Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 2
2 fréttir LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JLj'V Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra um meirihlutaeign ÍE í Gagnalind: Jóhann Tómasson: Við erum brjálaðir „Við erum ekki æfir. Við erum brjálaöir. Og það verður allt brjálað. Ég veit ekki nema Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra verði kraf- in um að hún segi af sér. Þetta mál er orðið svo hrikalegt," sagði Jóhann Tómasson læknir um þær fregnir að Islensk erfðagreining sé orðin meiri- hlutaeigandi í Gagnalind. „Fólk sem á að vemda heilbrigðis- kerfið snýst gegn því,“ segir Jóhann. „Fyrir nokkrum misserum hvatti sjálfur ráðuneytisstjórinn í heil- brigðisráðuneytinu Kára Stefánsson til að kaupa Gagnalind. Kára tókst það ekki þá. En nú hefur það gerst. Heilbrigðisráðuneytið er búið að svæla þetta fyrirtæki í hendurnar á Kára. Það eru alveg hreinar línur. Ég mun ekki setja stafkrók i þetta kerfi meira. Ég mun gera aðrar ráðstafan- ir. Þetta á við fullt af kollegum min- um í læknastétt. Við þessu verða gríðarlega hörð viðbrögð. Þetta er skandall aldarinnar, allt þetta mál,“ sagði Jóhann Tómasson. -Ótt Áning, nýtt þjónustuver vegfarenda við Reykjanesbraut, var opnað í gær. Áning er landfræöilega á miðju höfuðborgar- svæðsins. Þetta nýstárlega þjónustuver er því aö sögn eigenda á margan hátt táknrænt fyrir þau framsæknu þjónustu- og verslunarfyrirtæki sem mynda hinn nýja miðbæ höfuðborgarsvæöisins í suöurhluta Kópavogs. Siv Friöleifsdóttir umhverf- isráðherra prófaði þjónustuna í gær. DV-mynd E.ÓI. „Hvorki salan né eignarhlutur i Gagnalind eru neitt sem ég eða ráðuneytið vitum í rauninni um né heldur hve stór hann er, enda er fé- lagið ekki á opnum markaði," sagði Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, aðspurður um fregnir um að íslensk erfðagreining eigi nú 55 prósenta hlut í fyrirtæk- inu Gagnalind - því fyrirtæki sem safnar sjúkraupplýsingum, dulkóð- ar og sendir gagnagrunninum. Landlæknir og aðrir forystumenn í læknastétt hafa varað mjög við þess- ari þróun. „Þetta getur hreinlega orðið til þess að heimilislæknar neiti að skrifa staf í forriti Sögu,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir í gær. - En eigi ÍE 55 prósenta hlut í Gagnalind, er það í lagi? „Ráðuneytið getur auðvitað ekki Kári Stefánsson. haft nein áhrif á viðskipti meö hlutafé," segir Þórir. „Við höfum í rauninni ekki leyfi til að hafa skoðun á þessu. En þessi spurning snýr að því hvernig örygg- ismálum er fyrirkomið gagnvart einstaklingum sem eru að vinna í tölvukerfum. Sögukerfið er í raun- inni ekkert annað en upplýsinga- kerfi. Eftirlitsaðili meö þessu er tölvunefnd. En hver eignaraðilinn er á auðvitað ekki að breyta því að þessar reglur um að starfsmenn Gagnalindar eða tölvufyrirtækis eigi aldrei að hafa aðgang að upplýs- ingum um einstaklinga.“ - Læknar hafa talið óhugsandi að sami aðili og rekur gagnagrunninn geti átt meirihlutaeign í Gagnalind og þannig haft yflrsýn yfir upplýs- ingar um sjúklinga áður en þær eru dulkóðaðar. „Þetta er einmitt máliö. Tölvu- nefnd á aö gæta að hafa eftirlit með þessu fyrirtæki eins og öðrum - hvernig vemd persónuuplýsinga er háttað í tölvukerfum." - Setur þetta ekki samskipti stjórnvalda og læknastéttarinnar í uppnám? „Við höfum ekki verið í uppnámi út af þessu. Við höfum einfaldlega ekki heimild til að hafa af þessu af- skipti. Gætum að því að allur inn- sláttur upplýsinga samkvæmt lög- unum um gagnagrunn þegar þar að kemur fer fram á vegum heilbrigöis- stofnananna en ekki erfðagreining- ar eða leyfishafa. Þeir sem eiga að hafa eftirlit með persónuvemdinni á þessum vigstöðvum verða að gæta þess mjög vel. Við höfum engin önn- ur tæki en að treysta þvi að þeir ræki sitt hlutverk." - Landlæknir og forystmnenn í læknastétt hafa mjög varað við því að ÍE eigi meirihluta í því fyrirtæki sem hannar og setur upp sjúkra- skrárforritið sem safnar upplýsing- um sem síðan eru dulkóðaðar og sendar í gagnagrunninn? „Já, þá eru menn með undirliggj- andi vissu eða trú á því að starfs- menn Gagnalindar með viðhaldi og uppfærslu tölvukerfis geti með þeim hætti komist inn í persónuupplýs- ingar. Eftir því sem ég hef best skil- ið er virkt eftirlit af hálfu tölvu- nefndar hvaö þetta varðar." -Ótt Höfum ekki leyfi til að hafa skoðun á þessu Guðmundur Bjarnason í umdeildum jarðaviðskiptum: Bjargaði flokksbróð- ur úr fjárhagsvanda - salan á Hóli jafnumdeild þrátt fyrir afsal vatnsréttinda Guðmundur Bjarnason, fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, lét ríkið kaupa jörðina Þrándarstaði á Austur-Héraði af formanni framsóknarfélags eystra fyrir sömu upphæð og hvUdi á henni eða 12.294.000 krónur. Er sú upp- hæð mun hærri en fasteignamat- ið. Seljandi var Stefán Hlíðar Jónsson en hann býr áfram á jörðinni ásamt fjölskyldu sinni. Samhvæmt Bylgjunni eru Þrándarstaðir án greiðslumarks sem rýrir jarðir verulega í verði og færir verð þeirra nær fast- eignamati. Aðallánardrottnar voru Lánasjóður landbúnaðarins og Búnaðarbankinn. Ríkið yfirtók 4 milljóna króna lausaskuldir í heildarkaupverðinu. Þetta jarðarkaupamál kemur í kjölfar frétta um sölu Guðmundar á eyðijörðinni Hóli á Fljótsdals- héraði síðasta dag hans í embætti landbúnaðarráðherra. Sala á þeirri jörö þótti mjög umdeild vegna meintra vatnsréttinda sem kaupendur hafa nú afsalað sér með yfirlýsingu. Eftir stendur þó að salan fór fram án auglýsingar eftir að regl- ur höfðu verið settar og undirrit- aðar af Guðmundi um hið gagn- stæða, að auglýsa ætti allar jarðir sem rikið seldi. Sala á eyðijörðum hafði verið stöðvuð hálfu ári fyrir söluna, meðan úttekt á jörðunum fór fram. Kaupendur áttu engan rétt umfram aðra til kaupanna en vit- að var um áhuga fleiri á jörðinni. Þeim var hins vegar synjað. Þá hefur komið fram að Guð- mundur var varaður sérstaklega Guömundur Bjarnason, fyrrverandi landbúnaöarráöherra. við því í skýrslu Jónasar Jónsson- ar búnaðarmálastjóra að selja jörðina. Var það vegna vatnsrétt- inda er tengdust fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum á Fljóts- dal. Frumrit skýrslunnar staðfest- ir þessi vamaðarorð. Þá vekur athygli að vatnsrétt- indum hafi ekki verið búið að af- sala formlega fyrst það stóð til. Mörg fordæmi munu vera fyrir slíku. Heföu kaupendur haldið vatnsréttindum og Fljótsdals- virkjun verið byggð hefðu réttind- in tryggt þeim margfalt kaupverð jarðarinnar í beinhörðum pening- um. Sex vikur liðu hins vegar frá því DV fjallaöi fyrst um söluna á Hóli og þar til kaupendurnir af- söluðu sér vatnsréttindunum. -hlh stuttar fréttir Umdeildir opna Netskóg Á heimasíðunni Web Wood Forrest gefst netbrimurum tæki- færi til þess að spoma gegn gróð- urhúsaáhrifum með þvi að ætt- í, leiða tré í skógar- ; reit í landi Geit- hellna H í Álfta- firði. Jörðin ligg- ur að Kambseli sem hefur verið í fréttum undanfarið vegna þess hvemig staðið var að sölu henn- ar I landbúnaðarráðherratíð Guðmundar Bjarnasonar. ■ Vilja umhverfismat Samtök útivistarfélaga hvetja útivistarmenn til aö taka þátt í áskorun Umhverfisvina til stjórnvalda um að láta fara fram lögformlegt umhverflsmat vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjun- far. Áfrýja ákvörðun Samtök Iðnaðarins sendu sam- keppnisráði erindi þar sem farið var fram á að ríkisskattstjóra væri gert að innheimta virðis- aukaskatt af þeirri þjónustu sem Reiknistofa bankanna veitir í samkeppni við önnur hugbúnað- arfyrirtæki. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að at- huguðu máli að ekki væri ástæða til að fara að tilmælum Samtaka iðnaðarins sem hafa nú skotið málinu til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Fýrsta áfanga lokið Herluf Dam Olesen, yfirverk- fræðingur danska fyrirtækisins Cablux Ltd., afhenti Eiríki Braga- syni, framkvæmdastjóra rekstr- arsviðs Línu.Nets ehf., með tákn- rænum hætti fyrsta áfanga ljós- leiðaranets fyrirtækisins í dag. Herluf lét Eiríki í té geisladisk (CD-ROM) þar sem er að finna allar upplýsingar um ljósleiðara- kerfið. Eignast PoppTiví I gær voru undirritaðir samn- 1 ingar um kaup Norðurljósa hf. á rúmum helmingi hlutafjár í Fram- tíöarmiðlun hf. sem rekur Popp- Tíví. Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á rekstri Popp- Tíví að svo stöddu. Fá 26 milljóna króna styrk Raddir Evrópu, kór níutíu ung- menna frá öllum menningarborg- unum níu, er viðamesta sam- starfsverkefhi menningarborga Evrópu árið 2000 og stjómað af Reykjavík Menningarborg. Verk- efnið hefur hlotið hæsta mögu- lega styrk úr Connect-sjóöi Evr- ópusambandsins. Styrkurinn nemur alls 26 milljónum króna. Tveir jarðskjálftar Um hálftiu i gærmorgun greindust tveir jarðskjálftar á mælum Veðurstofunnar. Skjálft- arnir áttu upptök sín rétt norður af Hveragerði og voru af stærð- inni 2,5 og 2,4 á Richter. Ibúar bæjarins urðu ekki mikið varir við skjálftana, að sögn starfsfólks Veðurstofu. Ný afgreiösla íslandspósts Islandspóstur hefur opnað nýj- an afgreiðslustað við Hrísalund la á Akureyri sem verður op- inn fram að jól- um. Til að bæta þjónustu við Ak- ureyringa og ná- grannafyrir jólin ! geta viðskipta- POSTURiNN -Iuti jf'Mdthu vinir Póstsins póstlagt allan jóla- póstinn við Hrísalund, auk þess að fá þar keypt frímerki og um- búðir. -ÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.