Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 T>V •þorf - dregið í riðla í undankeppni HM íTókíó á þriðjudagsmorguninn Atli Eðvaldsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, bíður spenntur eins og aðrir eftir að sjá hverjir verða mótherjar íslands í HM. ífimm breytingar Á þriðjudagsmorguninn verður dregið í riðla fyrir næstu undan- keppni heimsmeistaramótsins í knattspymu. Dregið er í Tókíó í Japan en lokakeppnin árið 2002 fer fram þar og í Suður-Kóreu. ísland er í hópi 50 Evrópuþjóða sem berjast um 14 sæti í lokakeppn- inni. Sú 51., Frakkland, fer beint þangað sem heimsmeistari, þannig að Evrópa á kost á 15 sætum. Þau gætu þó orðið 14, því ein Asíuþjóð gæti komist áfram á kostnað Evr- ópuþjóðar. Innan Evrópu er þjóðunum 50 skipt i níu riðla. Sigurvegaramir í þeim fara beint í lokakeppnina. Lið- in níu sem verða í öðru sæti fara í útsláttarkeppni um fimm HM-sæti, og eitt þeirra lendir gegn Asiuþjóð. Evrópuþjóðunum er skipt í sex styrkleikaflokka og farið er eftir ár- angri í undankeppni tveggja síðustu stórmóta, EM og HM. ísland er í 4. flokki, og það er árangurinn í HM- leikjunum 1997-1998 sem kemur í veg fyrir að hinn frábæri árangur í síðustu Evrópukeppni komi íslandi upp í 3. flokk. Með jöfnum árangri í þessum tveimur mótum væri ísland nú um miðjan 3. styrkleikaflokk. Góður árangur í þeirri keppni sem framundan er myndi því örugglega færa ísland upp um flokk fyrir næstu Evrópukeppni. Dregið verður í riðlana níu á þann hátt að ein þjóð er dregin úr hverjum styrkleikaflokki í hvem riðil. Island getur þvi ekki lent í riðli með hinum átta þjóðunum sem eru í 4. flokki, en getur mætt öllum öðrum. Styrkleikaflokkarnir sex eru þannig skipaðir: 1. flokkur: Spánn, Rúmenía, Noregur, Sví- þjóð, Holland, Tékkland, Þýskaland, Belgia og Júgóslavía. 2. flokkur: Austurriki, Portúgal, Ítalía, Skot- land, Úkraína, Rússland, England, Tyrkland og Danmörk. 3. flokkur: írland, Króatía, Slóvakía, ísrael, Búlgaría, Grikkland, Sviss, Pólland og Litháen. 4. flokkur: Kýpur, Ungverjaland, Finnland, ísland, Makedónía, Lettland, Bosn- ía, Slóvenía og Wales. 5. flokkur: Georgía, Armenía, Eistland, Norður-írland, Albanía, Færeyjar, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland og Moldavía. 6. flokkur: Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, San Marino og Andorra. Þessi flokkun er lögð upp af Knattspyrnusambandi Evrópu og reiknað er með því að framkvæmda- nefnd Alþjóða knattspyrnusam- bandsins leggi blessun sína yfir hana á fundi um helgina. Reyndar er eftir að meta stöðu Hollands og Belgíu sem ekki tóku þátt I und- ankeppni EM vegna gestgjafahlut- verksins, en verði önnur þjóðin eða báðar fellar úr 1. styrkleikaflokki eru það Austurríki og Portúgal sem standa því næst að flytjast upp. Tveir fulltrúar íslands verða við- staddir dráttinn á þriðjudag, Eggert Magnússon formaður KSÍ og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri sambandsins. -VS Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merklð umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 544 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þu fimm breytingar? 544 Nafn:___ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 542 eru: 1. verðlaun: Aðalheiður Halldórsdóttir, Skjólbraut 9,200 Kópavogi. 2. verðlaun: Ragnar Leósson, Dalbraut 23,300 Akranesi. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Kione and I. 3. Dick Francis: Reld of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireiand with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Peneiope Fitzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of th^ Ya-Ya Sisterhood. 8. Márgaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pairi. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Meiissa Bank: The Girl's Guide to Hunting and Fishing 4. Jeffery Deaver: The Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smfth: Diana, in Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.