Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Page 37
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 %riðsljós 37 '#r w Cruise og Kidman vinna enn eitt málið Glenn Close hefur hneykslaö marga meö því aö biöja barnsmorðingja griöa. Glenn Close biður morð- ingja griða Leikkonan Glenn Close er meðal þekktari og virðulegri leikara í Hollywood. Það er algengt að leikar- ar og frægt fólk nýti frægð sína til þess að leggja nafn sitt við ýmis málefni sem þarf að vekja athygli á og oft eru það einhvers konar likn- armál eða góðgerðarstarfsemi sem stjömumar styðja. Close hefur farið aðrar leiðir og hefur hneykslað marga með því að hvetja til þess að kona sem situr í fangelsi fyrir að myrða dóttur sína verði látin laus. Leikkonan og morðkvendið kynntust þegar Close var í rannsóknarleiðangri vegna heimildarmyndar um fósturböm sem hún ætlar aö vinna að. Morð- inginn heitir Precious Bedell og sit- ur í fangelsi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína, Lashonda. Close telur að Bedell sé vel menntuð og upplýst kona, en hún hefur magisterpróf, hafi lokið af- plánun sinni og betrunarvist og því beri aö láta hana lausa. Ekki er búist við að áhrif stjöm- unnar slái blindu í augu dómarans sem mun fjalla um náðunarbeiðni Bedell þegar þar að kemur. varfærð ÚVIT náðu í Gagnakortið! SÍMINN-SSM WWW.GSM.IS Gerir meira fyrir þig Tom Cruise og Nicole Kidman eru einhver frægustu hjón i kvik- myndaheiminum síðan eitthvert hjónabanda Richard Burton og Elizabeth Taylor stóð með hvað mestum blóma. Nicole og Tom hafa alla tíð staðið í deilum og átökum við fjölmiðla sem hafa haldið fram hinu og þessu vafasömu um kynlíf og hjónaband þeirra. Fyrir vikið hefur gengið á með stöðugum málaferlum þar sem hjónin hafa séð sig tilneydd til þess að draga ýmsa skúrka fyr- ir dómara og fá ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. Þetta gerð- ist fyrr á árinu þegar breskt slúð- urblað var dæmt til stórra múltér- inga fyrir að segja að Kidman og Cruise hefðu þurft aðstoð sérfræð- ings í kynlífssenum í hinni um- deildu mynd Kubricks, Eyes Wide Shut. Þau fengu bæði háar fjár- hæðir og hjartnæma afsökunar- beiðni. Féð sögðust þau gefa til líknarmála. Nú síðast þurftu hjónin hins vegar að verja hendur sínar í rétt- arsal fyrir Juditu Gomez sem áður starfaði sem bamfóstra hjá þeim. Gomez taldi að sér hefði sagt upp störfum án nokkurs fyrirvara og algerlega án ástæðu og vildi fá háar fjárhæðir í skaðabætur fyrir þessa svívirðilegu framkomu. Gomez hafði ekki erindi sem erfiði því því málatilbúnaður hennar hrundi saman eins og spilaborg þegar hún neitaði að svara erfiðum spumingum dómar- ans. Kidman er um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Moulin Rou- gé eða Rauða myllan og gengur ekki allt sem skyldi því leikkonan hrasaði á æfingu og braut rif og hefur tökum því veriö frestað um sinn. Cruise hefur nýlokið við að leika í kvikmynd sem heitir Magnolia og hefur fengið mjög góða dóma einu sinni sem oftar fyrir túlkun sina á subbulegum sölumanni í myndinni. Þegar er því hvíslað í draumaborginni að óskarinn sé hans. Leikarahjonin Nicole Kidman og Tom Cruise standa í stööugum málaferlum en sigra alltaf. VIT frá Símanum GSM eflir þinn síma svo um munar. Til þess að geta notað þjónustuna þarftu Gagnakort. Gagnakortið er nýtt símkort sem viðskiptavinir Símans GSM geta nálgast í verslunum Símans og gengur í alla nýjustu GSM símana. VIT er endurgjaldslaus þjónusta fram til áramóta. Notendurfyrirframgreiddra símkorta (Frelsi) geta ekki nýtt sér þjónustuna. Náðu því besta úr þínum síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.