Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 15 Davíð Oddsson forsætisráð- herra er ekki I neinum vafa um hvað muni gerast ef Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Vest- fjarða í Vatneyrarmálinu svokall- aða. I yfirheyrslu i Kastljóssþætti Sjónvarpsins síðastliðið fimmtu- dagskvöld taldi Davíð ekki annað blasa við en landauðn en augljóst er að hann hefur enga trú á því að Hæstiréttur taki undir sjónarmið hins vestfirska dómara. Ég ætla ekki að hætta mér út í flóknar deilur um lögfræðileg at- riði, enda brestur mig þekkingu til þess. Hitt er svo annað að dómur Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannessonar, sem Héraðsdómur Vestfjarða byggir að nokkru á, er bæði illa rökstuddur og Ula fram settur. Eftir dóm Hæstaréttar var lögum um stjóm fiskveiða breytt, þar á meðal 5. gr. þeirra. Hvort héraðsdómur getur síðan stuðst við rökstuðning Hæstaréttar, eftir lagabreytingu, verða mér fróðari menn að skera úr um. En hvað svo sem öll- um lagaflækjum líður þarf engan sérfræðing til að átta sig á því að sótt er að fiskveiði- stjórnunarkerfinu kerfi sem öðru fremur hefur lagt grunninn að þeirri velsæld sem ís- lendingar búa við. Eng- an skal því furða að for- sætisráðherra skuli bregðast hárt við ef stoðunum er fyrirvara- laust kippt undan stjórnkerfi fiskveiða, hversu gott eða gallað sem það annars kann að vera. Mér virðist sem Davíð Oddsson hafi mikið til síns máls þegar hann varar við afleiðingum þess að Hæstiréttur staðfesti dóm undir- réttar í Vatneyrarmálinu. Þangað til Hæstiréttur tekur undir sjónar- mið undirréttar, sem draga verður í efa að hann geri, stendur fisk- veiðistjómunarkerfið hins vegar óhaggað. Hvemig tíminn fram að úrskurði Hæstaréttar verður not- aður skiptir hins vegar miklu en ekki þarf að fara mörgum orðum um hve slæm öll óvissa um fram- tíðina er, ekki aðeins fyrir sjávar- útveginn heldur þjóðarbúið allt. „Ósátt er í landinu" Davíð Oddsson hefur lengi gert sér grein fyrir því að mikil óein- ing er um fiskveiðistjórnunarkerf- ið og ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sjávarútvegs- mál fyrir síðustu kosningar ber þess merki að reynt var að sætta ólík sjónarmið. Davíð gaf raunar tóninn í setningarræðu fundarins þegar hann sagði meðal annars: „ Við eigum að viðurkenna aö ósátí er í landinu um sjávarútvegsmál og fiskveiðistjórnunarkerfið. Þess vegna eigum við að taka opnum örmum og umfram allt opnum huga öllum athugasemdum, allri gagnrýni, svo ég tali ekki um nýj- um hugmyndum einstaklinga eða hópa sem telja sig hafa fundið leið- ir til úrbóta. “ Frá því þessi orð voru sögð hef- ur lítið gerst annað en að sérstök nefnd hefur tekið til starfa til að endurskoða lögin um fiskveiði- stjórnun, auk auðlindanefndarinn- ar svokölluðu. Hins vegar hefur verið meiri opinber friður um sjávarútvegsmál undanfarna mán- uði en áður. Þannig tókst Samfylk- ingunni ekki að gera sjávarútvegs- mál að þvi kosningamáli sem að var stefnt í síðustu kosningum á liðnu vori. Og í þessu sambandi ber að hafa í huga að jafnvel þótt stefna Samfylkingarinnar í sjávar- útvegsmálum, með sinum auð- lindaskatti, hefði orðið að veru- leika hefði það engu skipt um nið- urstöðu í máli Vatneyrar. Stangist úthlutun aflaheimilda á við ákvæði stjórnarskrár skiptir í sjálfu sér engu hvort þeir sem fá kvóta greiða fyrir hann eða ekki. Auðlindaskattur sem talsmenn veiðileyfagjalds vilja hefði því engu breytt. Til fyrirmyndar Stundarfriðurinn getur hins vegar verið úti, enda kraumar undir. Margir útgerðarmenn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að nauðsynlegt er að koma til móts við þá gagnrýni sem sett hefur verið fram, enda mikilvægast að viðhalda kvótakerfinu, sem er að líkindum besta stjórnkerfi sem komið hefur verið á í heiminum við nýtingu fiskimiða, þrátt fyrir alla sina galla. Árangur íslendinga við stjórnun fiskveiða og skyn- samlega nýtingu þeirra hef- ur vakið athygli víða erlend- is og í maí 1998 benti hið virta breska tímarit, The Economist, sérstaklega á Nýja-Sjáland og ísland þar sem kvótakerfi hefur verið komið á fót. Niðurstaðan var skýr, stjórnkerfi fiskveiða í þessum tveimur löpdum er til fyrirmyndar. Sérfræðingar The Economist benda á þrennt sem geri sjávarútvegsmál erfið við- fangs: I fyrsta lagi viti enginn ná- kvæmlega hvaða áhrif mannanna verk hafi á sjóinn þannig að ákvarðanir eru teknar við mikla óvissu. í öðru lagi eru mörg vandamál sjávarins það sem hagfræðingar kalla ytri áhrif. Þeir sem njóta gjörðanna bera ekki að fullu kostnaðinn af þeim. Og í þriðja lagi er allt það sem viðkemur sjávarútvegsmálum undir stjórn fiölmargra ríkis- og fjölþjóðastofnana. The Economist bendir réttilega á að útgerðarmenn séu of margir í heiminum. Nauðsynlegt sé að rík- Óli Björn Kárason ritstjóri isstjórnir hætti öllum niður- greiðslum (ríkisstyrkjum) til sjáv- arútvegs. Þá sé nauðsynlegt að markaðsverð myndist á fiskinum jafnframt þvi sem aðgangur að fiskimiðunum verði takmarkaður til að viðhalda stofnunum. Og tímaritið gengur raunar enn lengra þvi sérfræðingar þess eru þeirrar skoðunar að þar sem mögulegt er eigi að koma auðlind- unum í hendur einkaaðila. Bent er á kvótakerfið og hvernig verð- leggja megi óveiddan fisk sé stuðst við það. Kvótakerflð hvetji útgerð- armenn til að fjárfesta í varð- veiðslu stofnanna í stað þess eins að hugsa um að sópa upp fiskinum áður en einhver annar gerir það (líkt og gerast mun ef margnefnd- ur Vatneyrardómur fær að standa fyrir Hæstarétti). Almannahagsmunir Héraðsdómur Vestfjarða kemst að þeirri niðurstöðu að 2. mgr. 7. greinar laga um stjóm fiskveiða sé í andstöðu við 75. grein stjórnar- skrárinnar þar sem segir meðal annars orðrétt: „Öllum er frjálst aö stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. “ Með öðrum orðum þá gengur það gegn stjórnarskrá að veiðiheimildum sé úthlutað til einstakra skipa. Nú er það svo að í lögum eru ýmsar skorður settar á athafna- frelsi manna, enda talið að það þjóni hagsmunum almennings. Þannig hafa þeir einir rétt til að stunda lækningar hér á landi og kalla sig lækni sem hafa sérstakt leyfi og hafa lokið viðurkenndu námi. Raunar hefur löggjafmn á undanfömum árum, með réttu eða röngu, þrengt atvinnufrelsi manna til að stunda ákveðna atvinnu. Ég trúi því ekki að nokkur mað- ur haldi því fram að það þjóni ekki almannahagsmunum að nýt- ingu auðlinda hafsins sé stjórnað með einhverjum hætti þannig að tryggt sé að ekki sé gengið nærri fiskistofnunum. Með sama hætti verður því ekki trúað að dómstól- ar telji það ekki þjóna almanna- hagsmunum að komið sé i veg fyr- ir að útgerðarmenn hugsi um það eitt að sópa upp fiskinum áður en einhver annar gerir það. Málað svart Auðvitað er það ákveðin pólitík hjá forsætisráðherra að mála myndina dökkum litum til að vara við því að stjómleysi komist á í ís- lenskum sjávarútvegi. En svig- rúmið sem hann skapaði sjálfur með ræðu sinni á landsfundi Sjáif- stæðisflokksins og í kosningabar- áttunni, þar sem hann hreinlega svipti Samfylkinguna einu helsta kosningamáli sínu, hefur ekki ver- ið notað til að ná „þjóðarsátt" um stjórnkerfi fiskveiða. Sú sáttar- gjörð er enn eftir og Vatneyrar- dómurinn kann að gera hana erf- iðari en ella. Hvað svo sem felast mun í sáttmála um sjávarútveg þá er nauðsynlegt að standa vörð um kvótakerfið og grunnhugmyndir þær sem þar liggja að baki. Hvort kvótahafar þurfa að greiða sér- stakt gjaid, m.a. til að standa und- ir kostnaði við nýtingu auðlindar- innar, eða hvort hverjum sem er verði leyft að kaupa kvóta, er út- færsluatriði. m H Stjórnarskrá: ■ 65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferöis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarhátt- ar, efnahags, œtternis og stöðu aö ööru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna. 75. gr. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, | enda krefjist almannahagsmunir þess. 1 lögum skal kveóa á um rétt manna til aó semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.