Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JLJ'V ytlönd Mexíkóski kókaínbaróninn Fuentes vildi fara huldu höfð: Lávarður himnanna do í höndum lýtalækna Búgaröarnir tveir í Mexíkó, þar sem eru fjöldagrafir yfir jafnvel 100 fórnarlamba kókaínstríðsins þar í landi, eru greinilega arfleifð Ju- arezfíkniefnahringsins, sem var best skipulagða og ofbeldisfyllsta kókaínklíka Mexíkós. Hringurinn var svo skipulagður að hann gat flogið gömlum farþega- þotum til Bandaríkjanna með tonn af kókaíni. Og hringurinn var svo ofbeldisfullur að eftir að stofnandi hans, Amado Carillo Fuentes, lést 1997 í höndum sinna eigin lýta- lækna fundust lík læknanna lim- lest í olíutunnum skömmu síðar. Fjöldi morða var framinn í Ju- arez þegar barist var um hverjir ættu að taka við stjórninni eftir Carillo Fuentes. Ofbeldið náði há- marki sínu í ágúst 1997, mánuði eft- ir lát Fuentes, þegar hópur byssu- manna skaut á níu menn sem sátu að snæðingi á veitingastað. Fimm létust í skotárásinni og þrír særð- ust. íseptember fannst lík eftir- manns Carrillos, Rafaels Munoz Talavera. Hann hafði verið skotinn til bana í brynvörðum bíl sínum. Talið er að bróðir Carrillos, Vincent, sé nú foringi kókaín- hringsins sem skipt hefur verið í þrjár einingar. Aðalstöðvarnar eru í borginni Juarez, sem er á landa- mærunum við Bandaríkin. Aðrar stöðvar eru í Guadalajara og Cancun. Hótaöi ritstjórum lífláti Amado CarriUo Fuentez var öðru- vísi en forverar hans. Hann forðað- ist sviðsljósið sem aðrir maflufor- ingjar höfðu baðað sig í. Þeir höfðu verið tiðir gestir á veitingastöðum í fylgd stjarna úr sápuóperum, popptónlistarmanna og íþrótta- kappa. CarriUo Fuentes faldi sig á bak við háa múra umhverfís búgarð sinn. Hann er sagður hafa hótað þeim ritstjórum í Juarez lífláti sem reyndu að birta myndir af honum. Sagt er að Fuentes hafi verið að láta breyta útliti sínu þegar hjarta hans bilaði á skurðborðinu. Foringjar kókaínhringsins komust hjá handtöku með því að greiða lögreglumönnum og her- mönnum í Mexíkó miUjónir dollara. Leiðtogarnir fengu meira að segja lögregluvernd við flutninginn á kókaíninu. Fíkniefnasalar, sem hafa misst farm eða reynt að stinga af meö kókaín eða peninga, hafa hiklaust verið myrtir. Talið er að fómarlömb kókaín- stríðsins í fjöldagröfunum á búgörö- unum tveimur hafi verið grafin á árunum 1994 tU 1996. Þá hvarf svo mikiU fjöldi manna í Juarez að mexíkóska stjórnin sendi sérsveit tU borgarinnar tU rannsóknar. Það Kókaínbaróninn Amado Carillo Fuentes var kallaður lávaröur himnanna þar sem hann lét fljúga meö fíkniefni í þotum frá Kólumbíu. Fuentes er hér meö móöur sinni, Auroru Fuentes, og eiginkonu, Soniu. Símamynd Reuter var þó ekki fyrr en 1997. I maí 1998 kallaði dómsmálaráðuneytið sveit- ina heim eftir að þrír félaga hennar höfðu sjálfir verið handteknir fyrir sviðsett mannrán. Margir þeirra sem saknað er sáust síðast er þeir voru leiddir á brott af mönnum í lögregluklæðum. Hurfu eftir leikhúsferö Meðal þeirra sem hurfu fyrir fimm árum voru foreldrar Claudiu og Angelu Escobedo. „Þau fóru í leikhúsið þetta kvöld,“ segir Claudia sem var 15 ára þegar hún sá Erlent fré Ijós — foreldra sína síðast. Samkvæmt frá- sögn fjölskyldunnar færði uppljóstr- ari lögreglunnar foreldrunum, Saul og Abigail, leikhúsmiða. Sjálfur ætl- aði hann að hitta hjónin í leikhús- inu. Saul og Abigail komu aldrei heim úr leikhúsferðinni. Nokkrum dögum síðar fann lögreglan bíl þeirra mannlausan. Myrtur vegna hlerunarbún- aöar fyrir lögregluna Saul Sanches var kaupsýslumað- ur og snillingur í rafeindabúnaði. Jaime Hervella, guðföður hans og viðskiptafélaga, grunar að ein upp- fmninga hans hafi orðið honum að Meinafræöingar á vegum lögreglunnar við líkkistu Fuentes. Lík lýtalæknanna, sem geröu aögeröina á Fuentes, fundust skömmu síöar limlest í olíutunnum. Símamynd Reuter Mexíkóskur hermaöur á veröi viö búgaröinn þar sem leitaö er í fjöldagröfum aö fórnarlömbum kókaínstríðsins. Símamynd Reuter aldurtila. „Saul var sjení. Hann fann upp hlerunarbúnað sem hann seldi mexíkósku lögreglunni. Saul Sanchez hafði flutti til Juarez svo að eiginkona hans gæti verið ná- lægt bömum sínum af fyrra hjóna- bandi. Hjónin höfðu einnig búið í Dallas. Lögreglan flutti fé fyrir mexíkósku fíkniefnakóngana Orðrómurinn um tengsl hersins og lögreglunnar við flkniefnahringi náði hámarki 1997 þegar mexíkóski herforinginn Jesus Gutierrez Re- bollo var handtekinn vegna sam- vinnu við Amado Carrillo Fuentes. Gutierrez var þá yfirmaður rann- sókna á starfsemi flkniefnahringa. Yfirvöld fullyrtu að Gutierrez hefði notfært sér vitneskju hersins og lög- reglunnar til að aðstoöa Juarezklík- una gegn keppinautum í fikniefna- sölunni. Fyrir tveimur mánuðum greindi Jose Avila, annar mexíkóskur her- maður sem starfaði fyrir samtök Carillos Fuentes, frá því að lög- regluforingjar hefðu flutt peninga fyrir fíkniefnakónga og ráðið fíkni- efnasala til starfa sem lögreglu- menn. Flugvélar lögreglunnar voru notaðar til að fljúga með fíkniefna- peninga frá flugvellinum í Juarez undir vernd hermanna eða lögreglu- manna. Peningaþvottur varnarmála- ráöherra Snemma á síðasta ári fengu út- sendarar bandarísku tollgæslunnar undarlegt tilboð frá peningamönn- um á vegum valdamesta kókaín- hrings Mexíkó. Útsendaramir, sem þóttust vera frá Kólumbíu og taka að sér peningaþvott, höfðu hreiðrað vel um sig í undirheimum Mexíkó og hjálpað fiknaefnasölum að fela yfir 60 milljónir dollara. Peninga- mennimir á vegum fikniefnahrings- ins sögðu skjólstæöinga sína þurfa að þvo 1,15 milljarða dollara til við- bótar. Sögðu peningamennirnir mikilvægasta skjólstæðing sinn vera vamarmálaráðherra Mexíkó. Útsendarar tollgæslunnar vissu ekki hvort peningarnir væru í raun til eða hvort eitthvað af þeim til- heyrði varnarmálaráðherranum, Enrique Cervantes. Samkvæmt skýrslum bandarísku leyniþjónust- unnar benti margt til spillingar meðal háttsettra manna í mexíkóska hernum. Þess vegna kom það sem gerðist næst útsendur- unum á óvart. Fengu ekki aö fylgja málinu eftir Útsendaramir fengu ekki að fylgja málinu eftir í undirheimum Mexíkó. í staðinn skipuðu embætt- ismenn Clintons Bandaríkjaforseta þeim að leggja málið til hliðar. Eng- ar frekari tilraunir voru gerðar til að rannsaka tilboð peningamann- anna. Að sögn embættismanna hafa saksóknarar ekki nefnt málið við þá sem lýst hafa sig seka og eru í sam- starfi við yfirvöld. Háttsettir emb- ættismenn hafa neitað því að utan- ríkispólitík hafi haft áhrif á ákvörð- un þeirra um að málinu yrði ekki fylgt eftir. Hætt hafi verið við af ör- yggisástæðum. Nú vona ættingjar þeirra sem saknað er að samvinna mexíkósku lögreglunnar við þá bandarísku að uppgreftrinum á búgörðunum sé til marks um að alvarlegra aðgerða sé að vænta gegn fikniefnasölum. Byggt á New York Times, E1 Paso Times, Reuter o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.