Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 JL^"V Stúlkur sem hafa stefnu í lífinu Aöstandendur keppninnar eru fjórar ungar konur, frá vinstri: Pórey Vilhjálmsdóttir frá Eskimo Models, Hendrikka Waage, markaösstjóri Japis, Ásta Krist- jánsdóttir frá Eskimo Models og Linda Pétursdóttir, framkvaemdastjóri Baðhússins en þaer stöllur hafa tryggt sér umboöið fyrir Miss World-keppnina. DV-mynd Hilmar Pór Nýja fegurðarsam- keppnin, Ungfrú ísland, verður samstíga tíðar- andanum og endur- speglar nútímakonuna án þess að missa sjónar af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru í slíkri keppni Það er nauðsynlegt að sýna nútíma- konuna eins og hún er en ekki eins og hún var,“ segja aðstandendur hinnar nýju fegurðarsamkeppni „Ungfrú ís- land“ en keppnin verður haldin í fyrsta sinn þann 25. mars næstkom- andi. Aðstandendur keppninnar eru fjórar ungar konur, þær Linda Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri Baðhússins, Hendrikka Waage, markaðsstjóri Jap- is, og þær Ásta Kristjánsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir frá Eskimo Models en þær stöllur hafa tryggt sér umboðið fyrir Miss World- keppnina.' Þegar þær eru spurðar hvað þær meini með nútímakonunni segja þær að það sé greinilega þörf fyrir fegurð- arsamkeppni á islandi sem er sam- stíga tíðarandanum sem nútímakonan býr í og endurspegli hana án þess þó að missa sjónar af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru í slíkri keppni. Linda, sem hefur verið í dómnefnd Miss World síðastliðin fimm ár, segir að það sé alveg ljóst að íslenskar kon- ur þyki mjög sérstæðar. Sérstaðan liggi ekki aðeins í ómótstæðilegri feg- urð heldur einnig í því hvað hún sé metnaðarfull og sjálfstæð en umfram allt kynþokkafull. Umboð fyrir Miss World Undirbúningur keppninnar hefur staðið nokkuð lengi og hafa þau Julia og Erik Morley ítrekað óskað eftir því að Linda tæki að sér umboðið á ís- landi fyrir Miss World. „Ég hef hins vegar ekki haft tíma til þess,“ segir Linda, „því ég hef haft i nógu að snúast í Baðhúsinu. Þegar svo þær Ásta og Þórey í Eskimo Mod- els höfðu samband við mig og vildu setja keppnina um Ungfrú ísland af stað ákvað ég að slá til. Ég sagði Julie og Erik að ég ætlaði að taka umboð- ið.“ En hvar kemur Hendrikka inn í myndina? „Linda og Eskimo Models höfðu samband við mig í sumar eftir að ég var nýkomin heim frá Moskvu þar sem ég starfaði sem markaðsstjóri fyr- ir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í eitt og hálft ár,“ svarar Hendrikka. „Þær spurðu hvort ég væri ekki til í að hjálpa þeim við framkvæmd og að markaðssetja keppnina. Mér leist mjög vel á þá hugmynd að búa til nýja fyrirmynd, að markaðssetja þessa keppni á annan hátt en gert hefur ver- ið og að byggja upp ímynd kvenna. Við fjórar störfum líka allar mjög vel saman. Við höfum allar verið í þess- um bransa einhvern tímann á lífsleið- inni, höfum allar verið í fyrirtækja- rekstri og ég hef trú á því að við get- um byggt upp þessa keppni og styrkt hana á allan hátt.“ Markmiðið að gera kvenímyndina sterkari Hvað meinið þið með því aö byggja upp ímynd kvenna? „Sigurvegarinn hlýtur styrk til há- skólanáms. Við viljum að sigur i keppninni um Ungfrú ísland verði til þess að hún nái takmarki sínu, hvað sem hún vill gera; hvort sem hún vill vara í viðskiptaháskóla, listaháskóla eða í líffræði. Þetta er það sem snýr að sigurvegaranum. Markmið númer eitt með keppn- inni er hins vegar að ýta undir kvení- myndina og gera hana sterkari. Mark- mið númer tvö er að láta gott af keppninni leiða. Við erum að styrkja Ævintýraklúbbinn, félagsstarf fatl- aðra, sem enn ein ung kona, Þórunn að nafni, hefur rekið að mestu á eigin vegum í nokkur ár.“ Hvernig styrkið þið hann? „Ævintýraklúbburinn hefur bara mjög litla aðstöðu hjá Sjálfsbjörg en við ætlum að fara af stað með söfnun og freista þess að fá hentugra og stærra húsnæði fyrir hann, einhvers konar félagsheimili sem myndi ger- breyta allri aðstöðu fyrir klúbbinn. Stelpurnar sem taka þátt í keppninni, munu taka þátt í þessu starfi meðan á undirbúningi stendur, bæði í fjáröfl- un og með því að heimsækja fólkið, taka þátt í félagsstarfinu og fara út með því, hvort heldur er í sleðaferð, leikhús eða út að borða. Við hugsum þessa keppni á sömu nótum og Miss World keppnin er. Ungfrú heimur starfar að góðgerða- málum allt árið sem hún heldur titlinum og þar koma alls kyns mál- efni inn, til dæmis málefni sem snúa að bömum, hrjáðum svæðum, langveiku fólki og fotluðu. Þetta er meðal annars gert til þess að sú stúlka sem hlýtur titilinn sjái hina hliðina á lifinu og læri eitthvað mikilvægt á því ári sem hún ber tit- ilinn og kunni eftir það betur að meta lífið.“ Leitum að stúlkum sem hafa markmið og stefnu í lífinu Þær stöllur segjast ekki vera að leita að fyrirsætutýpum í keppnina og bæta því við að það hafi lengstum ver- ið álitið að ef kona væri falleg hlyti hún að vera ósköp vitlaus. „En við erum ekki eingöngu að leita að útliti," segja þær, „heldur stúlkum með markmið og stefnu í lífinu, auk útlits. Allir þátttakendur munu fara á námskeið þar sem þær læra að setja sér markmið, taka ábyrgð á sjálfum sér, eiga frumkvæði og framfylgja áformum sínum. Það er Ámi Sigurðs- son hjá Vegsauka sem býður þeim námskeiðið. Við notum þessa keppni til að fá stelpurnar til að átta sig á því að þær verði sjálfar að gera eitthvað við lif sitt.“ En nú er Eskimo Models fyrirtæki sem leitar að fyrirsætum. Eruð þið ekki að því líka? „Nei, alls ekki. Við leggjum enga áherslu á módelstörf í þessari keppni. Það er allt annar heimur, enda verða stúlkurnar í keppninni mun eldri en svo að þær stefni á fyrirsætustörf. Við leitum að stúlkum á aldrinum 18-25 ára, stúlkum sem eru famar að hafa einhverjar hugmyndir um hvað þær vilja gera í lífinu.“ „Ég nefni sem dæmi,“ segir Linda, „að það er algengt í keppninni Miss World að þátttakendur séu i háskóla- námi og i síðustu keppni vom bæði lög- fræðingur og endurskoðandi, stúlkur sem höfðu þegar lokið námi. Miss World-keppnin hefur allt annan stand- ard en aðrar keppnir. Meginmarkmið hennar er að byggja upp ímynd kvenna, enda er sigurvegarans gætt mjög vel allt árið. Hún nýtur fullkomins öryggis og henni er sýnd virðing. Ég hef líka próf- að að standa í fyrirsætustörfum og ég ætla ekki að líkja þessu saman. Þar er maður á eigin vegum og kemur engum neitt sérstaklega við; þvælist á miili meö myndamöppuna sína og er sagt að fara aftast í röðina.“ Viljum að keppendur geti verið stoltir Eruð þið byrjaðar að leita að stelp- um? „Við erum að byrja. Það getur hver sem er sent ábendingar inn á slóðina okkar www.ungfmisland.is en síðan hefjum við leitina á laugardaginn (í dag) á Akureyri þar sem við verðum á Kaffi Akureyri frá klukkan 14-16. á Kaffi Maríu í Vestmannaeyjum 9. jan- úar frá 14-16, á Kaffi Níelsen á Egils- stöðum 10. janúar frá 18-20, í Búðar- kletti í Borgarnesi 11. janúar frá 18-20. Síðan verðum við í Baðhúsinu í Reykjavík þriðjudaginn 11. janúar frá 21-23, Studio Dan á Isafirði 12. janúar frá 18-20, í Skothúsinu í Keflavík 13. janúar frá 18-20 og á Hótel Örk í Hveragerði 14. janúar frá 18-20.“ Hvemig íjármagnið þið keppnina? „Við erum með mjög gott lið í kringum okkur. Við gætum þetta ekki án þess að vera með stóra styrktarað- ila sem styrkja okkur út aila keppnina og út allt árið. Það era Japis-tónlist, Gallerl 17 og Maybelline. Síðan erum við með minni styrktaraðila sem koma seinna inn og á annan hátt en með beinum fjárframlögum." Þið talið um að útlitið sé ekki eina atriðið. Felst þá undirbúningurinn ekki í þrotlausri líkamsrækt og megr- unarátaki? „Nei, við erum ekki að leita að fyr- irsætuútliti. Við leggjum áherslu á að stúlkumar séu í góðu formi og þá eig- um við við að þær séu heilbrigðar á líkama og sál. Við sem stöndum að þessari keppni erum konur og við leggjum áherslu að þær upplifi keppnina sem atburð sem þær geti verið stoltar af, kyndi undir sjálfsvirðingu þeirra og styrki sjálfs- matið.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.