Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 17
n \T LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 {<&lk „ Heimskir fá Darwinverðlaunin - forða mannkyninu frá úrkynjun með ótímabærum dauða Það mun hafa veriö Mark Twain sem sagði: „Maðurinn er eina dýrið sem getur roónaó og hefur ástœðu til þess. “ Albert Einstein sagði: „Aóeins tveir hlutir eiga engin takmörk. Heimska mannanna og alheimurinn og ég reyndar efast um alheiminn. “ ÞvS hefur stundum verið haldið fram að mannskepnan sé alls ekki eins greind og vel gefm og hún heldur yfirleitt sjálf. Þvert á móti sé maður- inn hreint yfirgengilega heimskur. Um þetta mætti tina til mörg dæmi en í Ameríku hefur verið komið á fót sér- stökum Darwinverðlaunum sem veitt eru þeim heimskingjum sem skara fram úr öðrum. Þau er árlega veitt einhverjum, án undantekningar að viðkomandi látnum og eru veitt þeim sem með ótrúlegri heimsku eða skammsýni verða valdir að dauða sín- um. Rökstuðningurinn er á þá leið að með því að koma sjáifum sér fyrir kattamef með tærri heimsku sé verið að koma í veg fyrir forheimskun teg- undarinnar því heimskan ræktast ekki áfram ef viðkomandi aula endist ekki aldur til. Þannig lita verðlauna- veitendur á að með heimsku sinni geri þeir mannkyninu greiða þegar á allt er litið og þess vegna eru verð- launin kennd við Charles Darwin sem fyrstur manna setti fram þróunar- keiminguna. Árlega eru verðlaunin veitt þeim sem skara fram úr á þessu sviði en jafnframt eru nokkrir aðrir tilnefndir eins og þegar hefðbundin verðlaun eru veitt. Hvað er rétt klukka? Darwinverðlaunin árið 1999 vora veitt þeim sem smiðuðu og komu fyr- ir tveimur sprengjum í ísrael í sept- ember síðastliðnum. Sprengjunum var komið fyrir í bílum sem ætlað var að springa í mannhafi en sprungu sléttum klukkutíma áður og sköðuðu fáa. Ástæðan var sú að þeir sem settu saman sprengjumar gleymdu að gera ráð fyrir því að verið var að breyta klukkunni yfir á vetrartíma á yfir- ráðasvæði gyðinga en það er ekki gert meðal araba. Rússnesk rúlletta með jarð- sprengju Þrír Kambódíubúar fengu tilnefn- ingu til Darwinverðlaunanna 1999. Þeir sátu á öldurhúsi talsvert við skál í heimalandi sínu en í því stríðs- hrjáða landi liggja úr sér gengin her- gögn og ósprungnar sprengjur hingað og þangað eins og hráviði. Einn drykkjufélaganna dró seint um kvöld- ið fram 25 ára gamla ósprungna rúss- neska jarðsprengju. Þeir settu bomb- una undir borð og hófu að leika sér- stæða útgáfu af rússneskri rúllettu. Við hvern drykk tæmdan í botn stapp- aði einhver félaganna á sprengjuna undir borðinu. Aðrir gestir á kránni flýðu í ofboði og þess vegna fórust engir nema félagarnir þrir þegar sprengjan sprakk eftir nokkrar um- ferðir af leilmum. Málarinn og kúlan 23 ára gamall málaranemi í Skotlandi var einnig tilnefndur til verðlaunanna en óhófleg áfengis- neysla tengdist einnig ótimabærum dauðdaga hans. Skotinn átti til að hegða sér gáleysislega undir áhrifum og meðal annars skemmti hann fólki með þvi að gleypa billjarðkúlu og æla henni upp aftur. Flestir félaga hans höfðu oft séð þessa brellu hans áður og veittu því litla athygli þegar hann sást stinga einni kúlu upp í sig en vinahópurinn sat að sumbli á krá einni. Svo slysalega tókst til að kúlan stóð i Skotanum og kafnaði áður en nokkur fékk rönd við reist. Vonglaður veiðimaður Fiskimaður nokkur i Kíev i Úkra- ínu fékk einnig tilnefningu til Darwinverðlaunanna en hann var við fiskveiðar í ánni Tereblya í heimahér- aði sínu og beitti rafmagni við veið- arnar. Hann aftengdi heimtaugina aö húsi sinu og henti endanum út í ána. Þegar fiskur fór að fljóta upp kringum endann á línunni óð hann út í til að hirða aflann en lést þegar af völdum raflostsins. Öryggisglerið prófað Ungur lögfræðingur í Toronto hugðist sýna vinnufélögum sínum hve sterkt glerið í skrifstofuglugganum væri og klifraði upp i gluggakistuna og lagðist af öllum þunga á rúðuna. Hann féll 24 hæðir niður á götu þegar rúðan reyndist ekki eins traust og hann hélt. Sumir karlmenn láta keppni í ýms- um karlmennskulegum leikjum teyma sig út í vitleysu. Einn er Pierre Pumpille í Lyon sem náði að hnykkja til kyrrstæðum bíl um tæpan metra með því að hlaupa á hann með höfuð- ið á undan. Hann lenti á sjúkrahúsi en var ákaflega hreykinn af afreki sínu. Pumpille bliknar þó við hliðina á Krystof Azninski sem var þrítugur Pólverji sem hafði setið að drykkju með vinum sínum þegar einn þeirra stakk upp á að þeir lékju sér svolítið og reyndu á karlmennskuna. Félag- arnir fóru naktir út í kuldann og börð- ust um hrið með risavöxnum grýlu- kertum. Einn þeirra náði í keðjusög og ræsti hana og sveiflaði í kringum sig og linnti ekki fyrr en hann sagaði óvart framan af fætinum á sér. Azn- inski var kominn í virkilegt keppnis- skap og reif af félaga sínum sögina og æpti: Sjáðu þetta. í þeim töluðum orðum sveiflaði hann söginni og sagaði af sér hausinn og sigraði trúlega í leiknum. Bilaði bíllinn James Burns, íbúi í Alamo í Michigan, var lítið betri. Það voru einhver dularfull hljóð í vörubílnum hans sem hann áttaði sig ekki á. Hann greip til þess ráðs að skríða undir bíl- inn og hanga neðan í honum meðan kunningi hans fékk það verkefni að aka bifreiðinni rösklega eftir þjóðveg- inum. James ætlaði að komast að því hvað væri eiginlega að bílnum. Þegar ökuferðin endaði reyndist hann lát- inn, kirfilega vafinn utan um drif- skaftið. Þetta er rán Sérstaka viðurkenningu fyrir heimsku sem leiddi til ótímabærs dauðdaga fær að lokum óheppinn ræningi í borginni Renton í Was- hington-ríki. Hann gerði tilraun til þess að ræna verslun en gerði nokkur mistök. í fyrsta lagi var þetta verslun sem seldi byssur. I öðru lagi var búðin opin og full af viðskiptavinum sem gera má ráð fyrir að hafi flestir verið vopnaðir. Til þess að komast inn í búðina þurfti hann að ganga fram hjá lögreglubíl sem lagt var fyrir utan. Lögregluþjóninn sem ók bilnum var inni í búðinni að spjalla við verslun- areigandann. Allt þetta lét ræninginn sem hann sæi ekki heldur dró upp byssu, til- kynnti að hér færi fram rán og skaut nokkrum viðvörunarskotum upp í loftið. Lögreglumaðurinn og af- greiðslumaðurinn hófu þegar skot- hríð á hann og slógu hann af á staðn- um. Þótt þessir verðlaunahafar hljóti að leggja sitt af mörkum til að draga úr heimsku mannkyns er hætt við að þeir megi ekki við margnum. Þess vegna getum við að minnsta kosti ver- ið viss um að framtíð Darwinverð- launanna sé trygg. -PÁÁ jGARDAGA 10-18 SUNNUDAGA 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.