Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 33"^/" fréttir Úrskuröarnefnd um upplýsingamál hefur afgreitt kæru DV: Ráðuneyti afhendi Kambselsskjölin - ráðuneytið ekki sem einkaaðili við jarðasölur samkvæmt lagaheimildum Úrskurðamefnd um upplýsinga- mál hefur fellt þann úrskurð að landbúnaðarráðuneytinu beri aö af- henda DV afrit af umbeðnum kaup- samningi vegna ríkisjarðarinnar Kambsels í Álftafirði. Ráðuneytið hefur þegar sent DV afrit af samn- ingnum. DV óskaði eftir afriti af kaup- samningnum í nóvember en land- búnaðarráðuneytið synjaði. Ráðu- neytið bar fyrir sig 5. grein upplýs- ingalaga þar sem segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál- efni einstaklinga sem sanngjamt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Ráðuneytið taldi sig sem seljandi Kambsels vera eins og hver annar einkaaðili gagn- vart þeim viðskiptum og því bæri Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. því ekki að afhenda kaupsamning- inn, enda hefði honum ekki verið þinglýst. Skömmu fyrir jól var úrskurður ráðuneytisins kærður til upplýs- inganefndarinnar og m.a. bent á að sala Kambsels fór fram án auglýs- ingar og að fyrrverandi leigjendur jarðarinnar, heimamenn í Álfta- firði, hafi kært ráðuneytið vegna sölunnar. Úrskurðamefndin segir að þar sem salan á Kambseli hafi verið gerð með fyrirvara um að Alþingi veitti fyrir henni nauðsynlega laga- heimild væri ekki hægt að líta svo á að landbúnaðarráðuneytið kæmi fram í málinu sem hver annar ein- staklingur eða einkaaðili. Þegar þannig standi á verði hagsmunir kaupenda af því að halda kaupskil- málum leyndum að víkja fyrir þeirri meginreglu upplýsingalaga að stjómvöldum sé skylt að veita al- menningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Undanþágur frá þeirri meginreglu beri að túlka þröngt. Eins og fyrr sagði hefur DV þegar fengið kaupsamninginn vegna Kambsels í hendur. í honum kemur reyndar ekkert fram sem DV hafði ekki áður skýrt frá þó þar sé stað- fest að kaupverð jarðarinnar vár 750 þúsund krónur. Kambsel var selt Helga Jenssyni, lögmanni á Eg- ilsstöðum, og Atla Ámasyni, lækni á Seltjarnarnesi. Atli er eiginmaður Kristjönu Bergsdóttur, varaþing- manns Framsóknarflokksins í Aust- urlandskjördæmi á árunum 1995 til 1999. -GAR Fjórar nýjar spjallrásir voru opnaöar í gær á Fókusvefnum@visir.is. Nokkrir valinkunnir einstaklingar úr lista- og íþróttalífi landsins opnuöu spjallrásirnar fjórar, en þaö var leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur sem spjallaði fyrstur og opnaöi rás um kvikmyndir kl. 15.00. Þá tók Geir Sveinsson handboltakappi viö og átti fyrstu sendinguna í íþróttaspjalli. Magga Stína hóf tónlistarspjalliö á Fókusvefnum og Páll Hjálmtýsson, betur þekktur sem dr. Love meöal sumra, reiö á vaðiö á spjallrás um kynlíf undir kvöld. DV-mynd ÞÖK Jólatré og trjágróður Hafnfirðinga rennur saman: Húsmóðirin bjargaði grenitrénu - þar sem bæjarstarfsmaður reyndi að rífa það upp Gangandi vegfarandi var fluttur á slysadeild meö sjúkrabifreiö eftir aö ekið haföi veriö á hann viö gang- brautina viö Hótel Esju seint í gær- dag. Á myndinni sést sendibíllinn sem ók á vegfarandann. DV-mynd KK Þjóðminjasafnið: 120 þúsund manns að lok- uðum dyrum „Þó sýningarhluti Þjóðminja- safnsins sé lokaður þá er önnur starfsemi í fullum gangi, svo sem rannsóknir, forvarnir og önnur verkefni sem sinna þarf,“ sagði Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur um Þjóð- minjasafnið við Hringbraut sem lokað var vegna viðgerða um mitt sumar 1998 og verður ekki opnað aftur fyrr en um mitt ár 2001. „Það er verið að taka safnahúsið algerlega | í gegn og allt innvols úr því fjar- lægt í bókstaílegum skilningi. Ef fólk horfir inn um glugga öðrum megin sér það út hinum megin,“ sagði þjóöminjavörður. Árlega hafa gestir Þjóðminja- safnsins verið um 40 þúsund tals- ins og því má gera ráð fyrir að 120 þúsund gestir komi að lokuð- um dyrum safnsins þau þrjú ár sem lokað er ef allar áætlanir standast. Þegar Þjóöminjasafnið opnar á ný verður nýr inngangur sunnanmegin og þar gengið inn í veglegt anddyri með móttöku, kaffistofu og verslun. Allt annað rými hússins verður tekið undir sýningarhald og flytjast skrifstof- ur og geymslurými annað. „Það var mikið mál að pakka öllum sýningargripum niður og Ímerkja en ég lofa því að þegar við opnum á ný þá á fólk eftir að ganga inn í nýtt og gerbreytt Þjóðminjasafn,“ sagði Þór Magn- ússon. -EIR Nokkra athygli hefur vakið að Hafnarfjaröarbær hefur farið fram á það við íbúa sína að þeir merki lifandi trjágróður áður en tekið verður til að safna jólatrjám á mánudaginn. Bær- inn skorar einnig á íbúana að taka jólaskrautið af trjánum áður en þeim er hent út í garð. Af þessu tilefni hafði DV samband við Áhaldahúsið i Hafn- arfirði þar sem menn voru á útopnu að undirbúa sig fyrir árlega söfnun hinna ónýtu jólatrjáa. „Það þótti ástæða til að fara fram á það að fólk merkti lifandi tré til að starfsmenn bæjarins rugluðust ekki á þeim og ónýtum jólatrjám. Fólk á það nefnilega til að stinga trjánum sem á að henda í skafla og þá er ekki einfalt að þekkja þau frá lifandi trjám,“ sagði starfsmaðurinn sem óskaði nafn- leyndar. Aðspurður um það hvort einhver atvik hefðu orðið tilefni til þessarar viðvörunar til bæjarbúa svaraði hann: „Það mun hafa komið hér upp fyrir nokkrum árum að húsmóðir hér í bæ sá sér til mikillar hrellingar að starfsmaður bæjarins var að bisa við að ná upp rótföstu tré í garði hennar. Hún hljóp út í ofboði og tókst að stöðva manninn áður en tréð gaf sig. Þetta var fyrir mína tíð en þessi atburður hefur orðið til þess að bæði starfsmenn og íbú- ar eru á varðbergi þar sem trjám er safnað. Það er öilum fyrir bestu að lifandi tré við lóðamörk séu merkt,“ segir starfsmaðurinn. Bærinn hefur einnig hvatt íbúa sína tii að taka jólaskraut af tiján- um áður en þeim er hent út að lóðamörkum. „Já, það hefur verið nokkurt vandamál að fólk hefur hent trjám með öUu saman og þá jafnvel fram af svölum. Þetta hefur valdið mönnum erfiðleikum enda seríur og alls kyns drasl sem þeir geta flækt sig í,“ segir starfsmaðurinn. -rt Þór Magnússon. stuttar fréttir Vatneyrarfundur Nefnd um endurskoðun laga um Ístjórn fiskveiða kom saman í morg- un en fyrsta mál á dagskrá var kvótadóm- ur sem féll í máli Vatneyrar 1í fyrradag. Á fundinum óskaði Sighvat- I ur Björgvins- son, fulltrúi Samfylkingarinnar, eftir því að nú yrði útfærsla á upp- boði aflaheimilda könnuð sérstak- lega. Fram kom stuðningur við það að málið yrði skoðað. RÚV greindi | frá. Mótmæla lagasetningu Stjóm Blaðamannafélags íslands undrast vanhugsaða og illa undir- búna lagasetningu um hljóðritun símtala sem skerði persónufrelsi og vernd einkalifsins auk þess að hefta störf blaðamanna. Stjórnin J krefst þess að Alþingi nemi þegar |! úr gildi 3. mgr. 44. gr. nýrra fjar- | skiptalaga um að hljóðupptaka í síma sé bönnuð án vitneskju við- mælandans. Vísir.is greindi frá. Nefhdin bíður Sjávarútvegsnefnd Alþingis kom saman í gær tO þess að ræða dóm S Héraðsdóms Vestfjarða sem kveður á um að ekki sé leyfilegt að banna skip- inu Vatneyri BA að halda kvótalaust til veiða. Minni- hluti nefndarinnar lagði til að þeg- ar yrði hafin gagnaöflun á vegum nefndarinnar og vinna varðandi breytingar á lögum um stjóm fisk- veiða. Tillagan var ekki samþykkt Iaf meirihluta nefndarinnar. Krist- inn H. Gunnarsson, varaformaöur nefndarinnar, sagði að engra álykt- ana eða yfirlýsinga væri að vænta frá nefndinni vegna dómsins. Vís- ; ir.is greindi frá. Ógnanir og ósannindi Formenn þingflokka stjórnar- andstöðunnar á Alþingi lýsa í fréttatilkynningu sem þeir hafa sent frá sér furðu sinni á ummæl- j um forsætisráðherra í Kastljós- | þætti Ríkissjónvarpsins þegar fjall- að var um nýfallinn dóm í Héraðs- dómi Vestfjarða um fiskveiði- | stjórnun. í tilkynningunni segjast formennirnir harma að ráðherr- ann bregði fyrir sig ógnunum og | ósannindum þegar hann sé ekki : sammála þeirri niðurstöðu sem 1 dómstigið komist að. Vísir.is | greindi frá. Sprengja í íþróttahúsi Sprengju, sem að öUum Ukind- : um var heimatilbúin, var hent inn | í íþróttahús Kársnesskóla í fyrra- dag. Gólfefni í íþróttasainum skemmdist nokkuð við sprenging- una. Að sögn lögreglu leikur grun- ur á um hverjir hafi verið að verki. Enginn meiddist í sprengingunni. Marklausar ásakanir Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki taka mikið mark á Íásökunum for- manna stjórn- arandstöðunn- ar um að hann beiti ógnunum og reyni að hafa áhrif á dómara | Hæstaréttar S vegna nýfallins dóms í Héraðsdómi Vestfjaröa um fiskveiðistjórnun. Bylgjan greindi 1 frá- SBankaskoðun VÞÍ Verðbréfaþing Islands ætlar að kanna hvort yfirmenn Bún- aðarbanka íslands hafi haft upplýsingar um að hagur bank- | ans yrði enn betri en kynnt var I viö hlutabréfaútboð bankans í desember. Bréf bankans hafa hækkað mjög. -AA mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.