Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1999, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 52 Htjölskyldan Á ég að gæta bróður míns? Ef við œtlumst til þess að maki okkar setji góða ávexti í skálina þá fyllist skálin aðeins að hálfu leyti. Til þess að skálin sé full þurfa báðir að leggja sitt af mörkum, bera ábyrgð á sambúðinni saman Flestir sem lesa þessa fyrirsögn hugsa eflaust meö sér „auðvitað, þetta er nú fáránleg spurning!“. Hlýtur það ekki að liggia í augum uppi að foreldrar eigi að gæta bama sinna, alla vega á meðan þau eru ung og þurfa á stuðningi for- eldranna að halda? Jú, þetta ættu að vera sjálfsögð sannindi. En þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að þessi sannindi, sem öllum finnast vera svo augljós, eru ekki eins sjálfsögð og margir vilja vera láta. Frelsi einstaklingsins Það er um fátt meira talað í dag en frelsi einstaklingsins. Allir eiga að hafa rétt á því að lifa lífi sínu eins og þeim þóknast ef þeir aðeins fylgja settum lögum. Og þetta er á margan hátt af hinu besta. Ég get lifað mínu lífi eins og mig lystir og þú þinu, og allir una glaðir við sitt. Um leið erum við okkur öll ákaflega meðvitandi um réttindi okkar. Við sem frjáls- ir einstaklingar höfum margs konar réttindi, skráð og óskráð. Og við viljum gjaman vernda þessi réttindi. Við höfum til dæm- is rétt á því að skemmta okkur ærlega eftir langa vinnudaga, við höfum rétt á því að stunda okkar áhugamál, við höfum rétt á því að njóta frelsisins sem frjálsir ein- staklingar í frjálsu samfélagi. í öllu þessu frelsistali vill aftur á móti annað hugtak oft gleym- ast. Það er hugtakið „áhyrgð“! Berum við ekki ákveðna ábyrgð í lífinu þrátt fyrir allt okkar frelsi? Jú, vissulega. Við berum t.d. ábyrgð á okkur sjálfum. Ef við reykjum of mikið, borðum of mikið eða drekkum of mikið áfengi getur enginn borið ábyrgð á því nema við sjálf. Enda kemur óhófið niður á okkur sjálfum og okkar líkama og er þeim erfitt sem næst okkur standa. Þetta vit- um við öll. Hverra er ábyrgðin? Ef aftur á móti sambúðin okk- ar eða hjónabandið er á rangri leið þá gleymum við gjarnan því að við berum ábyrgð á samband- inu en ekki bara maki okkar. Þá grípum við til réttinda okkar til að afsaka okkur sjáif. „Ég hef rétt á því að lifa í skemmtilegri sambúð," segjum við, eins og maðurinn sem vildi skilja við konuna sína af því að hún hafði aldrei frumkvæðið að neinu skemmtilegu. Hjónabandið var orðið svo leiðinlegt, fannst hon- um. En ekki datt honum i hug að finna upp á neinu sjálfúr! Hið sama gerist stundum með bömin okkar. Þegar börnin ráfa drukk- in um stræti borgarinnar og for- eldrarnir eru í sama ástandi heima, hverra er þá ábyrgðin? Þegar 13, 14 og 15 ára unglingar stunda orðið reglulega áfengis- neyslu og eru jafnvel farnir að fikta við sterkari fíkniefni hverra er þá ábyrgðin? Þegar bömin gera aðsúg að lögreglu um miðjar nætur, vinna skemmdarverk og níðast á minni máttar, hverra er þá ábyrgðin? Þegar tölvur og sjónvarp og myndbönd ala bömin okkar upp svo að við hin full- orðnu getum verið frjáls að því að lifa okkar lífi, hverra er þá ábyrgðin? Þórhallur Heimisson Fjölskyldan eins og ávaxtaskál Stundum finnst mér gott að líkja fjölskyldunni við ávaxtaskál. Ef við setjum ekkert í skálina stendur hún tóm og rykug inni í skáp. Ef við ætlumst til þess að maki okkar setji góða ávexti í skálina þá fyllist skálin aðeins að hálfu leyti. Til þess að skálin sé full þurfa báðir að leggja sitt af mörkum, bera ábyrgð á sambúðinni saman. Og ef við hugsum bara um hvaða ávexti við hin fullorðnu höfum rétt á að fá úr skálinni þá verða bömin okk- ar út undan. Þvi að ef við gætum ekki bamanna okkar, hver gerir það þá? aw m, Síðustu ár hefur skátahreyf'mgin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð Eldtraust 12 stœrðir, 90 - 500 cm «'*• Þarfekki að vökva Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili Truflar ekki stofublómin -f* Skynsamleg fjárfesting Bandalag islenskra skóta > Attu marga FALLEGA M U N I ? SKÁPAEININGAR KIRSUBER JAVIÐUR BEYKI (Huröir og skúftfuiQ BLÁR, GRÆNN, GULUR, HLYNUR, BEYKI GG KIR5UBERJAVIÐUR Margvíslegir upprööunarmöguleikar TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Sími 568 6822 - œvintyri íikust upplýsing - * * HÚSGÖGN INNRÉTTINGAR á vlcl bædl um menn og dýr. \UMFERÐAR RÁÐ r úð mJL Síðumúla 13 sími 588 5108 38.296 stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.