Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2000, Blaðsíða 33
J-*V LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
f
^rðir,
Árþúsundinu fagnað allt árið í London:
Flugmiði á 2000 krónur hjá íslandsflugi
í tilefni hinna merku áramóta
sem nýlega eru um garð gengin
hefur íslandsflug ákveðið að bjóða
upp á ferðir á milli Akureyrar og
- í tilefni ársins 2000
Reykjavíkur á aðeins 2000 krónur.
Tilboðið gildir frá 10. janúar til og
með sunnudeginum 16. janúar. Um
er að ræða hádegisflug; frá Reykja-
vík klukkan 11.40 og frá Akureyri
klukkan 12.25. Allar nánari upp-
lýsingar eru gefnar á netfangi
bookings@islandsflug.is
Lundúnabúar tóku vel á
móti nýju árþúsundi um síð-
ustu áramót. Til þess höfðu
þeir reist sérstaka árþúsunda-
höll auk stærsta Parísarhjóls í
veröldinni. Gríðarlangar
biðraðir einkenndu reyndar ár-
þúsundahöllina um áramótin
og hjólið snerist ekki fyrst um
sinn. En þrátt fyrir það standa
menn keikir í London og hafa
boðað til margháttaðra hátíðar-
halda allt árið sem bæði er ætl-
að að gleðja heimamenn sem
ferðamenn.
Árþúsundahöllin stendur
eins og menn vita við ána
Thames en á sömu slóðum
verða 67 stofnanir sem tengjast
tækni, menningu og pólitískri
þróun síðustu 1000 ára opnar
almenningi og sumar jafnvel i
fyrsta sinn.
Skipaáhugamenn ættu að
heimsækja Shipwright-höflina
í Deptford sem reist var í
stjómartíð Hinriks VIII árið
1513. Þá verður Lambeth-höll-
in, sem hefur verið heimili
erkibiskupsins af Kantaraborg
frá því árið 1200, opin almenn-
ingi í ár. Umfangsmikil sögu-
sýning verður í breska þing-
húsinu.
Ferðamönnum mun einnig
gefast kostur á að fara bak-
sviðs í einu frægasta sjón-
varpsstúdíói heims, London
Weekend Television (LWT), og
einnig munu höfuðstöðvar
BBC í Bush House Aldwich
verða opnar almenningi.
Neðanjarðarlestir borgarinn-
ar munu feta fornar slóðir og
boðið verður upp á ferðir til
gamalla stöðva sem ekki eru
lengur í notkun en hafa sögulega
þýðingu. Hesthúsin í Whitehall
eiga sjálfsagt eftir að vekja for-
vitni margra en þau hafa aldrei
áður verið opin aimenningi. Þar
geta gestir meðal annars litið
augum samningaborðið sem Ad-
olf Hitler og Neville Chamberla-
in, forsætisráðherra Breta, sátu
við árið 1938.
Margt fleira verður í boði og
vert að skoða dagskrána nánar
á vefnum www.stringofpe-
arls.org.uk á Netinu.
Tíu þúsund tré, sum hver yfir 200
ára gömul, rifnuðu upp með rótum
við Versali í óveörinu sem gekk yfir
Frakkland um jólin. Notre Dame
skemmdist einnig töluvert eins og
sést á myndinni tii vinstri.l
menn að byrja upp á nýtt og ekki
talið að viðgerðirnar muni kosta
undir 250 milljónum króna.
Verst úti í óveðrinu urðu Versal-
ir þar sem hvorki meira né minna
en tíu þúsund tré rifnuðu upp með
rótum. Mörg þeirra voru yfir 200
ára gömul. Viðgerðir eru hafnar á
húsakynnum hallarinnar en
skemmdirnar á garðinum verða
aldrei að fullu bættar.
Frakkland:
Vorrarfrúarkirkja fer í viðgerð
Það verður mikið um dýrðir í London allt þetta ár og tilefnið er að sjálfsögðu nýtt
und. Ýmsar stofnanir verða opnar almenningi í fyrsta sinn.
Óveðrið sem gekk yfir
Frakkland um jólin
skildi eftir sig mikið
manntjón og spor eyði-
leggingar víðast hvar.
Líklegt er að mörg minn-
ismerki og kirkjur í land-
inu verði lokuð um sinn
vegna viðgerða.
París varð illa úti í
óveðrinu og þar skemmd-
ist Notre-Dame kirkjan
mikið. Að minnsta kosti
átta turnar eyðilögðust
verulega í veðrinu auk
þess sem gat kom á þak
kirkjunnar. Miklar end-
urbætur hafa verið gerð-
ar á Notre Dame undan-
farin misseri en nú þurfa
Fleiri staðir urðu fyrir tjóni; þar
má nefna dómkirkjur í Bordeaux og
Strasbourg. Chambord-kastalanum
í Loire-dalnum og hinni frægu
Chartres-kirkju, skammt utan Par-
ísar, hefur verið lokað um stundar-
sakir vegna skemmda.
árþús-
Sími 554-3040
Smiðjuvegi 1 • Kópavogi
nslunamske
hefst 15. janúar, 8 vikur
Verð aðeitis 9500 |
innifdlið í verði
Matardagbók Persónuleg matarráðgjöf
Strangt aðhald Fyrirlestrar - Viktun - Fitumæling
Ummálsmælingar - 4 tímar í Ijós - Uppskriftir
Fyrirlestrar - Spinning - Vaxtamótun
Pallar - Tæki
Tae Bo
Pallaleikfimi
Spinning
Vaxtamótun
Morguntímar
Sjálfsvörn
Fullkominn tœkjasalur
Tyrkir reisa flugvöll
Nýr alþjóðlegur flugvöllur var
nýverið opnaður i Istanbul,
stærstu borg Tyrklands. Flugvöll-
urinn á að geta afgreitt íjórtán
milljón farþega á ári hverju og
kostaði rúma tvo milljarða í bygg-
j ingu. Jarðskjálftar skóku Tyrkland
: á liðnu ári með þeim skelfilegum
afleiðingum að 18 þúsund manns
fórust. Þótt Istanbul hafl sloppið
við meiriháttar jarðskjálfta í rúma
öld er nýi flugvöllurinn byggður
þannig að hann þoli jarðskjálfta
sem mælist 8,5 á Ricther.
Misjafnir verslunarhættir
Sinn er siður í landi hverju,
eins og flestum er væntanlega
kunnugt. Þetta gildir líka um við-
skiptahætti sem geta verið afar
mismunandi á milli landa. í
nýjasta hefti ferðatímaritsins Tra-
vel Holiday er að flnna ýmsar upp-
lýsingar um þessi efni. Þar segir
meðal annars að á Ítalíu megi
ferðamenn eiga
* von á ströngum j
reglum ef skila
i þarf vöru. Betra !
er að hafa trú-
verðuga skýr- i
ingu á reiðum höndum og síðast
en ekki síst er kassakvittunin
nauðsynleg. Ekki þykir skynsam-
legt aö bera það á borð að flíkin
hafi ekki passað heldur er affara-
sælla að nefna slakan saumaskap
eða frágang. Frakkar eru víst með
svipaðar reglur og nágrannar
þeirra en hjá þeim bregður hins
Ivegar svo við að hundar eru vel-
komnir í flestar verslanir; það
kemur þó varla mörgum ferða-
manninum að notum.
í London eru menn heldur ekki
svo frjálslyndir og sjálfsagt rís
íhaldssemin hæst í stórverslun-
inni Harrods. Þar hefur fólki í
rifnum gallabuxum eða krumpuð-
um stuttbuxum verið vísaö á dyr.
Þá munu bakpokar af öllu tagi
vera þyrnir i augum dyravarða.
Tímaritið heldur því einnig
fram að í Finnlandi þýði lítið að
kalla eftir aðstoð eftir að í mátun-
arklefann er komið. Þar gfldir
sjálfsafgreiðsla og ekkert annað.
Samningaborð Hitfers og
Chamberlains til sýnis
- auk margra annarra áhugaverðra atburða