Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 T>V •þorf - dregið í riðla í undankeppni HM íTókíó á þriðjudagsmorguninn Atli Eðvaldsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, bíður spenntur eins og aðrir eftir að sjá hverjir verða mótherjar íslands í HM. ífimm breytingar Á þriðjudagsmorguninn verður dregið í riðla fyrir næstu undan- keppni heimsmeistaramótsins í knattspymu. Dregið er í Tókíó í Japan en lokakeppnin árið 2002 fer fram þar og í Suður-Kóreu. ísland er í hópi 50 Evrópuþjóða sem berjast um 14 sæti í lokakeppn- inni. Sú 51., Frakkland, fer beint þangað sem heimsmeistari, þannig að Evrópa á kost á 15 sætum. Þau gætu þó orðið 14, því ein Asíuþjóð gæti komist áfram á kostnað Evr- ópuþjóðar. Innan Evrópu er þjóðunum 50 skipt i níu riðla. Sigurvegaramir í þeim fara beint í lokakeppnina. Lið- in níu sem verða í öðru sæti fara í útsláttarkeppni um fimm HM-sæti, og eitt þeirra lendir gegn Asiuþjóð. Evrópuþjóðunum er skipt í sex styrkleikaflokka og farið er eftir ár- angri í undankeppni tveggja síðustu stórmóta, EM og HM. ísland er í 4. flokki, og það er árangurinn í HM- leikjunum 1997-1998 sem kemur í veg fyrir að hinn frábæri árangur í síðustu Evrópukeppni komi íslandi upp í 3. flokk. Með jöfnum árangri í þessum tveimur mótum væri ísland nú um miðjan 3. styrkleikaflokk. Góður árangur í þeirri keppni sem framundan er myndi því örugglega færa ísland upp um flokk fyrir næstu Evrópukeppni. Dregið verður í riðlana níu á þann hátt að ein þjóð er dregin úr hverjum styrkleikaflokki í hvem riðil. Island getur þvi ekki lent í riðli með hinum átta þjóðunum sem eru í 4. flokki, en getur mætt öllum öðrum. Styrkleikaflokkarnir sex eru þannig skipaðir: 1. flokkur: Spánn, Rúmenía, Noregur, Sví- þjóð, Holland, Tékkland, Þýskaland, Belgia og Júgóslavía. 2. flokkur: Austurriki, Portúgal, Ítalía, Skot- land, Úkraína, Rússland, England, Tyrkland og Danmörk. 3. flokkur: írland, Króatía, Slóvakía, ísrael, Búlgaría, Grikkland, Sviss, Pólland og Litháen. 4. flokkur: Kýpur, Ungverjaland, Finnland, ísland, Makedónía, Lettland, Bosn- ía, Slóvenía og Wales. 5. flokkur: Georgía, Armenía, Eistland, Norður-írland, Albanía, Færeyjar, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland og Moldavía. 6. flokkur: Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, San Marino og Andorra. Þessi flokkun er lögð upp af Knattspyrnusambandi Evrópu og reiknað er með því að framkvæmda- nefnd Alþjóða knattspyrnusam- bandsins leggi blessun sína yfir hana á fundi um helgina. Reyndar er eftir að meta stöðu Hollands og Belgíu sem ekki tóku þátt I und- ankeppni EM vegna gestgjafahlut- verksins, en verði önnur þjóðin eða báðar fellar úr 1. styrkleikaflokki eru það Austurríki og Portúgal sem standa því næst að flytjast upp. Tveir fulltrúar íslands verða við- staddir dráttinn á þriðjudag, Eggert Magnússon formaður KSÍ og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri sambandsins. -VS Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merklð umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 544 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þu fimm breytingar? 544 Nafn:___ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 542 eru: 1. verðlaun: Aðalheiður Halldórsdóttir, Skjólbraut 9,200 Kópavogi. 2. verðlaun: Ragnar Leósson, Dalbraut 23,300 Akranesi. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Kione and I. 3. Dick Francis: Reld of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireiand with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Peneiope Fitzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of th^ Ya-Ya Sisterhood. 8. Márgaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pairi. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Meiissa Bank: The Girl's Guide to Hunting and Fishing 4. Jeffery Deaver: The Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers’Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smfth: Diana, in Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.