Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Side 16
u Ifeygarðshornið
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JL>V
Aðeins ein skýring getur verið á
því að Norsk Hydro skuli einn dag-
inn segja að allt í lagi sé með lög-
formlegt umhverfismat - ekki liggi
svo á - og þann næsta að víst liggi
lífið á og lögformlegt umhverfis-
mat tefji mál úr hömlu: íslensk
stjórnvöld hafa pantað andstöðu
við lögformlegt umhverflsmat hjá
Norsk Hydro. Andstaðan við óvil-
hallt og faglegt mat þar til bærra
aðilja á því hvemig fyrirhuguð
Fljótsdalsvirkjun muni leika nátt-
úru Austurlands er ekki norsk
heldur íslensk.
***
Það var áhrifamikið að horfa i
sjónvarpinu á Hákon Aðalsteins-
son ganga skartbúinn á fund kon-
ungs til þess að mæra hilmi og
biðja landi griða. Þetta gerði Há-
kon vel og virðulega, og aldrei að
vita hvað komið hefði út úr þessu
ef kónginum hefði verið leyft að
hlusta á hann. Síðast þegar skáld
gekk á fund konungs til að flytja
honum drápu ætlaði kóngurinn
aldrei að fást til að hlusta, því þá
voru Norðmenn þegar hættir að
botna nokkuð í íslenskum skáld-
um. Þetta var fyrir átta hundruð
árum og skáldið var Sturla Þórðar-
son, sagnameistarinn mikli sem
skrifaði íslendinga sögu og Matth-
ías Johannessen telur að hafi
samið Njálu - sem vel kann að
vera - og hann brá á það snjall-
ræði að fara að segja hirðmönnum
spennandi sögu frá tröllkonu mik-
illi, Huldar sögu, og fljótlega voru
allir farnir að hlusta og sjálf
drottningin farin að leggja við eyr-
un. Hún heillaðist svo að hún
blíðkaöi konung til að hlýða kvæð-
inu og að því loknu var kóngur svo
ánægður að hann sagði þessu
frægu orð: Það ætla ég að þú kveð-
ir betur en páfinn.
Hákon Aðalsteinsson kveður
áreiðanlega betur en páfinn og ef
Sonja drottning hefði fengið að sjá
hann í bláa kyrtlinum hefði hún
vafalaust beitt áhrifum sínum til
að fá kónginn til að hlusta. Hins
vegar virðast hirðmenn konungs
hafa verið sömu durtamir og þeir
eru í öllum lýsingum íslenskra
sagnameistara fyrri tíma. Þegar
Hákon afhenti drápu sína var þar
fyrir einhver maður sem sat eins
og í hótellobbíi og reyndi hvað
hann gat til að draga úr virðuleika
stundarinnar, hafði ekki einu
sinni þá mannasiði til að bera að
standa upp þegar skáld frá íslandi
var komið að vitja konungs.
Það var áhrifamikið að horfa á
Hákon flytja drápu sína - og þeir
sem vilja sjá brot af því geta farið
á vef norska dagblaðsins Aften-
posten sem stendur sig mun betur
en íslensku fjölmiðlarnir því þeir
birta meira að segja kvæðið, þótt
einungis sé í norskri þýðingu.
Einmitt svona finnst manni sem
íslensku skáldin hafi verið: það
eru ekki til meiri heimsmenn en
íslenskir sveitamenn.
***
Hákon Aðalsteinsson og Björk
eru tveir fulltrúar þess besta í ís-
lenskri menningu. Þau eru tals-
menn heiðríkjunnar, víðemanna,
hins óspillta og ósnortna sem nær-
ir andann. Þau eru frumleg, hvort
á sinn hátt, en því miður munu út-
lendingar aldrei skilja gildi ís-
lensku stökunnar, sem Hákon er
manna fimastur í að beita, því hún
er bundin málinu. I þennan flokk
má bæta Ólafi Jóhanni Ólafssyni
undramanni í bisness og rithöf-
undi sem sagt hefur í viðtölum að
hann botni ekkert í íslenskum
ráðamönnum að vilja koma hér
upp álverum.
Björk er afsprengi reykvískrar
menningar sem er mjög ólík borg-
armenningu siðaðra þjóða; Hákon
fulltrúi þeirra sem yrkja jörðina.
Hvorugt er mótað af iðnbylting-
unni, hvorugt gæti hugsanlega
verið komið úr verksmiðjuum-
hverfi. Þvf fylgir allt annað hugar-
far, annar agi, hrynjandi þess lífs
er önnur en þess
sem lifir í nánd
við náttúruna.
íslenskir ráða-
menn sjá það
bjargræði helst
að innleiða hér
seint og um síðir
iðnbyltingu 19.
aldar. Þeir eru
fastir í draumum
Einars Bene-
diktssonar sem
voru á sinni tíð
fullkomlega
raunhæfir en sorglega úreltir nú
um stundir. Það eru íslenskir
ráðamenn sem eru fullir af skálda-
grillum, ekki fólkið sem vill varð-
veita ósnortin víðerni. Við ættum
kannski að hætta að líta til Norð-
Guðmundur Andri Thorsson
manna um fyrirmyndir, enda þeir
löngu hættir virkjanabrölti í sinu
landi og dauðsjá eftir eftir því, en
horfa fremur til írlands. Þar hefur
átt sér stað bylting á síðustu árum
vegna þess að írar tóku loksins að
reyna að nýta
sér það sem
þeir áttu: hug-
arflugið, skáld-
skaparæðina.
Tvennt hefur
reynst írum
farsælast: stór-
kostlega aukin
framlög til há-
skóla og mennt-
unar sem hefur
skilað sér í því
að nú fara írar
fremstir í
flokki í tölvuhugviti, og aðildin að
Evrópusambandinu sem í senn
hefur fært þeim sjálfsvirðingu og
aukna fjarlægð frá Englendingum
og mikinn auð sem þeir hafa ijár-
fest i hausnum á sér.
Þeir eru fastir í draumum
Einars Benediktssonar sem
voru á sinni tíö fullkomlega
raunhœfir en sorglega úrelt-
ir nú um stundir. Þaö eru ís-
lenskir ráöamenn sem eru
fullir af skáldagrillum, ekki
fólkið sem vill varöveita
ósnortin víðerni.
dagur í lífi
Segir fátt af einum:
Aðeins kötturinn truflar
- Gísli Ásgeirsson, heimavinnandi þýðandi, lýsir fjölbreyttum vinnudegi
Gísli Ásgeirsson er heimavinnandi þýðandi sem fæst við ólík verkefni
fyrir nokkra aðila.
Það segir fátt af einum. Dagur
heimavinnandi þýðanda er yfir-
leitt I föstum skorðum þegar nóg
er að gera og fátt truflar nema
heimiliskötturinn sem vill öðru
hverju skreppa út.
Þessi mánudagur í tilverunni
hófst klukkan sex þegar vekjara-
klukkan tísti og rak mig á fætur.
Ég er vanur að taka daginn
snemma og að loknum morgun-
verði var fyrsta verk dagsins að
ljúka við sjö blaðsíður af íslensku
á ensku fyrir Kvikmyndasam-
steypuna. Þangað fór handritið í
tölvupósti um sjöleytið og um leið
tók ég á móti handriti að Ensku
mörkunum sem sýna átti þá um
kvöldið á Sýn og Stöð 2. Núorðið
fær maður flest svona handrit á
Netinu sem flýtir mjög fyrir
vinnslu. Þetta er þriðji veturinn
sem ég þýði flest fyrir enska bolt-
ann og ekkert annað að gera en
drífa sig. Innsláttarhraöi skiptir
öllu máli þegar liggur á.
Hófí sendiherra
Rétt fyrir átta heyrði ég að frúin
var komin á stjá uppi og þá var
mál að hella upp á og spjalla sam-
an áður en hún fór í sína vinnu.
Sonurinn fór óvenjusnemma til
starfa þennan dag en yfirleitt þarf
að ýta nokkrum sinnum við hon-
um.
Inni í homi beið tölvan og
ensku mörkin sem gengu vel að
vanda. Rétt fyrir tíu barði Hófi
sendiherra frá Stöð 2 á svaladym-
ar og rétti mér spóluna með þætt-
inum. Henni var þegar i stað
stungið í tækið og síðan var borin
saman þýðing og texti þular og
skjátextar.
Þeir fiska sem róa
Þessu verki var lokiö rétt um
ellefu og þá tók við hádegishlé.
Það fer iðulega í símhringingar og
súpusötur. Við Matthías Kristian-
sen rekum saman þýðingarþjón-
ustuna Túnfiskar og tölum því
daglega saman í síma og hittumst
að auki nokknnn sinnum í hverri
viku enda í mörg hom að líta. Við
höfum unnið saman í 13 ár, báðir
heimavinnandi eftir að við sögð-
um upp eftir rúm 20 ár við
kennslu. í þessu fagi gildir það að
þeir fiska sem róa.
Daglega tala ég einnig við Öggu,
vinkonu mina á Stöð 2, sem og
Hjörleif deildarstjóra þýðinga-
deildar þar efra. Einnig er gott aö
leita á náðir prófarkalesaranna
þar þegar mér er orða vant.
Eftir hádegi tók við næsta verk-
efni sem var að ljúka við þýðingu
á kvikmynd fyrir Sýn. Verkið sótt-
ist vel og því lauk um þrjúleytiö.
Handritið fór að vanda með tölvu-
pósti uppeftir og um leið sótti ég
handrit að íþróttaþætti á Netið. Sá
er á dagskrá á fimmtudögum og
gott að geta byrjað snemma.
Að hugsa á hlaupum
Eftir þetta var tímabært að drífa
sig út að hlaupa. Það geri ég fimm
sinnum í viku að jafnaði enda er
tíðarfarið til þess. Frostið er
svalandi fyrir líkama og sál og á
hlaupum er nógur tími til að
hugsa um landsins gagn og nauð-
synjar. Meðan ég kenndi skipu-
lagði ég alltaf kennslu á hlaupum.
Að klukkutímahlaupi loknu
beið heit sturta og tebolli. Sonur-
inn var kominn heim úr uppskip-
uninni eftir 12 tíma puð og nokkuð
ánægður þótt fótaferðin hefði ver-
ið um hálffjögur að morgni. Hús-
freyjan var ekki mætt úr sinni
vinnu. Við hjónin hittumst oft í
dyrunum á þessum tíma dags aðra
hverja viku. Nú var líka tímabært
að drífa sig í næsta verkefni niðri
á Fréttastofu sjónvarps en þar
erum við Matthías til skiptis sína
vikuna hvor og þýðum erlendar
fréttir.
Þar biðu nokkrar spólur sem
þurfti að hlusta á og þýða það sem
mælt var á framandi tungum. Við
ráðum við ensku og Norðurlanda-
mál og getum grautað í þýsku og
frönsku með hjálp góðra manna en
þegar kemur að austur-evrópumál-
um og asískum fáum við enskt
handrit til að styðjast við. Textar
eru síðan vistaðir í útsendingar-
tölvuna ásamt tímakóða sem gætir
þess að textar fylgi máli viðmæl-
enda.
Með þýðingarnema
Fréttastofan er skemmtilegur
vinnustaður og minnir oft á skól-
ann hvað varðar spennu og hraða.
Þessi fréttavakt var óvenjuleg að
því leyti að Ellert yfirþýðandi
Sjónvarpsins lét mig fá þýðingar-
nema, ungan mann, sem ætlar að
taka að sér þýðingar fyrir seinni
fréttir. Hann reyndist námfús og
eftir að hafa spreytt sig á dönsku,
færeysku og ensku ákvað ég að út-
skrifa hann með þokkalegri ein-
kunn.
Smákökur og Þrúgur
reiðinnar
Heim var komið um áttaleytið í
síðbúinn kvöldverð, spjall við hús-
freyju sem hafði hreiðrað um sig
fyrir framan sjónvarpið og pipar-
kökuát í óhófi því sætmetið er
löngum freistandi. Síðar um
kvöldið leit ég aðeins á Netið og
sótti handritiö að 60 mínútum sem
við Matthías þýðum til skiptis fyr-
ir Stöð 2. Nú var röðin komin að
mér og þetta handrit varð kvöld-
lesningin að þessu sinni ásamt
Þrúgum reiðinnar sem ég er að
lesa einu sinni enn og þreytist
seint á því. Að sögn þýðanda mun
bókin hafa lengst heilmikið í þýð-
ingunni enda reyndi hann að vera
trúr frumtextanum og skrifaði t.d.
öll nöfn eftir íslenskum framburði.
Þetta er ein af mörgum bókum
bernsku minnar sem yljaði hug-
ann á dimmum vetrarkvöldum
fyrir vestan. Enda fæ ég seint full-
þakkað pabba fyrir að kenna mér
snemma að lesa.
Út frá Þrúgum reiöinnar hvarf
einyrkinn síðan inn í draumaland-
ið.