Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 14
14 viðtal LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Jj"V Gat nú veríð að ég gerði þetta vitlaust Anna segir hluta af því að bera ábyrgð á sjálfum sér vera að svíkjast ekki um að hugsa. „Það getur verið freistandi að svíkjast um það,“ segir hún, „því stundum þurfum við að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Það hefur hver sinn djöful að draga, segir orðatiltækiö og víst er að fáir - ef þá nokkrir - komast í gegnum lífiö án þess að steyta á skeri, hnjóta um þröskulda, jafnvel keyra á vegg með vænum hvell og tilheyrandi rispum, kúlum og mar- blettum á sál og hjarta. En svo grær allt - ef við viljum. Það er nefnilega svo mikilvægt hver afstaða okkar er. Viljum við nota skakkafóllin til að festa okkur í gildru, verða fómarlömb með til- heyrandi angist, kvíða, reiði o.s.frv. eða viljum við nota þau til að læra að þekkja okkur sjálf með því að spyrja hvers vegna við höfum valið tiltekna reynslu? í nýútkominni bók Önnu Valdi- marsdóttur sálfræðings, Leggðu rækt við sjálfan þig, er fjallað um þetta val sem annað hvort færir okkur glötun eða gæfu, hvemig við getum orðið okkar gæfu smiðir þótt á móti blási og fundið tilgang lífsins hverja stund, sama á hverju gengur. Leggðu rækt við sjálfan þig er tímamótaverk, þar sem hingað til hafa ekki verið skrifaðar hér á landi bækur sem lýsa okkur leiðina að heilbrigðu sjálfsmati. Þær fáu bæk- ur sem út hafa komið um þetta efni, hafa verið þýddar frá Bandaríkjun- um og taka því ekki á sértækum ís- lenskum vandamálum, eins og ná- vígi í fjölskyldum og fámenni, svo eitthvað sé nefnt. Gætum að því hvernig við tölum við sjálf okkur Sjálf segir Anna bókina fjalla um leiðir til að lifa innihaldsríku lífi og að láta sér líða vel. „Ef við viljum lifa hamingjusömu lífi og líða vel, þá þurfum við á margs konar þekk- ingu að halda. Sú þekking er hvorki meðfædd né kemur af sjáifu sér, þannig að það er ýmislegt sem við þurfum að huga að, t.d. þvi hvernig lifsförunautur við erum sjálfum okkur, því þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við okkar eigin förunautar 24 tíma sólarhringsins og eina manneskjan sem hefur bein- an aðgang að hugsunum okkar og tilfinningum. Af því leiðir til dæmis að við þurfum að gæta að því hvernig við tölum við sjálf okkur. Margir kann- ast eflaust við að tala við sjálfa sig á mjög neikvæðum nótum, álasa sér, Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur sendi ný- lega frá sár bókina „Leggðu rækt við sjálf- an þig" og segir hér frá ýmsum neikvæðum við- horfum sem við höfum til sjálfra okkar og hvernig við getum ratað út úr niðurrífandi hugs- anaferli í átt að inni- haldsríkara og ham- ingjusamara lífi rífa sig niður, nota setningar eins og „gat nú verið að ég gerði þetta vitlaust" eða „allt er nú á sömu bók- ina lært hjá mér“ og sitthvað í þess- um dúr. Út úr þessu er augljós leið sem er einföld en virðist flókin - því mörgum er tamara að tala við sjálfa sig á niðurrifskenndan hátt, fremur en jákvæðan - en að temja sér hugs- unarhátt sem elur á bjartsýni og vellíðan fremur en kvíða og þung- lyndi. Ég er ekki að tala eingöngu um svokallaðan Pollýönnu-hugsunar- hátt, heldur hugsunarhátt sem er í takt við raunveruleikann, vegna þess að það sem oft einkennir nei- kvæðan hugsunarhátt er að hann er óraunhæfur. Og stundum er það sem virðist skynsamlegt á yfirborð- inu, ekki það skynsamlegasta í stöð- unni.“ Freistandi að svíkjast um að hugsa Hver var kveikjan að þessari bók? „Hún er búin að vera að gerjast með mér í mörg ár. Ég komst í kynni við sjálfstyrk- ingu þegar ég var við sálfræðinám í Noregi. Síðan fór ég í framhaldsnám til Bandarikjanna þar sem ég kynnti mér sjálfstyrkingu með það að markmiði aö halda námskeið hér heima. Ég hélt mitt fyrsta námskeið árið 1982 og fljótlega fann ég að mig lang- aði að skrifa bók á íslensku um þetta efni. Slík bók var ekki til en það eru til mjög margar bækur um efnið á ensku. Ég vildi samt setja hana í víðara samhengi og fjalla um ábyrgð manneskjunnar, þ.e. hvaða ábyrgð einstaklingurinn ber á sjálf- um sér.“ Anna segir hluta af því að bera ábyrgð á sjálfum sér vera að svíkj- ast ekki um að hugsa. „Það getur veriö freistandi að svíkjast um það,“ segir hún, „því stundum þurf- um við að horfast í augu viö óþægi- legar staðreyndir. Annað sem mig langaði til að fjalla um og gera hátt undir höfði í sjálfstyrkingu, var vægi heilbrigðs sjálfsálits. í samræmi við það er heiti eins kaflans í bókinni, „Lítil- látur, ljúfur, kátur,“ sem - fyrir utan að vera tilvísun í Hallgrím Pét- ursson - vísar auðvitað til þess að okkur, og ekki síst konum, hefur verið innrætt umfram allt að vera hógvær og alls ekki að hafa of mik- ið álit á sjálfum okkur.“ Þurfum ekki að njóta velþóknunar allra Anna bendir á að undirkaflarnir í þeim kafla gefx lesandanum kannski hugmynd um hvað er fjallað, Að hafa álit á sjálfum sér, Sönn auðmýkt og Hógværð á villi- götum, en þetta hugtak, sjáifsálit, hefur hlotið mjög neikvæðan hljóm í íslensku máli. „Það er dá- lítið umhugsunarefni því þetta er eina hugtakið sem við eigum sem lýsir þvi bráönauðsynlega fyrir- bæri að hafa jákvætt álit á sjáifum sér. Þar fer saman að vera hógvær - sem er fallegur eiginleiki og til prýðis hverjum manni - og að hafa gott álit á sjálfum sér.“ Enn annar kafli ber yfirskrift- ina, Aö hugsa og fmna tÚ, og þeg- ar Anna er spurð hvaða samhengi sé á ’milli þess að hugsa og vera hamingjusamur, annars vegar, og finna tij og vera hamingjusamur, hins vegar, svarar hún: „Ef við viljum láta okkur líða vel, verðum við að gæta að því hvaö við hugs- um vegna þess að hugsanir okkar geta afvegaleitt okkur og falið í sér rangar eða neikvæðar hugmyndir um sjálf okkur og lífið. Það eru, til dæmis, ýmsar meinlokur sem gei’a okkur lífið leitt. Ein meinlokan sem er mjög útbreidd er að maður verði að njóta velþóknmiar allra. Það getur bara endað eins og í sög- unni um feðgana sem fóru með asna á markað." Dæmisagan um feðgana og asnann í fyrstu teymdi faðirinn undir syni sínum og fólkiö sem varð á vegi þeirra hneykslaðist. „Að sjá til þín, strákur," sagði það, „Lætur föð- ur þinn ganga, gamlan og þreyttan. Þér væri nær að leyfa honum að sitja á asnanum." Feðgamir skiptu til að gera fólkinu til hæfis. Faðir- inn sat á asnanum og sonurinn teymdi. Og enn mættu þeir fólki sem hneykslaðist. „Að sjá til þín maður. Lætur barnið ganga.“ Þeir reyndu líka að gera þessu fólki til hæfis. Þeir gengu báðir. Svo tví- menntu þeir á asnanum en ekkert dugði. Alltaf hneykslaðist einhver. Þegar feðgarnir fóru heim af mark- aðnum, héldu þeir á asnanum á milli sín. Af sögunni má ráða að reyni maður að gera öllum til hæfis endi það í fáránleika. Enginn verði ánægður. Þeir sem reyna of mikið að þókn- ast öðrum, verða óánægðir sjálfir. Þeim tekst kannski að gera ein- hverjum til geðs en sjálfsvirðingin bíður hnekki við að svíkja sjálfan sig.“ Ekki heppilegt að bægja frá óþægilegum hugs- unum Hvað með samhengið á milli þess að „finna til“ og vera hamingjusam- ur? „Hugsanir og tilfinningar eru samflettaðar. Það má segja á ein- földu máli að okkur líði eins og við hugsum. Það getur verið mjög sársauka- fullt að horfast í augu við eigin van- kanta en það má segja að því betur sem okkur tekst það - og að sættast við sjálf okkur - því sáttari getum við verið við að vera ekki fullkom- in. En ábyrgðin felur þá í sér að við tökum á þáttum í fari okkar sem eru okkur fjötur um fót, eða bitna illa á öðru fólki, án þess þó að okk- ur fnmist við þurfa að vera fullkom- in. Tilfinningar okkar hafa mjög mikið að segja með það hversu ham- ingjusöm við erum. Ef tilfinningar okkar einkennast mjög af biturð, vonleysi, heift, reiði eða svartsýni, þá öðlumst við ekki þá hugarró sem er kannski eirm sannasti kjarni hamingjuimar. Stundum er talað rnn að bægja frá sér óþægilegum hugsunum en það er ekki heppileg leið vegna þess að því meira sem við reynum að hugsa ekki um óþægilega hluti, því meira hugsum við í rauninni um þá. Það er betra að staldra við og gefa hugsunum sínum gaum og spyrja sjálfan sig: „Hvemig líður mér?“ eða „Hvað er ég að hugsa?“ Einn þátturinn í því aö vera ham- ingjusamur og hafa heilbrigt sjálfsá- lit, er að skoða hvers vegna við fmn- um til; horfast í augu við ástæðurn- ar. Sá þáttur er mjög mikilvægur." Gleymum að vera til staoar í núinu Næstsíðasti kaflinn í bókinni fjall- ar um sjálfa hamingjuna. Þar er sagt frá því hvað einkennir hamingju- samt fólk og hvað við getum lært af þeim sem eru hamingjusamir. Þar kemur fram að hamingjusamt fólk hefur ekki farið varhluta af skakkaföllum, áföllum og erfiðri lífs- reynslu fremur en þeir sem voru ekki jafn hamingjusamir. „Það sem gerði gæfumuninn," seg- ir Anna, „var hvemig hamingju- sama fólkið hafði tekið á kreppunni í lífi sínu, t.d. hafði mörgum þeirra mistekist eitthvað verulega á lífsleið- inni en litu þannig á að mistök þeirra hefðu verið lærdómsrík og, þegar öllu var á botninn hvolft, orð- ið þeim til góðs. Það sem var einkennandi fyrir þá sem voru mjög hamingjusamir fannst líf þeirra hafa merkingu og stefnu en það er þáttur sem er mjög mikilvægur: Að finna tilgang í lífi sínu og raunar að finna tilgang í öllu sem maður gerir - í stóru og smáu.“ Huaarró verður ekki skinn frá lífshamingj- unni Við gleymum of oft að vera öll tU staðar í núinu. Breski heimspeking- urinn Bertrand Russell sagði: „Það er hættulegur ávani að horfa tU framtíðarinnar í þeirri trú að ein- hvers staðar í henni liggi tUgangur þess lífs sem við lifum núna.“ Ég tek undir þetta,“ segir Anna, „vegna þess að slíkt getur leitt tU þess að við séum aUtaf að reyna að höndla hamingjuna handan við næsta horn. Við erum aUtaf að bíða eftir einhverjum áfanga eða eftir aö eitthvað verði búið, til þess að við getum farið að lifa lífinu eða, eins og við þekkjum aUt of vel hér á íslandi, þá bíðum við meö að lifa lífmu þang- að tU við erum búin með stóra hús- ið. Hins vegar er það svo að þegar við gefum verki óskipta athygli, náum við oft andlegri slökun, eða hugarró. Hugarró verður ekki skUin frá lífshamingjunni. Hún fylgir með eins og nokkurs konar kaupbætir þegar við gæðum það sem við gerum tUgangi aUt niður í smæstu athafn- ir.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.