Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 23
lO'V LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
Ragnar Ágúst Ragnarsson f fangi móöur sinnar, Vaigeröar Ágústsdóttur. Af-
inn, Ágúst Sigurösson aö Geitaskaröi, og langamman, Valgeröur Ágústs-
dóttir, fyrrum húsfrú aö Geitaskaröi, horfa á barniö. DV-mynd MÓ
Ágúst og Valgerður:
Sömu nöfn
Á jólum var Ragnar Ágúst Ragnars-
son skírður að Geitaskarði I Langa-
dal. Ekki væri það fréttnæmt nema
vegna þess að afi hans heitir einnig
Ágúst, og langafi hans var Ágúst B.
Jónsson á Hofi í Vatnsdal. Móðir
drengsins heitir Valgerður Ágústs-
dóttir frá Geitaskarði, ber nafn ömmu
sinnar - og langamma drengsins hét
í sex ættliði
einnig Valgerður. Hún var dóttir Ein-
ars á Bólu í Skagafirði. Hafa nöfnin
Ágúst og Valgerður því gengið til
skiptis óslitið í sex ættliði.
Skimarkjóllinn sem barnið skrýdd-
ist er aldargamall, var fyrst notaður
árið 1900 þegar langömmubróðir
barnsins, ísleifur Ámason lagapró-
fessor, var skírður. Kjóllinn var
saumaður af langalangömmu bams-
ins. -MÓ
Heimsmeistarakeppni á Netinu:
Bandaríkin sigruðu Rússland í úrslitaleik
Einn af síðustu viðburðum ársins
og aldarinnar var heimsmeistara-
keppni í bridge, sem spiluð var á Net-
inu, og reyndar var þessi keppni
óvenjuleg hvað það snerti að engir
keppenda snertu spil né sáu andstæð-
inga eða makker.
Hins vegar gátu bridgespilarar víðs
vegar um heiminn, sem höfðu aðgang
að Netinu og Okbridge, séð úrslita-
leikinn með eigin augum. Eitt hundr-
að sjötíu og sjö sveitir frá 33 löndum
byrjuðu keppnina og Bandaríkin og
Rússland voru tvö eftir í lokin.
Sviðið var því sett fyrir spennandi
úrslitaleik sem hefði getað vakið
heimsathygli á dögum kalda stríðsins.
Núna var það hins vegar áhugaverður
úrslitaleikur vegna þess að bæði liðin
höfðu á að skipa heimsfrægum
bridgemeisturum. í liði Bandaríkj-
anna voru m.a. tveir heimsmeistarar,
Paul Soloway og Eric Rodwell, af
mörgum taldir tveir af bestu spilurum
heimsins. Og í liði Rússa voru spilar-
ar sem höfðu staðið í toppbaráttunni
bæði í Ólympíumótum og Evrópumót-
um.
Enda fór svo að þegar einvígið var
hálfnað voru Rússamir yfir, 56-45.
Seinni hálfleikur var hins vegar ein-
stefna Bandarikjamanna sem unnu
einvígið með 123 gegn 69.
Heimsmeistarar Bandaríkjamanna
eru, auk þeirra ofannefndu, Martin
Seligman, Doug Simson, John Schuler
og Michael Crawford.
Við skulum skoða eitt spil frá úr-
slitaleiknum þar sem ekki er laust við
að bridgeguðinn hafi verið Banda-
ríkjamönnum hjálplegur.
V/Allir
* DG976432
*K83
108
* -
* K
6542
* D62
* K9843
é A5
•f D7
4- AG9753
* AD6
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Bæði Soloway og Rússinn
Gromov opnuðu á fjórum spöðum
eftir að vestur hafði sagt pass.
Rússinn Petrounin passaði með
suðurspilin meðan Seligman sagði
fimm hjörtu sem líklega var
spurning um hjartafyrirstöðu. Það
var nóg fyrir Soloway sem stökk í
slemmuna, hafandi hjartafyrir-
stöðuna.
Gromov var fljótur að vinna
geimið en Soloway þurfti að fá 12
slagi. Hann drap tígulútspilið á ás-
inn og kastaði tígli í laufásinn.
Síðan trompaði hann lauf og spil-
aði hjarta á drottninguna. Hún átti
slaginn og Soloway spilaði meira
hjarta. Austur drap áttu blinds
með tíunni og spilaði laufi.
Soloway trompaði, trompaði síðan
hjartakóng og lagði niður spaðaás.
Þegar kóngurinn kom í þá var
þessi heppnisslemma í húsi. Það
vekur hins vegar áhugaverða
spurningu ef austur hefði byrjað
með hjartaás. Nú þarf Soloway
ekki að trompa hjartatapslaginn
og getur því svínað fyrir tromp-
kónginn. Enginn veit hvað hann
hefði gert, nema hann sjálfur, og
líklega hefði hann spilað með lík-
unum og svínað.
Fyrir mörgum árum skilgreindi
einn af bestu bridgemeisturum
heimsins, Victor Mitchell, góða
slemmu á þá leið „að góð slemma
væri slemma sem ynnist" og það á
við í ofangreindu tilfelli.
ELANTRA ER KRAFTMESTI BILLINN I SINUM FLOKKI
VERÐ FRA KR.
1
BEINSKIPTUR
Hyundai Elantra er með 116 hestafla 16v vél sem þýðir að enginn bill í sama stærðarflokki
er jafn kraftmikill. Þar að auki er enginn á jafn góðu verði. Staöalbúnaöur: ABS hemlalæsivörn,
2 loftpúðar, útvarp/kassettutæki m/4 hátölurum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, rafknúnar
rúður, bensínlok opnanlegt innanfrá, litað gler, samlitir stuðarar, stafræn klukka, tvöfaldir
styrktarbitar í hurðum, snúningshraðamælir, haldari fyrir drykkjarmál, krumpusvæði, barnalæsingar,
hæðarstillanleg öryggisbelti og margt fleira.
HYunoni
meir%öl,u