Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 %riðsljós 37 '#r w Cruise og Kidman vinna enn eitt málið Glenn Close hefur hneykslaö marga meö því aö biöja barnsmorðingja griöa. Glenn Close biður morð- ingja griða Leikkonan Glenn Close er meðal þekktari og virðulegri leikara í Hollywood. Það er algengt að leikar- ar og frægt fólk nýti frægð sína til þess að leggja nafn sitt við ýmis málefni sem þarf að vekja athygli á og oft eru það einhvers konar likn- armál eða góðgerðarstarfsemi sem stjömumar styðja. Close hefur farið aðrar leiðir og hefur hneykslað marga með því að hvetja til þess að kona sem situr í fangelsi fyrir að myrða dóttur sína verði látin laus. Leikkonan og morðkvendið kynntust þegar Close var í rannsóknarleiðangri vegna heimildarmyndar um fósturböm sem hún ætlar aö vinna að. Morð- inginn heitir Precious Bedell og sit- ur í fangelsi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, Lashonda. Close telur að Bedell sé vel menntuð og upplýst kona, en hún hefur magisterpróf, hafi lokið af- plánun sinni og betrunarvist og því beri aö láta hana lausa. Ekki er búist við að áhrif stjöm- unnar slái blindu í augu dómarans sem mun fjalla um náðunarbeiðni Bedell þegar þar að kemur. varfærð ÚVIT náðu í Gagnakortið! SÍMINN-SSM WWW.GSM.IS Gerir meira fyrir þig Tom Cruise og Nicole Kidman eru einhver frægustu hjón i kvik- myndaheiminum síðan eitthvert hjónabanda Richard Burton og Elizabeth Taylor stóð með hvað mestum blóma. Nicole og Tom hafa alla tíð staðið í deilum og átökum við fjölmiðla sem hafa haldið fram hinu og þessu vafasömu um kynlíf og hjónaband þeirra. Fyrir vikið hefur gengið á með stöðugum málaferlum þar sem hjónin hafa séð sig tilneydd til þess að draga ýmsa skúrka fyr- ir dómara og fá ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. Þetta gerð- ist fyrr á árinu þegar breskt slúð- urblað var dæmt til stórra múltér- inga fyrir að segja að Kidman og Cruise hefðu þurft aðstoð sérfræð- ings í kynlífssenum í hinni um- deildu mynd Kubricks, Eyes Wide Shut. Þau fengu bæði háar fjár- hæðir og hjartnæma afsökunar- beiðni. Féð sögðust þau gefa til líknarmála. Nú síðast þurftu hjónin hins vegar að verja hendur sínar í rétt- arsal fyrir Juditu Gomez sem áður starfaði sem bamfóstra hjá þeim. Gomez taldi að sér hefði sagt upp störfum án nokkurs fyrirvara og algerlega án ástæðu og vildi fá háar fjárhæðir í skaðabætur fyrir þessa svívirðilegu framkomu. Gomez hafði ekki erindi sem erfiði því því málatilbúnaður hennar hrundi saman eins og spilaborg þegar hún neitaði að svara erfiðum spumingum dómar- ans. Kidman er um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Moulin Rou- gé eða Rauða myllan og gengur ekki allt sem skyldi því leikkonan hrasaði á æfingu og braut rif og hefur tökum því veriö frestað um sinn. Cruise hefur nýlokið við að leika í kvikmynd sem heitir Magnolia og hefur fengið mjög góða dóma einu sinni sem oftar fyrir túlkun sina á subbulegum sölumanni í myndinni. Þegar er því hvíslað í draumaborginni að óskarinn sé hans. Leikarahjonin Nicole Kidman og Tom Cruise standa í stööugum málaferlum en sigra alltaf. VIT frá Símanum GSM eflir þinn síma svo um munar. Til þess að geta notað þjónustuna þarftu Gagnakort. Gagnakortið er nýtt símkort sem viðskiptavinir Símans GSM geta nálgast í verslunum Símans og gengur í alla nýjustu GSM símana. VIT er endurgjaldslaus þjónusta fram til áramóta. Notendurfyrirframgreiddra símkorta (Frelsi) geta ekki nýtt sér þjónustuna. Náðu því besta úr þínum síma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.