Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 J3’V’
ÍÚtlönd
Pólitísk spilling tekin föstum tökum:
Old saksóknaranna
í Evrópu runnin upp
Dominique Strauss-Kahn þurfti aö segja af sér embætti fjármálaráðherra
Frakklands á haustdögum vegna ásakana um misferli við innheimtu fyrir
lögmannsstörf á árinu 1997. Hann bar af sér allar sakir.
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, er vel kunnugur rannsókn-
um af margvíslegu tagi. ítalskir rannsóknardómarar hafa oftsinnis skoðaö
fjármál stjórnmálamannsins og auðkýfingsins.
Helmut Kohl getur huggað sig við
það að hann er ekki einn á báti.
Skuggi fjármálaspillingarinnar hef-
ur hvílt yfir mörgum evrópskum
stjórnmálamanninum síðustu miss-
erin og jafnvel hrakið úr embætti.
Saksóknari í Þýskalandi hóf í
vikubyrjun formlega rannsókn á
meintu glæpsamlegu athæfi
kanslarans fyrrverandi, þegar hann
tók við leynilegum fjárframlögum
til flokks síns, Kristilegra
demókrata, og geymdi á leynireikn-
ingum, á sextán ára valdaferli sín-
um. Kohl hefur viðurkennt að hafa
brotið lög meö framferði sínu, hann
neitar enn staðfastlega að greina frá
því hver eða hverjir létu hann fá
sem svarar um sjötíu milljónum
króna í leynisjóðina, og hann á yfir
höfði sér allt að fimm ára fangelsi
verði hann ákærður og síðan fund-
inn sekur. En þótt Kohl verði ekki
sakfelldur, er vist að hneyksli þetta
hefur skaðað mjög ímynd hans sem
virðulegs landsföður og mannsins
sem sameinaði þýsku ríkin tvö.
Kröfur um opnara kerfi
Ófarir Kohls og rannsókn sak-
sóknara eru aðeins nýjasta dæmið
af mörgum um fjármálahneyksli
þar sem evrópskir stjórnmálamenn
koma við sögu. Rannsóknin þykir
til marks um háværari kröfur al-
mennings um opnara stjórnkerfi
sem hafa aftur styrkt mjög stöðu
saksóknara í mörgum vestrænum
lýðræðisríkjum.
Valdamiklir stjórnmálamenn í
Frakklandi, Belgíu, á Spáni, Bret-
landi og Ítalíu hafa komist í hann
krappan. Réttarkerfið hefur látið æ
meira að sér kveða og endurspeglað
þannig vanþóknun kjósenda á spillt-
um stjórnmálaflokkum og stjórn-
málamönnum.
„Ef litið var á 19. öldina í Evrópu
sem tímaskeið mikilhæfra lögþinga
og 20. öldina sem tíma sterks fram-
kvæmdavalds, gæti farið svo að 21.
öldin yrði kjörtími fyrir réttarkerf-
ið,“ segir ítalski stjórnmálaskýrand-
inn Sergio Romano.
68 kynslóöin aö verki
Margir samverkandi þættir hafa
orðið til þess að styrkja stöðu sak-
sóknara sem rannsaka spillingu
valdhafa og misbeitingu þeirra á
valdinu sem þeim var falið. Ríkin í
Evrópu eru veikari en áður, meðal
annars vegna þess að viðskiptamúr-
ar hafa fallið. Og þá hefur það ekki
síður haft áhrif að svokölluð 68 kyn-
slóð er farin að setjast á valdastól-
ana en hún var á sínum tíma, að
minnsta kosti, mjög tortryggin í
—
Helmut Kohl, fyrrum Þýskalandskanslari, hefur líklegast ærnar ástæður til að taka fyrir andlitið um þessar mundir.
Skuggi sakarannsóknar og fjármálahneykslis hvílir nú yfir glæstum stjórnmálaferli hans.
Erient fré
Ijós
isstjórnar sósíalista, Dominique
Strauss-Kahn, að segja af sér emb-
ætti vegna ásakana um misferli við
útgáfu reikninga frá því hann var
starfandi lögmaður.
Mútu- og spillingarhneyksli á
Ítalíu í upphafi tíunda áratugarins
gjörbyltu pólitísku kerfi landsins.
Flokkar kristilegra demókrata og
sósíalista, sem höfðu stjórnað land-
inu í flóra áratugi, voru nánast lagð-
ir í rúst. Og Silvio Berlusconi, auð-
kýfingur og fyrrum forsætisráð-
herra, hefur verið ákærður um fjár-
málamisferli með reglulegu millibili
undanfarin ár.
Þá neyddu belgískir rannsóknar-
dómarar Willy Claes til að segja af
sér sem framkvæmdastjóri Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) vegna
mútuhneykslis frá því hann gegndi
ráðherraembætti í Belgíu.
Breytingar eöa tortíming
„Sameiningaröflin í Evrópu,
tækniþróunin og alheimsvæðingin
breyta þjóðfélaginu svo mikið að
pólitískar stofnanir þess geta ekki
garð alls valds.
í nokkrum löndum Vestur-Evr-
ópu hafa saksóknarar lagt fram
ákærur um mútuþægni og spillingu
á hendur fjölmörgum stjórnmála-
mönnum. Glæstur stjórnmálaferill
ýmissa hefur þar með verið að engu
gerður og stórir stjórnmálaflokkar
hafa meira að segja orðið að venda
kvæði sínu í kross.
Ráöherra segir af sér
Sósíalistastjóm Felipes Gonzalez,
fyrrum forsætisráðherra Spánar,
fór illa út úr viðskiptum sinum við
rannsóknardómara. Þá hafa margir
samverkamenn Frangois Mitt-
errands heitins Frakklandsforseta
veriö sóttir til saka. Undir lok síð-
asta árs þurfti fjármálaráðherra rík-
aðlagað sig nógu fijótt," segir Giuli-
ano Ferrara, ítalskur öldungadeild-
arþingmaður sem hóf stjórnmála-
þátttöku við kollsteypu hefðbundnu
flokkanna. „Ríkjandi flokkar sem
ekki eru gerðar breytingar á munu
gjalda fyrir það, og það er einmitt
það sem er að gerast í Þýskalandi."
Á sama tíma og gífurlegar breyt-
ingar urðu í stjórnmálalífi ná-
grannalandanna, nutu Þjóðverjar
aðdáunar margra fyrir heiðarleika
og siðferðilegan styrk stjórnkerfis
síns.-Ráðvendni þessi var að miklu
leyti rakin til þess að kjósendur
voru fylgjandi því að veita stjórn-
málaflokkum landsins meira en sjö
milljarða króna í beina styrki til
þess einmitt að þeir freistuðust ekki
að leita á önnur og vafasamari mið
í fjáröflun sinni.
Hneykslismálið sem Helmut Kohl
er flæktur í mun því ekki einungis
skaða orðspor hans, heldur gæti það
einnig haft langvarandi áhrif á
stjórnmálalíf í Þýskalandi. Vikurit-
ið Der Spiegel, sem nýtur mikillar
virðingar, hefur leitt að því getum
að tilvera Kristilega demókrata-
flokksins kunni að vera í hættu,
flokksins sem Kohl stjórnaði eins og
lénsveldi i 25 ár.
Út úr skugga Kohls
Kurt Biedenkopf, landstjóri í
Saxlandi í austurhluta Þýskalands
og stjórnarmaður í framkvæmda-
stjórn kristilegra demókrata, vísar
á bug hugmyndum um að hneykslið
gangi af flokknum dauðum, eins og
gerðist hjá systurflokkunum á Ital-
íu. Hann viðurkennir þó að flokkur-
inn verði að breytast ef hann eigi að
halda stöðu sinni og áhrifum sem
annar tveggja leiðandi flokka
Þýskalands.
„Við stöndum frammi fyrir mjög
erfiöri stöðu en það hefur ekkert að
gera með fjármögnunarkerfi i anda
mafiunnar," segir Biedenkopf. „Það
sem við þurfum að gera er að móta
framtíðarstefnu sem kemur okkur
út úr risastórum skugga Kohls.
Þetta eru erfiðar en nauðsynlegar
breytingar. Flokknum mun vegna
betur þegar örlög hans eru ekki háð
bara einum manni.“
En það er ekki bara Kohl sem
liggur undir grun í fjármála-
hneyksli kristilegra demókrata. Eft-
irmaður hans í leiðtogasæti flokks-'
ins, Wolfgang Scháuble, liggur
einnig undir grun.
Vissi ekki neitt
Schauble var næstráðandi á eftir
Kohl og naut óskoraðs trausts hans.
Hann var auk þess leiðtogi kristi-
legra demókrata í þinginu. Schau-
ble heldur því statt og stöðugt fram
að hann hafi ekki haft vitneskju um
leynisjóðina eða hvaðan peningarn-
ir komu. Margir eiga þó bágt með
að trúa því að hann hafi ekki vitað
meira en hann segir um leynireikn-
inga Kohls.
Kohl hefur statt og stöðugt haldið
því fram að hann hafi ekki notað
féð í eigin þágu, heldur aðeins til að
tryggja hollustu leiðtoga flokks-
deildanna úti um landið þvert og
endilangt.
Þegar Kohl var spurður hvers
vegna hann tæki svona mikla
áhættu til að viðhalda kerfi sem
þessu sagði hann einfaldlega: „Allan
stjórnmálaferil minn hefur persónu-
legt traust verið mikilvægara í mín-
um huga en formleg stjóm.“
Byggt á International Herald
Tribune, Washington Post og
Reuter.