Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 JLlV fréttir Jóhanna og Guðmundur Árni íhuga formannsframboð í Samfylkingunni: Ég spyr um leikreglur - segir Jóhanna Sigurðardóttir og segist fá hvatningu utan flokka „Ég bíð átekta og spyr hverjar leikreglumar verði,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Sam- fylkingar, aðspurð um það hvort hún gefi kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Jóhanna, sem vann stórsigur í prófkjöri Samfylk- ingar í Reykjavík, segir framboö sitt velta á því eftir hvaða reglum full- trúar á flokksþing verði valdir. Eins og DV hefur greint frá hefur hópur fólks lagt að Össuri Skarphéðins- syni aö gefa kost á sér í formanns- slag. Meðal þeirra sem vilja sjá össur á formannsstóli eru formenn A- flokkanna, Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir. Jó- hanna segir sína möguleika ráðast af því hvemig valið verði á lands- fund Samfylkingar. „Ég tilheyri engum þeirra þriggja flokka sem að Samfylkingunni standa. Þaö eru til ýmsar leiöir til að kjósa formann. Verður þetta full- trúavald þar sem aðildarfélög gömlu flokkanna velja fulltrúana sem síð- F Jóhanna Siguröardóttir - vill sjá leikreglur. ar velja sér formann eða geta allir félagar Samfylkingar valið sér for- mann? Mínir möguleikar ráðast auðvitað af því,“ segir hún. Jóhanna staðfestir að hún hafi Guömundur Árni Stefánsson - vill áhrif. áhuga á aö takast á hendur for- mannsembættið. „Ég útiloka ekkert og gef þetta ekki frá mér. Spurningin er einfald- lega hvort ég stend þá jafhfætis öðr- um frambjóðendum sem hafa flokk- ana á bak við sig og þar með ákveð- ið bakland á þessum fundi. Það ligg- ur fyrir að ef verið hefði lokað próf- kjör fyrir kosningarnar hefði ég ekki átt neinn möguleika en i opnu próf- kjöri átti ég alla möguleika," segir Jóhanna. Hún segist fá hvatningu til að bjóða sig fram tO formanns. „Það á sérstaklega við um fólk sem stendur svolítið utan við þessa flokka,“ segir Jóhanna. Guðmundur Árni Stefánsson al- þingismaður segist vera að hugsa sinn gang varðandi framboð en nægur tími sé til stefnu. „Það eru þrír mánuðir í að for- maður verði kjörinn. Ég tek mér nú góðan tíma til að íhuga það hvort ég býð mig fram. Ég hef haft tök á því að starfa bæði í sveitarstjórnarmál- um og landsmálum og því starfi hafa fylgt áhrif. Til að koma fram sjónarmiðum í pólitík verða menn að sækjast eftir áhrifum," segir Guðmundur Árni Stefánsson alþing- ismaður. Eigendur Stjörnuvals á Tunguvegi í tilraunastarfi: Hættu að selja sígarettur í sjoppunni - hefur komið rosalega vel út, segir Jóhanna Scheving „Það seldust allar sígarettur upp hjá okkur fyrir jólin svo við ákváð- um að prófa að reka sjoppu sem seldi ekki tóbak. Það er ekkert mál,“ sagði Jóhanna Scheving, eig- andi Stjömuvals á Tunguvegi 19. Þar rekur hún sölutum og mynd- bandaleigu ásamt eiginmanni sín- um, Vilberg Margeirssyni. Ein- hverja viðskiptavini Stjörnuvals hefur rekið í rogastans að undan- fömu þegar þeir hafa beðið um sí- garettupakka. Þeir hafa fengið þau svör að í þessari sjoppu séu ekki seldar sígarettur. „Ég hélt að salan myndi detta nið- ur hjá okkur en ég get ekki merkt þaö,“ sagði Jóhanna. Aðspurð um viðbrögð viðskiptavinanna sagði hún aö sumir hefðu farið í fýlu en aðrir sagt að þetta væri gott framtak. Hún sagði þessa tilraun í tengslum við að þau væru að flytja reksturinn á Grensásveg 50. „Við vildum láta reyna á þetta þann tíma sem við átt- um eftir að vera hérna. Þetta hafði ekkert með hagræðingu vegna flutn- inganna að gera en var hálfgerð til- raunastarfsemi, hvort þetta væri raunverulega hægt. En þetta hefur komið rosalega vel út héma.“ Nemendur Réttarholtsskóla hafa gjaman heimsótt Stjörnuval í frí- mínútum. Jóhanna sagði að þeim fyndist sniöugt að ekki skuli vera seldar sígarettur í sjoppunni. Sjálf hefur hún reykt en hætti fyrir níu árum. „Svo ég veit alveg hvað ég er að tala um,“ sagði hún. Jóhanna sagði ekki endanlega ákveðið hvort þau myndu selja tó- bak á nýja staðnum. Það væri freist- andi að halda tilrauninni áfram þar. Þau hafa mánuð til að ákveða það því þau opna ekki á Grensásvegin- um fyrr en 1. febrúar. Þangað til verður engar sigarettur að fá í Stjörnuvali. -JSS Skýrsla til umhverfisráðherra: I El Grillo mengar áfram Einar Sveinbjörnsson, aðstoöarmaöur umhverfis- ráöherra, og Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra kynna skýrsluna. DV-mynd HÞG Ólíklegt má telja að unnt verði að ganga svo frá að ekki verði einhver olíuleki merkjanleg- ur á ströndum Seyð- isfjarðar næstu árin vegna E1 Grillo þó svo að fyrirhugaðar hreinsunaraðgerðir heppnist fullkom- lega. Þetta er álit stýrihóps sem starf- að hefur og kannað leiöir til að hreinsa ollu úr lestum E1 Grillo sem legið hef- ur á botni Seyðisfjarðar í 56 ár. í skýrslu, sem afhent hefur verið umhverfisráðherra, er lagt til að fenginn verði erlendur ráðgjafi til að leggja mat á allar tiltækar að- ferðir við hreinsun olíunnar. Þá er lagt til að verkiö verði boðið út á alþjóöavettvangi og Ríkiskaupum gert að standa að gerð útboðsins. Komið hefur i ljós að í tönkum E1 Grillo eru enn 2.400 rúmlestir af olíu og hætta á mengun mest að sumarlagi þegar hlýtt er í veðri. Kostnaður sem fallið hefur á verk- ið síðustu mánuði nemur nú 10 milljónum króna en ljóst er að hreinsunin öll á eftir að kosta margfalt meira. -EIR Vilberg Margeirsson og Jóhanna Scheving í sjoppunni á Tunguveginum. Þaö er ekkert mál, segja þau, aö reka sjoppu án þess aö selja sígarettur. DV-mynd ÞÖK Deilur eyfirskra kúabænda vegna Mjólkursamlags KEA: Tekist á um eignarhlut - KEA vill ljúka samningum á næstu tveimur vikum „Við höfum sagt við framleiðend- ur að við værum tilbúnir að meta til fjár viðskipti bænda við félagið. Það yrði greitt með eignarhluta í nýja félaginu. Um þessa málsmeðferð hefur verið algjör samstaða milli kaupfélagsins og viðræöunefndar bænda. Hins vegar eiga menn eftir að takast eilítið á um verðmæti í þessu, eins og alltaf er í samning- um.“ Þetta sagði Jóhannes Geir Sigur- geirson, stjómarformaður KEA, að- spurður um stöðu samninga við kúabændur vegna fyrirhugaðra breytinga á Mjólkursamlagi KEA í hlutafélag. Kaupfélag Eyfirðinga hefur um nokkurra mánaða skeið átt í viðræð- um við forsvarsmenn bænda, þ. á m. formann búnaðarsambandsins og formann Félags kúabænda þar sem rætt hefur verið rætt um aðkomu framleiðenda að nýju félagi í mjólk- urvinnslu.Þá hafa fulltrúar hóps óá- nægðra bænda í Eyjafirði rætt við forsvarsmenn KEA. Hinir síðar- nefndu stefna að því að ljúka samn- ingum á næstu tveimur vikum. Á borðinu eru hugmyndir um að stofna framleiðendasamvinnufélag. Það stofni síðan hlutafélag sem eignist ákveðinn hlut í fyrirtæki sem heitir MS KEA, þ.e. mjólkur- samlaginu á Akureyri og Húsavík. Umræddur eignarhlutur hlutafé- lagsins sé tilkominn með viðskipta- samningum bænda við nýja fyrir- tækið. Jafnframt er framleiðenda- samvinnufélaginu gefinn kostur á að kaupa hlutabréf á fyrirfram ákveðnu gengi í nýja félaginu á næstu þremur árum. Einstakir kúabændur í Eyjafirði hafa gagnrýnt að forráðamenn KEA vilji færa tiltekna skuld af öðnun eignum KEA yfir á samlagið. Það sé þar inni sem víkjandi lán. Framleið- endasamvinnufélagið eigi e.t.v. 20 prósent í mjólkursamlaginu en ef illa gangi geti kaupfélagið eignast meira í þvi með því að víkja frá lán- inu en fá hlutafé í staðinn. Þar með minnki hlutur bænda hlutfallslega. Þessi samningsdrög leggjast illa í hina óánægðu bændur í Eyjafirði. Þeir vilja annaðhvort eiga fyrirtæk- ið eða þá að kaupfélagið eigi það sjálft. Ef það ekki gengur ætla þeir að selja mjólkina til annars aðila og þá helst suður til Mjólkursamsöl- unnar eða i Búðardal. Jóhannes Geir sagði Benedikt Hjaltason á Hrafnagili hafa sett fram rangar fullyrðingar í DV í gær, m.a. um aö hærra verð fáist fyrir mjólkina hjá MS heldur en KEA. -JSS IÍ M Ekki gleyma . Islandssími og íslandsbanki voru fyrstir til að boða fría nettengingu neyt- endum til hagsbóta og ómældrar gleði. Eyþór Arnalds, forstjóri Islandssíma, : er talinn hugmyndafræðingur að þess- ari bombu sem dregur kúna í þúsundavís að símafyrirtækinu. Að visu bar nokkurn skugga á trikkið þar sem Búnaðarbankinn brá skjótt við með sitt binet.is og opnaði fyrir áramót. Nú hef- ur Íslandssími sent út leiðbeiningar til síns fólks um hvemig skuli uppfæra netið. ítarlega er á leiðbeingarblaði far- |iö í gegnum allan pakkann. Gefið er upp lykilorð og nokkrum línum neðar á blaðinu er vartala. Síðan kemur spekin sem slær út alla hefðbundna Hafnar- fjaröarbrandara. „Vinsamlegast geymið . þetta bréf - vartalan nýtist þér ef þú : gleymir lykilorðinu." Davíð úfinn 1 samkeppni sjónvarpsstöðvanna um Jfréttafíkla spilaði RÚV út því trompi að : vera með kastljósþátt ofan í fréttatíma Stöðvar 2. Þar hafa sjálfstæðismenn mætt í löngum bunum og nú síðast sjálfur forsætisráð- herrann Davíð Odds- , : son sem svaraði j spumingum Gísla Marteins Baldurs- sonar og Rögnu Söru Jónsdóttur. Davíð var áberandi I jpirraður og þá sér- I staklega á spurn- ® ingum Rögnu Söru um Eyjabakkamálið. Hann itrekaði að hann skildi ekki spurningamar. Davíð llýsti því yfir að stjórnarskráin væri of opin með tilliti til nýlegs kvótadóms. Hægt væri að túlka frelsisákvæði út og suður. Loks boðaði forsætisráðherrann landauön ef kvótakerfið félli. Landslýð mun vera mjög bmgðið eftir hina mergjuðu spá um yfirvofandi hrun... Flutningur Halldórs Lendi Höfn í Hornafirði með Aust- | fjarðakjördæmi eftir að búið er að ganga frá nýrri kjördæmaskipan mun Halldór Ásgrímsson tæpast ljá máls á þvi að flytja sig til Reykjavíkur. En lendi Höfn með Suður- landi er hann talinn geta hugsað sér að vera fyrir eystra kjördæmi Reykjavíkur, en hann býr í Breiðholti. Margir í Framsókn telja þó óþægilegt að fá Halldór til Reykja- víkur þar sem skoð- anir hans á umhverfis- málum séu víös fjarri viðhorfum borg- arbúa og telja betra að byggja upp nýja menn í Reykjavík. Auk Ólafs Amars Haraldssonar em þar einkum nefnd þau Jónína Bjartmarz en lika er nefndur Óskar Bergsson... INýtt stórveldi Mikill völlur er á Vöku-Helgafelli um þessar mundir en Ólafur Ragn- arsson stefiiir að því að gera hana að stórveldi sem alhliða útgáfu- og miðl- unarfyrirtæki. Hefur hann fengið FBA inn í fyrirtækið og hermt er að Bjarni Ármannsson hafi Imikla trú á hug- myndum Ólafs. Fyr- iir skömmu keypti íólafur Iceland Review. Ekki mun aðeins útgáfa þess ihafa fallið vel að Vöku-Helgafelli heldur var ur ekki sist að slægjast eftir netversl- un Iceland Review sem hljótt hefúr verið um en hefur margeflst. Ekki eru aðeins seldar bækur heldur ýmsir aðr- ir hlutir sem útlendingar girnast. | Bjami og Ólafur munu stefna að þvi að koma nýja stórfyrirtækinu á verð- I bréfaþingið sem fýrst... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.