Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 28
28 viðtal LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 JjV - Olafur Sturla Njálsson í Nátthaga fer ekki troðnar slóðir í lífinu Þar til fyrir 9 árum var Nátthagi í Ölfusi aðeins örnefni á landakorti, dregur líklega nafn sitt af því að hafa verið næturból fyrir búfénað. Þar var aðeins gömul rétt, sem Ölfusingar not- uðu hér áður fyrr, þegar Ólafur Sturla Njálsson keypti landið og hóf upp- byggingu þar. Ólafur lauk prófi í garð- yrkjufræðum frá landbúnaðarháskól- anum í Ás í Noregi árið 1983. Hann er fæddur í Reykjavík og segist lítið hafa unnið við annaö en garðyrkju frá því að hann tók að sér að þrifa garða 15 ára að aldri. Skömmu eftir að hann fluttist aftur til íslands að námi loknu, réðst hann sem kennari og fagdeildar- stjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins og gegndi því starfi í 9 ár. Þá bjó hann í Hveragerði. Garðyrkia á illa grónum urðarnóli „Mér var farið að leiöast að kenna og vildi snúa mér aö mínum hugðar- efnum, ræktun og sölu trjáplantna á eigin vegum“, sagði Ólafur í samtali við DV. „Þegar ég festi kaup á landinu var þar ekkert. Ekkert hús, ekkert raf- magn, ekkert vatn né heldur vegur og þar hafði aldrei verið sett niöur tré. Ég byrjaði alveg á móunum," sagði Ólafur þegar DV tók hann tali í vik- unni. Árið 1990 flutti Ólafur um 40 fer- metra vinnuskála á land sitt, og inn- réttaði hann sem vinnuaðstöðu. Nú er þessi „skáli“ orðinn að heimili hans og vina hans, kattanna. „Ég ætlaöi mér að byggja íbúðarhús þarna skömmu eftir að ég flutti, en ákvað að láta uppbyggingu og rekstur trjárækt- arinnar ganga fyrir. Garðyrkjustöð- ina reisti ég á svæði sem var iUa gró- inn urðarhóll. Eftir að hafa látið slétta úr hólnum, var kominn um hálfur hektari af flötu malarsvæði og þar stendur nú 400 fermetra gróðurhús mitt, sem ég lauk við að byggja fyrir um tveimur ánun. Hér er hrikalega hrakviðrasamt ef eitthvað er að veðri og skefur illa.“ Sem dæmi nefnir Ólafur, að nú fyr- ir miðjan nóvember hafi fyrsti snjór- inn komið, og þegar hlánaði að nýju hafi landið hans verið eins og stór hvítur blettur í dökku umhverfi. Þá skóf í kringum byggingar og tré, sem hann hefur gróðursett úti við og skafl- inn hverfur seint. 300 tegundir alparósa Ólafur ræktar og selur fjöldann all- an af tijátegundum, og segist ómögu- lega getað giskað á fjölda tegunda, sem eru í gróðrarstöð hans. Hann hóf ræktun fjölærra blóma fyrir nokkrum árum og segir uppáhaldsrunnategund sína vera alparós. „Ég legg mikið á mig til þess að komast að raun um hvaða tegundir þrífast best á íslandi. Ég hef líklega flutt inn hátt í 300 teg- undir af alparósum og þreifa mig þannig áfram. Nú hef ég að mestu hætt innflutningi þeirra og „bý þær til“ sjálfur. Þetta er farið að ganga mjög vel og á næsta ári mun ég bjóða til sölu þær tegundir, sem með sanni má segja, að séu íslenskt ræktaðar". Margs er að gæta, við trjá- og plönturækt. Ólafur kveður þurrka í júní og júll undanfarin ár oft hafa valdið vatnsskorti hjá sér og hann er nú að setja upp vatnstank sem forða- búr. Hann hefur haft um þrjá starfs- menn hjá sér á sumrin, en er að öðru leyti aleinn með reksturinn. Á mesta þurrkatímabilinu kemur oft fyrir að Ólafur fari um miðjar nætur til þess að vökva, og ljóst er að einstaklings- rekstur er ekki alltaf tekinn út með sældinni. „Það, sem hrífur mig mest við þetta landsvæði mitt, er kyrrðin og þögnin. Ég er heymarskertur, er með heym- artól á báðum eyrum og umhverfíshá- vaði truflar mig. Þeim fer einnig sí- ijölgandi viðskiptavinum mínum, sem em famir að meta kyrrðina hér þegar þeir velja sér plöntur, í stað þess há- vaða, sem er ríkjandi í flestum stórum gróðrarstöðvum í höfuðborginni og víðar.“ Einn í sambúð með fjöld kynjakatta Ólafur er fráskilinn, en hann býr þó síður en svo einn. Fjöldi vina bíð- ur með óþreyju komu hans á kvöldin eða í hádeginu. Kattarækt Ólafs hófst með því að hann fékk sér síamskött og upp frá því fékk hann áhuga á hrein- '.....~ fjiýj/Mif'i/i/i / /if'mfjikj/itfm / c/uxj 10 ÓTRULEG AFMÆLISTiLBOÐ! í tilefni 10 ára verslunarafmælis GP húsgagna í desember verða ýmis tilboð í gangi til jóla. 10 ÁRA AFMÆLI = 10 TILBOÐ /Sófasett, Módei 1517: Sófasett, 3ja sæta sófi og tveir stólar með Blues tauáklæði. Fullt verð 159.000,- Verð f des. *99 aðeins kr. 99.000,- stgr. Color it borðstofuhúsgögn: Borðstofuborð, 6 stólar, skenkur og skápar m/ljósum. Fullt verð 162.700,- Verð í des. ‘99 aðeins kr. 139.000,- stgr. 1 o $ Módel Maiorca 3ja sæta sófi m/ tveimur innbyggðum skemlum, alklætt ekta leðri. Fullt verð 148.900,- Verð í des. ‘99 aðems kr. 129.000,- stgr. Sérpantanatöboð > á Módel Tigre: ’ Dæmi: Módel Tigre 3+1+1 Ieður40100. Fullt verð 298.000,- Vérö í des. ‘99 aðeins kr. 248.000,- stgr. Color it hillusamstasða: Hillusamstæða úr kirsuberjavið, fyrir sjónvarp. Fullt verð 74.700,- Verð í des. ‘99 aðeins kr. 65.800,- stgr. Color it glerskápar. Hár skápur með glertiurðum, módel 23022 auk Ijósa. Fullt verð 37.500,- Verð í des. “99 aðeins kr. 26.900,- stgr. Æt> Æ h æ!) k u ir u Heimsendirvg: Frf heimsending hvert á land sem er! & f Coior rt skápar og hiííusamstæður I beyki/grænu og beyki/rauðu með 40% afslætti Dæmi: Skápur 23021 beyki/grænt og beyki/rautt. Fullt verð 32.700,- Verð í des. ‘99 aöeíns kr. 19.600,- stgr. Dæmi: Hillusamstæða í beyki/grænu og beyki/rauðu. Fullt verð 75.100,- Verð í des. '99 aöeins kr. 44.900,- stgr. Lítið og nett eldhúsborð eða glæsilegt borðstofuborð í kirsuberjavið. Fullt verð 29.800,- Verð í des. *99 aðeins kr. 19.900,- stgr. Eurosedta borðstofusett Borðstofuborð m/2 stækkunum, 2 armstólar og 4 armlausir. Fullt verð 149.000,- Verð í des. *99 aðems kr. 129.000,- stgr. w Landsýn usgögn 65 1234 w W /o< I Bæjarbrauní 12 Hf. * Símt 565 1234 OpiO virka daga 10-18 - laugordaga 10-16 - sunnudaga 13-17 I desember Þöll er dóttir Tjúlla og hér er Ólafur með hana og Ævisólarætthöfðingja. skepnan þekkir ekki, þess saknar hún ekki. Það sé til dæmis tómt rugl aö læður eigi að gjóta einu sinni, áður en þær séu teknar úr sambandi. Sama gildi um útiveru katta. Ólafur tjáir sig um reglugerð um kattahald, sem ver- ið hefur til umræðu, m.a. í bæjar- stjóm Hveragerðis. „Þetta er gjörsam- lega fáránleg reglugerð. Af hveiju ekki að setja í reglugerð, að kettir skuli aldrei vera úti, þá væri málið leyst! Einnig er einkennilegt, að eng- um skuli detta 1 hug aö minnast á að láta eigendur gelda kettina í stað þess aö leyfa þeim að eiga afkvæmi og losa sig síðan við þau innan þriggja mán- aða. Vilji fólk eiga kött sem gæludýr, ætti að vera krafa í reglum um katta- hald, að kötturinn sé geltur. Þar í ligg- ur hin eina lausn á vandamálum, sem fylgja kattahaldi í þéttbýli!" Ólafur er formaður Kynjakattafé- lags íslands, en hyggst segja af sér næsta vor, aðallega vegna tímaskorts. Hann segir, aö samkvæmt reglugerð, sé innflutningur katta bannaður. Þannig þurfi að fá undanþágu í hvert skipti sem köttur er fluttur inn, ekki ósvipað því, sem er í reglugerð um hundahald; það sé bannað nema með undanþágum sem svo til aiiir fá. Kett- irnir, eins og önnur innflutt dýr, þurfa að fara í langt og strangt ferða- lag hérlendis eftir erfltt feröalag aö utan. Til Reykjavíkur, til Akureyrar, síðan til Dalvíkur, svo í feijuna, sem skilar þeim í Hrísey. Eftir 6-8 vikna dvöl þar hefst svo ferðalagið að nýju. Hjartahlý vinkona vann bug á þunglyndinu Tvö stór og mikil búr með klifur- grindum eru í íbúð Ólafs. í ööru búrinu býr bengailæða en í hinu tvær bengallæður, allar innfluttar. Þær hafa verið aldar upp í búrum og þvl ekki mjög heimilisvanar, þótt ræktun katta. Hann hefur flutt inn 17 ketti af ýmsum tegundum, en segist nú aðallega hafa áhuga á að rækta bengalketti, sem séu upphaflega blanda úr Asian Leopardketti frá frumskógum Austur-Asíu og húsketti. Hlébarðaliturinn leynir sér heldur ekki á þeim fallegu köttum sem léku sér þegar fréttaritari DV kom í heim- sókn en Ólafur segist þó ekki vera bú- inn að ná „rétta hlébarðalitnum" enn- þá, frekar en aðrir bengalræktendur um heim allan. Hann er þó kominn með fimm innflutta ketti, sem mynda grunnstofninn. Ólafur hugar nú að út- flutningi, og hefur þegar selt einn bengalkettling til Englands. „Uppáhaldskötturinn minn er Bangsi, en hann er abbysiníuköttur, og ættfaðir 29 kettlinga", segir Ólafur stoltur. Bangsi er þó ekki hand- (eða „fót'jhafi flestra verðlaunanna, þvl þar skákar síamskötturinn Tjúili hon- um. Tjúlli býr 1 sér húsnæði meö úti- búri, sem er áfast íbúðarhúsnæði Ólafs, en var lítið gefmn fyrir að sýna fréttaritara DV sig ailan í kuldanum. Hann heilsaði þó húsbónda sínum með því að líta út um „gluggann" sinn og mjálma. Við hiið hans býr annar köttur, bengalfressið „Redneck", í sér- húsnæði, en þeir tveir eru þeir einu, sem fá að fara út, þótt ekki sé nema í búrið. Innikettir og útikettir „Það er ýmislegt, sem fólk misskil- ur í sambandi við ketti og önnur dýr,“ finnst Ólafi. „Kettimir mínir eru ald- ir upp sem „innikettir". Nær allir, sem kaupa af mér ketti, er fólk, sem býr í þéttbýli. Ég geri fólki ijóst, að kettimir séu vanir inniveru og búi þannig við öryggi, sem „útikettir" hafa ekki. Aðalorsök dauða katta í þéttbýli, sem fá að fara út, er að ekið er yfir þá.“ Ólafur segist enn fremur vilja leggja áherslu á, að það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.