Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 47
X2 »"V LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
mæli 55
Huxley Ólafsson
Huxley Ólafsson, fyrrv.
útgerðarmaður og framkvæmda-
stjóri, Tjarnargötu 35, Keflavík,
verður níutíu og fimm ára á
morgun.
Starfsferill
Huxley fæddist í Þjórsártúni i
Rangárvallasýslu og ólst þar upp.
Hann lauk gagnfræðaprófi frá MR.
Huxley starfaði hjá Lofti Lofts-
syni, útgerðarmanni í Sandgerði,
keypti síðan ásamt öðrum eignina
Keflavík og var framkvæmdastjóri
útgerðarinnar og fiskverkunarinn-
ar Keflavíkur hf. þar til Fiskiðjan
sf„ Keflavík, var stofnuð er sá um
mjöl- og lýsisframleiðslu. Þá varð
hann framkvæmdastjóri þess fyrir-
tækis.
Þegar vélvæðing hófst í fisk-
vinnslu s'tofnaði fyrir-
tækið Flökunarstöðina
sf. sem sá um vélflökun
fyrir frystihúsin i Kefla-
vík og nágrenni. Eftir
tuttugu ára starf hjá
Fiskiðjunni keypti
Huxley með öðrum
Fiskimjölsverksmiðjuna
hf. í Njarðvík. Hann
stofnaði 'fyrirtækið Kjöl
sf. ásamt Agli Þorfinns-
syni.
Huxley var fram-
kvæmdastjóri Útvegs-
mannafélags Suðurnesja
og Vinnuveitendafélags
Suðurnesja, var einn af stofnendum
og sat í stjórn SH og er eini
stofnandinn sem enn er á lífi, og sat
í stjórn Skreiðarsamlagsins auk
stjórnarsetu í ýmsum öðrum félög-
um. Þá stofnaði hann
guðspekistúkuna Heið-
arblómið í Keflavik að
áeggjan Grétars Fefls.
Fjölskylda
Huxley kvæntist
21.7. 1934 Vilborgu
Ámundadóttur, f. 26.12.
1906, d. 22.7. 1997, hús-
móður. Hún er dóttir
Ámunda Ámasonar,
kaupmanns í Reykja-
vík, og k.h., Guðnýjar
Guðmundsdóttur hús-
móður.
Synir Huxleys og
Vilborgar eru Ámundi, f. 28.2. 1936,
flugstjóri í Hafnarfirði, kvæntur
Dagnýju Þorgilsdóttur og eru böm
þeirra Stefanía Guðríður, gift Ein-
ari Á. Sigurðssyni, Þorgils Einar
viðskiptafræðingur, kvæntur Jónu
yiktoríu Sigurlaugu fóstru, og
Ámundi Guðni flugmaður auk þess
sem dóttir Ámunda er Vilborg, gift
Ingvari Sigurðssyni garðyrkju-
meistara; Ólafur, f. 29.5. 1943, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur
Guðrúnu Árnadóttur og eru börn
þeirra Árni Huxley íþróttakennari
og Auður Inga stúdent.
Systkini Huxleys: Inga, nú látin,
húsmóðir í Los Angeles, var gift
Lofti Loftssyni útgerðarmanni og
eru börn þeirra fimm; Eggert, nú
látinn, fiskverkandi í Höfnum, var
kvæntur Sigríði Ásbjörnsdóttur og
eru börn þeirra fimm.
Foreldrar Huxleys voru Ólafur ís-
leifsson, f. 17.1. 1859, d. 19.3. 1943,
læknir í Þjórsártúni, og k.h., Guð-
ríður Eiriksdóttir, f. 24.4. 1869, d.
4.12. 1960, húsfreyja.
Huxley Ólafsson.
Þórhallur Björnsson
Þórhallur Björnsson, Hamraborg
14, Kópavogi, verður niræður á
morgun.
Starfsferill
Þórhallur fæddist á Víkingavatni
í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Ákureyri 1928 og
stundaði nám við Samvinnuskólann
í Reykjavík 1928-29.
Þórhallur var starfsmaður Kaup-
félags Norður-Þingeyinga á Kópa-
skeri 1929^6 að undanteknu rúmu
ári hjá SÍS í Kaupmannahöfn og
Reykjavík og tveimur árum sem
sölustjóri verksmiðja SÍS og KEA á
Akureyri. Hann var kaupfélags-
stjóri á Kópaskeri 1947-66, starfs-
maður hjá SÍS frá 1966, aðalféhirðir
SÍS 1968-77 og síðast fulltrúi for-
stjóra SÍS 1978-81 en lét þá af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Þórhallur kvæntist 14.6.1931 Mar-
gréti Friðriksdóttur, f. 11.6. 1910, d.
9.10. 1989, húsfreyju á Kópaskeri og
í Kópavogi. Foreldrar hennar voru
Friðrik Sæmundsson, f. 12.5.1872, d.
25.10. 1936, bóndi í Efri-Hólum, og
Guðrún Halldórsdóttir, f. 12.7. 1882,
d. 15.10. 1949, ljósmóðir.
Börn Þórhalls og og Margrétar
eru Björn Þórhallsson, f. 7.10. 1930,
viðskiptafræðingur í Reykjavik,
kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur, f.
10.11.1933 og eru synir þeirra þeirra
Þórhallur Björnsson og Karl Björns-
son; Friðrik Þórhallsson, f. 16.4.
1932, d. 13.10. 1992, bifvélavirkja-
meistari í Reykjavík en fyrri kona
hans var Auður Helgadóttir, f. 14.5.
1930 og er sonur þeirra Njörður
Friðriksson Winnan, en síðar kona
Friðriks var Ólöf Elínbjört Gísla-
dóttir, f. 24.9. 1936, og eru börn
þeirra Margrét Friðriksdóttir og
Gísli Friðriksson; Gunnar Þór Þór-
hallsson, f. 18.1.1935, vélfræðingur í
Kópavogi, kvæntur Guðríði Lillý
Guðbjörnsdóttur, f. 25.2.1940 og eru
börn þeirra Margrét Gunnarsdóttir,
Vilborg Gunnarsdóttir og Þórhallur
Gunnarsson; Guðrún Þórhallsdóttir
Ludwig, f. 7.3. 1940, dagmóðir í
Reykjavík en maður hennar er
Thomas M. Ludwig, f. 17.5. 1941 og
eru börn þeirra Margrét Ludwig,
Brandur Þór Ludwig, og Klara Reg-
ina Ludwig; Gunnþórunn R. Þór-
hallsdóttir, f. 21.5. 1941, húsmóðir á
Seltjarnarnesi, gift Stefáni Erni
Stefánssyni, f. 15.2.1938 og eru börn
þeirra Halla Stefánsdóttir, Finnur
Reyr Stefánsson og Rebekka Stef-
ánsdóttir; Barði Þórhallsson, f. 14.9.
1943, d. 26.11.1980, sjómaður á Kópa-
skeri, var kvæntur Önnu Helgadótt-
ur, f. 13.1. 1943 og eru börn þeirra
Helga Barðadóttir, Þómý Barðadótt-
ir, og Þórhallur Barðason; Kristveig
Þórhallsdóttir, f. 13.2. 1946, forstöðu-
kona barnaheimilis í Kaupmanna-
höfn, gift Jens L. Eriksen, f. 30.11.
1948 og eru dóttir þeirra Nína Mar-
grét Eriksen; Þorbergur Þórhalls-
son, f. 3.4. 1949, yfirvélstjóri í Kópa-
vogi, kvæntur Sigur-
borgu Þórarinsdóttur,
f. 16.6. 1951 og eru börn
þeirra Gunnþórunn
Þorbergsdóttir, Pálmi
Þór Þorbergsson og
Kristveig Þorbergsdótt-
ir; Guðbjörg Þórhalls-
dóttir, f. 25.4. 1952,
sjúkraliði og er sonur
hennar og Sverris Frið-
björnssonar, f. 21.4.
1951, Þórhallur Sverris-
son, en fyrrv. eigin-
maður Guðbjargar er
Guðvarður Gíslason, f.
8.11. 1953 og eru börn
þeirra María Guðvarðardóttir og
Margrét Guðvarðardóttir.
Albróðir Þórhalls var Þórhallur
Björn Björnsson, f. 13.10. 1908, d.
10.4. 1910.
Hálfsystkini Þórhalls, böm fóður
hans og seinni konu, Rannveigar
Gunnarsdóttur frá Skógum í Öxar-
firði, f. 6.11. 1901, d. 29.1. 1991, hús-
freyju: Gunnþórunn Björnsdóttir, f.
14.11. 1919; Kristveig Björnsdóttir, f.
15.10. 1921, d. 30.7. 1924; Gunnar
Kristján Björnsson, f. 20.1. 1924;
Guðmundur Björnsson, f. 2.11. 1925,
d. 13.12.1988; Kristveig Björnsdóttir,
f. 2.1. 1927; Jónína Ásta Björnsdótt-
ir, f. 28.6. 1930.
Foreldrar Þórhalls voru Björn
Kristjánsson, f. 22.2. 1880, d. 10.7.
1973, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri
og síðar alþm. Norður-Þingeyinga,
og f.k.h., Gunnþórunn Þorbergsdótt-
ir, f. 3.6. 1882, d. 19.3.
1911, húsfreyja á Vík-
ingavatni.
Ætt
Björn var sonur
Kristjáns, b. á Vík-
ingavatni Kristjáns-
sonar, af Kjarnaætt.
Móðir Björns var
Jónína, systir Björns,
föður Þórarins skóla-
meistara. Jónína var
dóttir Þórarins á Vík-
ingavatni, bróður
Ólafar, ömmu Bene-
dikts Sveinssonar
alþm., föður Bjarna forsætisráð-
herra, föður Björns menntamálaráð-
herra. Þórarinn var sonur Björns,
b. á Víkingavatni, bróður Þórarins,
afa Nonna.
Gunnþórunn var dóttir Þorbergs
Þórarinssonar og Guðrúnar, systur
Björns alþm. Guðrún var dóttir Þor-
láks, pr. á Skútustöðum, af Reykja-
hlíðarætt, bróður Benedikts, afa
Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra, og bróður Sólveigar, móður
ráðherranna Kristjáns og Péturs
Jónssona og ömmu Haralds Guð-
mundssonar ráðherra.
Þórhallur dvelur nú á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Hann ætlar að taka á móti ættingj-
um og vinum á afmælisdaginn 9.1. í
sal þjónustukjarna Sunnuhlíðar,
gengið inn í vesturenda hússins, kl.
14.00-17.00.
Þórhallur Björnsson.
Margrét Guðnadóttir
Margrét Guðnadóttir,
fyrrv. fulltrúi á
Skattstofu Reykjaness,
Brekkuhvammi 4,
Hafnarfirði, verður
sjötug á morgun.
Starfsferill
Margrét fæddist í
Kirkjulækjarkoti
Fljótshlíð.
stundaði nám
Húmæðraskólann
Hveragerði og stundaði
ýmis störf, m.a. sauma
og verslunarstörf. Hún
starfaði síðast á
Skattstofu Reykjaness.
Margrét er félagi í InnerWheel og
hefur gegnt þar ýmsum
trúnaðarstörfum m.a. verið þar
forseti.
Fjölskylda
Margrét kvæntist 23.7. 1953 Gísla
Jónssyni, f. 6.6. 1929, d.
22.2. 1999, prófessor.
Hann var sonur
hjónanna Jóns
Guðnasonar
bifreiðasmiðs og Elínar
Gísladóttur húsmóður.
Böm Margrétar og
Gísla eru Elín
Gísladóttir, f. 19.2. 1956,
kennari og húsmóðir
gift, Gunnari Linnet
tölvunarfræðingi og
eiga þau sex börn;
Guðni Gíslason, f. 16.10.
1957,
innanhússarkitekt,
kvæntur Kristjönu Þórdísi
Ásgeirsdóttur tónmenntakennara
og eiga þau fimm syni; Ingunn
Gísladóttir, f. 26. 6. 1967,
skrifstofumaður, gift Halldóri J.
Ágústssyni rafeindavirkja og eiga
þau tvær dætur.
Systkini Margrétar: Guðni, f. 30.7.
1918; Magnús, f. 25.9. 1919, d. 23.12.
1999; Markús Grétar, f. 9.2. 1921;
Guðrún, f. 14.5. 1922; Guðbjörg
Jónína, f. 30.4.1924; Oddný Sigríður,
f. 12.4. 1926; Þuríður, f. 19.4. 1936, d.
13.7. 1999; Guðný, f. 12.4. 1937.
Margrét er dóttir hjónanna
Guðna Markússonar, f. 23.7. 1993, d.
4.3. 1973, bónda i Kirkjulækjarkoti í
Fljótshlíð, smiðs og trúboða, og
Ingigerðar Guðjónsdóttur, f. 1.5.
1897, d. 19.2. 1984, húsfreyju, frá
Brekkum í Hvolhreppi.
Margrét fagnar deginum með
afkomendum sínum utan
heimilisins.
Náðu árangri!
Láttu drauma þína rætast.
Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt.
Villt þú vita hvernig?
Kynningarfundur á námskeiðum Markmiðlunar
ai í „, ai < verður á Hótel Loftleiðum kl. 20.00
þiiðjudagiiui 11. janúar.
Markmiðlun ehf.
Namskeið hefst miðvikudaginn
Innritun í síma 896 5407. 12' Janúar' kl- 18 00-
Margrét Guönadóttir.
Til hamingju
með afmælið
9. janúar
85 ára
Sesselja Kr. Kristjónsdóttir,
Hvassaleiti 56, Reykjavík.
Þórarinn Sigurgeirsson,
Árskógum 6, Reykjavík.
80 ára
Ingólfur Hannesson,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Valborg Ólafsdóttir,
Bauganesi 5, Reykjavík.
75 ára
Anna Valmundardóttir,
Bárugranda I, Reykjavík.
Jón A Jónsson,
Hólavegi 4, Laugum.
70 ára
Rannveig Magnúsdóttir
frá Völlum,
Hvassaleiti 6, Reykjavík. Hún
tekur á móti ættingjum og
vinum í safnaðarheimili
Grensáskirkju á afmælisdag-
inn milli kl. 15.00 og 18.00.
Einar Þorgeirsson,
Miðgörðum, Grímsey.
Friðrik Ámason,
Hólmgarði 2b, Keflavík.
Halldóra Kristinsdóttir,
Syðri-Ánastöðum,
Hvammstanga.
Svavar Hjörleifsson,
Lyngholti, Sauðárkróki.
60 ára
Guðmundur
Kristberg
Helgason
fiskiðnaðar-
maður
Lyngbraut 8,
Garði. Kona
hans er Guðrún B. Hauksdótt-
ir hjúkrunar forstjóri. Þau
taka á móti ætt ingjum og vin-
um á heimili sínu í dag milli
kl. 15.00 og 19.00.
Ágúst M. Haraldsson,
Njálsgötu 7, Reykjavík.
Edda Einarsdóttir,
Laxakvísl 17, Reykjavík.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Heiðarhjalla 37, Kópavogi.
Halldóra Ólafsdóttir,
Stekkjarhvammi 2, Búðardal.
50 ára
Herdis K. Hupfeldt,
veitingamaður á kaffihúsinu
Tíu dropum,
Heiðargerði 50, Reykjavík.
Eiginmaður hennar er
Þorvaldur Finnbogason,
ökukennari og deildarstjóri
hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Þau taka á móti gestum í
Félagsheimili Orkuveitunnar
á afmælisdaginn mifli
kl. 18.00 og 21.00.
Björn Marteinsson,
Otrateigi 56, Reykjavík.
Jóhann Pétur Hansson,
Múlavegi 2, Seyðisfirði.
Jón Ingvason,
Víkurströnd 16,
Seltjarnarnesi.
Margrét Sigriður
Ámadóttir,
Garðarsbraut 62, Húsavík.
Sigfús Tómasson,
Móabarði 20b, Hafnarfirði.
Steinunn Kjartansdóttir,
Hjaltabakka 20, Reykjavík.
40 ára
Arnór Stefánsson,
Þverási 47, Reykjavík.
Ásdis Guðmundsdóttir,
Bugðutanga 42, Mosfellsbæ.
María S. Viggósdóttir,
Brattatungu 6, Kópavogi.