Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 73
JÖV LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 gsonn ‘ Kvartett- inn Rúdolf syngur í Hvera- geröis- kirkju á morgun. Jólasöngur án undirleiks Kvartettinn Rúdolf heldur tón- leika í Hveragerðiskirkju á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis á morg- un kl. 20:30. Á efnisskrá eru jólalög og söngvar úr ýmsum áttum og verða þau öll flutt án undirleiks. Þótt Rúdolf starfi allt árið um kring er hann þó þekktastur fyrir sérstæð- an flutning á jólatónlist. Meðlimir kvartettsins eru allir reyndir tónlist- armenn en þeir eru: Sigrún Þor- geirsdóttir (sópran), Skarphéðinn Hjartarson (tenór), Soffia Stefáns- dóttir (alt), Þór Ásgeirsson (baríton). Söngsveitin Fílharmónía Söngsveitin Fílharmónía heldur sína árlegu aðventutónleika í Lang- holtskirkju á morgun, þriðjudag og miðvikudag. Hefjast þeir alla dag- ana kl. 20.30. Flutt verða jóla- og há- tíðarverk frá ýmsum tímum. Flest þeirra eru á geislaplötu Söngsveit- arinnar Heill þér himneska orð sem nýkomin er út. Einsöngvari með kórnum er Sig- rún Hjálmtýsdóttir. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Aðventutónleikar Borgarkórsins verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 17. Á efnis- skránni eru lög af nýútkominni geislaplötu kórsins auk hefðbund- inna jóla- og aðventusöngva. Ein- söngvarar á tónleikunum verða Anna Margrét Kaldalóns og Helga Magnúsdóttir. Stjórnandi Borgar- kórsins er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Schola cantorum Schola cantorum hefur sent frá sér geisladiskinn Principium. 1 til- efni af útgáfunni heldur Schola cantorum tónleika í Hallgrfms- kirkju á morgun kl. 17. Þar verða j 7[-------------m.a. flutt verk Tonleikar af piötunni o.n. -----------------Kórinn syngur m.a. partítu um sálminn Það aldin út er sprungið eftir Hugo Distler. I tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Francis Poulenc flytur kórinn fjór- ar latneskar jólamótettur frá árinu 1952, sem sjaldan hafa heyrst hér á landi. Stjómandi kórsins er Hörður Áskelsson. Skólahljómsveit Vesturbæjar Skólahljómsveit Vesturbæjar heldur tónleika í Ráðhúsi Reykja- víkur á morgun kl. 14. Að þessu sinni verður dagskráin sérstaklega vönduð og fjölbreytt. Leikin verður tónlist þekktustu Hollywood-höf- unda, íslensk tónlist, söngleikjatón- list og fleira. Andrea Gylfadóttir syngur með hljómsveitinni. Stjórn- andi er Lárus Halidór Grimsson. Árleg aðventuhátíð verður i Bú- staðakirkju á morgun kl. 16. Þar mun kórinn ásamt bamakór flytja jólalög undir stjóm Ulriks Ólason- ar. Einsöngvari er Þórunn Guð- mundsdóttir. Þá mun sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur flytja jóla- hugvekju. Englakór frá himnahöll Jólatónleikar með yfirskriftinni Englakór frá himnahöll verður í Fríkirkjunni í dag kl. 14 og Grinda- víkurkirkju kl. 17. Á dagskrá em jólalög og atriði úr Sister Act og Gospel. Flytjendur eru frá Reykja- vík og Grindavik. Stjómandi er Esther Helga Guðmundsdóttir. Und- irleikari Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Aðventutónleikar Aðventutónleikar verða haldnir í Skálholtskirkju í dag kl. 16. Egill Ólafsson og Kór Menntaskólans að Laugarvatni syngja. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Syngjandi jól í Hafnarborg I dag verða haldin Syngjandi jól í Hafnarborg. Þar koma fram 22 kór- ar og sönghópar með samtals rnn ■800 kórfélaga. Söngurinn hefst kl. 13 og lýkur kl. 20.20. Kólnandi veður Skammt suðaustur af landinu er 988 mb lægð sem hreyfíst austsuð- austur en 1030 mb er yfir Græn- landi. í dag verður norðvestlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum sunnanlands en annars él, einkum norðanlands. Heldur kóln- andi veður. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan 8-13 m/s,en norðvestan 5-10 á morgun, dálítil él. Frost verður 1 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.43 Sólarupprás á morgun: 10.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.26 Árdegisflóð á morgun: 04.56 Veðríð í dag Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri snjókoma -1 Bergstaöir úrkoma í grennd -1 Egilsstaöir -7 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -1 Keflavíkurflv. snjóél -2 Raufarhöfn frostrigning 0 Reykjavík snjóél -1 Stórhöföi skýjaö -5 Bergen slydduél 2 Helsinki skýjaó -1 Kaupmhöfn rigning 4 Ósló skýjaö -3 Stokkhólmur 0 Þórshöfn hálfskýjaö -2 Þrándheimur hálfskýjaó -2 Algarve skýjaö 18 Amsterdam rign. á síö. kls. 10 Barcelona mistur 15 Berlín rigning 7 Chicago alskýjaö 13 Dublin slydda á sió. kls. 2 Halifax alskýjað 3 Frankfurt skýjaö 7 Hamborg rigning 6 Jan Mayen skýjaö -9 London rigning 12 Lúxemborg skýjaö 6 Mallorca hálfskýjað 17 Montreal alskýjaó 2 Narssarssuaq alskýjað -13 New York hálfskýjaö 5 Orlando skýjaö 10 París skýjaö 10 Vín skýjaö 10 Washington hálfskýjaö -3 Winnipeg alskýjaö -3 : :;i" Jola- lúðrar í dag, kl. 17, verða haldnir tónleikar í Lang- holtskirkju. Þar koma fram tveir málmblásara- kvintettar, Hljómskálak- vintettinn og Kvintett Coretto, ásamt Jóni Stef- ánssyni, orgelleikara kirkjunnar. Á efnisskrá verða aðallega verk frá endurreisnar- og barokk- tímanum, auk nokkurra jólalaga í útsetningum sem gerðar voru fyrir hina heims- þekktu Canadian Brass, þar sem hið nýja orgel Langholtskirkju fær að spreyta sig á móti tíu málmblás- urum. Þeir sem koma fram á tónleikun- um eru, auk Jón Stefánssonar, trompetleikaramir Ásgeir H. Stein- grímsson, Einar St. Jónsson, Eirík- Skemmtanir Pálsson --------------------og Sveinn Þ. Birgisson, Emil Friðfmnsson og Þorkell Jóelsson, hom, Oddur Björnsson og Sigurður Þorbergsson, Blásararnir og Jón Stefánsson í Langholtskirkju. básúnur, og Bjarni Guðmundsson og Þórhallur Halldórsson, túpur. Björn Thor og Raggi Bjama í Múlanum í Jazzklúbbnum Múlanum á Sól- oni íslandus í kvöld mun Björn Thoroddsen ásamt félögum flytja tónlist eftir Wes Montgomery en hann var þekktur bandarískur gít- arleikari sem braut blað í djassgít arsögunni kringum miðja öldina Ásamt Bimi leika Gunnar Hrafiis son á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Annað kvöld er svo komið að síðasta djasskvöldinu á djassviku Múlans. Þá mun Raggi Bjarna þenja raddböndin. Raggi Bjama er kannski ekki þekktastur fyrir að syngja djass en þó hefur hann brugðið fyrir sig djassfætinum endrum og eins. Með Ragga eru Ástvaldur Traustason píanóleik- ari, Gunnar Hrafnsson bassaleik- ari og Pétur Grétarsson trommu- leikari. Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 21. Myndgátan Hnútasvipa Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Kveikt verður á jólatrjám í Kópa- vogi og Garðabæ í dag. Kveikt á jólatré Kveikt verður á jólatrénu í < - Hamraborg í dag kl. 15. Sendi- herra Svíþjóðar og forseti bæjar- stjórnar flytja stutt ávörp. Skóla- hljómsveit Kópavogs spilar og Kór Snælandsskóla syngur. Hjálp- arsveit skáta verður á staðnum og jólasveinar koma í heimsókn. Bindindisdagur fjölskyldunnar Bindindisdagur fjölskyldunnar verður haldinn í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag kl. 15. Dagurinn ber yfirskriftina Veldu lífið. Að Bind- indisdeginum standa ýmis for- varnarfélög og hefur verið gefinn út bæklingur í tilefni dagsins, þar sem forvarnaraðilar landsins eru kynntir og sagt frá hlutverki þeirra. Ágúst Böðvarsson og * - Valdimar Júlíusson hafa samið lag í tilefni dagsins og ber það nafnið Veldu lifið. Jólatré á Garðatorgi Kveikt verður á jólatrénu á Garðatorgi í dag kl. 16. Blásara- sveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur kl. 15.45, ræður verða flutt- ar, skólakórinn syngur og jóla- sveinar koma í heimsókn. Auk þess verður boðið upp á brúðu- leikhús. Útópía ísland Reykjavíkur Akademían stend- ur fyrir Kaffi-Akademíu í Hlað- varpanum í dag kl. 17. Efnið er Út- ópía ísland? —------------------ Óskamyndir Samkomiir lands og þjóð------------------- ar í fortíð og framtíð. Málshefj- endur eru Sveinn Yngvi Egilsson og Jón Karl Helgason. Bókmenntakynning MFÍK Árleg bókmenntakynning MFÍK verður haldin i dag kl. 14. að Vatnsstig 10, bakhús (MÍR-sal- urinn). Fjöldi rithöfunda mætir og les úr bókum sínum. Inn á milli verður tónlistarflutningur. -r- - Jólakaffi Hringsins Á morgun verður jólakaffi Hringsins haldið að Broadway og verður húsið opnað kl. 13.30. All- ur ágóði rennur í Barnaspítala- sjóð Hringsins. Fávitinn Á morgun kl. 15 verður sýnd í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, Fávit- inn sem byggð er á skáldsögu Fjodors Dostojevskís. Leikstjóri er ívan Pyriev. íslenskur texti. Félag kennara á eftirlaunum Jólafundur verður í dag kl. 14. Á dagskrá er félagsvist og EKKÓ- kórinn syngur. Gestur fundarins er séra Heimir Steinsson. Gengið Almennt gengi LÍ 03. 12. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,920 73,300 71,110 Pund 116,690 117,280 116,870 Kan. dollar 49,160 49,460 48,350 Dönsk kr. 9,8390 9,8930 10,0780 IMorsk kr 9,0140 9,0630 9,0830 Sænsk kr. 8,4840 8,5310 8,6840 Fi. mark 12,3011 12,3750 12,6043 Fra. tranki 11,1500 11,2170 11,4249 Belg. franki 1,8131 1,8240 1,8577 , Sviss. franki 45,7700 46.0200 46,7600 Holl. gyllini 33,1891 33,3885 34,0071 Þýskt mark 37,3955 37,6202 38,3172 ít. lira 0,037770 0,03800 0,038700 Aust. sch. 5,3152 5,3472 5,4463 Port. escudo 0,3648 0,3670 0,3739 Spá. peseti 0,4396 0,4422 0,4504 Jap. yen 0,712700 0,71690 0,682500 írsktpund 92,867 93,425 95,156 SDR 99,800000 100,40000 98,620000 ECU 73,1400 73,5800 74,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.