Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 JL^"V útlönd stuttar fréttir Flýði tii Dalai Lama 14 ára drengur, þriöji æðsti trúarleiðtogi Tíbeta, flýði yfir Himalayafjöll til Dalai Lama á Indlandi. Heimta heilagt stríð Þúsundir múslíma söfnuðust saman í Jakarta í Indónesíu í gær og kröfðust heilags stríðs gegn kristnum á Kryddeyjum. Rússar gera hlé á árásum Albright á fund Pútíns Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er væntanleg til fundar við Vla- dimir Pútín, starf- andi forseta Rúss- lands, í Moskvu í janúarlok. Itar- Tass fréttastofan greindi frá þessu og jafnframt að ; ekki væri útilokað að Bill Clint- on Bandaríkjaforseti kæmi þang- að einnig til fundarhalda. Farþegar fengu morfín Norskir björgunarmenn hafa i nú greint frá því að þeir hafi gef- ið þeim morfín sem voru fast- klemmdir og ekki var hægt að bjarga úr logunum í farþegalest- í unum er rákust á síðastliðinn ;í þriðjudag. Komu klerks fagnað Hundruð fögnuðu er pakist- í anskur klerkur, sem látinn var laus úr indversku fangelsi að kröfu flugræningja í síðustu viku, kom til heimabæjar síns í gær. Vilja refsingu í skólum Yfir helmingur breskra for- eldra vill að líkamleg refsing * verði tekin upp á ný í skólum, að ; því er kemur fram i nýrri skoð- anakönnun. í húsi saksóknara Mexíkóskur fikniefnabarón leigði hús, sem saksóknaraemb- ættið hafði gert upptækt, á með- an lögregla og saksóknarar leit- uðu hans. Amma á von á þríburum 54 ára átta bama móðir, sem á fimmtán bamaböm, gengur með S; þríbura. Hin hamingjusama, Aracelia Garcia, sem er af mexíkóskum uppmna en býr í Washingtonríki í Bandaríkjun- * um, tók engin frjósemislyf. Leiðtogakreppa William Hague, leiðtogi : breskra íhaldsmanna, hefur und- anfarna daga sætt harðri gagnrýni Johns Majors, fyrrver- andi forsætis- ráðherra, Geof- freys Howes, fyrrverandi ut- anrikisráð- herra, og fleiri fyrir að hafa tekið of langt skref til hægri og fyrir harða stefnu í Evrópusambandsmálum. Vinir Hagues segja ekki um að ræða skort á forystu heldur þurfi hann meiri stuðning frá flokknum. Neyöarkali úr baðkeri Drukkinn Dani í Korsör sendi út neyðarkall er hann lék sér með leikfangabáta í baðkerinu sínu. Kvaðst hann vera skipstjóri á flutningaskipi í sjávarháska á Eystrasalti. Tvö björgunarskip leituðu hans í eina og hálfa klukkustund áður en neyðarkall- ið var rakiö heim til Danans. Hunsa Harrods Elísabet Englandsdrottning hætti við kaup í Harrods-verslun- inni á jólabúðingi handa starfs- fólki sínu eins og hún er vön. Beindi drottningin viðskiptum sínum annað. Eigandi Harrods, faðir Dodis, hafði fullyrt að Fil- ippus prins heföi skipulagt dauöaslys Díönu prinsessu og Dodis. Rússneskur herforingi, Gennadí Trosjev, sagði í viðtali við rúss- nesku NTV-sjónvarpsstöðina í gær að hlé yrði gert á árásum í Grosni, höfuðborg Tsjetsjeníu, vegna ógn- arinnar sem stafaði af efnavopnum og hættunnar fyrir óbreytta borg- ara. Talið er að um 10 til 40 þúsund óbreyttir borgarar séu enn í felum i Grosní. Trosjev sagði að Grosni hefði verið lýst hættusvæði. Hann sak- aði uppreisnarmenn Tsjetsjena um að hafa sprengt sprengjur með eit- urefnum og nota óbreytta borgara sem skildi. Uppreisnarmenn hafa vísað ásökunum á bug. Tassfréttastofan og fréttaritari NTV-sjónvarpsstöðvarinnar sögðu að bardögum yrði haldið áfram í sumum hlutum Grosní. „Sam- kvæmt því sem hann sagði heldur herinn áfram að hrekja uppreisn- Flóttakona frá Tsjetsjeníu á landa- mærunum við Ingúsetíu. Símamynd Reuter armenn frá borgarhlutum þar sem ekki eru óbreyttir borgarar,“ sagði í frétt Tass. Fyrr í gærdag höfðu Rússar full- yrt að hermönnum þeirra hefði gengið vel í bardögum við upp- reisnarmenn í Grosní. Hart hefði verið barist hús úr húsi. Sam- kvæmt frásögnum Interfax-frétta- stofunnar verða rússnesku her- mennirnir að hrekja uppreisnar- menn úr hverri götu og hverju húsi. Að sögn rússneskra liðsfor- ingja gera 15 manna sveitir upp- reisnarmanna skyndiárásir á búð- ir Rússa í ýmsum hlutum Grosní. Haft er eftir einum liðsforingjan- um að staðan sé erfið. Uppreisnar- menn sjái allt og skjóti á allt. I gær var einnig greint frá bar- dögum í suðurhluta Tsjetsjeníu. Borís Jeltsín, fráfarandi Rússlandsforseti, var viö guösþjónustu (fæöingarkirkjunni í Betlehem í gær. Á myndinni sjást einnig kona Jeltsíns, Naina, eiginkona Arafats, Suha, og Yasser Arafat. Jeltsín brosti breitt en ekki voru allir ánægöir í kirkjunni. Borgarstjóri Betlehem, Hanna Nasser, var gramur yfir því aö fá ekki aö sitja viö hliö Arafats eins og hann var vanur. Sagöi borgarstjórinn þetta ekki bara móögun viö sig heldur einnig viö borgina. Símamynd Reuter Friður kostar Bandaríkin þúsundir milljarða króna Samtímis því sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti greip inn í friðar- viðræður ísraela og Sýrlendinga í gær greindi ísraelskt dagblað frá því hvað Bandaríkin eru talin þurfa að greiða vegna mögulegs friðar- samkomulags við Sýrlendinga og Palestínumenn. Áætlað er að kostn- aöur Bandaríkjanna muni nema um 5 þúsundum milljarða islenskra króna. Dragi ísraelar herlið sitt til baka frá Gólanhæðum þurfa þeir að leggja niður 40 herstöðvar, koma upp viðvörunarkerfum og vamar- kerfum gegn flugskeytum frá Sýr- landi og efla flugherinn. Við þetta bætist kostnaður vegna brottflutn- ings óbreyttra ísraela frá Gólanhæð- um. Friðarsamkomulag við Palestínu- 1 1 L * ‘ Bill Clinton fékk Barak og Farouq al- Shara aö samningaborði í gær. Símamynd Reuter menn hefur í fór meö sér brottflutn- ing hermanna og óbreyttra borgara frá Vesturbakkanum og fram- kvæmdir vegna vatnsbóla. Bill Clinton tókst í gær að fá Ehud Barak, forsætisráðherra ísra- els, og Farouq al-Shara, utanríkis- ráðherra Sýrlands, að samninga- borðinu í fyrsta sinn frá því á þriðjudaginn. Áður en Clinton hélt til fundar við þá lagði hann áherslu á að erfitt verk væri fram undan við að jafna þann ágreining sem ríkti. Sýrlenskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns sins getið, sak- aði ísraela um að vilja ekki ræða brottflutning frá Gólanhæðum i smáatriðum. ísraelar sögðu hins vegar að Sýrlendingar hefðu ekki haft upp á neitt nýtt að bjóða við samningaboröiö. Aitken sleppt meö rafmagns- sendi um fótinn Jonathan Aitken, sem eitt sinn var talinn mögulegur leiðtogi breskra íhaldsmanna og forsætis- ráðherra, var látinn laus úr fang- elsi í gær eftir að hafa afplánað 7 mánuði af 18 mánaða fangelsis- | dómi sínum fyrir meinsæri. Ait- ken gekk út úr fangelsinu i galla- buxum og með muni sína í svört- um plastpoka. Um fótinn haföi hann rafmagnssendi sem hann verður að bera næstu tvo mánuð- ina. Þrátt fyrir Aitken hafi nú hlot- ið frelsi er hann búinn að missa bæði þingsæti sitt og eiginkonu. Hún skildi við hann er hann tap- aði meiðyrðamáli fyrir tveimur árum gegn dagblaöi og sjónvarps- : stöð sem höfðu fullyrt að hann hefði látið sádiarabískan kaup- sýslumann greiða fyrir sig dvöl á Ritz-hótelinu í París. í síöustu viku var Aitken flutt- ur á milli fangelsa eftir að fanga- verðir höfðu uppgötvað að þrír fangar höfðu i hyggju að gefa Ait- ken lyf, mynda hann síöan nak- inn með öðrum fanga og selja | fjölmiöluni myndimar. Aitken, sem var iðinn við lest- ur í fangelsinu, hefur skráð sig í Itveggja ára guðfræðinám í Ox- í ford. NATO sýndi fals- aöar myndir af árás í Kosovo Þýska blaðið Frankfurter Rundschau hefur sýnt fram á að NATO hafi sýnt myndbandsupp- töku af árás á jámbrautabrú í Kosovo í apríl síðastliðnum á þreföldum hraða á fundi með fréttamönnum. Bandarísk her- flugvél skaut tveimur flugskeyt- um á brúna. 14 manns biðu bana er flugskeyti lenti á farþegalest á brúnni. Samkvæmt sýningu NATO af atburöarásinni birtist lestin skyndilega á brúnni þannig að fiugmennimir náðu ekki að beina flugskeytunum annað. ÍFrankfurter Rundschau hefur reiknað út að hafi upptakan ver- ið rétt hafi lestin ekið á um 300 km hraða á klukkustund. Yfirmaður NATO í Evrópu, | Wesley Clarke, sagði á fundi með í fréttamönnum að flugmennimir hefðu aðeins haft 2,3 sekúndur til : að beina flugskeytunum annað þegar lestin birtist skyndilega. : Samkvæmt nýju upplýsingunum höfðu flugmennimir 6,9 sekúnd- ur til umráða. Þar með hefðu Iþeir getað afstýrt slysinu. Kona vaknaði um jólin eftir 16 ár í dái Bandarísk kona, Patricia White Bull frá Nýju-Mexikó, er nú að átta sig á tilverunni eftir að hafa vaknað skyndilega á að- fangadag úr 16 ára dái. Patricia fékk blóötappa í lunga er fram- kvæmdur var á henni keisara- skurður við fæðingu fjórða barns hennar. Síðan hefur Patricia ver- ið meðvitundarlaus. En þegar starfsfólk á hjúkrunarheimilinu í Albuquerque, þar sem Patricia hefur dvalið, var að búa um rúm hennar á aðfangadag bað hún skyndilega um að því yröi hætt. Læknar kunna enga skýringu á bata Patriciu. Enn hefur hún ekki sagt mikið !! en tal hennar er skýrt og greini- legt. Hún hefur snætt bæði pitsu og kjúkling og hefur stigið nokk- ur skref. Eiginmaður Patriciu, Mark, sótti um skilnað frá henni þegar læknar útilokuðu að hún myndi nokkurn tíma vakna aftur. Mark hefur nú lýst þvi yfir að nái Pat- ricia heilsu og vilji endurnýja samband þeirra sé hann reiðubú- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.