Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
friðsljós
m
■
É
i
Kurteisin of dýr
Faye Dunaway hefur heldur
betur innsiglað orðstír sinn
sem duttlungadrottning sýndar-
veruleikans 1 henni Hollywood.
Það var á dögunum að leikkon-
an, sem var nýlega útnefnd sem
mesta pest kvikmyndaheims-
ins, samþykkti að mæta í sjón-
varpsviðtal - sem líklega var
fyrir henni bara tækifæri til að
gera líf allra sem stóðu að þætt-
inum að hreinu víti. Og það
gerði hún. Hún byrjaöi á því að
reka forðunarmeistarann sem
átti að sjá um að andlitið á
henni héldist á skjánum og
krafðist þess að fá að sparsla
sjálf upp i hrukkurnar. Síðan
heimtaði hún að einhver yrði
ráðinn tU að bera töskumar
hennar, annar til að skreppa
heim tU hennar til að sækja
þennan eina hárblásara sem
hún samþykkir að nota. Næst
kom krafan um að enn einn
skyldi ráðinn tU að sækja fótin
hennar í þurrhreinsun og siðan
lét hún tökuliðið biða eftir sér í
tvær klukkustundir. En þá
mætti hún líka í settið og ku
hafa verið svo flott að liðið
gleymdi að anda. „AUir“ voru
sammála um að hún hefði verið
„töfrandi" á skjánum, er haft
eftir einum viðstöddum svo það
má segja að aUt sé gott sem end-
ar vel. Kurteisin hefði hins veg-
ar getað orðið henni dýrkeypt.
Stærðin sem
skiptir máli
Það ku ekki vera miklir kær-
leikar á miUi leikkvennanna ít-
urvöxnu, Rosie O’DonneU og
Roseanne. Báðar eru þær með
kjaftaþætti í sjónvarpinu og
nota þættina tU að senda hvor
annarri tóninn. Á dögunum
sáuð þó heldur betur upp úr
þegar Rosie játaði að vera í
hönk yfir athugasemd Rose-
anne. Sú siðarnefnda hafði sagt:
: „Munurinn á þáttunum okkar
er sá að ég hef misst 65 pund og
hún hefur bætt þeim á sig.“
Þetta varð tU þess að Rosie
fór á einhvern gígantískan
hraðmegrunarkúr og hefur nú
misst 16 pund.
í stað þess að láta Roseanne
koma sér í slíkt uppnám hefði
líklega verið sniðugra hjá Rosie
að benda á að hinn raunveru-
!legi munur á þáttunum væri sá
að hennar þáttur hefði sjö sinn-
um meira áhorf en þáttur Rose-
anne. í hinum harða sjónvarps-
heimi Bandaríkjanna er það
eina stærðin sem skiptir máli.
Vill undir hnrfana
Það er nú aUt í lagi að vera með
komplexa en að vera með komplexa
að óþörfu er út í hött. Sannast það
best á Friends-skvísunni Courteney
Cox Arquette. Nú eru hún og eigin-
maðurinn, David Arquette, komin í
fýlu hvort út í annað vegna þess að
þau geta ekki komist að sameigin-
legri niðurstöðu um löngun hennar
tU þess að fara i plastaðgerð. Cour-
teney sem er 35 ára álítur að aldurs-
munur þeirra (David er 27 ára) sé
stórmál og hún er tilbúin tU þess að
leggjast undir hnífinn til að reyna
að nálgast hann í aldri, sama hvað
almanakið segir. Að vísu ætlar hún
ekki að láta taka upp á sér aUt and-
litið heldur aðeins að láta snyrta og
slétta augnumbúnaðinn. „Ég sé ekk-
ert að því,“ segir konan.
En eiginmaðurinn hefur aðra
skoðun. Allar hans kærustur hafa
verið eldri en hann og honum hrýs
hugur við því að einhver fari að
pjakkast með hnífa í kringum aug-
un á frúnni, einkum vegna þess að
honum finnst konur verða fallegri
með aldrinum.
Þrátt fyrir þetta hefur Courteney
ekki gefið sig. Maður skyldi nú
halda að hún myndi hoppa og
skoppa af kæti yfir því að fá að eld-
ast með reisn og verða þar með lit-
in marglyftum öfundaraugum ann-
arra leikkvenna sem gjarnan vUdu
vera í hennar sporum.
Cinde^ella
BYOIMG
MESSAGE
Laugavegi 83 • Sími 562 3244