Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 33
J-*V LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 f ^rðir, Árþúsundinu fagnað allt árið í London: Flugmiði á 2000 krónur hjá íslandsflugi í tilefni hinna merku áramóta sem nýlega eru um garð gengin hefur íslandsflug ákveðið að bjóða upp á ferðir á milli Akureyrar og - í tilefni ársins 2000 Reykjavíkur á aðeins 2000 krónur. Tilboðið gildir frá 10. janúar til og með sunnudeginum 16. janúar. Um er að ræða hádegisflug; frá Reykja- vík klukkan 11.40 og frá Akureyri klukkan 12.25. Allar nánari upp- lýsingar eru gefnar á netfangi bookings@islandsflug.is Lundúnabúar tóku vel á móti nýju árþúsundi um síð- ustu áramót. Til þess höfðu þeir reist sérstaka árþúsunda- höll auk stærsta Parísarhjóls í veröldinni. Gríðarlangar biðraðir einkenndu reyndar ár- þúsundahöllina um áramótin og hjólið snerist ekki fyrst um sinn. En þrátt fyrir það standa menn keikir í London og hafa boðað til margháttaðra hátíðar- halda allt árið sem bæði er ætl- að að gleðja heimamenn sem ferðamenn. Árþúsundahöllin stendur eins og menn vita við ána Thames en á sömu slóðum verða 67 stofnanir sem tengjast tækni, menningu og pólitískri þróun síðustu 1000 ára opnar almenningi og sumar jafnvel i fyrsta sinn. Skipaáhugamenn ættu að heimsækja Shipwright-höflina í Deptford sem reist var í stjómartíð Hinriks VIII árið 1513. Þá verður Lambeth-höll- in, sem hefur verið heimili erkibiskupsins af Kantaraborg frá því árið 1200, opin almenn- ingi í ár. Umfangsmikil sögu- sýning verður í breska þing- húsinu. Ferðamönnum mun einnig gefast kostur á að fara bak- sviðs í einu frægasta sjón- varpsstúdíói heims, London Weekend Television (LWT), og einnig munu höfuðstöðvar BBC í Bush House Aldwich verða opnar almenningi. Neðanjarðarlestir borgarinn- ar munu feta fornar slóðir og boðið verður upp á ferðir til gamalla stöðva sem ekki eru lengur í notkun en hafa sögulega þýðingu. Hesthúsin í Whitehall eiga sjálfsagt eftir að vekja for- vitni margra en þau hafa aldrei áður verið opin aimenningi. Þar geta gestir meðal annars litið augum samningaborðið sem Ad- olf Hitler og Neville Chamberla- in, forsætisráðherra Breta, sátu við árið 1938. Margt fleira verður í boði og vert að skoða dagskrána nánar á vefnum www.stringofpe- arls.org.uk á Netinu. Tíu þúsund tré, sum hver yfir 200 ára gömul, rifnuðu upp með rótum við Versali í óveörinu sem gekk yfir Frakkland um jólin. Notre Dame skemmdist einnig töluvert eins og sést á myndinni tii vinstri.l menn að byrja upp á nýtt og ekki talið að viðgerðirnar muni kosta undir 250 milljónum króna. Verst úti í óveðrinu urðu Versal- ir þar sem hvorki meira né minna en tíu þúsund tré rifnuðu upp með rótum. Mörg þeirra voru yfir 200 ára gömul. Viðgerðir eru hafnar á húsakynnum hallarinnar en skemmdirnar á garðinum verða aldrei að fullu bættar. Frakkland: Vorrarfrúarkirkja fer í viðgerð Það verður mikið um dýrðir í London allt þetta ár og tilefnið er að sjálfsögðu nýtt und. Ýmsar stofnanir verða opnar almenningi í fyrsta sinn. Óveðrið sem gekk yfir Frakkland um jólin skildi eftir sig mikið manntjón og spor eyði- leggingar víðast hvar. Líklegt er að mörg minn- ismerki og kirkjur í land- inu verði lokuð um sinn vegna viðgerða. París varð illa úti í óveðrinu og þar skemmd- ist Notre-Dame kirkjan mikið. Að minnsta kosti átta turnar eyðilögðust verulega í veðrinu auk þess sem gat kom á þak kirkjunnar. Miklar end- urbætur hafa verið gerð- ar á Notre Dame undan- farin misseri en nú þurfa Fleiri staðir urðu fyrir tjóni; þar má nefna dómkirkjur í Bordeaux og Strasbourg. Chambord-kastalanum í Loire-dalnum og hinni frægu Chartres-kirkju, skammt utan Par- ísar, hefur verið lokað um stundar- sakir vegna skemmda. árþús- Sími 554-3040 Smiðjuvegi 1 • Kópavogi nslunamske hefst 15. janúar, 8 vikur Verð aðeitis 9500 | innifdlið í verði Matardagbók Persónuleg matarráðgjöf Strangt aðhald Fyrirlestrar - Viktun - Fitumæling Ummálsmælingar - 4 tímar í Ijós - Uppskriftir Fyrirlestrar - Spinning - Vaxtamótun Pallar - Tæki Tae Bo Pallaleikfimi Spinning Vaxtamótun Morguntímar Sjálfsvörn Fullkominn tœkjasalur Tyrkir reisa flugvöll Nýr alþjóðlegur flugvöllur var nýverið opnaður i Istanbul, stærstu borg Tyrklands. Flugvöll- urinn á að geta afgreitt íjórtán milljón farþega á ári hverju og kostaði rúma tvo milljarða í bygg- j ingu. Jarðskjálftar skóku Tyrkland : á liðnu ári með þeim skelfilegum afleiðingum að 18 þúsund manns fórust. Þótt Istanbul hafl sloppið við meiriháttar jarðskjálfta í rúma öld er nýi flugvöllurinn byggður þannig að hann þoli jarðskjálfta sem mælist 8,5 á Ricther. Misjafnir verslunarhættir Sinn er siður í landi hverju, eins og flestum er væntanlega kunnugt. Þetta gildir líka um við- skiptahætti sem geta verið afar mismunandi á milli landa. í nýjasta hefti ferðatímaritsins Tra- vel Holiday er að flnna ýmsar upp- lýsingar um þessi efni. Þar segir meðal annars að á Ítalíu megi ferðamenn eiga * von á ströngum j reglum ef skila i þarf vöru. Betra ! er að hafa trú- verðuga skýr- i ingu á reiðum höndum og síðast en ekki síst er kassakvittunin nauðsynleg. Ekki þykir skynsam- legt aö bera það á borð að flíkin hafi ekki passað heldur er affara- sælla að nefna slakan saumaskap eða frágang. Frakkar eru víst með svipaðar reglur og nágrannar þeirra en hjá þeim bregður hins Ivegar svo við að hundar eru vel- komnir í flestar verslanir; það kemur þó varla mörgum ferða- manninum að notum. í London eru menn heldur ekki svo frjálslyndir og sjálfsagt rís íhaldssemin hæst í stórverslun- inni Harrods. Þar hefur fólki í rifnum gallabuxum eða krumpuð- um stuttbuxum verið vísaö á dyr. Þá munu bakpokar af öllu tagi vera þyrnir i augum dyravarða. Tímaritið heldur því einnig fram að í Finnlandi þýði lítið að kalla eftir aðstoð eftir að í mátun- arklefann er komið. Þar gfldir sjálfsafgreiðsla og ekkert annað. Samningaborð Hitfers og Chamberlains til sýnis - auk margra annarra áhugaverðra atburða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.