Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 T>V I Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deíldir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hlutverk og völd Umhverfisráðherra segist hafa orðið að falla að stefnu ríkisstjórnarinnar til að ná áhrifum í stjórnmálum. Á mæltu máli þýðir þetta, að hún hafi orðið að skipta um skoðun í umhverfismálum til að geta orðið umhverfis- ráðherra á átakatímum Eyjabakkavirkjunar. Umhverfisráðherra ruglar saman hlutverkum og áhrifum. Fólk kemst til metorða á ýmsum forsendum, flestir til að leika ákveðin hlutverk og fæstir til að hafa völd. Meirihluti stjórnmálamanna hefur engin völd, þótt þeir hafi komizt til metorða og mannaforráða. Áhrif og völd eru atriði, sem fylgja ekki metorðum á sjálfvirkan hátt. Áhrif og völd eiga sér ýmsar rætur. Góð- ur árangur í starfi og virðingin, sem af því hlýzt, getur leitt til valda, sömuleiðis vilji til að beita afli, andlega eða líkamlega. Jafhvel handrukkarar hafa völd. í Framsóknarflokknum hafa Ólafur Örn Haraldsson og Sigmar B. Hauksson meiri völd en umhveríisráðherra. Þeir hafa völd, af því að þeir hafa ekki látið mikinn þrýsting beygja sig og eru því taldir meiri persónuleikar en það fólk, sem leikur hlutverk eftir aðstæðum. Formaður Framsóknarflokksins hefur líka völd, en ákaflega misjöfn. Hann hefur völd til að halda heilli rík- isstjóm og meirihluta Alþingis í gíslingu út af Eyja- bakkavirkjun, en hann getur hvað eftir annað ekki höggvið á hnúta valdabaráttu innan flokksins. Þegar formaður getur ekki sagt flokksmönnum sínum, hvem hann vilji í stjórn flokksins eða embætti félags- málaráðherra, hlýtur hann að rýra áhrif sín. Halldór Ás- grímsson er dæmi um stjórnmálamann, sem eyðir öllu sínu púðri í eitt kjördæmismál og fellur með því. Sterkustu stjórnmálamenn landsins geta gefið eftir og gera það, ef það hentar þeim. Þannig hefur forsætisráð- herra stundum áminnt samráðherra sína og sagt, sem frægt er orðið, að svona geri maður ekki. Og þannig hef- ur borgarstjóri hætt við byggingar í Laugardal. Þetta em voldugir stjórnmálamenn, af því að þeir skaffa og af því að fólk virðir þá og óttast jafnvel. Óttinn við Davíð Oddsson er svo landlægur í Sjálfstæðisflokkn- um, að menn leita ráða hans um skipan manna og mála á póstum, sem varða valdsvið hans ekki neitt. Forsætisráðherra getur kúgað menn til hlýðni, ef hann fmnur á þeim veikan blett. Hann getur látið breiða út þær upplýsingar, að óþægðarmaður i flokknum sé ævin- týralega skuldugur og þannig knúið hann til að biðjast vægðar og draga verulega úr óþægðinni. Völd hans eru svo mikil, að einn góðan veðurdag get- ur hann sagt, að bezt sé að slá Eyjabakkavirkjun á frest. Þúsundir flokksmanna, sem nú þora ekki að æmta eða skræmta, munu andvarpa feginsamlega og öðlast meiri tröllatrú á formanni sínum en nokkru sinni fyrr. Valdamenn breyta gangi veraldarsögu, landssögu, hér- aðssögu eða sögu stofnana og fyrirtækja með einu lausn- arorði, af því að nógu margir vilja sitja og standa eins og þeir vilja. Hinir eru ekki valdamenn, sem fá metorð út á að sitja og standa eins og valdamenn vilja. Þannig er það misskilningur umhverfisráðherra, að hún hafi náð í eitthvert horn af völdum í landinu. Þvert á móti hefur hún stimplað inn vitneskju um, að af hreinni metorðagimd leiki hún þau hlutverk, sem þurfi að leika hverju sinni. Hún er valdalaus með öllu. Völd og áhrif eru ekki öllum gefin. Þau eru gefm þeim, sem menn óttast eða virða, nema hvort tveggja sé. Þau fást allra sízt af því að leika rulluna sína. Jónas Kristjánsson Skapandi eyðilegging Mótmæli síðustu daga við fundar- stað Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle í Bandaríkjunum vekja at- hygli á fjölbreytilegum viðbrögðum viða um heim við hnattvæðingunni sem án efa er mikilvægasta þróun i efnahagslífi, stjómmálum og menn- ingu heimsins á síðari hluta þeirrar aldar sem nú er að líða. Rikissjón- varpið kynnti þessi mótmæli í frétta- tima sínum í vikunni sem mótmæli „hinna ótrúlegustu samtaka með hinar einkennilegustu skoðanir." Tæpast verður sagt að sú kynning varpi miklu ljósi á eðli málsins, því þótt fámennir hópar með skoðanir á snið við hið viðteknasta hafi náð að vekja á sér athygli, voru mótmælin sýnu merkilegust fyrir breidd og ijölbreytileika. Ólíkustu hópar hafa gert Heimsviðskiptastofnunina að skotspæni í baráttu gegn einstökum hliðum á þeim byltingarkenndu breytingum sem hnattvæðingin veldur um allan heiminn. Austurríski hagfræðingurinn, Joseph Schumpeter, kallaði kapitalismann skapandi eyði- leggingu. Það sama má segja um hnattvæðinguna, sem skilur eftir sig eyðileggingu í atvinnulífi, menn- ingu, náttúru um allan heim, um leið og hún skapar stórkostlegri efnahagslegar framfarir en dæmi er til um í sögu mannsins. Stjómmálabarátta næstu ára, innan þjóðfélaga sem á heimsvísu, mun í vaxandi mæli verða háð um víglínur sem hnattvæðingin hef- ur að einhverju leyti mótað eða beinlínis búið til. Sköpunin Sköpunarkraftur hnattvæðingarinnar er ekki að- eins augljós í Asíu og á Vesturlöndum þar sem hún hefur greitt fyrir vítækri efnahags- og tæknibyltingu, heldur ekki síður i þeirri fátækt og stöðnun sem ein- kennir þau svæði sem hnattvæðingin hefur síst náð til, eins og í Afríku. Með færri tálmum i alþjóðavið- skiptum hefur skilvirkni aukist, markaðir stækkað og tækniframfarir breiðst út. Þessi þróun hefur leyst úr læðingi krafta einstaklinga, fyrirtækja og heilla þjóðfélaga sem áður voru drepnir í dróma alls kyns hafta sem hvert þjóðfélag fyrir sig hafði komið sér upp til vamar einhverjum sértækum innlendum hagsmunum. Þeir hagsmunir voru, og eru, oft svo ríkir og víðtækir að atlaga gegn þeim leiðir til um- fangsmikilla þjóðfélags- breytinga, og oft til at- vinnuleysis og versnandi afkomu þeirra sem hafa verið sviptir vemd. Vel- megun hnattvæðingar- innar er þannig alls stað- ar reist á rústum síður skilvirkrar starfsemi sem nú má þola alþjóðlega samkeppni. Eyðileggingin Fyrsti dagur mótmæl- anna í Seattle var líka helgaður baráttu verka- lýðsfélaga víða um heim fyrir því að einstakar at- vinnugreinar í einstök- um löndum fái að njóta einhvers konar vemdar frá alþjóðlegri sam- keppni, en stórar iðn- greinar hafa hrunið á síð- ustu árum í flestum ríkj- um Vesturlanda vegna samkeppni frá Asíu. Ann- ar dagur var síðan helg- aður baráttu manna fyrir því að vemda náttúruna fyrir óheftri atvinnustarfsemi. Sumpart eru menn þó þar að berjast við rangan aðila, þvi yfirleitt er það innlendum stjórnvöldum en ekki al- þjóðlegum stofnunum eða alþjóðleg- um viðskiptareglum sem kenna má um eyðileggingu náttúrunnar víða um heim, þótt frá því séu mikilvæg- ar undantekningar. Alþjóðavæðing- in er hins vegar greinilega ábyrg fyrir eyðileggingu heilla greina at- vinnulífs víða um heiminn, fyrir hnignun á menningarlegum sér- kennum, sem margir sjá eftir en aðrir ekki, fyrir stórfelldri byggða- röskun um allan þann hluta heims- ins sem enn byggir á frumfram- leiðslugreinum, og fyrir breyttum valdahlutföllum innan samfélaga sem og á milli ríkja. Hún er líka ábyrg fyrir vaxandi mun á tekjum manna innan samfélaga en um leið má þakka henni minnkandi mun á tekjum á milli þeirra samfélaga sem hún nær til. Pólitíkin Frekara afnám hindrana i heimsviðskiptum mun krefjast pólitísks vilja sem ekki virðist víða fyrir hendi sem stendur. Mikilvægustu aðilar málsins eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Japan og blokk ríkja úr Suðrinu. Allir þessir aðilar beita nú meiri kröftum til varnar sértækum hagsmunum en til framgangs al- mennum hagsmunum eins og venja er til, en um leið skortir pólitíska forustu meira en oft áöur. Það er ótti um andstöðu heima fyrir við þær fórnir sem færa þyrfti sem lamar pólitískan vilja. Fyrir Islendinga er til að mynda auðvelt að krefjast fríverslunar með flsk og afnáms ríkisstyrkja til sjávarútvegs, en erfitt að samþykkja afnám ríkisstyrkja til landbúnaðar og óheftan innflutning á landbúnaðarafurðum. Það sem íslendingar segja um fisk og landbúnaö segja aðrar þjóðir um stál og lyfjaiðnað, um banana og fjármála- starfsemi, eða heilsugæslu og upplýsingatækni. Hvað sem menn samþykkja eða samþykkja ekki í Seattle er ljóst að víglínur í stjómmálum allra landa heimsins eru í vaxandi mæli dregnar af fjölbreytilegum og oft byltingarkenndum áhrifum hnattvæðingar á atvinnu- líf, búsetu, menningu, náttúru, félagskerfl og á heims- mynd fólks. Mótmælin í Seattle var líka helgaður baráttu verkalýðsfélaga víða um heim fyrir því að einstakar atvinnugreinar í einstökum löndum fái að njóta einhvers konar verndar frá alþjóölegri samkeppni, en stórar iðngreinar hafa hruniö á síöustu árum í flestum ríkjum Vesturlanda vegna samkeppni frá Asíu. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson skoðanir annarra Grafið undan heimastjórn „Frá því að heimastjóm Palestínumanna var sett á laggimar fyrir fimm árum hefur verið grafíð und- an starfi hennar með því að vald hefur safnast á hendur Yassers Arafats, öryggissveita sem misbeita valdi sínu og embættismannakerfis sem hefur blásið út vegna klíkuskapar. Félagleg þjónusta og efnahags- þróun hafa of oft mótast af handahófskenndum ákvöröunum undirmanna Arafats. Viðleitni kjörins þings til aö gera menn ábyrga og til að berjast gegn spillingu hefur verið hunsuð." Úr forystugrein New York Times 2. desember. Mikilvæg en óréttlát „Það er sennilega eitthvað að samtökum sem eiga að frelsa og sameina heiminn en þarfnast vemdar með táragasi og kylfum þjóðvarðliöa. Fulltrúarnir á ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar ganga til funda sinna á glerbrotum og njóta verndar lögregl- um og hermanna. Það er ef til vill hægt að hafa þetta svona. En raunverulega baráttan í Seattle er um hvemig WTO, Heimsviðskiptastofnunin, getur bjargað lögmæti sínu, opnað sig fyrir lýðræði og orð- iö viö kröfum fátækra landa. Hingað til hafa Evrópu- lönd og Bandaríkin ákveðið stefnuna og notið hagn- aðarins." Úr forystugrein Aftonbladet 3. desember. Gagnrýni NATO „Noregur er ekki lengur „duglegasti strákurinn í bekknum" eða eins og framkvæmdastjóri NATO, Ge- orge Robertson, orðar það á diplómatískan hátt „sterkt og traust aðildarland" eigi maður aö trúa þvi sem sagt er á bak við tjöldin í aðalstöðvum banda- lagsins í Brussel. Og það á maður að gera. Því að sú skoðun að land okkar hafi ekki alveg getað fylgt með í breytingunum á öryggis- og varnarmálastefnunni i Evrópu á undanfómum árum hefur einnig verið staðfest annars staðar. Við höfum einfaldlega verið of tregir til að takast á við verkefnin sem fylgt hafa breytingunum." Úr forystugrein Aftenposten 2. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.