Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 70
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 ; v« afmæli Astrid Kofoed Hansen Astrid Kofoed Hansen húsmóöir, Einilundi 10, Garðabæ, er sextug í dag. Starfsferill Astrid fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Austurbæjar- skólanum, stundaði nám við Kvennaskólann í Stake Farm í Kent á Bretlandi í tæpt ár og var síðan . skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár en hún fór með fyrsta skiptinemahópnum sem héðan fór til Bandaríkjanna. Astrid var hlaðfreyja hjá Flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli í eitt og hálft ár og flugfreyja hjá Loftleiðum í þrjú ár. Hún stundaði síðan húsmóð- urstörf, fyrst í Múnchen i Þýskalandi meðan maður hennar stundaði þar nám og síðan í Garðabænum. Astrid er formaður Laufsins, samtaka flogaveikra. Fjölskylda Eiginmaður Astridar er Einar Þorbjömsson, f. 7.7. 1938, verkfræð- ingur. Hann er sonur Þorbjöms Jó- - v hannessonar, kaupmanns í Kjötbúðinni Borg í Reykjavík, og k.h., Sigríðar Huldu Einarsdóttur húsmóður. Synir Astridar og Einars eru Agnar Már, f. 26.1. 1964, innkaupastjóri hjá Nelson Inns AG í Sviss, en kona hans er Andrea Isabella Sprich; Þorbjörn Jó- hannes, f. 8.8. 1967, húsasmiður hjá Flugmálastjórn en kona hans er Anna María Gísladóttir og eiga þau tvo syni; Axel Kristján, f. 30.12. 1970, starfs- maður hjá Flugmála- stjóm og nemi við Viðskipta- og tölvu- háskólann en kona hans er Laufey Sigurðardóttir; Einar Eiríkur, f. 13.5. 1980, nemi. Systkini Astridar eru Hólmfríður Sólveig, f. 20.6.1941, sendiherrafrú í New York; Emelia Kristín, f. 1.5. 1943, vararæðismaður íslendinga í Grikklandi, búsett í Aþenu; Soöla ísabella, f. 6.10.1945, sérkennari við Ölduselsskóla; Björg Sigríður Anna, f. 18.7. 1948, B.S. og prófarkalesari hjá Fróða; Agnar Kofoed Hansen, f. 7.4. 1956, rekstraverkfræðingur hjá Lánstrausti ehf. Foreldrar Astridar: Agnar Eld- berg Kofoed Hansen, f. 3.8. 1915, d. 23.12. 1982, lögreglustjóri í Reykja- vik, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands og flugmálastjóri, og k.h., Björg Sigriður Anna Ax- elsdóttir, f. 24.7. 1918, hús- móðir. Ætt Agnar var sonur Agnars Kofoed Hansens, skógrækt- arstjóra í Reykjavík, sonar Hans Péturs Kofoed Han- sens prófasts og Soffiu Isa- bellu Molke Kofoed Han- sen, og móðir Agnars flug- málastjóra var Emilía Kof- oed Hansen Benediktsdótt- ur, formanns í Akurey, Péturssonar. Björg Sigríður Anna er dóttir Ax- els kaupmanns á Akureyri, Krist- jánssonar, kaupmanns á Sauðár- króki, Gíslasonar, b. á Eyvindar- stöðum í Blöndudal, Ólafssonar. Móðir Gísla var Ingiriður, systir Ingibjargar, langömmu Kristjáns, fóður Jónasar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Önnur systir Ingiríðar var Guðrún, langamma Páls á Guðlaugsstöðum, afa Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra. Ingiríður var dóttir Guð- mundar ríka í Stóradal, Jónssonar, ættfóður Skeggsstaðaættar, Jóns- sonar. Móðir Kristjáns var Elísabet, systir Erlends, afa Sigurðar Guð- mundssonar skólameistara. Annar bróðir Elísabetar var Jón, afl Jóns Astrid Kofoed Hansen. Leifs. Elisabet var dóttir Pálma, b. í Sólheimum á Ásum, Jónssonar. Móðir Axels var Björg Eiriksdóttir, b. í Blöndudalshólum, bróður Þor- bjargar, ömmu Ólafs Bjömssonar prófessors. Eiríkur var sonur Hall- dórs, stúdents á Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði, Sigurðssonar, pr. á Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar. Móð- ir Halldórs var Björg Halldórsdóttir Vídalíns, systir Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds. Móð- ir Eiríks var Hildur Eiríksdóttir, b. á Skinnalóni, Grimssonar. Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir Schevings, pr. á Presthólum, bróðir Jórunnar, ömmu Jónasar Hall- grímssonar. Móðir Bjargar Sigríðar Önnu var Hólmfríður, systir Jóns, b. á Hofi, föður Pálma í Hagkaupi. Annar bróðir Hólmfríðar var Pálmi, faðir Elínar blaðamanns. Hólmfríður var dóttir Jóns, b. á Nautabúi i Skaga- firði, bróðir Hannesar, fóður Pálma rektors og afa Hannesar Pétursson- ar skálds. Móðir Hólmfríðar var Sól- veig Eggertsdóttir, Jónssonar, pr. á Mælifelli, Sveinssonar, náttúru- fræðings, Pálssonar. Móðir Jóns var Þórunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar og Rannveigar Skúladótt- ur landfógeta Magnússonar. Móðir Eggerts var Hólmfríður Jónsdóttir, ættföður Reykjahlíðarættar, Þor- steinssonar. GunnarJónsson Gunnar Jónsson, rennismiður og söngv- ari, Fifulind 7, Kópa- vogi, er fertugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist á Hólmavík en ólst upp í Einfætingsgili í Bitrufirði. Hann stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófum sem rennismiður. Þá stundaði hann söng- nám hjá Snæbjörgu Gunnar Jónsson. Snæbjarnardóttur við Tónlistarskóla Garða- bæjar. Gunnar starfar hjá Vélsmiðjunni Faxa- stáli, Kópavogi. Hann syngur í kór Hjallakirkju og hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur, Drangey, og Kór Átt- hagafélags Stranda- manna. Fjölskylda Gunnar kvæntist 16.7 1994 Ragnheiði Sveinsdóttur, f. 29.4. 1961, lyfjatækni. Hún er dóttir Sveins Kristinssonar og Pálínu Guðlaugsdóttur. Börn Gunnars og Ragnheiðar eru Guðjón Ingi Gunnarsson, f. 17.5. 1992; Sólrún Ásdís Gunnarsdóttir, f. 26.7. 1995. Systkini Gunnars eru Sigmund- ur, f. 24.1. 1957, sölumaður; Guðjón Friðbjörn, f.16.6. 1958, húsasmíða- meistari; Sólrún, f. 17.8. 1961, sjúkaliði; Lýður, f. 29.1. 1967, véla- maður; Jóhann Lárus, f. 28.8. 1969, húsasmiður. Foreldrar Gunnars: Jón Sig- mundsson, f. 22.11. 1914, bóndi að Einfætlingsgili, og Elín Gunnars- dóttir, f. 15.3.1933, húsfreyja. Ætt Jón er sonur Sigmundar Lýðsson- ar, b. og gullsmiðs á Einfætlingsgili, og Jóhönnu Sigmundsdóttur Knud- sen húsfreyju. Elín er dóttir Gunnars Jónssonar, b. í Gilsfjarðarmúla, og Sólrúnar Guðjónsdóttur húsfreyju. Gunnar tekur á móti gestum á heimili sinu frá kl. 15.00 afmælis- daginn. Krístján Valtýsson Kristján Valtýsson rafvirki, Bald- ursgarði 1, Keflavík, verður fimm- tugur á morgun. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavik en ólst upp í Keflavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Keflavík, lærði rafvirkjun hjá Herði Jóhann- essyni, lauk sveinsprófi 1974, lauk löggildingarnámskeiði við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 1978 og sótti námskeið hjá Eftirmenntun rafiðna. Kristján starfaði hjá Sigurði Ingv- arssyni til 1975 og síðan hjá Varnarliðinu á Keflavikurflugvelli. Kristján var ritari í stjórn Rafiðnaðarfélagi Suðurnesja 1977-78, for- maöur félagsins 1978-79, varaformaður 1981-85, ritari aftur 1985-87 og aftur formað- ur frá 1991. Hann hefur setið öll þing Rafiðnað- arsambandsins frá 1978, var varamaður í mið- stjórn Rafiðnaðarsam- bandsins 1978-80, aðal- maður frá 1980, sat ASÍ- þing 1992, sat í undir- búningsnefnd að stofnun Sambands launamanna á Suðurnesjum 1993, var ritari þess á stofnfundi 1993, var kosinn á fyrsta þing sambandsins og varamaður í stjórn þess. Þá hef- ur hann setið í sambandsstjóm ASÍ frá 1993. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Erna Minný Jónsdóttir, f. 10.2. 1945, hús- móðir. Hún er dóttir Jóns Guð- mundssonar, f. 2.2. 1912, d. 5.5. 1970, verka- manns í Keflavík, og k.h., Rebekku Frið- bjamardóttur, f. 17.6. 1911, húsmóður. Börn Kristjáns og Ernu Minnýjar eru Val- týr, f. 27.9. 1968, sím- smiður og starfsmaður hjá Landssímanun í Keflavik, kvæntur Höllu Vilbergsdóttur og eiga þau þrjú böm; Árnína Steinunn, f. 29.10. 1975, háskóla- nemi í Reykjavík, en maður hennar er Gísli Brynjólfsson; Ólafur Már, f. 11.5. 1980, nemi við Iðnskólann í Reykjavík. Systkini Kristjáns eru Sesselja, húsmóðir á Akureyri; Sigrún, hús- móðir i Reykjavík. Foreldrar Kristjáns: Valtýr Krist- jánsson, f. 21.7. 1920, d. 1.10. 1970, símamaður og verkstjóri, síðar bóndi á Melabergi í Miðneshreppi, og k.h., Ásta Margrét Sigurjónsdótt- ir, f. 28.11. 1922, húsmóðir. Kristján er í útlöndum. Smóauglýsingar smáauglýsingum DV sa 5505000 Kristján Valtýsson. 711 hamingju með afmælið 4. desember 80 ára Eggert Reynarð Pálsson, Brimnesvegi 22, Ólafsfirði. 75 ára Benedikt Jóhannesson, Ránargötu 6, Reykjavík. 70 ára________________________ Kristján Ásvaldsson, Litlagerði 6, Húsavík. María Auðunsdóttir, Hringbraut 128a, Keflavik. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Vilhelmína Vilhelmsdóttir, Þinghólsbraut 80, Kópavogi. 60 ára Halla Guðmundsdóttir, Nýjabæjarbraut 8a, Vestmannaeyjum. Margrét Þorsteinsdóttir, Hafnagötu 12, Höfnum. Óh Garðar Jónsson, Dvergaborgum 3, Reykjavík. 50 ára Katrín Markúsdóttir, Hverflsgötu 7, Hafnarfirði. Sigríður A. Jónsdóttir, Eyrarbraut 26, Stokkseyri. Vilborg Gunnlaugsdóttir, Hæðagarði 21, Höfn. 40 ára_______________________ Ástrós Gunnarsdóttir, Hábrekku 9, Ólafsvik. Birna Kristbjörnsdóttir, Fjarðarseli 13, Reykjavík. Edda Þorsteinsdóttir, Dúfnahólum 4, Reykjavík. Gunnþórunn Þorgrimsdóttir, Túngötu 6, Húsavík. Hannes Lentz, Laugarásvegi 30, Reykjavík. Helga Dögg Sverrisdóttir, Hjarðarslóð 2b, Dalvík. Ingvi Pétursson, Flúðaseli 14, Reykjavík. Stefán Ingimar Bjamason, Hagamel 27, Reykjavík. visir.is Notaðu vísifingurínn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.