Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JO"V W ÍK ik ik %/aðan ertu? ‘ ----------- Ingvi Hrafn Óskarsson frá Flateyri hóf snemma tilraunir í eðlisfræði og byggingarlist. DV-mynd E.ÓI. Með skeljar í skónum - Flateyri var ævintýraheimur Ingvi Hrafn Óskarsson er 25 ára og starfar sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, Elísabetu Söru Guðmundsdóttur, og afa, Garð- ari Þorsteinssyni, á Flateyri og seg- ir það viss forréttindi að fá að alast upp úti á landi þar sem samfélagið er öruggara og allir þekkja alla. plastpoka með vatni og hengdum í krók í loftinu fyrir ofan kennara- borðið. Svo var einn úti í stofu sem hélt í spotta. Kennarinn kom inn og við létum eins og ekkert væri, buðum góðan dag o.s.frv., og þegar kennarinn hafði komið sér vel fyrir við borðið var togað i spottann og hann renn- blotnaði. Ég man nú ekki eftir nein- um sérstökum skömmum fyrir upp- átækið en bæði var erfitt að vita hver hafði togað í spottann og svo þurrkar maður oft út slæmar minn- ingar eins og skammir.“ Óborganlegar týpur Hann segir að í litlum samfélög- um séu líka alltaf karakterar sem standa upp úr og sem bömum þyk- ir gaman að hrekkja. „Það var maður sem sá um höfn- ina, hann var mjög uppstökkur og Eölisfræði 101 „Það þarf t.d. ekki að fletta upp nafni foreldra ef eitthvað kemur upp á í skólanum, það vita bara all- ir hverra manna þú ert.“ Þurfti oft að hringja heim út af þér? „í samfélagi þar sem allir þekkj- ast em kennaramir mun berskjald- aðri en t.d. í Reykjavík. Ég hef alltaf talið mig vera fyrirmyndarbarn en seinni tíma frásagnir fá mig til að efast um þessa sjálfsmynd. Við fengum þá frábæru hugmynd eitt sinn, krakkarnir, að bleyta að- eins upp í kennurum. Við fylltum það eitt gerði hann að stóru skot- marki okkar strákanna. Einu sinni þegar hann var á gangi um bæinn skutum við flugeldi á eftir honum. Hann sá hann koma og átti fótum fjör að launa.“ „Mér verður oft hugsað til þess í dag, þegar líður að áramótum og uppi hefur verið umræða um flug- elda og meðferð þeirra, að þetta var ekkert sniðugt og í raun stórhættu- legt.“ Rúnturinn á traktor „Það var líka bóndi sem bjó utan við bæinn sem kom alltaf reglulega við til að fara í kaupfélagið á trakt- omum sínum. Hann var mjög hæg- fara að sjálfsögðu og það var alltaf mikið sport hjá okkur krökkunum þegar hann kom að fá far. Þá klifruðum við upp í kerru sem hann var með í eftirdragi og rúnt- uðum með honum um bæinn á 10 km hraða. Hann kippti sér aldrei upp við þetta og ég hef aldrei feng- iö það á hreint hvort hann vissi al- mennt af okkur þama aftan á eða ekki.“ Snjóhallir Veturnir geta oft verið harðir fyr- ir vestan og segir Ingvi að byggðin hafi stundum einangrast meðan það versta gekk yfir. „Göngin breyttu miklu hvað það varðar. Áður fyrr var heiðin oft lok- uð vegna ófærðar og kannski opnuð í stuttan tíma í einu. Og svo var ekkert hægt að treysta á flug held- ur. Við fundum okkur samt alltaf nóg að gera á vetuma, vorum t.d. meist- arar í „snjó-byggingarlist“. Við gerðum oft heilu virkin með turn- um og öllu tilheyrandi. Við grófum göng í gegnum stóra skafla og þau hlykkjuðust um allt undir yfirborð- inu þar til skaflinn hrundi.“ Öldubrjótar „Þegar ég var um 13 ára var aðal- sportið eftir fárviðri að fara niður á Brimnesveg, sem liggur með fram sjónum og snýr út á haf, til að hlaupa undan öldunum. Þetta voru oft mjög háar öldur sem gengu langt ... i prófil Unnar Jósefs- son, 23 ára Unnar Jósefsson heitir hann og vinnur hjá lyfjafyr- irtækinu Delta. Hann varö á dögunum í 2. sæti í keppninni um herra ísland og geröi enn betur og var valinn Ijósmyndafyrirsæta DV. Fullt nafn: Unnar Jósefsson. Fæðingardagur og ár: 15. desember 1975. Maki: Enginn. Bom: Engin. Skemmtilegast: Að tala við stelpur, spila körfubolta, fara á sólarstrendur og skemmta mér með vinum mínum. Leiðinlegast: Strauja og vaska upp. upp á land. Við fórum eins langt niður í fjöru og við þorðum, biðum eftir öldunni og reyndum svo að hlaupa undan án þess að blotna. All- ur skólinn fylgdist með þessu og okkur þótti við miklir menn að þora þetta. í dag sé ég að þetta var bama- skapur og heimska þar sem ekki hefði þurft mikið að bera út af til að illa færi.“ Jól í litlu samfálagi Jólaminningamar eru margar og kærar og segir Ingvi sérstaka stemningu fylgja þeim úti á landi. „Það var alltaf gaman á aðfanga- dag að ganga milli húsa með pakka og kort, þetta varð allt svo persónulegt vegna þess að fólk hittist meira. Amma bakaði mikið fyrir jólin, allt að því tíu sortir hverju sinni, og þetta var allt mjög rólegt og afslappað umhverfi. Svo var líka ákveöin stemning að mæta til kirkju og sjá bæjarbúa í sínu fínasta pússi.“ „Svo voru auðvitað áramótin á næsta leiti og byrjað að safna í brennu af þvi tilefni. Það var alltaf mikið kapp lagt á að hafa hana veg- lega og við krakkarnir söfnuðum öllu mögulegu í hana. Við fómm í fyrirtæki og gengum milli húsa. Vegleg brenna var markmið sem allir unnu saman að.“ Hann segist ekki myndu vilja skipta um hlutverk og hafa alist upp í borginni þar sem landsbyggðin bjóði upp á svo margt sem erill borgarinnar grefur undan. „Minningarnar eru mjög ljúfar og notalegar í heildina. Þetta var allt mjög slétt og fellt þrátt fyrir að á þeim tíma hafi mér þótt ég drýgja miklar hetjudáðir.“ -KT Uppáhaldsmatur: Þjóðarrétt- ur Spánverja og heitir paella Uppáhaldsdrykkur: Vatn og >jór. Fallegasta manneskja: Jennifer Lopez. Fallegasta röddin: Madonna. Fallegasti líkamshluti: Lær- in. Hvaða hlut þykir þér vænst um? Úrið sem pabbi gaf mér. Hvaða teiknimyndapersóna myndirðu vilja vera? Hómer Simpson, af því hann er svo vitlaus og afslappaður. Uppáhaldsleikari: Edward Norton. Uppáhaldstónlistarmaður: Madonna. Sætasti stjórnmálamaður: Heilbrigðisráðherra. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Seinfeld. Leiðinlegasta auglýsingin: Coca cola, Fanta lemon, Sprite. Skemmtilegasta kvikmynd- j in: Heat. Sætasti sjónvarpsmaður-J inn: Dóra Takefusa. Uppáhaldsskemmtistaður: Skuggabarinn. Besta „pikk-öpp“-línan: Hvað má svo bjóða þér í morg- unmat? Hvað ætlaðir þú að verða? Kúreki. Eitthvað að lokum: Gleðileg jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.