. Hann gæti orðið fyrsta skrefið í gefandi og fróðlegu tómstundagamni. Við vinnslu þessarar greinar náði DV, í gegnum Netið, tali af norskum ælupokasafnara, Christian Hansen Kamhaug. Christian er 25 ára nemi í viðskiptafræði við norskan háskóla. Hann hefur um 10 ára skeið safnað ælupokum í 10 ár. „Fyrir fimm árum færði ég svo út kvíarnar og fór að safna leiðbeiningaspjöldum með öryggisleiðbeiningum líka. Ég á samtals rétt rúmlega 200 ælupoka, suma frá flugfélögum fjarlægra heimshorna s.s. Grænlandi, Suður- Afríku, Thailandi og Túnis svo nokkur lönd séu nefnd. Ég er fátækur námsmaður svo ég get ekki ferðast eins mikið og ég vildi og því gengur söfnunin hægt. Tengdafaðir minn hinsvegar vinnur hjá stærsta oliufyrirtæki Noregs og ferðast mikið og hefur fært mér marga eigulega poka.“ Christian segir að kærastan hans telji þetta áhugamál hans á jaðri þess eðlilega en umberi það góðlátlega og skemmti sér oft á kostnað hans og áhugamálsins. Christian hafði lítið samband við aðra safnara fyrr en Netið kom til sögunnar. „Ég hef aldrei hitt annan safnara í raun og veru og hélt lengi vel að ég væri sá eini i heiminum. Ég hef í dag samband við safnara í Þýskalandi, ísrael og Bretlandi en hef enn ekki rekist á íslending sem deilir þessu áhugamáli." -PÁÁ Alrsickness bag Aftcr use foid towards you IŒLANDAIR Airsickness bag After use fold towards you IŒLANDAIR Ælupokar Flugleiöa eru óttalega lítiö skrautlegir en viö skulum vona aö þeir geri sitt gagn samt. Þeir eru eftirsóttir af söfnurum víða um heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.