Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 helgarviðtalið ■ Að lokum urðum við að klöngrast yfir allt grjótið með farangurinn okk- ar og börnin og þar beið önnur rúta eftir okkur.“ Á hvaða ferðalagi voruð þið? „Þegar við sóttum Ingu á ættleið- ingarstofnunina sem er hátt uppi í fjöllunum, í Bogota, var hún veik í lungum og okkur var ráðlagt að fara með hana út til strandarinnar í sjáv- arloftið, þar myndi henni batna. Það stóðst. En þetta var ekki í eina skiptið sem við urðum vör við ástandið á þeim sex vikum sem við vorum í Kól- umbíu. Það voru skæruliðar úti um allt og það eru fjöldamargar skæru- liðahreyfingar í landinu. Sumar þeirra eru hreinar verndarhreyfing- ar fyrir eiturlyfjaframleiðendur. Það er mikið ofbeldi í gangi í Kólumbíu og þar hefur verið mjög mikil kreppa. Úti í skóginum býr sárafá- tækt fólk og þótt maður sé á móti eit- urlyfjum, skilur maður að þetta fólk gerir allt til þess að bjarga sér.“ Ríkisstjórnin hefur gert mikið af mistökum En svo við snúum okkur aftur að pólitíkinni, því þótt þú sjáir ekki leiðtogastarfið í Samfylking- unni í hillingum, þá ertu þingmað- ur. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, ekki aðeins hjá þinni stjórn- málahreyfingu heldur líka í efna- hagsmálum þjóðarinnar? „Ríkisstjórnin hefur gert mikið * af mistökum. Ég benti á það fyrir kosningar að góðærið væri á holklaka og að viðskiptahallinn væri tifandi tímasprengja. Davíð og Geir sögðu að þetta væri rangt hjá mér, góðærið myndi standa í mörg ár. Það hefur hins vegar komið í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. Við- skiptahallinn hefur verið að aukast jafnt og þétt. Þenslan og verðbólgan, sem nú er að fara úr böndunum, er fyrst og fremst vegna mistaka ríkisstjómarinnar, sem ýtti undir þessa þróun með því að lækka skatta i góðærinu. Það er með heimskulegustu að- gerðum sem hægt er að fara út í þegar þensla er að aukast. Síðan byrjaði ríkisstjórnin á einkavæðingu bankanna með röngum hætti þegar hún seldi nýtt hlutafé úr bönkunum sem gerði þeim kleift að taka mikil lán í út- löndum sem þeir þrýstu út á út- sölukjörum. Þar með voru þeir að styrkja sina markaðshlutdeild vegna fyrirsjáanlegs bankasam- runa. Þetta ýtti undir þensluna. Ég gæti nefnt fleiri dæmi en þessi eru mest afgerandi. Síðan komu fjárlög þar sem rik- isstjórnin var á samfelldu eyðslu- fylliríi og hinn mikli tekjuafgang- ur ríkissjóðs er einfaldlega afleið- ing hins skelfilega viðskiptahalla." Alvarlejgir erfiðleikar fram undan i þjóðarbúskapnum „Ég óttast þess vegna að það séu al- varlegir erfiðleikar fram undan í þjóðarbúskapnum. Úr því sem komið er virðist ekki hægt að bjarga málum nema með þjóðarsátt og þar sem stjórnarandstaðan kemur að og verkalýðshreyfingin. Það þarf ný við- horf og nýja krafta til þessa. Sjálf- stæðisflokkurinn er einfaldlega orð- inn of gamall og þreyttur sem birtist í því að hann er orðinn ábyrgðarlaus i stjórnun ríkisfjármála - sem er al- veg nýtt í þeim flokki. Þess vegna held ég að það sé nauðsynlegt að menn einbeiti sér að því að byggja upp ábyrgt, stjórntækt afl úr Sam- fylkingunni og það mun koma í Ijós á næstu tólf mánuðum hvemig til tekst með það. Við höfum deilt á ríkisstjórnina fyrir skort á aðhaldi og þær fáu til- lögur, sem við vomm með í þinginu til að auka útgjöld, mættum við með * öðrum tillögum um miklu meiri spamað. LykiIIinn að þvi að ná aftur stjórn á efnahagsmálum er að sýna miklu meira aðhald í útgjöldum ríkisins en Sjálfstæðisflokkurinn gerir. Það er undir hans stjóm sem efnahagsmálin eru að fara úr böndunum." -sús rgang við barnleysi en við vomm alltaf ákveðin í að breyta því með einhverj- um hætti. Þegar læknavísindin dugðu ekki brugðum við okkur í ætt- leiðingar. Þegar upp er staðið finnst okkur að svona hafi þetta alltaf átt að vera. Þetta var eiginlega skráð í stjörnurnar. Það var okkur mikil hamingja þeg- ar við eignuðumst eldri dóttur okkar, Birtu. Það tók mörg ár og kostaði mikla erfiðleika en ég var alltaf viss um að það myndi takast. Og það tókst. Hún hefur veitt okkur ómælda hamingju og gleði og okkur fannst það kannski frekja af okkur að ætlast til þess að fá fleiri börn en ákváðum engu að síður að freista þess. Það hafði tekið okkur fimm ár að fá Birtu og um leið og hún var komin byrjuð- um við að vinna í því að fá aðra dótt- ur. Það tók þrjú ár og Ingveldi feng- um við í sumar." Dæturnar eru mínir stóru sigrar Ég Ift á dæturnar sem mína stóru sigra. Ég þarf ekki að vinna fleiri," segir Össur og hver sá sem horfir á hann leika og taia við dæturnar sér að það er satt; hamingjan er svo augljós. Ekki óhætt að láta börn í Hvað var svona erfitt? „Við erum orðin dálítið öldruð fyr- ir bameignir og ættleiðingar og feng- um hálfvolg svör frá Kólumbíu. Síð- astliðið sumar var staðan orðin þannig að við ákváðum að gera loka- tilraun og drifum okkur til Kól- umbíu. Við vomm orðin úrkula von- ar í allri þessari bið en snerum aftur heim með þessum glæsilega árangri. Ég lít á dæturnar sem mína stóru sigra. Ég þarf ekki að vinna fleiri," segir Össur og hver sá sem horfir á hann leika og tala við dætumar sér að það er satt; hamingjan er svo aug- ljós. „Mitt verkefni er fyrst og fremst að koma þeim Birtu og Ingveldi til manns,“ heldur hann áfram. „Það er því ákaflega stór ákvörðun rétt í þann mund sem maður er að ná þeim árangri að eignast aðra dótturina að ætla að fara að taka að sér viðamikið starf og eyða í það tíma sem átti að fara í að gera þær að góðum mann- eskjum. Ég er þannig staddur í lífinu að ég er ákaflega hamingjusamur maður, bamalán mitt er meira en ég hafði leyft mér að vona og það er meira en að segja það að ætla að fara að raska þessari stöðu.“ Össur sagði i viðtali fyrir nokkmm áram frá þeim hremming- um sem þau hjónin lentu í þegar þau fóru út til Kólumbíu í fyrra skiptið til að sækja Birtu Marsilíu. Þegar hann er spurður hvort ferðin síðastliðið ár, til að sækja Ingveldi Esperönsu, hefði verið eins erfið, hristir hann höfuðið og segir: „Þegar við komum til Kólumbíu í vor ríkti þar óöld en f fyrri ferðinni okkar höfðum við kynnst góðu fólki, aðallega fjórum fjölskyldum, sem myndaði öryggisnet fyrir okkur. Við bjuggum mest hjá einni fjölskyldu sem á þrjú börn hér á íslandi. Sú fjölskylda tók á móti okkur eins og íslensk sveitafiöl- skylda og bar okkur á höndum sér, aðstoðaði okkur á alla lund og var okkur alveg ómetanleg. í fyrri ferðinni kynntumst við líka lögfræðingi sem Pétur Guðjónsson kom okkur í samband við, og með okkur tókust ákaflega góð kynni, svo góð að dóttir hans kom og dvaldi hjá okkur í eitt og hálft ár, var í Mynd- lista- og handíðaskólanum. Þessi sterku tengsl voru ómetanleg fyrir okkur núna í seinni ferðinni. Það er mjög erfitt að átta sig á þjóð- félaginu í Kólumbíu. Eftir að við höfð- um fengið vilyrði fyrir bami, áður en við fengum Birtu, voram við alltaf að skrifa út og spyrja hvenær við fengj- um hana. Okkur var sagt að það kæmi að því og við beðin að hætta að skrifa. Við hættum að skrifa og biðum í nokkur ár. Svo brast þolinmæðin og við skrifuðum út til að spyrja hvað við ættum að bíða lengi. Þá fengum við þau svör að menn hefðu haldið að við værum búin að missa áhugann vegna þess að við hættum að skrifa. Þetta var eins og f sögu eftir Gabriel Garcia Marques." hendurnar á Evrópubúum „Það sem tafði núna fyrir því að við fengjum Ingu var sú mikla um- ræða sem átti sér stað í Kólumbíu í kjölfarið á barnaníðingsmálunum í Belgíu og Hollandi á seinustu misser- um. Þaö var rætt um það i fiölmiðl- um að það væri ekki óhætt að láta börn í hendumar á þessum Evrópu- búum sem kynnu ekkert með þau að fara.“ Annað sem Össur segir að hafi ver- ið erfitt í seinni ferðinni var allsherj- arverkfall sem stóð yfir í landinu og að alls staðar hafi verið skæruliðar. „Ég meiddi mig svolítið í ferðinni og þurfti að leita hjálpar á spítala,“ seg- ir hann. „Þar var ungur læknir og heldur daufur. Hann kvartaði sáran undan laununum og þegar ég spurði hvers vegna hann færi ekki út í að reka eigin stofú sagði hann mér frá því að tveir vinir hans hefðu opnað læknastofu en þeir höfðu ekki starfað nema í þrjár vikur þegar þeir voru heimsóttir af skæruliðum sem heimt- uðu 25% af laununum þeirra.“ Þú segir að þið hafið haft öryggis- net. Urðuð þið þá ekkert vör við verkfallið og skæruliðana? „Jú, við lentum í því í borginni Cartagena við Karabísku ströndina að verkfallsverðir stóðu f aðgerðum og stöðvuðu rútuna sem við vorum í. Þeir vora búnir að hlaða upp vega- tálma úr grjóti. Þegar rútan stoppaði spruttu upp verkfallsmenn og hundrað hermenn, gráir fyrir járnum, og við máttum hírast í þessari rútu í tvo klukkutíma án þess að vita hvað væri að gerast. i hamingjusamur maður, barnalán mitt er meira en ég hafði leyft mér að vona og það er 3 þessari stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.