Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 28
Össur Skarphéðinsson þingmaður ræðir vanda og
fylgishrun Samfylkingarinnar, mistök ríkisstjórnar-
innar, baráttuna fyrir því barnaláni sem hann á nú að
fagna og hvaða forsendur þurfi til að hann taki að
sér að leiða Samfylkinguna inn í framtíðina.
„Það kom mér talsvert á óvart að
sjá stuðning Margrétar og Sighvats á
baksíðu DV í fyrradag," segir Össur
Skarphéðinsson þingmaður en þessa
dagana lýsir hver þingmaður Sam-
fylkingarinnar á eftir öðrum yfir
stuðningi við hann til að leiða fylk-
inguna áfram inn í framtíðina. Hann
segir þó að eftir jólin hafi fólk byrjað
að ræða þessa hugmynd við hann en
það hafi aðeins verið á rabbstigi.
„En þegar fólk úr forystusveit
Samfylkingarinnar kemur að máli
við mann hlýtur maður að hugsa það
alvarlega," segir Össur og bætir því
við að í því samhengi þyki honum
skemmtilegt hversu margir úr Al-
þýðubandalaginu hafi komið að máli
við hann. En þegar Össur er spurður
hvort hann ætli að taka forystuhlut-
verkið að sér er ekki aö heyra á hon-
um að það sé það sem hann langar
mest til að gera í lífinu.
„Þegar við Ámý, konan mín, fór-
um síðastliðið sumar út í þá baráttu
að ná í yngri dóttur okkar til Kól-
umbíu var það ósagður samningur
milli okkar að ég hefði töluverðan
tíma til að sinna barnauppeldinu á
næstu árum. Árný er vísindamaður í
fullu starfi og gegnir vegna þeirra
trúnaðarstörfum út fyrir ísland. Við
erum bæði 46 ára gömul og það hefur
verið löng og mikil barátta hjá okkur
að eignast börn. Nú þegar þau eru
komin hafa þau forgang. Það er því
ljóst að ákvörðun um að ég taki að
mér forystuhlutverk í Samfylking-
unni verður ekki tekin nema í sátt
við Árnýju og við munum vissulega
íhuga stöðuna mjög vel.“
Þegar Össur er spurður hvort Sam-
fylkingunni sé við bjargandi svarar
hann því til að víst sé hún í miklum
vanda. „Það leiðir hana enginn út úr
þeim dimma dal sem hún er stödd í
nema maður sem mikil og breið sam-
staða ríkir um. Hvort sú samstaða er
fyrir hendi mun ráða miklu um af-
stöðu mína. Þetta er ekki staða sem
ég hef sóst eftir og sérstaklega ekki
næstu sex árin.“
Vandinn hefur falist í skorti á
leiðtoga
Hvað telur þú þurfa til til þess að
leiða Samfylkinguna út úr þessum
Sólargeislarnir Ingveldur og Birta voru fljótar að ná saman og eins og lítilla systra er siður er ekki eftir neinu að bíða
með að þjarma svolítið að stóru systur.
DV-myndir Teitur
dimma dal?
„Fjölmiðlar hafa búið til forystu-
stjórnmál. Þeir hafa skapað umhverfl
þar sem samskipti milli fólksins og
flokkanna eru í skilaboðum sem ber-
ast frá forystumönnunum. Þeim
flokkum sem hafa sterka leiðtoga hef-
ur því gengið ágætlega. Vandi Sam-
fylkingarinnar er sá að það hefur
ekki náðst samstaða um leiðtoga, ein-
faldlega vegna þess að þetta hefur
ekki verið flokkur. En nú ætla menn
að stofna formlegan flokk og kjósa
forystu fyrir þinglok og það mun
skipta miklu um framhaldið.
Sömuleiðis þarf hinn nýi flokkur
að setja sér ákaflega skýra forgangs-
röðun og leggja áherslu á fá en stór
mál í stað þess - eins og var í kosn-
ingabaráttunni - að vera með mörg
mál en fátt sem stendur upp úr.
Einn vandinn var hin gagnkvæma
virðing flokkanna sem stóðu að fram-
boði Samfylkingarinnar og varð til
þess að þeir vildu ekki styggja hver
annan. Það var því erfitt að leggja
fram skarpar áherslur á málefnin og
þau hurfu inn í bakgrunninn."
Eins og hvað?
„Ég nefni sem dæmi það mál sem
er nú i brennidepli, afstöðuna til flsk-
veiða. Við lögðum ekki nógu sterka
áherslu á auðlindagjald. Nú er þetta
Vatneyrarmál komið upp, þar sem
kemur í Ijós að ákvæði laganna
brýtur í bága við stjórnarskrá og fátt
sem virðist geta bjargað því nema
auðlindagjald í einhverri mynd.“
En var ekki stefnuskrá Samfylk-
ingarinnar einn allsherjar „popúl-
ismi?“
„Stefnuskráin snerist fyrst og
fremst um það að verið var að reyna
að finna einhvern sameiginlegan flöt
á stefnu þriggja flokka. Þessu ætlum
við að breyta með því að stofna nýj-
an flokk sem byggir á hugsjónum
flokkanna þriggja, með heildstæðri
stefnu þar sem forgangsmálin eru
skýr.“
Ægivald Sjálfstæðisflokksins
Hvaða forgangsmál?
„Stjórnun fiskveiða, umhverfis-
mál, afstaða til einkavæðingar, auk-
inn jöfnuður og afstaðan til Evrópu.
Ég er algerlega sannfærður um að
mikil eftirspum verður eftir flokki
eins og Samfylkingunni á næstu
árum til þess að brjóta upp það ægi-
vald sem Sjálfstæðisflokkurinn er bú-
inn að koma sér upp og stappar nær
einveldi eins manns. Ást'andið er ein-
faldlega orðið þannig að venjulegir
borgarar eru hræddir við að tjá skoð-
anir sem eru í andstöðu við þessa
herra af ótta við að þeir verði beittir
refsiaðgerðum. Þar nægir að nefna
sem dæmi mál séra Arnar Bárðar.
Annað dæmi eru athafnamenn sem
seilast tfl áhrifa en njóta ekki vfldar
valdsherranna. Það liggur við að þeir
séu lagðir í einelti. Þessi ofurtök hafa
smitast um allt þjóðfélagið. Við sjá-
um þetta birtast best í Sjónvarpinu
þar sem flokkurinn ræöur öllu, frá
þáttagerð til frétta og menn eiga
erfitt með að halda hlutleysi þar.“
Fjórar ástæður fyrir fylgis-
hruni Samfylkingarinnar
Hverjar telur þú helstu ástæðum-
ar fyrir stöðugu fylgishruni Samfylk-
ingarinnar i skoðanakönnunum frá
því um kosningar?
„Þær era flórar. í fyrsta lagi, skort-
ur á kjömum leiðtoga sem samstaða
er um. í öðru lagi, vöntun á því að
búið sé að stofna formlegan flokk úr
þessum þremur til flórum hreyfing-
um sem að Samfylkingunni standa. 1
þriðja lagi hefur skort að draga upp
skarpa stefnu með fáum en einfóld-
um þáttum sem þjóðin kallar á;
þ.e.a.s. skýra stefnu í fiskveiðistjórn-
un, þar sem við hefðum alla burði til
að verða forystuflokkur, og skýra
stefnu í umhverfismálum. Sá flokkur
sem ég vil vera i er ákaflega grænn í
eðli sínu og sú stefna verður að vera
skýr. I flórða lagi er alveg ljóst að það
er mun erfiðara að bræða saman
nýja hreyfmgu en menn töldu. Það
tók Mitterrand tíu ár að steypa sam-
an einingum á vinstri væng franskra
stjórnmála og skapa þann sterka
jafnaðarmannaflokk sem til er í dag.
Það tók breska Verkamannaflokkinn
meira en áratug að breytast í þann
flokk sem Tony Blair tók við úr
höndum Neils Kinnock og Blair full-
komnaði síðan með góðum árangri.
Það er því ekkert skrýtið að það
taki meira en ár að gera Samfylking-
una að sterkum flokki. Mistökin sem
við gerðum voru þau að við héldum
að það tæki styttri tíma - og gáfum
kjósendum þau skilaboð. En það
vantar enn þá líminguna til að festa
þessa flokka saman og vegna þess
hve ung hreyfmgin er er hún illa í
stakk búin tfl að taka áföllum."
Tókum örlögin í okkar hendur
„Við höfðum öll miklar væntingar
í sambandi við kosningarnar en feng-
um ekki þá niðurstöðu sem við vænt-
um. Gagnvart kjósendum unnum við
ekki rétt úr þeirri niðurstöðu. Ég
held hins vegar að það sé mikill
þróttur í grasrótinni og ég held að ef
okkur tekst að ná hópnum okkar aft-
ur, þá verði hægt að leysa mikla orku
úr læðingi og gera góða hluti, hver
sem kemur til með að leiða Samfylk-
inguna."
Nú beinast öll spjót að þér. Eftir
hverju ertu að bíða?
„Ég var búinn að setja mér aðra
stefnu og hún snýr að flölskyldulífi.
Ég hvorki get né vil taka aö mér for-
ystuhlutverkið nema niðurstaðan
verði sú, eftir ítarlega athugun, að
það geti samræmst fiölskyldulífi
mínu. Ef það verður ekki hægt þá tek
ég það ekki að mér.“
Én þú varst í reynd tilbúinn til
þess í prófkjörsslagnum og kosninga-
baráttunni í vor.
„Staðan hefur breyst hjá mér síð-
an. Við Árný slógumst við barnleysi
í flöldamörg ár. Ég er búinn að búa í
fínu hjónabandi í aldarfiórðung, þar
af barnlaus í tuttugu ár, og þegar ég
lít til baka þá er ég mjög stoltur yfir
því að við Ámý skyldum taka örlög-
in að þessu leyti í okkar hendur. Við
hreinlega breyttum þeim.
Það er mjög erfitt að horfast í augu