Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ
SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
t hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
Kvótadómurinn:
Hlédrægi
dómarinn
„Ég vil ekkert um það segja hvort
ég hafi legið andvaka nóttina áður en
j*ég kvað upp dóminn,“ segir Erlingur
Sigtryggsson, héraðsdómari á Vest-
fjörðum, sem kvað upp sögufrægan
kvótadóm um miðja vikuna sem sett
hefur íslenskan sjávarútveg í upp-
nám. „Ég er hlédrægur maður og
vona að persóna mín þurfi ekki að
koma þessu máli við,“ segir Erlingur
sem er Þingeyingur, ættaður frá Sval-
barði í Svalbarðshreppi. -EIR
Ríkissjónvarpið:
Markús Örn í
stað Murrays
„Það var búið að ákveða endursýn-
ingu á áramótaávarpinu en fyrir ein-
'^■fiverja handvömm láðist að tilkynna
íjölmiðlum um
það,“ sagði Mark-
ús Örn Antonsson
útvarpsstjóri en í
fyrrakvöld lentu
áhorfendur Ríkis-
sjónvarpsins sem
hugðust fylgjast
með Bill Murray
og Andie
MacDowell 1 kvik-
myndinni Ground-
hog Day í því að
horfa á 25 mínútna
langt áramóta-
ávarp útvarps-
stjóra frá því á
gamlárskvöld sem
hvergi hafði verið
auglýst.
Bill Murray. „Ávarpið var
ekki síst endursýnt
vegna vel útfærðra tónlistaratriða
sem ætla má að hafi farið fyrir ofan
garð og neðan hjá mörgum af alþekkt-
um ástæðum á gamlárskvöld,“ sagði
útvarpsstjóri.
-EIR
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-12QQ___
íslenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar í tvær línur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Slmi 554 4443
Fresta þurfti þrettándabrennum á höfuöborgarsvæðinu í fyrrakvöld vegna veðurs. Veðrið var betra í gærkvöld, á fjórtándanum ef svo má segja. Þá var með-
al annars kveikt í brennunni á Valhúsahæð. Þar voru Margrét Erla og Birta María. Á innfelldu myndinni eru kóngur og drottning, Gauti Grétarsson og
Hildigunnur Hilmarsdóttir. DV-mynd Pjetur
Þriggja barna móðir lenti í óvæntum hremmingum nálægt heimili sínu:
Héldu mig Begga litla
og stungu mér inn
- misskilningur fyrst en var samt sett í steininn með hundinum í fjóra tíma
„Ég var að koma út úr húsi við
Laufengi í Grafarvogi þar sem ég
hafði verið að sækja hundinn minn
þegar fúllt af lögreghimönnum komu
að. „Beggi!“ kallaði einn þeirra. Þeg-
ar þeir komu að mér og sáu að ég var
kona vildu þeir samt ekki sleppa
mér. Sögðu mér að fara inn 1 lög-
reglubíl með hundinn minn. Síðan
var ekið með okkur um hverfið og
eftir það vorum við bæði lokuð í
marga klukkutíma inni í fangaklefa á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu,"
sagði þrítug þriggja barna móðir í
Grafarvogi sem var óvænt handtekin
síðdegis á þriðjudag, skammt frá
heimili sínu, nokkrum klukkustund-
um áður en strokufanginn „Beggi
litli" var gómaður eftir að hafa leikið
lausum haia frá því fyrir áramót.
„Ég skil ekki hvemig lögreglu-
mennirnir tengja mig við einhvern
strákgutta sem strauk úr fangelsi. Ég
er að visu lágvaxin og var klædd i
samfesting með húfu. Þeir spurðu
mig að nafni og ég sagði þeim það. Þá
spurðu þeir hvort þessi Beggi væri
inni í húsinu. Ég sagðist ekkert vita
um það enda hafði ég aldrei komið
þarna áður. Þá sögðu þeir að ég væri
að ljúga og óku með mig og hundinn
um hverfið," sagði konan.
Þegar komið var með hana og
hundinn á lögreglustöðina voru bæði
lokuð inni. „Rétt áður afhenti lög-
reglumaður mér GSM-símann minn.
Ég hefði sennilega brjálast þarna
inni ef ég hefði ekki haft hann og
hundinn hjá mér. Ég sendi svo SMS-
skilaboð í 3 klukkustundir á eftir,
ekki síst út af börnunum mínum sem
voru heima. Ekki fékk ég neitt að
borða þama inni, bara vatn, en hund-
urinn fékk kornflögur," sagði konan.
Hún var sett inn klukkan 19.30 á
þriðjudag. Klukkan 22.32 náðist svo
„Beggi litli“ - ekki í Grafarvogi held-
ur í heimahúsi skammt frá miðborg-
inni. Kiukkan 22.39 var strokufang-
inn kominn inn á lögreglustöðina við
Hverfisgötu.
Klukkan 23.15 var þriggja barna
móðurinni og hundinum loksins
sleppt úr sömu byggingu. Eftir tæp-
lega fjögurra klukkustunda frelsis-
sviptingu og einangrun.
„Fyrst fannst mér þetta hálffyndið
og óraunverulegt - að vera lokuð
með hundinum minum inni í fanga-
klefa út af pilti sem ég veit ekki einu
sinni hver er. Um klukkan tiu var
farið að fjúka verulega i mig. Aum-
ingja hundurinn var að verða vitlaus
þarna inni. Eftir að okkur var sleppt
út var okkur ekið áleiðis heim í stór-
um lögreglubíl. Enginn hjá lögregl-
unni baðst afsökunar á þessu fram-
ferði,“ sagði konan.
Harmar misskilninginn
Jónas Hallsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn segir að Lögreglan í
Reykjavík harmi þann misskilning
sem upp kom varðandi þriggja barna
móðurina í Grafarvoginum. „Þama
var kona að koma út úr íbúð þar sem
lögreglumenn höfðu árangurslaust
leitað inngöngu á undan vegna
strokufangans og fikniefnaleitar án
þess að húsráðendur svöruðu. Um
þetta leyti vorum við að fá húsleitar-
úrskurð hjá dómara. Óskað var eftir
að leitað yrði á konunni og hún færð
á lögreglustöðina eins og gert var.
Lögreglumenn ílengdust síðan í íbúð-
inni. Það var ekki fyrr en þeir höfðu
yfirgefið téða íbúð að það uppgötvað-
ist að konan var enn i vörslu lögreglu.
Henni var þá strax sleppt út. Við
hörmum þennan misskilning," sagði
Jónas Hallsson. -Ótt
Sunnudagur
~T-
V
7J* J*
'V -2 ^
Manudagur
Veöriö á sunnudag:
Hlýnar undir kvöld
Á sunnudag verður suðlæg átt, 5-10 m/s, slydduél sunnan til en
skýjað með köflum norðan- og austanlands. Undir kvöld verður komin
suðaustanátt, 15-20 m/s, með slyddu en síðar rigningu sunnan- og
vestanlands og hlýnar.
Veörið á mánudag:
Léttskýjað fýrir norðan
Á mánudag verður suðvestanátt, 13-23 m/s, og skúrir eða slydduél
sunnan- og vestanlands en léttskýjað norðan til.
Hiti 0 til 4 stig.
Veðrið í dag er á bls. 57.