Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 52
Keanu Reeves lækkar sjálfan sig í launum Eftir vinsældir The Matrix hafa laun Keanu Reeves snarhækkað og er talið að hann geti farið fram á 15 millj- ón dollara fyrir mynd. Þetta hefur þó ekki breytt lifsstíl Reeves sem ávallt hefur lítið verið fyrir sviðsljósið, á ekki íbúð og býr yf- irleitt á miðlungs hót- elum. Þegar honum var boðið að leika ofbeldisfullan morð- ingja sem þar að auki lemur eiginkonu sína í The Gift, sem aðeins á að kosta 10 milljónir dollara tók hann boðinu og það hefur auga leið að hann snarlækk- ar sjálfan sig í launum. Það. er Sam Raimi (A Simple Plan) sem leikstýrir myndinni og mótleikarar Reeves verða 3ate Blanchett, Katie Holmes og Giovanni Ribisi. Annar handritshöf- unda er Billy Bob Thornton, sem lék eitt aðalhlutverkið í A Simple Plan. Mynd þessi er mun ódýrari en síðustu kvik- myndir Sam Raimi og verður að fara aftur til hinnar klassísku hryllings- myndar Evil Dead til að finna sam- bærilegan kostnað. Elizabeth Hurley í endurgerð að Bedazzled Á sjöunda áratugnum var gerð vin- sæl bresk gamanmynd Beddazzled með þeim félögum Dudley Moore og. Peter Cook í aðalhlut- verkum. Auk þeirra lék kynbomban Raquel Welch í myndinni sem fjallaði um litla mann- inn í þjóðfélaginu sem í klónum á Skrattanum sem meðal annars býður honum þokkagyðjuna Girnd. Nú á að endurgera þessa kvik- mynd og það er Harold Ramis (Analyze This, Groundhog Day), sem ætlar að leikstýra henni. í aðalhlutverki verður Brendan Fraser og er átlað að tökur hefjist síðar í janúar. Einnig hefur ver- ið tilkynnt að Elizabet Hurley leiki í myndinni, en menn eru ekki vissir um hvort hún eigi að leika Skrattann eða Girnd. Þriðja aðalhlutverkið leikur síðan ástralska leikkonan Frances O’Conner. Drive Me Crazy: Unglinga- rómantík Drive Me Crazy, sem Regnboginn frumsýndi í gær, er rómantísk gaman- mynd um hressa krakka i menntaskóla. Aðalpersónurnar eru Nicole (Melissa Joan Hart) og Chase (Adrian Grenier). Þau eru nágrannar og skólafélagar en eiga afskaplega fátt sameiginlegt. Nicole er öil í tískunni á meðan Chase mótmæl- ir öilu sem skólinn býður upp á. Hún má ekki til þess hugsa að missa að neinum atburði i skólanum á meðan honum líður .. . best í kaffihúsum utan við skólann. Einn ’ daginn eiga þau allt í einu eitt sameigin- legt. Bæði hafa þau orðið fyrir því að vera sagt upp. Þau sameina því krafta sína í að hefna ófaranna. Bragð þeirra felst i því að þykjast vera saman svo fyrr- um félagar verði afbrýöisamir. Þetta tekst en í sigurvímunni komast þau að því að þau hafa bara nokkuð gaman af því að vera saman. Melissa Joan Hart og Adrian Grenier eru svo til óþekktir leikarar en ungt fólk, sem fylgst hefur í Sjónvarpinu meö þátta- röðinni Sabrina, the Teenage Witch, ætti ekki að vera í vandræðum með aö þekkja Melissu en hún leikur titilhlutverkið. Helstu meðmæli Greniers eru að Woody Allen valdi hann til að leika í Celebrity. -HK itfÉÉs Melissa Joan Hart og Adrian Grenier leika nágranna og skólafélaga. kvikmyndir LAUGARDAGUR 8. JANUAR 2000 m KVIKMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON HANDRIT EINAR MÁR GUÐMUNDSSON BYGGT A SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU ★ ★★★sVMbl. ★ ★★★óHT Rás 2 HK. DV 1/2 Kvikmyndir.lsl 11..THX Digital. . - - •' SMI h 11 p: / ww.wi^^tex /^ty o r n u b i o / StíUJ oyiiu m. u, i, s uy i i.uu. oynu ki. o. npw fkJ® ^ 1 5 ^ f M Sími 551 9000 Sýndkl. 3,5,7,9og11. Bleiurnar heyra A,lir sérkortshafar fá núsógunnltll æHSS PVI 11,1,1 _ fjölskyldumynd. snillingur snillingur 1 Sýndkl. 3,5,7,9og11. ki.9oan.30. -mem Synd kl. 3 og 5. Sýnd kl. 3 og 5.30. Duglegustu kvikmyndaleikararnir Nú er búið að taka saman hvaða þekktir kvikmyndaleikarar voru mest í vinnunni á síðasta áratug. Sá sem lék í flestum kvikmyndum er Samuel L. Jackson. Á siðasta áratug lék hann í 36 kvikmyndum. Það er því greinilegt að Jackson hefur ekki verið mikið fyrir að taka sér frí því þetta eru um fjórar kvikmyndir á ári. Næstur honum kem- ur Harvey Keitel, sem lék í 30 kvik- myndum, saman léku þessir tveir í Pulp Fiction. Sérstaklega er bent á að Keitel kom fram nakinn í þremur kvik- myndum, The Bad Lieutenant, The Pi- ano og Holy Smoke. í þriðja sæti kem- ur svo Whoopi Goldberg með 29 kvik- myndir. Leikarinn sem nær eingöngu leikur i „óháðum" kvikmyndum, Steve Buscemi kemur næstur með 28 kvik- myndir og Robin Williams er í fimmta sæti með 27 myndir. Næstu leikarar eru Bruce Willis (26), Christopher Wal- ken (26), J.T. Walsh (25) og John Turt- urro (25).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.