Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 18
i. fjölskyldumál
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 T>1T
Framhjáhald
Traust og trúnaður eru grund-
vallaratriði í hverju sambandi.
Samt vitum við að bæði karlar og
konur brjóta þennan trúnað. Og
stöðugt fleiri sem leita sér ráðgjaf-
ar út af erfiðleikum í hjónabandi
og sambúð gera það vegna framhjá-
halds. Fæstir eru kannski hissa á
þessu. Það kostar bæði vilja og
staðfestu að vera trúr. Og þó að
vilji og staðfesta séu fyrir hendi þá
dragast bæði karlar og konur oft að
öðrum en maka sínum, gefa öðrum
auga „svona í mesta sakleysi".
***
Það væri e.t.v. allt í lagi að við-
urkenna þessa staðreynd, það eitt
og sér myndi fyrirbyggja framhjá-
hald. Því oft er það einhver óljós
spenningur sem er kveikjan að
framhjáhaldinu, spenningur sem
aftur breytist í samviskubit og van-
líðan hjá mörgum eftir að framhjá-
haldið hefur átt sér stað. Framhjá-
hald er eitt það versta sem komið
getur fyrir samband og leiðir
margt illt af sér. Það ætti þess
vegna enginn að hafa framhjáhald í
flimtingum eins og stundum heyr-
ist. Framhjáhald hefur eyðilagt aflt
of mikið bæði fyrir einstaklingum
og heilu fjölskyldunum.Stundum
halda menn því fram að hliðarspor
í hjónabandinu sé nú bara ágætt og
til þess fólgið að hleypa nýjum eldi
í kulnaðar glæður. En svo er ekki.
Þegar traustið er rofið eiga flestir
erfitt með að vinna sig út úr
ástandinu sem skapast. Öll berum
við ákveðnar væntingar til hjóna-
bands og sambúðar. En lifið verður
sjaldan eins og væntingamar sem
við gerum okkur til þess.
***
Ástarbriminn og spenningurinn
sem við fundum fyrir í upphafi
sambúðarinnar eða þegar við fyrst
urðum ástfangin minnkar með tím-
anum ef við gerum ekkert í mál-
inu. Vani hversdagsins fyllir dag-
ana og næturnar með. Og flestir
hafa í nægu að snúast. Bömin,
vinnan, áhugamálin og heimilis-
haldið tekur allan tímann frá okk-
ur og lítill tími er aflögu fyrir ást-
arsambandið. Þannig líður mörg-
um á vissum tímabilum lífsins.
Bæði konur og karlar geta meðvit-
að og ómeðvitað óskað sér innst
inni annarrar tilvem en þeirrar
sem hér var dregin upp. Þau vilja
lifa fjölbreyttara lífi, vilja hafa
spennu og eftirvæntingu í tilver-
unni og spyrja sig :„Var þetta allt
og sumt sem lifið hafði upp á að
bjóða“? Áhrif frá fjölmiðlum ýta
undir óánægjuna . Margir gefast
upp á því að finna það sem þeir eru
að leita að í því sambandi sem þeir
eru í en telja sér trú um að grasið
sé grænna hinum megin við læk-
inn. Og þar með verður framhjá-
haldið staðreynd.
***
Þeir sem síðan hafa haldið fram
hjá maka sínum bera margir þá
reynslu með sér í gegnum tilver-
una sem þunga byrði. Vonbrigðin
með sjálfan sig og samviskubit
gagnvart makanum verður að sári
sem seint grær. Flestir komast að
því að þegar þeir ætla sér að snúa
aftur til maka síns þá er það horfið
sem þeir einu sinni áttu. Eftir
framhjáhald breytist sambandið
við makannn algjörlega, ef það þá
ekki leysist upp. Trúnaður er sem
fyrr segir grundvallaratriði í
hverri sambúð og hverju hjóna-
bandi. Ef við treystum hvort öðru
þá getur það gefið okkur tækifæri
til að upplifa ríkt og heitt ástarsam-
band með hvort öðru. Ef trúnaður
Þórhallur Heimisson
ríkir styrkist ástin og getur staðist
erfiðleikana sem enginn sleppur
við. Ef trúnaður ríkir getum við
auðveldlega staðist allar freistingar
þegar þriðji aðili kitlar hégóma-
gimdina. Þá fáum við kraft til þess
að láta okkar eigin ákvarðanir
„Stundum halda menn
því fram aó hliðarspor í
hjónabandinu sé nú bara
ágœtt og til þess fólgiö aö
hleypa nýjum eldi í kuln-
aðar glœöur. En svo er
ekki. Þegar traustiö er
rofiö eiga flestir erfitt
meö aö vinna sig út úr
ástandinu sem skapast. “
ráða vali okkar í lífinu þar sem
ekkert „bara gerist svona óvart“.
Við berum ábyrgð á eigin gjörðum.
Og ef traustið er sterkt veljum við
að halda fast i það sem við eigum,
fyrir okkur sjálf, fyrir maka okkar
og fyrir fjölskyldu okkar.
fimm breytingar
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á myndinni
til hægri hefur fimm atriðum ver-
ið breytt.
Finnir þú
þessi
fimm at-
riði
skaltu
merkja
við þau
með
krossi á
myndinni til hægri og senda okk-
ur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigur-
vegaranna.
1. verðlaun:
United-sími með
símanúmerabirti frá
Sjónvarpsmiðstöðinni,
Siðumúla 2,
að verðmæti kr. 6.990.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti
kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og
Kólibrísúpan eftir David Parry og
Patrick Withrow.
Vinningarnir veróa sendir lieim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm
breytingar? 547
c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 547
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Tom Clancy: Rainbow Six.
2. Danielle Steel: The Klone and I.
3. Dick Francis: Reld of Thirteen.
4. Ruth Rendell: A Sight for Sore
Eyes.
5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey.
6. James Patterson: When the Wind
Blows.
7. Elvi Rhodes: Spring Music.
8. Chariotte Bingham: The Kissing
Garden.
9. Nicholas Evans: The Loop.
10. Jane Green: Mr Maybe.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Amanda Foreman: Georgina,
Duchess of Devonshire.
2. Chris Stewart: Driving over
Lemons.
3. Tony Adams o.fl.: Addicted.
4. Anthony Beevor: Stalingrad.
5. Frank McCourt: Angela's Ashes.
6. Bill Bryson: Notes from a Small
island.
7. John Gray: Men Are from Mars,
Women Are from Venus.
8. Richard Branson: Losing My
Virginity.
9. Simon Winchester: The Surgeon
of Crowthorne.
10. Tony Hawks: Around Ireland with
a Fridge.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Dick Francis: Second Wind.
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Danielle Steel: Granny Dan.
4•. Roddy Doyle: A Star Called Henry.
5. Penny Vincenzi: Almost a Crime.
6. Ruth Rendeli: Harm Done.
7. lain Banks: The Business.
8. Jill Cooper: Score!
9. Kathy Reichs: Death Du Jour.
10. Elizabeth George: In Pursujt of
the Proper Sinner.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Alex Ferguson: Managing My Life.
2. John Humphrys: Devil’s Advocate.
3. Simon Singh: The Code Book.
4. Bob Howitt: Graham Henry;
Supercoach.
5. Brian Keenan o.fl.: Between
Extremes.
6. Lenny McLean: The Guv'nor.
( Byggt á The Sunday Tlmes)
BANDARÍKIN
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Anita Shreve: The Pilot’s Wife.
2. Tom Clancy: Rainbow Six.
3. Penelope Fitzgerald: The Blue
Rower.
4. Arthur Golden: Memoirs of a
Geisha.
5 Judy Blume: Summer Sisters.
6. Patricia Cornwell: Point of Origin.
7. Rebecca Wells: Divine Secrets of
the Ya-Ya Sisterhood.
8. Margaret Truman: Murder at
Watergate.
9. Sidney Sheldon: Tell Me Your
Dreams.
10. Tami Hoag: Still Waters.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New
Diet Revolution.
2. Frank McCourt: Angela’s Ashes.
3. John Berendt: Midnight in the
Garden of Good and Evil.
4. Michael R. Eades o.fl.: Protein
Power.
5. John E. Sarno: Healing Back Pain.
6. Jared Diamond: Guns, Germs and
Steel.
7. Sebastian Junger: The Perfect
Storm.
8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves
9. William L. Ury: Getting Past No.
10. Gary Zukav: The Seat of the
Soul.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Patricia Cornwell: Black Notice
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Meilssa Bank: The Girl's Guide to
Hunting and Rshing
4. Jeffery Deaver: The Devil's
Teardrop.
5. Tim F. LaHaye: Assasins.
6. Catherine Coulter: The Edge.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Suzanne Somers: Suzanne
Somers'Get Skinny on Fabulous
Food.
2. Mitch Albom: Tuesdays with
Morrie.
3. Christopher Andersen: Bil! and
Hillary: The Marriage.
4. Bill Philips: Body for Life.
5. H. Leighton Steward o.fl: Sugar
Busters.
6. Sally Bedell Smith: Diana, in
Search of Herself.
(Byggt á The Washlngton Post)