Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 DV 22 ^SFjðtdl — Jochen Ulrich hefur gert Diaghilev að yrkisefni: Skipaði frægustu tónskáldunum að semja Þýski danshöfundurinn Jochen Ulrich er einn af þessum tryggu vinum íslands sem koma hingað reglulega til starfa. Hann kynntist íslandi fyrst í gegnum Katrínu Hall, núverandi stjórnanda ís- lenska dansflokksins, þegar hún starfaði sem dansari hjá flokki hans, Tanz-Forum Jochen Ulrich í Köln. Sjáifur kom hann fyrst til ís- lands árið 1980 til að semja og setja upp verkið Blindisleik við tónlist Jóns Ásgeirssonar. Sjö árum síðar setti hann upp mest sóttu sýning- una i sögu íslenska dansflokksins, Ég dansa við þig. Fyrir þremur vikum kom hann hingað í fjórða sinn, gagngert til að semja í sam- vinnu við flokkinn nýtt dansverk sem hefur hlotið nafnið Diaghileu: Goösagnirnar. Verkið er lokaþátt- ur þríleiks sem Ulrich hefur samið um listrænan stjórnanda Ballets Russes í upphafi aldarinnar, Sergei Diaghilev. „Diaghilev var stórkostlega hug- myndaríkur og uppfinningasam- ur. Hann hefur gert meira fyrir nútímadansinn en nokkur annar. Það er óhætt að segja að hann sé faðir nútímadansins," segir Jochen Ulrich, þar sem hann situr og hámar í sig lifur í mötuneyti Borgarleikhússins rétt fyrir rennsli. Það stendur ekki til að frumsýna fyrr en í febrúar, en Ul- rich er á förum og kemur ekki aft- ur fyrr en í janúar til að leggja lokahönd á verkið. Nú var Diaghilev ekki danshöf- undur sjálfur heldur listrœnn stjórnandi. Á hvern hútt stuólaði hann að fœðingu nútímadansins? „Það var hann sem setti rús- senska dansflokkinn Ballets Russes saman. Hann kallaði til sín danshöfunda, dansara, búninga- hönnuði og tónskáld og ákvað hverjir ættu að vinna saman að hverju nýju verki.“ Skipti það miklu máli hverjir vinna saman? Er ekki nóg aðfá til sín góða listamenn? „Það er langmikilvægast. Ef þú ert ekki með rétta fólkið til að vinna saman þá gerist ekki neitt. Diaghilev vissi hvemig átti að fara að þessu. Hann hafði gott auga fyr- ir hæfileikum og kunni að skapa rétt andrúmsloft þannig að hann næði því besta út úr hverjum og einum. Það var hann sem fékk Stravinsky, Debussy og Ravel til að semja tónlist i samvinnu við danshöfunda. Þetta voru mikil- vægustu tónskáld þess tima og ef hann hefði ekki beinlínis skipað þeim að semja með dansinn í huga er ekkert víst að þeir hefðu nokk- urntíma gert það.“ Ólga og umbrot Nú ert þú að búa til dansa um þennan mann, sem vissulega er mikilvœgur fyrir sögu dansins. Hvað fleira hvatti þig til að gera hann aö yrkisefni? „Það sem vekur áhuga minn er orkan og krafturinn sem fylgdi honum. Diaghilev rak dansflokk sinn í París á árunum 1909 til 1929, sem voru tímar mikillar ólgu og umbrota, enda kemur fyrri heims- styrjöldin þarna inn í. Samt tókst honum að skapa aðstæður til frjórrar listsköpunar á verkum sem ennþá er verið að sýna úti um allan heim. Verkum eins og Vor- blóti eftir Stravinsky, The Firebird Ballet eftir Petrouska, glíma við. Diaghilev gerði ákveðin viðfangsefni spennandi fyrir dans- höfunda. Það voru að visu til góð- ir ballettdansarar en sögurnar sem verið var að segja í dansinum voru leiðinlegar." Hvaða sögur kom Diaghilev með? „Hann kom fyrst og fremst með ný þemu. Dansinn er ekki beinlín- is hentugt listform til frásagnar. Hann tjáir tilfiningar og túlkar lík- ingar á ljóðrænan hátt með hreyf- ingum.“_ Vil brúa bilið Hvaóa þemu hefurðu kosiö aö taka fyrir í ballettunum þínum um Diaghilev? „Dansinn fjallar um um eldinn, ringulreiðina, ástina og ástríðurn- ar. Fórnirnar, sem ég samdi fyrir dansflokkinn í Innsbruck [sem Ul- rich tekur brátt við stjóminni á, innsk. blm.], voru um upp upp- götvun dansins, kraftinn og hrifn- inguna. Annar dansinn, í náðinni, samdi ég fyrir Euregio í Belgiu. Hann snerist um áln’ifavaldana. Goðsagnimar fjalla um það sem Diaghilev hefur skilið eftir sig.“ Kaustu sjálfur aö setja þessi þrjú verk upp meö sinn hverjum dans- flokknum? „Ég get ekki beinlínis sagt það. Ég lít á þetta sem mína aðferð til að brúa bilið á milli þeirra evr- ópsku dansflokka sem ég hef verið fenginn til að starfa með. Mér finnst ég frekar vera að byggja eitthvað á þennan hátt en ef ég semdi ótengd verk.“ Hver er staða dansins í dag? „Dansinn er ekki lengur í sama sambandi við aðrar listgreinar og hann var i upphafi aldarinnar þeg- ar Diaghliev gat fengið Stravinsky og Picasso til að vinna saman. En það hefur aldrei verið meira dans- að. Dansinn er fullfær um að lifa sjálfstæðu lífi þó meiri samskipti við aðrar listgreinar væru æski- legar.“ Þú vinnur ekki sjálfur með tón- skáldi í þessu verki heldur notar tónlist sem var til áður. Hefðirðu heldur kosið að vinna meó tón- skáldi? „Auðvitað væri það kjörið. En það tekur að minnsta kosti tvö ár að setja saman dans og semja tón- list. Það hefur enginn dansflokkur efni á því að halda uppi bæði tón- skáldi og danshöfundi í svo langan tíma. Flokkarnir eiga nóg með laun dansaranna. Það þýðir því lít- ið að ræða það, þó ég hafi reyndar verið svo heppinn að eiga þess kost hér á íslandi að semja í sam- starfi við bæði Jón Ásgeirsson og Skárren ekkert. Svo má heldur ekki gleyma því að ég vinn náið með dönsurunum í íslenska dans- flokknum að sköpun dansins. Þeir þróa hann með mér og hafa áhrif á mig. Ég kem ekki hingað með full- mótaðar hugmyndir sem ég ætlast til að dansaranir túlki eftir fyrir- fram ákveðnum hugmyndum held- ur leyfi þeim að taka virkan þátt í ferlinu - þó ég leiði þá að sjálf- sögðu áfram í rétta átt!“ segir Jochen Ulrich og tilkynnir í óspurðuðum fréttum hrifningu sína á íslensku vetrarveðri, snjó og stormi. „Það er alveg frábært að koma hingað á veturna. Kraft- urinn hér er svo mikill." Síðasta athugasemdin á líka við um ís- lenska dansflokkinn. -MEÓ Þýski danshöfundurinn Jochen Ulrich er einn af þessum forföllnu íslandsvinum sem grípur hvert tækifæri sem gefst til aö koma hingað til starfa. The afternoon Faune eftir Debussy og hinn gríðarlega fræga ballet Ra- vels, Daphné og Chloe. Ég held að við getum ýmislegt lært af þessum manni. Lítum bara á það hugrekki sem þurfti til að koma nýjungunum á framfæri. Það er ekki nóg fyrir okkur að horfa eingöngu til fortiðarinnar, við verðum líka að hafa kjark til að horfa fram á við. Diaghliev er góð fyrirmynd að því leyti að hann var óhræddur að ryðja nýjar brautir og berjast fyrir því sem hann trúði á.“ En þaó voru fleiri listamenn að berjast fyrir nýjungum á þessum tíma. Voru ekki einfaldlega góð skilyröi til aö skapa í upphafi ald- arinnar, þrátt fyrir erfiðleika á febrúar frumflytur Islenski dansflokkurinn nýtt verk eftir Jochen Ulrich um Sergei Diaghilev, Goðsagnirnar. borð við heimsstyrjöld? „Vissulega. Én Diaghilev átti einn þátt í því að heíja dansinn til vegs og virðingar sem sjálfstætt listform." Áttu við aö ekki hafi verið litið á dansinn sem list á þessum tíma? „Já, ég á við það. Dansinn var staðnaður. Hann hafði engin áhugaverð viðfangsefni til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.