Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 50
myndbönd LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 3D"V > Myndbanda The Astronauts Wife: Geimvera í stað djöfulsins + Spe’ncer Armacost er geimfari hjá NASA sem lendir í slysi i geimnum og er sambandslaus við Jörðu i tvær mínútur. Þegar hann kemst til baka leggur hann geimferðir á hilluna og tekur að sér stjórnunarstarf. Eiginkona hans verður fljótlega ófrísk, en getur ekki varist þeirri tilhugsun að eiginmað- ur hennar sé breyttur maður. Annars hefur hver sá sem séð hefur sýnishorn úr myndinni fengið að vita allan söguþráðinn. Að grunni til er þetta sama sagan og í Rosemary’s Baby nema nú er það geimvera en ekki djöfullinn sem reynir að brjóta sér leið inn í mannlegt samfélag í gegnum leg saklausrar konu. Eins og í Rosemary’s Baby er reynt að byggja upp sálrænan hrylling með ótta og bjargarleysi taugaveikl- aðrar konu sem allir álíta haldna ofsóknarbrjálæði, enda er saga hennar svo ótrúleg að ekki er hægt að ætlast til að nokkur trúi henni. Myndin líður frek- ar hægt í gegn án þess að nokkuð gerist sem ekki var vitað fyrirfram að myndi gerast. Þar af leiðandi er engin spenna í þessu og myndin fyrir vikið langdregin og leiðinleg. Johnny Depp er flnn leikari en virkar hálfþreytuleg- ur í þessari mynd og Charlize Theron er ekki burðug leikkona. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Rand Ravich. Aðalhlutverk: Johnny Depp og Charlize Theron. Bandarísk, 1999. Lengd 110 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Go: Partíflétta ★★ Ronna (Sarah Polley) er ekki i sama jóla- skapinu og vinnufélagar hennar. Ástæðan er einfóld: í miðjum hátíðarhöldunum á hún að missa íbúðina vegna ógreiddar skuldar. Skyndilega eygir hún þó von um auðfengið fé þegar sjónvarpsstjörn- urnar Adam (Scott Wolf) og Zach (Jay Mohr) biðja hana um áð útvega sér eiturlyf. Óhætt er að segja að þau viðskipti hafi margvísleg áhrif á flestar persónur myndarinnar. Leikstjóri Go, Doug Liman, gerði árið 1996 myndina Swingers sem þýdd var Á djamminu og sýnd hér á kvikmyndahátíð. Það var stórgóð mynd í alla staði og því ekki laust við að þessarar hafi verið beðið með nokkurri eftir- væntingu. Þótt Liman sé enn á djamminu í Go er allt með ýktari hætti. Vímugjafarnir vafasamari, nektin meiri, bílarnir hraðskreiðari og atburða- rásin ótrúverðugri. Og allt er þetta til vansa. Því lengra sem myndin geng- ur því verri verður hún. Ekki vegna þess að hún gangi fram af manni held- ur missir Liman atburðarásina út í hreinan fáránleika. Þetta er mikil synd þvi að uppbygging myndarinnar er skemmtilega útfærð og Go er á köflum langtum klókari en dæmigerðar táningasápur. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Doug Liman. Aðalhlutverk: William Fichtner, Katie Holmes, Jay Mohr, Sarah Polley og Scott Wolf. Bandarísk, 1999. Lengd 98 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Happy Face Murders: Sannleikurinn er lyginni líkastur W** ' " hattt rwxrs MU1 1 r, 3 '< ★★★ Lögreglukonan Jen Powell fær inn á sitt borð óhugnanlegt morðmál. Rannsókn málsins gengur ekkert alltof vel þar til eldri kona, Lorraine, kemur fram og segir að ofbeldisfullur og áfengissjúkur sambýlismaður hennar hafi drýgt verknaðinn. Hann neitar hins vegar allri sök og ekki bætir úr skák að Lorraine breytir hvað eftir annað framburði sínum. Þessi mynd ku vera byggð á sönnum atburðum og er söguþráðurinn hæfilega ævintýralegur til að maður trúi því. Sannast hér aö sannleikur- inn tekur skáldskap fram i furðuleika. Myndin leiðir okkur í gegnum margar mismunandi útgáfur af morðgátunni og það er ekki fyrr en nær dregur sögulokum að allt fer að raðast saman þannig að heildarmynd kemst á. Myndin segir áhugaverða sögu og fer langt á góðu handriti, þrátt fyrir að vera fremur ódýr framleiðsla. Engar stjömur eru í leik- hópnum sem skilar þó sínu sæmilega án þess að vekja neina sérstaka hrifningu. Nicholas Campbell sker sig þó úr fyrir að skapa alveg sérstak- lega ógeðfellda persónu. Útgefandi ClC-myndbönd. Leikstjóri Brian Trenchard-Smith. Aðalhlutverk: Ann-Margret, Marg Helgenberger, Henry Thomas og Nicholas Campbell. Bandarísk, 1999. Lengd 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ A Midsummers Night Dream: Kvikmynd eða leikrit? Leikrit Williams Shakespeares, Draumur á Jónsmessunótt, hefur ósjaldan verið aðlag- að sjónvarpsskjánum eða hvíta tjaldinu. Líkt og venja er fylgja slíkum tilfærslum nokkrar breyting- ar og er tilgangurinn oftast nær sá að fella brota- kennd sviðsverk að hrynjandi kvikmyndarinnar. Breytingamar sem hér hafa verið gerðar lúta aftur á móti vart fyrmefndu markmiði. Þessi útgáfa Draumsins er ávallt „sviðsetning" og brögð kvik- myndalistarinnar einungis notuð til að magna hana frekar. Og það verður að segjast éjns og er að í sviðsetningum og búningum eru fólgnir helstu kost- ir myndarinnar. Ævintýrakennt útlitið er ávallt heillandi og nokkrir þeirra fjölmörgu aíbragðsleikara sem koma við sögu njóta greinilega tilbreytingar- innar frá hefðbundnari hlutverkum. Stanley Tucci og Rupert Everett eru öðrum skemmtilegri en hlutverk margra annarra eru of einfóld til að túlk- un þeirra vérði eftirminnileg. Og nú erum við komin að helsta galla mynd- arinnar sem er sundurleysið. Líkt og leikritið gerir kröfu um er vaðið úr einu í annað svo úr verður fullsamhengislaus atburðarás fyrir mynd af þessu tagi. Hér sannast það enn og aftur að leikrit og kvikmynd eru gjöró- likir miðlar en það er kannski vegna þessa tvíeðlis sem Draumur þessi held- ur manni vakandi (sofandi?) þrátt fyrir allt. Útgefandi Skifan. Leikstjóri Michael Hoffman. Aðalhlutverk: Rupert Ever- ett, Calista Flockhart, Kevin Kline, Michelle Pfeiffer og Stanley Tucci. Bandarísk, 1999. Lengd 116 mín. Öllum leyfð. -bæn Johnny Depp: Tónlistarmaðurinn sem óvart varð leikari Johnny Depp hefur sannarlega útlitið með sér í hjartaknúsarahlut- verk en hann hefur fúlsað við slíku. Strax og hann fór að geta valið um hlutverk hefur hann lagt áherslu á kreíjandi og fjölbreytt hlutverk. Honum hefur tekist að standa undir metnaðarfullu hlutverkavali sínu og nýtur mikillar virðingar sem leikari. Jafnframt hefur hann verið fastagestur í slúðurdálkum vegna villts lífernis og skammvinnra sam- banda við sumar af frægustu ungu leikkonunum í Hollywood. Johnny Depp átti fremur rótlausa æsku. Hann fæddist 9. júní 1963 í smábænum Owensboro í Kentucky en fluttist siðan með fjölskyldu sinni til Flórída og við tóku stöðug- ir flutningar sem gerðu honum erfitt fyrir að eignast vini. Ekki batnaði ástandið þegar foreldrar hans skildu þegar hann var fimmt- án ára. Honum gekk illa i skóla og fór að fikta við fikniefni. Að lokum gafst hann endanlega upp á skólan- um og fór að eyða mestöllum tíma sínum í gamlan notaðan rafmagns- gítar sem mamma hans gaf honum. Hann byrjaði tónlistarferil sinn á því að spila á börum hingað og þangað um Flórída með hljómsveit- inni The Flame. Nafni hljómsveitar- innar var síðan breytt í The Kids og undir því nafni náði hún þeim merka árangri að hita upp fyrir Iggy Pop. Þeir ákváðu síðan að Johnny Depp fannst hann vera að taka niður fyrir sig en þetta reynd- ist honum happadrjúg ákvörðun, því þættimir slógu í gegn og komu honum á framfæri. Hann entist í þrjú ár og sneri sér síðan aft- ur að kvikmyndunum. Johnny Depp hefur leikið marg- an furðufuglinn í allsérstökum mynd- um. Þar má nefna Edward Scissor- hands (1990), Benny & Joon (1993), Ed Wood (1994), Don Juan DeMarco (1995), Dead Man (1995) og Fear and Loat- Furdufuglar hing in Las Vegas (1998). Síðustu árin hefur hann einnig tekið að sér hefðbundnari hlutverk í myndum eins og Donnie Brascoe (1997) og The Astronaut’s Wife (1999). Hann hefur einnig haldið áfram að spila á gítarinn sinn með hljómsveitinni P. Johnny Depp hef- ur haft orð á sér fyrir að vera mikið partídýr og hefur viður- kennt að hafa misnotað fikni- efni í miklum mæli. Árið 1993 lést leikarinn River Phoenix af of stórum skammti fikniefna á gangstétt- inni fyrir framan næturklúbb í eigu Johnny Depp, The Donnie Brasco. Viper Room. Árið 1994 var Johnny handtekinn eftir að hafa rústað hót- elherbergi. Hann hefur verið í tygj- um við marga leikkonuna, þar á meðal Winona Ryder, en er nú í sambandi við frönsku leikkonuna og söngkonuna Vanessa Paradis og eignaðist með henni dóttur í maí síðastliðnum. Það er ekki lengra síðan en í janúar á siðasta ári að hann lenti síðast í vandræðum en þá var hann handtekinn eftir slags- mál við ágenga blaðaljósmyndara í London. Vonandi getur hann fundið einhverja ró í fóðurhlutverkinu og haldið áfram að sýna okkur hve góður leikari hann er. Pétur Jónasson Fear and Loathing in Las Vegas. flytja til Los Angeles í von um að slá í gegn en samkeppnin var mikil og þeir komust lítt áleiðis. ndbandalisti vikunnar Nicholas Cage Árið 1983 giftist Johnny Depp SÆTI IFYRRI VIKA IVIKUR Á LISTA — Vikan 28. TITILL desember - 3. j ÚTGEF. janúar jTEG. forðunardömunni Lori Anne Alli- son. Hjónabandið entist ekki nema 1 1 c* Nottinghill Entrament Háskólabíó i Sk/fan Garaui Spenna ] tvö ár en nógu lengi fyrir hana að 2 2 1 2 kynna Johnny Depp fyrir vini sín- 3 3 1 3 10 things 1 hate about you ; SAM Myndbönd Gaman um, ungum leikara að nafni Nicholas Cage, sem hvatti Johnny 4 5 J 5 EdTv CIC Myndbönd Gaman Depp eindregið til að reyna fyrir sér 5 NÍ ! i The out-of-towners CIC Myndbönd Gaman í leiklistinni og kom honum í sam- band við umboðsmann sinn. Áður 6 Ví •• j 4 i ] 5 ] Matrix WaraerMynár Spenna en hann vissi af var hann búinn að 7 6 1 6 Cniel intentions j Skrfan Spenna næla í fyrsta kvikmyndahlutverk sitt. 8 10 8 Forces of nature CIC Myndbönd Gaman Eftir hlutverk í hryllingsmynd- 9 7 1 7 Tmecrime WaraerMynár Spema inni A Nightmare on Elm Street (1984) og kynlífskómedíunni Private 10 11 12 NÝ 1 11 Arlinton raod The Astronauts wife ] Háskótabíó Spenna Speima Resort (1985) fór Johnny Depp að ] 1 Myndfonn taka sig alvarlega. Hann sótti leik- listartíma og vildi reýna fyrir sér í metnaðarfyllri hlutverkum. Honum 12 13 8 NÝ 3 1 1 Indreams Wnis CIC Myndbönd ] Skrfan Spetma Speima tókst að fá smáhlutverk í Víetnam- 14 11 2 My favorite Martian SAMMyndbSnd Gaman mynd leikstjórans Olivers Stones, Platoon (1986), en gekk annars illa 15 14 3 Simply iiresistible Skffan Gaman að koma sér á framfæri. Honum var 16 9 1 2 Modsquad WaraerMyndr Speraia boðið aðalhlutverkið í nýrri sjón- varpsseríu, löggudramanu 21 Jump 17 17 1 8 LHe is beautiful Svaitur köttur, hvítur köttur J Skrfan Gaman Street, en neitaði því samstundis. 18 18 3 Háskólabíó Gaman Að lokum tókst umboðsmanni hans þó að fá hann til að taka boðinu, þó 19 15 1 7 Resurrection Civil action Myndforai Spenna ekki væri nema eitt misseri. 20 Al 1 9 np iivfuNúúuf uiw myoaDOM Speima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.