Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 nærmynd« starfl og taka afstööu tfl ágrein- ingsmála í Holtsprestakalli. Víst er að mikill fjöldi Önflrðinga vill ekki sr. Gunnar sem sinn sóknar- prest hver sem niðurstáða kæru- nefndar verður. Það er því degin- um ljósara að sr. Gunnari er óvært að sitja í Holti til frambúð- ar en hvert hann fer þá er óráðin gáta. Á meðan mun prófasturinn, sr. Agnes Sigurðardóttir í Bolung- arvík, hafa cdian veg og vanda af kirkjuathöfnum safnaðanna í Holti og á Flateyri og annast guðs- þjónustur um jólin. -HKr. Misskilið séní - og frúin sem kyndir undir loganum „ Vió söknum séra Gunnars. Hér vann hann hug og hjörtu bœjarbúa og var elskaður af öllum. Ég get fullyrt aö það er ekki í eóli séra Gunnars vinar míns aö standa í stríði við sóknarbörn sín, “ segir Ólafur Kristjánsson, bœjarstjóri í Bol- ungarvik, um fyrrverandi sóknarprest sinn, séra Gunnar Björnsson, sem þjónaði Bolvík- ingum í heilan áratug áður en hann hélt til Reykjavíkur og gerðist fríkirkjuprestur. Frá þeim degi hefur prestsstarf séra Gunnars einkennst af óróa og uppákomum sem margar hverjar þykja með ólíkindum. Þeir sem best til þekkja draga ekki dul á þá skoöun sína að þær breytingar sem urðu á framgöngu séra Gunnars í kirkjustarfi eftir að hann flutti frá Bolungarvík megi rekja beint til hjónaskiln- aðar hans sem varð í Bolung- arvík rétt áður en hann flutti til höfuðborgarinnar. Deilurn- ar sem séra Gunnar hefur stað- ið í séu ekki deilur hans við söfnuði sína, heldur deilur þeirra prestshjóna við söfnuð- ina sameiginlega - þar sé ekki hœgt aó skilja á milli. Ástarævintýri og skilnaður Séra Gunnar var kvæntur skoskri konu, Veronicu Margaret Jaroz, og átti með henni tvö börn. Veronica var, líkt og séra Gunnar, vel liðin í Bolungarvík og rækti prestsfrúarhlut- verk sitt með sóma. Var það almennt álit bæjarbúa að Veronica væri stoð og stytta bónda síns og hefði sérstakt lag á að ná því besta fram í prestin- um. Eitt sóknarbarna hans í Bolung- arvik orðar það svo: „Þegar allt virtist leika í lyndi kom hingað vestur frú Ágústa Ágústsdóttir söngkona þeirra erinda að raddæfa kóra á Vestfjörðum. Um frú Ágústu vissum við htið annað en það að hún var gift landsfrægum knattspymu- kappa frá Akranesi og sagðist sjálf syngja betur en aðrir. Það skipti eng- um togum að séra Gunnar og frú Ágústa felldu hugi saman og varð úr mikið ástarævintýri sem reynt var að leyna fyrst i stað - en Vestfirðingar fylgdust með sem einn maður.“ Ólafur Kristjánsson: Séra Gunnar var elskaöur af öllum. Vandi Gunnars FRIKIRKJAN Deilur við kórinn Ber sóknarmenn sökum Fjárútlát án heimildar Hneykslar í messum BtEKINN HOLT t Deilur við kórinn Ber sóknarmenn sökum Fjárútlát án heimildar Hneykslar í messum í sémerkeffns 16 ára í Sinfóníunni Þegar nafn séra Gunnars Björns- sonar ber á góma gleymist oft að hér er ekki aðeins um að ræða prest sem farið hefur eigin leiðir á köflum held- ur og ekki síður tónlistarmann og sellóleikara sem hefði getað náð langt á því sviði. Séra Gunnar er af miklu tónlistarfólki kominn og nægir þar að nefna föður hans, Björn R. Einarsson, básúnuleikara og einhvem ómþýðasta dægurlagasöngvara sem þjóðin hefur alið. Gunnar er fæddur 1944 og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum 1965. Einleikaraprófi í sellóleik lauk hann tveimur árum síðar og guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1972. Séra Gunnar hóf að leika með Sinfón- íuhljómsveit íslands aðeins 16 ára að aldri og átti þar sæti í ein 10 ár. Þá stundaði hann framhaldsnám í selló- leik í Frans-List Tónlistarháskólanum í Weimar á sumrum um nokkurra ára skeið í upphafi níunda áratugarins. Séra Gunnar hóf prestsskap sinn í Bolungarvík árið 1972, var fríkirkju- prestur í Reykjavík frá 1982-88 og sóknarprestur í Holti í Önundarfirði frá 1989. Séra Gunnar var hrakinn úr starfi Fríkirkjuprests svo undir tók í þjóðfélaginu og nú magnast hávaðinn í Holti. Vondar sóknir „Prestar eru misheppnir með sókn- ir,“ segir gamall starfsfélagi Gunnars sem ekki viil láta nafns síns getið líkt og margir þegar þeir em inntir eftir málefnum prestsins í Holti. „í Bolung- arvík var séra Gunnar heppinn með söfnuð. Fríkirkjan í Reykjavík hefur ekki farið vel með sína presta og í Holti i Önundarfirði em dæmi þess að söfn- uðurinn hafi flæmt frá sér presta. Það virðist einfaldlega vera innbyggt í suma söfnuði að koma illa fram við presta sína og valda þeim erfiðleikum." Vandi sá er prestshjónin í Holti standa frammi fyrir í dag er um margt áþekkur þeim vanda sem upp kom í Fríkirkjunni og endaði með því að séra Gunnar var rekinn frá söfnuð- inum 1988. Vandinn byggist á sam- starfsörðugleikum við kór, deilum við sóknarnefndarformenn, ágreiningi um fjárútlát vegna starfa og hneyksl- un sóknarbarna vegna ummæla prests í messum. Kórar og dúkkulísur I Fríkirkjunni leitaði séra Gunnar oft til frú Ágústu eiginkonu sinnar þegar syngja þurfti í kirkjunni. Oftar en einu sinni kom það fyrir að tveir kórar mættu við athafnir, Kór frú Ágústu og svo einhver annar kór sem aðrir höfðu pantað. í Holti hefur frú Ágústa móðgað kórfélga með því að segja að þeir syngi ekki nógu vel. í Fríkirkjunni bar séra Gunnar sóknar- nefndarformann þungum sökum og taldi hann ekki hæfan til að gegna embætti sínu. í Holti hefur séra Gunn- ar efast um hæfi sóknarnefndarfor- manns vegna þess að sá er ófermdur. í Fríkirkjunni var deilt um greiðslu reikninga vegna útlagðs kostnaðar prestshjónanna allt frá endurbótum á embættisbústað til dúkkulísukaupa séra Gunnars í Námsgagnastofnun fyrir barnastarfið í kirkjunni. í Holti er einnig deilt um hver greiða eigi kostnað vegna endurbóta á húsnæði þeirra hjóna. Áfram KR! I Fríkirkjunni hneykslaði séra Gunnar sóknarböm sín þegar hann lagði út af Lúkasarguðspjalli og þeim systrum Maríu og Mörtu sem Jóhann- es guðspjallamaður segir að átt hafi heima í Betaníu. í guðsþjónustu sagði séra Gunnar að leitt væri að enginn sálmur væri til um þær Mörtu og Maríu en vel mætti bæta úr því með því að yrkja einn sem glæti hljómað sem svo: „Marta er alltaf að kvarta - og Mæja, svaka pæja.“ Sóknarbörnin hrukku í kút og reyndar fleiri því messunni var útvarpað um alit land. Séra Cecil Haraldsson: Erfitt aö taka viö af séra Gunnari. Séra Helga Soffía Konráösdóttir: Séra Gunnar skemmtilegur. Öðru sinni þótti séra Gunnari sem kirkjugestir væru ekki nógu vel vak- andi og þá hrópaði hann yfir söfnuð- inn: „Áfram, KR!“ og þá vöknuðu all- ir. í páskamessu í Holti fyrir nokkrum árum brá söfnuðinum held- ur i brún þegar séra Gunnar sagði frá samskiptum sínum við innansveitar- mann sem spýtti fólskum tönnum út úr sér í flórinn en tók þær upp aftur og stakk upp í sig. Góður prestur „Það var að vissu leyti erfitt að taka við af séra Gunnari í Fríkirkj- unni,“ segir séra Cecil Haraldsson T sem tók við af séra Gunnari sem fríkirkjuprestur. „Þarna voru tveir tiltölulega fámennir hópar sem tekist höfðu á um ágæti séra Gunn- ars með afleiðingum sem urðu landskunnar og svo afgangurinn af söfnuðinum sem leið illa út af þess- um deilum. í raun og veru ristu þessar deilur aldrei djúpt í safnað- arheildinni," segir séra Cecil Har- aldsson sem nú þjónar í Seyðis- fjarðarprestakalli. „Séra Gunnar er góður predikari og góður prest- ur.“ Undir orð séra Cecils tekur Helga Soffla Konráðsdóttir, for- maður Prestafélagsins, og lýsir séra Gunnari sem skemmtilegum og góðum presti: „Séra Gunnar er varamaður í stjórn Prestafélagsins og ég þekki hann ekki nema af góðu. Hann er góður guðfræðingur og skemmtilegur ræðumaður," seg- ir formaður Prestafélagsins. Úlíkar eiginkonur „Það eru engar deilur verri en þær sem eiga sér stað innan kirkj- unnar. Ég hafði vissar áhyggjur af séra Gunnari á meðan á Fríkirkju- deilunni stóð. En nú hef ég alvarleg- ar áhyggjur af honum,“ segir gamall vinur séra Gunnars sem fylgst hef- ur með honum frá bamæsku. „Séra Gunnar býr yfir miklum mannkost- um og sjaldgæfum tónlistarhæfileik- um. Hann er misskilið séní.“ Annar vinur séra Gunnars orðar það svona þegar hann er inntur eft- ir merg málsins í deilunum sem fylgt hafa séra Gunnari frá því hann yfirgaf Bolungarvík og hélt til Reykjavíkur: „Séra Gunnar er ör í skapi. Fýrri eiginkona hans hafði lag á því að halda honum niði. ig dempa þegar hann ætlaði að rjuka upp. Frú Ágústa kyndir hins vegar undir honum þegar svo ber undir og því er hans málum svo komið sem raun ber vitni.“ Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í "í Bolungarvík, segist hafa rætt við séra Gunnar í síma í vikunni og þá hafi þessi gamli vinur hans verið í góðu jafnvægi: „En Gunnar er skap- maður; það er 1 honum listamaður en hann hefur alltaf verið fljótur til sátta. Ég veit eiginlega ekki hvað hefur gerst.“ -EIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.